Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 45. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulagi Annans, framkvæmdastjóra SÞ, og íraksstjórnar almennt fagnað Clinton kveðst ætla að láta á það reyna Varar Iraka við „alvarlegum afleiðingum“ standi þeir ekki við sam- komulagið - Ekki verður slakað á viðbúnaði í Persaflóa Bagdad, Washington, Moskvu, London. Reuters. Reuters SAMKOMULAGINU milli Kofi Annans og íraskra stjórnvalda var sérstaklega fagnað í arabaríkjum, meðal annars á Vesturbakkanum þar sem Palestínumenn gengu um götur með eftirlíkingu af Scud-eldflaug og mynd af Saddam Hussein, forseta íraks. KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tilkynnti í gær, að hann hefði gert skriflegt samkomulag við stjórnvöld í Irak, sem fallist hefðu á óheft vopnaeftir- lit í landinu. Kvaðst Annan vona, að öryggisráð SP legði blessun sína yf- ir það en hann mun gera ráðinu grein fyrir því í kvöld. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær, að hann væri reiðubúinn að láta á samkomulagið reyna en varaði Iraksstjórn við að reyna að brjóta það. Talsmaður bresku stjómarinn- ar sagði, að fréttirnar um sam- komulagið væru ,jákvæðar“ en Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, ætlar að beita sér fyrir nýrri ályktun öryggisráðsins til að tryggja, að Saddam Hussein, forseti Iraks, leiki ekki sama leikinn aftur að litlum tíma liðnum. I arabaríkj- unum hefur samkomulaginu verið fagnað mjög og einnig í Rússlandi, Kína og víðar. Samkomulagið náðist á fundi með Saddam Hussein Iraksforseta á sunnudag og á blaðamannafundi í Bagdad í gær, skömmu áður en Annan hélt af stað til Parísar, sagði hann, að með því hefði verið rutt úr vegi öllum helstu hindrunum fyrir vopnaeftirliti í samræmi við álykt- anir öryggisráðsins og þá friðarskil- mála, sem Irakar hefðu undirritað eftir Persaflóastríð. Kvaðst hann mundu skýra öryggisráðinu frá samkomulaginu strax og hann kæmi til New York í dag og vonað- ist til, að það féllist á það. Sami viðbúnaður áfram Clinton kvaðst ætla að styðja samkomulagið enda kvæði það á um algerlega óheft vopnaeftirlit í írak. Það, sem nú skipti mestu, væri að Iraksstjórn stæði við það og varaði hann hana við afleiðingum þess að reyna að brjóta það. Sagði hann, að ekkert yrði slakað á hernaðarupp- byggingunni í og við Persaflóa fyrr en ljóst væri, að samkomulagið héldi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að nauðsyn- legt væri að fylgja samkomulaginu eftir í öryggisráðinu með ným ályktun til að tryggja, að íraks- stjórn gengi ekki á bak orða sinna einu sinni enn. Sagði hann, að aldrei yrði of varlega farið í viðskiptum við Saddam Hussein og bætti því við, að Iraksstjóm hefði aldrei beygt sig nema vegna hótana um loftárásir. Jeltsín ánægður Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær, að íraksdeilunni væri lokið og þakkaði hann ekki síst rússneskum samningamönnum fyr- ir það. I tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu var fullyrt, að vopnaeftirlitsmenn SÞ fengju nú al- veg frjálsar hendur við vopnaleit. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins, sem voru á fundi í Brussel í gær, fógnuðu samkomulaginu en tóku um leið fram, að það hefði aldrei náðst nema vegna þess, að Bandaríkin hefðu sett Saddam Hussein tvo kosti. Samkomulaginu, sem Annan gerði við Saddam Hussein, var tekið með fögnuði í arabaríkjunum en stjórnvöld í Kúveit sögðust þó ótt- ast, að ekki yrði friðvænlegt í Mið- austurlöndum svo lengi sem Saddam Hussein væri við völd í Irak. Stjórnvöld í Saudi-Arabíu hvöttu öryggisráðið til að fallast á samninginn og skoruðu einnig á það að sýna Israelum sömu festu og írökum. írakar segjast hafa sigrað Kofi Annan sagði í viðtali við CiViV-sjónvarpsstöðina í gær, að árangurinn í Bagdad væri meðal annars að þakka hótununum um loftárásir. „Samningaleiknin getur skilað miklu en enn meiru þegar hún styðst við staðfestu og vald,“ sagði Annan en Tareq Aziz, aðstoð- arforsætisráðherra íraks, vildi ekki taka undir það. Stjórnvöld í írak lýsa samkomulaginu sem miklum sigri fyrir sig. ■ Niðurstaðan/21 Sprengju- tilræði á N-Irlandi Belfast. Reuters. SPRENGING varð í miðbæ Porta- down á Norður-írlandi í gær, að því er lögregla greindi frá. Aður en sprengingin varð hafði verið hringt nokki-um sinnum í lögregluna og varað við yfirvofandi hættu og því höfðu allir verið fluttir burt af svæðinu og engan sakaði í spreng- ingunni. Sögðu lögreglumenn í gær að of snemmt væri að geta sér til um hver hefði staðið að tilræðinu. Að sögn lögreglu urðu umtals- verðar skemmdir af völdum sprengingarinnar sem varð í bfl skömmu fyrir hádegi. Aður hafði kviknað grunur um að ekki væri allt með felldu með bílinn, sem lagt var í miðbænum. Sprengja sprakk í þorpinu Moira seint á föstudag og olli miklu tjóni á lögi-eglustöð og slasaði 11 manns. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér. I gær gerðu írskir lög- reglumenn óvirka eldsprengju sem komið hafði verið fyrir í bfl fyrir ut- an lögreglustöð í þorpinu Dromad. Bflnum hafði verið stolið á Norður- Irlandi og vakti það grunsemdir um að sambandssinnar þar væru ábyrgir fyrir sprengjunni. Ræðast við án Sinn Fein Ný lota fundahalda um framtíð Norður-írlands hófst í gær án þátttöku Sinn Fein, stjórnmála- ai-ms írska lýðveldishersins (IRA), sem var vísað frá samningaborðinu á föstudag vegna meintrar aðildar IRA að tveim morðum í Belfast í þarsíðustu viku. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, segir flokkinn ekki í beinum tengslum við IRA og því sé ákvörðunin um brottvísunina „svívirðileg". Brottvísunin á að gilda til 9. mars en Sinn Fein hefur ekki greint frá því hvort flokkurinn muni þá snúa aftur að samninga- borðinu. Adams hefur farið fram á fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, en ekki vitað hvort af honum verður. 12 skýstrokkar valda mikilli eyðileggingu á Flórída Tugir manna fórust ÞRJÁTÍU og níu menn að minnsta kosti fórust og 120 er saknað eftir að skýstrokkar, allt að 12 talsins, fóru yfir Flórída á sunnudag og í gær. Mörg hundruð heimila og fyrirtækja eru rústir einar. Var eyðileggingin gífurleg að því er fram kemur í Reuters-fréttum og vitað er um margt fólk innilokað í húsarústum. Ekki er vitað til, að neitt hafi amað að hjá Islendingum á Flórída, hvorki ferðafólki né þeim, sem þar eru búsettir, að því er fram kom hjá Þóri Gröndal, ræðis- manni íslands. Einn skýstrokkanna, sem var 200 metra breiður við jörð og vindhraðinn upp undir 400 km á klst., fór yfir helstu ferðamannasvæðin á Flórída og skildi eftir sig 15 km breiða slóð eyði- leggingar og dauða. Braut hann niður hús eða reif af þeim þökin, tvístraði hjólhýsabyggðum og þeytti bflum til og frá. I Osceola-sýslu var vit- að um 22 látna og 60 slasaða og í Seminole-sýslu höfðu 13 beðið bana. Vitað var um fjóra látna annars staðar. Innilokað í brakinu „Við erum stöðugt að fá fréttir af fólki, sem er innilokað í brakinu," sagði Bill Mulloy, lögreglu- maður í Orlando, en við leitina eru meðal annars notaðar þyrlur. Eru þær með mjög næman bún- að, sem greinir hitann frá fólki. Víða er eyðileggingin svo alger, að það er fátt, sem minnir á, að þar hafi áður verið hús og heimili fólks. Sums staðar er engu líkara en risastór valtari hafi farið yfir. Þórir Gröndal, ræðismaður Islands á Flórída, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði rætt við marga Islendinga á svæðinu og væri ekki vitað til, að neitt amaði að hjá þeim. Sömu svör gáfu talsmenn íslenskra ferðaskrif- stofa, sem rætt var við í gær. Reuters SVONA leit eitt hjólhýsahverfið út eftir að skýstrokkur hafði farið yfir það. I gær var vitað um 39 látna og 120 var saknað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.