Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eyjafjarðarsveit Framsóknar- menn íhuga framboð Leikskólagiíöld námsmanna á Akureyri mun hærri en í Reykjavík Um helmingur náms- manna við HA með börn SAMKVÆMT athugun Félags stúdenta við Háskólann á Akur- eyri, FSHA, eru leikskólagjöld á Akureyri mun hærri en í Reykja- vík. Miðað við 8 tíma vistun með fullu fæði og þar sem annað for- eldri er í námi er leikskólagjald á Akureyri um 20% hærra en í Reykjavík og sé um að ræða ein- stæða foreldra eða báða foreldra í námi er munurinn um 30%. FSHA stóð einnig fyrir könnun varðandi dagvistunar- og húsnæð- ismál námsmanna við Háskólann á Akureyri. Úrtakið var um 220 manns eða um 57%. I könnuninni kom fram að 67% nemenda skólans eru konur og 33% karlar og að meðalaldur námsmanna er 26,4 ár. Einnig kom fram að 47% nemenda skólans eiga börn og eru 49% þeirra á aldrinum 0-6 ára en 51% 7 ára og eldri. Námsmenn í HA eiga samtals 299 börn, sem gera um 0,8 böm á hvem námsmann. Aldur námsmanna hærri Sigríður Kjartansdóttir, formað- ur FSHA, sagði að með þessari könnun vilji félagið sýna bæjaryfír- völdum fram á að meðalaldur nem- enda við HA sé hærri en við Há- skóla Islands og því frekar um fjöl- skyldufólk að ræða. „Það er tölu- verð samkeppni um nemendur á háskólastigi og því skiptir miklu máli hversu dýrt er að lifa á hverj- um stað. Akureyri hefur verið aug- lýst upp sem háskólabær en það þarf að búa þannig um hnútana að nemendur vilji búa hér og hafi að- stöðu til að stunda nám sitt. Fram til þessa hefur verið einblínt á að útvega fjármagn til uppbyggingar skólans á Sólborg en nemendurnir hafa gleymst." Sigríður sagðist til að byrja með vilja sjá að gjaldskrá leikskóla á Akureyri yrði lækkuð til jafns við gjaldskrána í Reykjavík. Hún sagði að nemendur sem vilji koma börn- um sínum á leikskóla þurfí að færa lögheimili sitt til Akureyrar en þó sé ekkert sjálfgefíð að börnin kom- ist strax að á leikskólum bæjarins. Sigríður sagði það líka baráttumál að ná fram niðurgi-eiðslum á skóla- dagvistun því um helmingur bama nemenda við HA væri á grunn- skólaaldri. Þá sagðist Sigríður vilja sjá sams konar niðurgreiðslur á gjöldum til dagmæðra og í Reykja- vík, vegna þeirra barna sem ekki hafa náð leikskólaaldri. Vantar stefnu „Ég vil sjá einhverja stefnu frá bæjaryfirvöldum um það hvernig þau ætla að koma til móts við nem- endur í þessum málum. Hér vantar líka húsnæði, leigumarkaðurinn er mettaður og því nauðsynlegt að byggja fleiri stúdentagarða. Sveit- arstjómarkosningar em framund- an og ég vona að flokkamir sem þar bjóða fram hugsi til okkar og leggi fram stefnuskrá varðandi þessi mál sem skipta okkur svo miklu máli. Akureyri hefur alla burði til að verða skemmtilegur há- skólabær en hlutirnir gerast ekki að sjálfu sér.“ Samkvæmt könnuninni dvelja börn námsmanna við HA að meðal- tali í 5,8 klst. hjá dagmömmu, 7,25 klst. á leikskóla og 3 klst. í skóla- dagvistun. I könnun á húsnæðis- málum nemenda kemur fram að 36% námsmanna em i eigin hús- næði, 57% í leiguhúsnæði og 7% era í foreldrahúsum eða annars staðar. FRAMSÓKNARMENN í Eyja- fjarðarsveit ætla að kanna mögu- leika á framboði við sveitarstjómar- kosningamar í vor. Þetta var sam- þykkt á aðalfundi Framsóknarfélags Eyjafjarðarsveitar sl. sunnudag. Akveðið var að boða til fundar nk. sunnudag og kanna möguleika á framboði. Helgi Örlygsson, formað- ur Framsóknarfélags Eyjafjarðar- sveitar, sagði að á fundinum sl. sunnudag hafí komið fram almenn- ur vilji fyrir því að skoða möguleika á framboði. „Við ætlum að boða til fundar og bjóða fleirum með og það á því eftir að koma í ljós hvort af þessu verður. Það er ekki nein krafa af okkar hendi að menn séu flokksbundnir framsóknarmenn eða að boðinn verði fram B-listi. Markmiðið er frekar að reyna að koma saman öfl- ugum framboðslista sem íbúar sveitarinnar hafí áhuga á að kjósa.“ Við síðustu kosningar voru þrír listar í kjöri, E-listi, N-listi og U- listi. Sjö menn sitja í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Framkvæmdir htísnæðisnefndar við Snægil á Akureyri Hyrna byggir all- ar 72 íbtíðirnar BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur heimilað húsnæðisnefnd að ganga til samninga við byggingafyrirtæk- ið Hymu ehf. um byggingu 16 fé- lagslegra íbúða við Snægil, sem byrjað verður á í vor. Fulltrúar húsnæðisnefndar komu á fund bæjarráðs í vikunni og ræddu áframhaldandi íbúðabyggingar við Snægil og aukna eftirspum eftir leigu í félagslegum kaupleiguíbúð- um. Gísli Kristinn Lórenzson, for- maður húsnæðisnefndar, sagði stefnt að því að ganga til samninga við Hymu um smíði íbúðanna 16 en ekki væri hægt að hefja fram- kvæmdir fyrr en að fengist hefðu tilskilin lán úr Byggingasjóði verkamanna. „Við eram með mjög gott verð á íbúðum þama og ótt- umst það að ef við bjóðum þetta út gæti það leitt til hækkunar á íbúða- verði.“ Húsnæðisnefnd gerði samning við Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks hf. fyrir um tveimur áram, um skipulag og hönnun á alls 72 íbúðum í 18 húsum við Snægil í Giljahverfi. Hyma átti lægsta til- boð í fyrsta áfanga verksins, bygg- ingu 36 félagslegra íbúða í níu fjög- urra íbúða fjölbýlishúsum. Hús- næðisnefnd samdi við Hyrnu um byggingu 8 íbúða til viðbótar án út- boðs, auk þess sem nefndin seldi félaginu 3 hús á svæðinu með 12 íbúðum, til sölu á frjálsum mark- aði. Með byggingu þessara 16 íbúða til viðbótar, er stefnt að því að ljúka uppbyggingu svæðisins um mitt næsta ár. Ekki burðugur leigumarkaður Mikil eftirspurn er eftir félags- legum íbúðum á Akureyri og að sögn Guðríðar Friðriksdóttur, for- stöðumanns Húsnæðisskrifstof- unnar, liggja um 150 umsóknir um íbúðir hjá skrifstofunni og er fólk bæði að leita eftir leigu og kaupum á íbúðum. „Það er mjög mikil ásókn í leiguíbúðir í bænum en þessi markaður er ekki mjög burð- ugur. Eftir að farið var að greiða húsaleigubætur er viðbúið að eftir- spum eftir leiguhúsnæði eigi eftir að aukast enn frekar. Og við höfum í auknum mæli verið að leigja fé- lagslegar kaupleiguíbúðir og þá fyrst og fremst af mikilli þörf,“ sagði Guðríður. Morgunblaðið/Kristján FRAMKVÆMDIR við íbúðir húsnæðisnefndar við Snægil hafa geng- ið vel en stefnt er að því að lokið verði við byggingu allra 72 ibúðanna um mitt næsta ár. Oskemmtileg reynsla skipveija á Guðrúnu Björgn ÞH Týndu stýrinu á miðunum SKIPVERJARNIR á rækjubátnum Guðrúnu Björgu ÞH frá Húsavík urðu fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á miðunum við Flatey á Skjálfanda sl. föstudag. Stýri báts- ins losnaði og hvarf í hafið í heilu lagi og hefur hvorki sést tangur né tetur af því síðan. „Við voram að toga og ætluðum að snúa við eins og við gerum oft en þá kom smellur og þegar við fórum að skoða málið kom í Ijós að stýrið var farið. Ég hef gran um að öxulendinn að ofan hafi brotnað með þessum afleiðingum," sagði Óskar Karlsson skipstjóri í samtali við Morgunblaðið. Stýrðu bátnum með bómunni Óskar sagði að sér hefði brugðið nokkuð, enda ekkert grín að vera stýrislaus með trollið úti í norðan 7 vindstigum. „Við hífðum trollið og héldum til hafnar. Bátnum stýrðum við með bómunni, við vor- um með fjögur dekk í bómunni stjórnborðsmegin og slökuðum þeim í sjóinn ef þurfti að beygja en hífðum þau inn þegar við höfðum beygt nóg. Þetta gekk vel og við náðum að sigla á 8 mflna ferð til hafnar.“ Fram ÞH, 12 tonna bátur frá Húsavík, aðstoðaði Guðrúnu Björgu og dró bátinn siðasta spöl- inn til hafnar á Húsavík. Fimm skipveijar voru um borð í Guð- rúnu Björgu og sagði Óskar að Morgunblaðið/Kristján SÆÞOR EA sótti Guðrtínu Björgu ÞH til Htísavíkur sl. sunnudag og dró bátinn til Akureyrar, þar sem sett verð- ur nýtt stýri á hann hjá Slippstöðinni. Á minni myndinni er Óskar Karlsson skipstjóri í brúarglugganum. þeir hefðu aldrei verið í neinni hættu. Stóru dagamir framundan Hann sagði þetta tilfinnanlegt Ijón, ekki síst þar sem rækjuveiðin á Skjálfanda hefði gengið mjög vel að undanförnu og „stóru“ dagarn- ir væra framundan. „Við erum við þetta sex daga vikunnar og höfum fengið þetta 2-5 tonn á dag. Aflinn á vertíðinni er orðinn 177 tonn en á sama tíma í fyrra var aflinn um 130-140 tonn. Um þetta leyti síð- ustu ár hafa stóru dagarnir komið og við fengið þetta 10-13 tonn á dag. Það er því mikilvægt að kom- ast af stað sem fyrst,“ sagði Óskar. Skautasvellið á Akureyri Ókeypis fyrir þá sem mæta í öskudagsbuningum SKAUTASVELLIÐ á Akureyri verður opið á morgun, öskudag, frá kl. 13 til 16 og svo aftur um kvöldið frá kl. 19-21. Allir þeir sem mæta í öskudagsbúningum á skauta á morgun þurfa ekki að greiða aðgangseyri. Fleira verður um að vera á skautasvæðinu næstu daga því dúndrandi diskótek verður haldið þar á föstudagskvöld, en þá verður opið frá kl. 19 til 23 um kvöldið og er aðgangseyrir 200 krónur. Skautaskóli er alla laugar- daga frá kl. 11 til 12. Næsta sunnudag mun Skautafélag Akureyrar kynna listdans og Curling á svellinu frá kl. 16.30 til 17. Akureyrarmót í listhlaupi á skautum verður sunnudaginn 8. mars og fimmtudaginn 12. mars hefst Islandsmótið í ís- hokkíi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.