Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 34
4 34 PRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Tíu tíma kort í útreiðum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir JAKOBÍNA Jónsdóttir kembir Perlu. JÓHANNES Guðmundsson fremstur í flokki. Hann er vanur hestamaður en kýs frekar að vera í reiðklúbbn- um en að taka sjálfur hesta á hús. „HVAR er Prins, get ég fengið hann?“ spyr Jakobína Jónsdóttir um leið og hún stígur fæti inn í hesthús Ishesta í Glaðheimum, hverfí hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Hún er að koma í þriðja sinn í vetur til að ríða út sér til skemmtunar með Reiðklúbbi Ishesta sem nú hefur starfað á fimmta ár. Hún segir blaðamanni Morgunblaðsins að hún hafí strax orðið hrifín af Prins. Hann sé alveg tilvalinn byijendahestur, geri allt sem hann er beðinn um og ekkert annað. En því miður var Prins vant við látinn þennan dag því lítil stúlka fékk hann lánaðan á námskeið. Jakobina fékk Stjörnu í staðinn og var nokkuð ánægð með hana „en ekkert jafnast á við hann Prins,“ bætti hún við. Fengu bakteríuna í Þórsmerkurferð Jakobína segir að hún og bróðir hennar hafí í nokkurn tíma grínast með það sín á milli hvenær þau ættu að fara að kaupa sér hest. Hann og kona hans fóru í Þórsmerkurferð með Ishestum í fyrrasumar og fengu hestabakteríuna. Hann vildi rjúka til og kaupa hesthús og hest, en ekkert varð úr hest- húsakaupunum í bili, sem betur fer segir Jakobína. í staðinn skráðu þau sig í Reiðklúbbinn. En nú er Jakobína og Helga mágkona hennar einar eftir því hann er búinn að kaupa sér hest sem hann er með í leiguplássi í Hafnarfírði. Helga segir að næsta skrefíð sé að liún fái hest, en þangað til ríða þau hjónin út sitt í hvoru lagi. Einar Bollason stofnandi ís- hesta segir að hugmyndin að Reiðklúbbnum hafi kviknað hjá nokkrum vinum hans sem fara í' sumarferðir á hestum með fs- hestum. Þeim fannst ómögulegt að komast ekki á hestbak yfír vetrartímann en voru ekki til- búnir til að kaupa hest, reiðtygi, jafnvel hesthús og höfðu margir hverjir heldur ekki tíma til að hugsa um hest. I það minnsta vildu þeir hafa tækifæri til að hugsa sig vel um áður en skrefíð væri stigið til fulls. Hestar við hæfí hvers og eins Hugmyndin var gripin á lofti og Reiðklúbbur stofnaður. Farið er í u.þ.b. tveggja tíma útreiðar- túr frá Glaðheimum á hverjum sunnudegi klukkan 13.00. Líkt og á líkamsræktarstöðvunum er hægt að kaupa sér 10 tíma kort og koma þegar manni hentar. Það eina sem það þarf að gera er að láta vita fyrirfram. Einar Bollason segir að í gegnum tíð- ina hafi fjöldinn í hvert skipti verið frá 4 upp í 22. Reiðklúbbs- félagar eru margir hverjir byrj- endur í hestamennskunni og reynt er að fínna hest við hæfí hvers og eins. Þegar fólk er komið í æfíngu og kjarkurinn eykst er svo hægt að skipta um hest og fá annan viljugri. Reiðklúbburinn starfaði í fyrsta sinn yfír sumartímann siðastliðið sumar vegna fjölda áskorana. „Eina vandamálið er að eftir því sem kúnnarnir eru ánægðari og betur gengur er meiri hætta á að missa þá. Astæðan er einföld. Þeir verða helteknir af hestabakteríunni og enda með því að kaupa sér hest og jafnvel hesthús. En sem betur fer koma alltaf aðrir í staðinn," sagði Einar Bollason. Sett í fjórhjóla- drifið I hópnum sem lagði af stað eftir hádegi síðastliðinn sunnu- dag voru 10 manns. Tveir starfs- menn Ishesta fylgdu. Asa Björk Antoníusdóttir var á undan og_ Einar Þór Jóhannsson á eftir. í hópnum var Jóhannes Guð- mundsson sem hafði hesta á húsi í Gustshverfinu áður fyrr. Hann á enn hesta, en tekur þá ekki í bæinn og segir að þetta fyrir- komulag henti sér vel. Hann var að koma í annað sinn og líst vel á. Fimm útlendingar voru í hópnum. Jörg frá Þýskalandi hefur verið í klúbbnum í heilt ár og fer oftast á sömu hryssuna. Hann hefur prófað aðra hesta, en líkaði best við þá brúnu. Þannig hafa margir fundið sinn draumahest. Hestarnii v'oru yfír höfuð stilltir og prúðir og fóru flestir á ágætu tölti. Einn var þó eitthvað órólegur og knapinn og hann áttu ekki skap saman. Tekið var á málinu og fékk knapinn annan hest sem hann var mjög ánægð- ur með. Og þá var bara að setja í fjórhjóladrifið, eins og einn knapinn orðaði það, og hópurinn Iagði af stað. Asdís Haraldsdóttir JÖRG frá Þýskalandi hefur verið í Reiðklúbbnum í eitt ár. Nú hefur hann fundið draumahestinn í brúnni hryssu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson SVEINBJÖRN Sveinbjörnsson, formaður Gusts, ásamt Gustsfélaga í útreiðum í Leirdal þar sem verða framtíðarreiðvegir hestamanna í Kópavogi auk þess sem golfvöllur verður lagður á þessu svæði. * Rætist úr reiðvegamálum í Kópavogi NYVERIÐ var undirritaður samn- ingur milli Kópavogsbæjar og hesta- mannafélagsins Gusts þar í bæ um nýjar lausnir fyrir hestamenn í hest- húsahverfinu í Glaðheimum. Byggð- in þrengir stöðugt að hverfinu og var svo komið að verulega þrengdi að með reiðleið út frá hverfinu. Lausnin felst í nýju skipulagi þar sem gert er ráð fyrir góðum hring í kringum væntanlegan kirkjugarð í Leirdal sem er skammt austan við hesthúsahverfið. Þessi hringvegur mun síðan tengjast á tveimur stöð- um við hinn svokallaða flóttamanna- veg. Reiðvegurinn út frá hesthúsa- hverfinu mun liggja samsíða nýjum Arnarnesvegi í framtíðinni að kirkju- garðinum en þangað til sá vegur kemur í gagnið verður lega reiðveg- arins óbreytt frá því sem nú er. Með þessu fyrirkomulagi er tryggt að Gustsmenn hafi þarna möguleika á að ríða út styttri og lengri leiðir á opnu grænu svæði í stað þess að vera meira og minna inni í nærliggj- andi íbúðarhverfum. Sveinbjörn Sveinbjörnsson for- maður kvað þessa lausn mjög vel viðunandi miðað við allar aðstæður. Hann benti þó á að þeir í Gusti þyrftu að halda vöku sinni í skipu- lagsmálum og raunar hestamenn al- mennt því oft hafi hestamenn sofnað á verðinum á þessum vettvangi. Mik- il uppbyggin hefur verið á Glað- heimasvæðinu. Byggð hafa verið þar vönduð hesthús og vellir auk reið- skemmunnar. Valdimar Kristinsson Árshátíðarmót Harðar lialdið 21. febrúar að Varmárbökkum í Mosfellsbæ. TÖLT - KARLAR 1. Þorvarður Friðbjörnsson á Prinsi frá Kefiavík. 2. Sigurður Sigurðarson á Hrafnari frá Hindisvík. 3. Dagur Benónýsson á Galsa frá Bæ. 4. Björgvin Jónsson á Garra. 5. Valdimar Kristinsson á Létti frá Krossamýri. TÖLT - KONUR 1. Berglind Árnadóttir á Hönnu frá Varmadal. 2. Barbara Meyer á Sikli frá Hofi. 3. Guðríður Gunnarsd. á Flóka f. Sigríðarstöðum. 4. Asta B. Benediktsdóttir á Grána frá Miðhópi. 5. Aníta Pálsdóttir á Lukku frá Beinárgerði. TÖLT - UNGMENNI 1. Magnea R Axelsdóttir á Vafa frá Mosfellsbæ. 2. Garðar H. Birgisson á Loka frá Litlu-Tungu. 3. Jakob Hansen á Döllu frá Árbakka. 4. Ingibjörg Kristjánsd. á Kátínu frá Seljabrekku. 5. Ragnheiður á Sörla. TÖLT - UNGLINGAR 1. íris D. Oddsdóttir á Flóka. 2. Tinna B. Steinarsdóttir á Mekki. 3. Ásgerður R. Þráinsdóttir á Bjólfi. 4. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Saffron. 5. Sigurður Pálsson á Huga. TÖLT - BÖRN 1. Kristján Magnúss. á Rúbín frá Breiðabólsstað. 2. Daði Erlingsson á Snjalli frá Gunnarsholti. 3. Iris F. Eggertsdóttir á Blesa. 4. Vigdís E. Þorsteinsdóttir á Brák. 5. Karl Róbert Gunnarss. á Gígju frá Dalsmynni. TÖLT - POLLAR 1. Jóhann Ó. Ragnarsson á Gneista frá Teigi. 2. Kristín Skaftad. á Rauðku frá Austvaðsholti. 3. Sigríður S. Ingvarsd. á Hamri frá Valshamri. 4. Halldór H. Ingvarsdóttir á Fetli frá Teigi. 5. Jóhanna Jónsdóttir á Skugga. Vertrarleikar Gusts haldnir í Glaðheimum 14. febrúar. TÖLT - KARLAR 1. Steingrímur Sigurðsson á Trukki frá Gerðum. 2. Halldór G. Victorss. á Hugin frá Efra-Fíflholti. 3. Bjarni Sigurðsson á Feng frá Kópavogi. 4. Guðni Hólm á Gjafari frá Beinárgerði. 5. Gylfi Gylfason á Mekki frá Fjalli. TÖLT - KONUR 1. Hulda G. Geirsd. á Felix frá Stóra-Sandfelli. 2. Stella Kristjánsdóttir á Hebron. 3. Helga Júlíusdóttir á Hrannari frá Skeiðháholti. 4. Björg M. Þórsdóttir á Kára frá Vetleifsholti. 5. Elín Guðmundsdóttir á Blesa. TÖLT - UNGMENNI 1. Ásta D. Bjarnadóttir á Eldi frá Hóli. 2. Sigurður Halldórss. á Muggi frá Stóra-Kroppi. 3. Sveinbjörn Sveinbjörnss. á Toppi frá Árbakka. 4. Hildur Sigurðardóttir á Blesa frá Kálfhóli. 5. Birgitta D. Kristinsdóttir á Dimmbrá. TÖLT - UNGLINGAR 1. Pála Hallgrímsdóttir á Kára frá Þóreyjarnúpi. 2. Berglind R. Guðmundsd. á Maístjörnu frá Svignaskarði. 3. Guðrún E. Þórsd. á Skugga frá Skeiðháholti. 4. Thelma Benediktsdóttir á Sópran frá Skarði. 5. Ágúst R. Gestsson á Gabríel. 1. Bjarnleifur S. Bjarnleifsson á Perlu frá Flagbjarnar- holti. 2. Elka Halldórsdóttir á Roðadís. 3. Rakel Valsdóttir á Glóblesa. 4. Reynir A. Þórsson á Stormi frá Vetleifsholti. TÖLT - POLLAR 1. Þórhildur Blöndal á Þokka fráVallanesi. 2. Freyja Þoivaldsdóttir á Hauki frá Enni. 3. Styrmir Friðriksson á Feng frá Götu. 4. Guðný B. Guðmundsd. á Prins frá Svignaskarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.