Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gravediggaz og Prodigy til Islands PRODIGY og Gravediggaz verða báðar með tónleika hér- lendis í mars. Rappsveitin Gra- vediggaz verður með tónleika í Fylkishöllinni 7. mars og dans- sveitin Prodigy verður í Laug- ardalshöll 28. mars. Nod Ya Head Crew og Subterranean hita upp Að sögn Þorsteins Kragh, hljómleikahaldara, sem rekur fyrirtækið Motion Promotion, munu íslensku sveitimar Nod Ya Head Crew og Subterran- ean hita upp fyrir Gravediggaz. Hann segir að miðaverð verði 2.300 krónur og að ekki verði seldir fleiri miðar en tvö þús- und. Danssveitin Prodigy, sem treður upp í Laugardalshöll 28. mars, hefur haldið tónleika hérlendis þrisvar áður. Hún fyllti Laugardalshöllina tvisvar og tróð einnig upp á útihátíð- inni Uxa á Kirkjubæjar- klaustri. Miðasala hefst í næstu viku, en ekki fékkst uppgefið hvað miðaverðið verður hátt. Ingvar Þórðarson, sem áður hefur staðið fyrir komu Prodigy hingað til lands, segir að vegna vinsælda hljómsveit- arinnar hafi reynst mun tor- sóttara af fá hana hingað að þessu sinni og kostnaður því mun meiri. Hann segir ekki fara milli mála að vinsældir Prodigy í Bandaríkjunum und- anfarna mánuði hafi skipað hljómsveitinni á stall með dýr- ustu tónleikahljómsveitum sem hingað hafi komið. ■ Gravediggaz/56 PSlSllf Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson RENNSLIÐ í Skeiðará fer dagvaxandi og mun ná hámarki eftir nokkra daga að sögn vatnamælingamanna. Hlaupið í Skeiðará hef- ur ekki náð hámarki Hnappavöllum. Morgunblaðið. HAEIÐ er hlaup í Skeiðará en ekki er búist við stóru hlaupi í þetta sinn þar sem lítið vatn er í Grímsvötnum að sögn vísindamanna. Rennsli í ánni síðdegis í gær var 575 rúmmetrar á sekúndu og segir Ásgeir Gunnarsson vatnamælingamaður að hlaupið eigi nokkra daga í að ná hámarki. Vatnamælingamenn mældu hlaup- ið síðast sl. miðvikudag og var rennslið þá 150 rúmmetrar á sek- úndu. Ásgeir sagði að vatnamæl- ingamenn spáðu því að rúmlega hálfur rúmkílómetri af jökulvatni kæmi niður í þessu hlaupi. Ásgeir sagði að ekkert hlaupvatn væri í Gígjukvísl. Hann sagði að flest benti til að hlaupið færi eingöngu í Skeið- ará. Menn hefðu þó ekki útilokað að eitthvað færi í Gígjukvísl. Vegagerðarmenn vinna nú af kappi við að byggja nýja brú á Gígjukvísl. Nú er notast við bráða- birgðabrúna á Gígjukvísl og er þess tæplega að vænta að hún standi af sér stórt hlaup. Myndin var tekin sl. sunnudag. Hitasótt breiðist út meðal hrossa á höfuðborgarsvæðinu Allir hestaflutn- ingar verði stöðvaðir VEGNA hitasóttar sem hefur stungið sér niður í fjölda hrossa á höfuðborgarsvæðinu og víðar beinir yfirdýralæknir þeim tilmælum til hestafólks að allir flutningar hesta milli hesthúsa, hesthúsahverfa og landshluta verði stöðvaðir. Auk þess er mælst til þess að hvers kon- ar hestasamkomum verði frestað og hestafólk hvatt til þess að hirða hesta sína sjálft og bíða með allar heimsóknir eða starfsemi þar sem farið er milli hesthúsa. Veikin lýsir sér einkum í háum hita og lystarleysi og að sögn Steins Steinssonar, héraðsdýra- læknis í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, getur hitinn farið allt upp í 42 stig. Hann segir að hrossin verði slöpp og lystarlaus, en eftir með- höndlun dýralækna virðist þau ná sér furðufljótt, eða á fimm til sjö dögum. Enn er ekki Ijóst hvað veldur veikinni en blóðsýni eru í rannsókn og er niðurstaðna þeirra að vænta eftir nokkra daga. „Mig er farið að gruna að þama geti verið vírus á ferðinni,“ segir Steinn og ítrekar að mikilvægt sé að sem minnstur um- gangur verði á milli hesthúsa, hvort heldur er umgangur manna, hesta eða hunda. „Þeir eru jú allstaðar snuðrandi í öllu og gætu hæglega borið smit.“ Veikum hestum eru gefin hita- lækkandi lyf og jafnvel fúkkalyf, en Steinn segir að sé þetta veirusýk- ing virki fúkkalyfin ekki á veiruna, heldur á bakteríur sem komi í kjöl- far hennar. Spurður um hvað hestaeigendur geti gert til þess að gera hestum sínum lífið bærilegra meðan þeir eru veikir af hitasótt- inni segir hann að hestunum verði að halda inni og ekki megi gefa þeim of mikið fóður, enda hafi þeir yfírleitt ekki lyst á því. Læra að skjóta og keyra skriðdreka TVEIR fslenskir læknar og tveir hjúkrunarfræðingar eru nú í Ijögurra vikna þjálfun hjá breska hernum. Hópurinn fer til starfa f Bosnfu um miðjan mars og segir Gréta Gunnarsdóttir, á alþjóðaskrifstofu utanrfkisráðu- neytisins, fólkið ekki vera í þjálfun til mannúðarstarfa held- ur friðargæslustarfa. Það komi því til með að sinna breskum hermönnum en ekki almennum borgurum nema í bráðatilfell- um. Hildur Helgadóttir, annar hjúkrunarfræðinganna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þjálfunin miðaði bæði að þvf að aðlaga þau að herlífi og að búa þau undir þær kröfur sem gerðar yrðu til þeirra í Bosnfu. Þeim hefði t.d. verið kennt að skjóta af byssum þó ekki yrði ætlast til þess að þau beittu skotvopnum. „Við þurfum að kunna að fara með skotvopn þannig að við getum gert þau óvirk þegar við fáum vopnaða hermenn til aðhlynningar," segir hún. Næstum gengin í herinn Einnig hafa þau fengið þjálf- un í að keyra farartæki hersins og til stendur að þau læri að keyra skriðdreka á æfingum með NATO í vikunni. Hildur segir fjórmenningana ekki hafa haft hugmynd um hvað þeir væru að fara út í þeg- ar þeir héldu til Englands. Sjálf hafi hún átt von á meira harð- ræði, en þar sem þau séu með liðsforingjatign búi þau í besta yfirlæti. „Það er þó óneitanlega skrýtið að vera næstum gengin í herinn,“ segir hún. „Það gerir mann mjög hugsandi að þramma um á hermannakloss- um, með gasgrfmu f beltinu og kannski var eins gott að þetta kom allt saman f smáskömmt- um.“ Hún segir allt hafa gengið nyög vel. íslendingarnir séu all- ir í þessu á svipuðum forsendum og hafí haft stuðning hver af öðrum. Þetta er annar hópurinn sem fer til Bretlands á vegum utan- ríkisráðuneytisins. Fjórar ís- lenskar konur, sem nú eru starfandi í Bosníu, voru einnig þjálfaðar í Bretlandi. Fastlega er gert ráð fyrir því að íslend- ingar haldi áfram þátttöku sinni í friðargæslunni með þess- um hætti. Fjórir viðurkenna hrað- bankaránið FJÓRIR menn sem hafa ver- ið í haldi lögreglu að undan- fórnu vegna ráns á hraðbanka í lok seinasta mánaðar hafa allir játað á sig aðild að verknaðinum og telst ránið að fullu upplýst. Búið er að láta þrjá þeirra lausa en sá fjórði afplánar nú fangelsisvist vegna eldra máls. Mennirnir fjarlægðu í heilu lagi hraðbanka úr anddyri Kennaraháskólans og upp- götvaðist hvarf hans snemma laugardagsmorguninn 31. jan- úar síðastliðinn. Fljótlega voru tveir menn handteknir og var annar þeirra sá sem hafði seinastur notað greiðslu- kort sitt til að komast inn í anddyri skólans. Hinum var sleppt eftir yfírheyrslur. Verðmæti á sjöttu milljón Að kvöldi þess dags sem ránið uppgötvaðist, fannst hraðbankinn í sendiferðabíl sem hafði verið lagt í Hlíða- hverfi og hafði þjófunum mis- tekist að opna bankann og taka úr honum það fé sem í honum var geymt. Talið er að verðmæti bankans og þess sem í honum var nemi á sjöttu milljón króna. I kjölfar þessa voru tveir menn til viðbótar handteknir og settir í gæsluvarðhald og skömmu seinna mennirnir tveir sem handteknir voru sama dag og ránið uppgötv- aðist. Þeir hafa allir gengist við aðild að ráninu og telst málið að fullu upplýst sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Tyrkneska konan þiggnr boð utanrflc- isráðuneytisins Afar þakklát fyrir við- brögðin TYRKNESKA konan sem ut- anríkisráðuneytið hefur boðið að flytjast hingað til lands af mannúðarástæðum með ung- an son sinn hefur þegið boðið. Utanríkisráðuneytinu barst í gær símbréf frá konunni, þar sem hún kveðst afar þakklát fyrir viðbrögðin og þiggur að- stoðina. Að sögn Stefáns Hauks Jó- hannessonar, skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu, er undirbúningur að móttöku mæðginanna þegar hafinn. Ráðuneytið mun koma far- seðlum til þeirra á næstu dög- um en Rauði kross íslands mun taka á móti þeim, skjóta yfir þau skjólshúsi og aðstoða þau við að aðlagast íslensku umhverfi. Konan lýsti bágum aðstæð- um sínum í bréfi til Morgun- blaðsins fyrir skömmu og eft- ir að frétt þessa efnis birtist í blaðinu sendi ráðuneytið henni bréf og bauð fram að- stoð sína. Konan er einstæð móðir en barnsfaðir hennar er íslenskur ríkisborgari. Mæðginin eiga undir högg að sækja í Tyrklandi, þar sem þau eru undir miklum samfé- lagslegum og trúarlegum þrýstingi, að því er fram kemur í bréfi hennar til blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.