Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 17 Fjárfestingarverkefnið Yenture Iceland ‘98 Níu fyrirtæki hafa staðfest þátttöku NÍU fyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni hafa staðfest þátttöku í fjár- festingarverkefninu Venture Iceland ‘98, þar sem þau munu kynna starf- semi sína fyrir erlendum áhættufjár- festum. Fyrirtækin hafa öll þróað vöru sem talin er að eigi möguleika á erlendum mörkuðum og eru byrjuð að selja lausnir sínar erlendis, þó í mismiklum mæli sé. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarsjóðs og Útflutningsráðs íslands, með aðild Fjárfestingarskrif- stofu íslands og er verkefnisstjóm skipuð sameiginlega af þessum aðil- um. Verkefnið skiptist í þrennt, þ.e. gerð viðskiptaáætlunar, fjárfestingar- þing í Reykjavík í september og ijár- festingarþing í Vín á vegum Evrópu- sambandsins í lok nóvember. Að sögn Guðnýjar Káradóttur verður verkefnið með svipuðu sniði og í fyrra en þá tóku sex fyrirtæki þátt í hhðstæðu verkefni og þótti ár- angur af því góður. Haldin verða fimm dagslöng námskeið eða vinnufundir á tímabilinu febrúar til júní. Þar verður fjallað um atriði sem snerta gerð viðskiptaáætlunar, mótun markaðsstefnu fyrirtækisins, útfærslu hennar, dreifileiðir erlendis og hvemig eigi að byggja upp verð- mætt fyrirtæki. Fjallað verður um áhættufjármagn, eðli þess og kosti, hverju áhættufjárfestar eru að sækj- ast eftir og hvað þeir spyrja um og skoða þegar þeir meta fjárfestingar- kosti. Fyrir utan vinnufundina, fær hvert fyrirtæki ráðgjöf um mótun viðskiptamódels og stefnu sinnar. Stefnt er að því að fyrirtækin geri viðskiptaáætlun sem sýnir hvernig þau ætla að vaxa og sækja á erlenda markaði, ná arðsemi o.s.frv. í ágúst verður þráðurinn tekinn upp aftur og undirbúin kynning á viðskiptaá- ætlununum á fjárfestingarþingi sem verður haldið 3.-5. sept. Til þingsins verður boðið erlendum sem og inn- lendum áhættufjárfestum sem era að fjárfesta í upplýsingatækni og skyldum greinum. Þegar era farnar að berast fyrirspurnir erlendis frá um þingið. Áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum fer greini- lega vaxandi 2-3 fyrirtæki á fjárfest- ingarþing ESB Erlendir ráðgjafar og áhættufjár- festar munu halda fyrirlestra á vinnufundum og veita ráðgjöf. Einnig munu innlendir aðilar miðla af reynslu sinni af gerð samninga við erlenda fjárfesta og samstarf við þá. Stefnt er að því að 2-3 fyrirtækj- anna kynni sig á fjárfestingarþingi á vegum Evrópusambandsins sem haldið verður í nóvember. Þingið er vettvangur þar sem evrópskir áhættufjárfestar munu kynna sér evrópsk fyrirtæki í upplýsingaiðnaði. Keppinautum boðið að kaupa Tel-Save? New Hope, Pennsylvamu. Reuters. TEL-SAVE, símafélag sem býður ódýr símtöl og tíu milljónir notenda America Online skipta við, mun ákveða innan skamms hvort fyrir- tækið verður selt. Eignarhaldsfélagið Tel-Save Holdings hefur leitað ráða hjá fjár- festingarbankanum Salomon Smith Barney vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu. Dan Borislow forstjóri sagði Reuters að ef samningar næðust ekki um toppverð fyrir marzlok myndi fyrirtækið halda áfram að starfa sjálfstætt. Helzta skýringin á áhuga á söl- unni er góður árangur sem náðst hefur af samvinnu þess og America Online. A hverjum degi bætast við allt að 13.000 viðskiptavinir, sem panta símtöl fyrir 9 sent á mínútuna hjá Tel-Save vegna auglýsinga AOL. Ógna risunum Borislow segir að Tel-Save hafi greinilega náð viðskiptum af 3-4 risum á sviði langlínusamtala - AT&T Corp, MCI Communications, Sprint Corp og WorldCom Inc. Nú fá þeir tækifæri til að ná aftur þess- um viðskiptum, sagði hann. Borislow hefur oft sagt að Tel-St- ar þurfi að stækka, annað hvort af eigin rammleik eða með samvinnu eða samrana, til að fyrirtækið geti orðið samkeppnishæft. Tel-Save gekk til samstarfs við AOL í desember. Fyrr í þessum mánuði gerði fyrirtækið svipað samkomulag við CompuServe, sem AOL keypti nýlega. Telenor og Telia slíta viðræðum Þriðji hver Svíi notar farsíma Stokkhólmi. Reuters. SVÍAR era helztu notendur farsíma í heiminum og á þriðjungur þeirra farsíma samkvæmt athugun Mobile Telephone Branch (MTB). Sænskum farsímaeigendum hafði fjölgað í 36% í ársbyrjun 1998 og áttu 3,2 milljónir Svía af 8,8 milljón- um farsíma. Fyrir ári áttu 2,5 milijónir Svía farsíma. MTB spáir því að sænskum farsímaeigendum muni fjölga um 500.000 á næstu tólf mánuðum. Flestir nota GSM síma og skipta við félögin Telia, Comviq og Europolitan. Telia er stærst og í eigu ríkisins, með 1,2 milljónir GSM áskrifenda. Comviq kemur næst með 800.000 áskrifendur og Europolitan er með 400.000. ----------------- BA leitar til- boða í 100 flugvélar London. Reuter. BRITISH Airways hefur boðið Boeing Co og Airbus Industrie að bjóða í smíði 100 flugvéla að verð- mæti allt að tvær miHjarðar punda til að endumýja Evrópuflugflota BA. Flugfélagið skorar á á hina tvo framleiðendur að benda á nýjar leið- ir til að fjármagna kaupin svo að BA geti dregið úr fjármagnsskuldbind- ingum sínum. Frá Jan Gunnar Furuly f Ósló. SAMGÖNGURÁÐHERRA Nor- egs, Odd Einar Dörum, hefur bundið enda á viðræður um sam- runa Telenor í Noregi og Telia í Svíþjóð vegna ágreinings um hverjir eigi að stjóma nýju símafé- lagi. Ekkert verður því úr fyrir- huguðum samruna. Stjómir Telenor og Telia hörm- uðu báðar að ekki hefði tekizt að ná samkomulagi um samruna símafé- laganna. Svíar skella skuldinni á Norðmenn. Að sögn stjómarformanns Telia, Bengt Westerberg, náðist ekki samkomulag vegna þess að Norð- menn skortir reynslu af haftalaus- um símamarkaði. „Norðmenn höfðu ekki eins mikinn áhuga á algerri sameiningu félag- anna og Svíar,“ sagði Westerberg í samtali við sænsku fréttastofuna TT. Döram sagði að Norðmenn hefðu ekki fengið nægilega trygg- ingu fyrir þvi að hagsmuna Norð- manna yrði gætt í nýju fyrirtæki. Áherzla hefði verið lögð á kröfu um jafnmarga fulltrúa frá hvora félagi í stjóm sameinaðs fyrirtækis. Stjóm Telenor taldi að samein- ing yrði að hvíla á þeirri forsendu að nýja fyrirtækið gæti sýnt að það væri trúverðugt norskt-sænskt fyrirtæki, byggt á jafnrétti og jafn- vægi. Því telur félagið eðlilegt að viðræðum hafi verið slitið. Velta Telia er helmingi meiri en Telenor og Telia hefur 15.000 fleiri starfsmenn. Munur á afkomu félaganna hefur þó minnkað sam- kvæmt tölum frá 1996. Telia hefur ekki gengið eins langt og Telenor í því efni að endurskipuleggja starf- semina og draga úr kostnaði. „Staðreyndirnar sýna að Svíar era haldnir gamaldags hugmynd- um um að þeir séu stóri bróðir,“ sagði heimildarmaður Aftenpost- en. Barnaskoutsala Moonboots frá 790,990,1790 Smáskór { bldu húsi viÖ Fdkafen Sími 568 3919 20x20 AfmæHshapparætti SL Þann 20. hvers mánaðar hljóta 20 heppnir viðskíptavinir veglegan vinning í afmælishappdrætti Samvinnuferóa-Landsýnar. Vinningshafarnir 20. febrúar eru: Bknr. 136798 Brynja Guðmundsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir ffrnm til Benidorm Bknr. 135063 Haukur Jóhannesson og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir flmm til Mallorca Bknr. 137129 Guðrún Jakobsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir fjóra til Hollands Bknr. 133316 Anna Friðriksdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir fvo til Alicante Bknr. 138763 Elfa Guðbrandsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir tvo til Mallorca Bknr. 134968 Guðný Sverrisdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fýrir tvo til Kaupmannahafnar Til þess að vera meö í næsta útdrættí þarft þú að staðfesta bókunína þína fyrir 20. mars nk., en þá verður dregiö í annarrí umferð afmælishappdrættisins. át SL í Evrópu Einnig verða á afmælisárinu dregnir út 50 flugfarseðlar til áfangastaða að eigin vali, austan hafs eða vestan. Fyrsti vinningshafinn var dreginn út í síðustu viku, en enn eru 48 ferðir eftir í pottinum og um að gera að bóka og fullgreiða ferðina sem fyrst! Vinningshafi nr. i er Bknr. 140961 Guðlaug Björnsdóttir - Ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Fiugleiða í Evrópu eöa Ameriku Nánari upplýsingar í síma 569 1010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.