Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ^38 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR + Foreldrar henn- ar voru Svavar Jóhannsson, bifreið- arstjóri og síðar for- stöðumaður Bifreiðaeftirlits rík- isins á Akureyri, f. 2. desember 1906 í Syðri-Haga, Ár- skógshr., d. 19. sept- ember 1987, og f.k.h. Ragna Stefánsdóttir, f. 31. janúar 1913 á Hæli, Torfalækjar- I hr., A.-Hún., d. 28. febrúar 1968. Ragna giftist Skúla Benediktssyni, kennara, 19. september 1953. Þau skildu árið 1968. Böm þeirra eru: 1) Bergljót, f. 26. okt. 1953 í Reykjavík, kenn- ari, bús. í Kaupmannahöfn. Maður hennar er Svein-Arve Hovland, tónlistarmaður. Bam hennar er Laufar, f. 8. okt. 1983. 2) Bene- dikt, f. 11. jan. 1955 í Reykjavík, sjómaður, síðar bús. í Kaup- mannahöfn. 3) Einar, f. 9. febr. 1957 í Reykjavík, rekstrarstjóri Æskulýðsheimilisins Arnardals á Akranesi. 4) Laufey, f. 21. mars 1958 í Reykjavík, verslunarmaður og húsfreyja á Akranesi. Maður hennar er Pétur Óðinsson, húsa- smiður. Börn þeirra em Ólafur Pétur, f. 3. jan. 1985, og Arna, f. Okkur er gert að kveðja. Of fljótt og það er sárt. Tengdamóðir mín Ragna Svavars- dóttir vann með ævistarfi sínu þrek- virki. Að þvi loknu átti hún svo sann- arlega skilið að hvílast og njóta ávaxtanna af striti sínu um stund. Það gat þó því miður ekki orðið. v Ung hugðist Ragna mennta sig, enda afburða námsmanneskja. Hún ætlaði að læra hjúkrun og er ekki að efa að slíkt umönnunar- og kærleiks- starf hefði hentað henni vel. Hlut- skipti Rögnu í lífinu varð að vísu um- önnun, en á öðru sviði. Hennar starf varð að sjá um stóran barnahóp. Hún lagði allt sitt í það áratugum saman að búa börnunum sínum fal- legt og gott heimili. Þrátt fyrir lítil veraldleg efni gekk það vonum fram- ar. Skortur á efnum gerði það hins vegar að verkum að starf húsmóður- innar varð eins erfitt og hugsast gat. Allt varð að nýta til fulls og gæta ýtrustu hagsýni. A íyrstu árunum, meðan elstu börnin voru enn lítil, átti Ragna ekki einu sinni algengustu heimilistæki. Öll vinna á heimilinu byggðist á erfiði hennar. Hvíldaitím- inn á hverjum sólarhring var stuttur og þyrfti að ljúka verkum taldi Ragna ekki eftir sér að lengja dag- inn fram á nótt og klípa af eigin svefni. Alla ævi hélt hún áfram að vinna heimilinu gagn af algerri ósér- hlífni. Þetta reyndi að sönnu mjög á líkamlega burði og heilsu og mun hafa komið niður á henni hin síðari ár. Ragna sýndi þessa vinnuhörku þrátt fyrir að vera aldrei fullhraust eftir erfiða baráttu við svokallaða Akureyrarveiki á æskuárum. Ast hennar á bömunum sínum var svo rík að ekkert erfiði var of mikið og engin fórn of stór. Bamahópurinn *!ar hennar líf og verður hennar dýrasta arfleifð. Eftir að hafa komið eigin börnum á legg lét Ragna ekki staðar numið. Hún tók að sér að gæta barna og hafði af því nokkra framfærslu á meðan kraftar leyfðu. Það var einstök upplifun að kynn- ast Rögnu. Hún var stórgerð kona, fremur seintekin og virkaði nokkuð kaldhömruð í fyrstu. Við nánari kynni glóði þó alls staðar á gull undir hinu hrjúfa yfirborði. Hún var rík af andlegum sjóðum, listræn, leiftrandi greind og skemmtileg. Betri ukemmtistað en eldhúskrókinn hennar Rögnu hef ég ekki fundið. Hún var vinsæl og vinmörg, enda þeirrar gerðar að hún laðaði að sér gott fólk. Mun það raunar hafa hjálpað henni í ýmsu að hvar sem hún kom eignaðist hún góða vini. Mestur styrkur varð henni þó í gegnum tíðina að móður sinni, Lauf- Vyju Benediktsdóttur. Hún mótaði 29. okt. 1991. 5) Ingi- björg, f. 30. nóv. 1959 á Hvammstanga, verslunarmaður og húsfreyja á Akranesi. Maður hennar er Pét- ur Berg Þráinsson, verkamaður. Bam þeirra er Hrefna Berg, f. 17. aprfl 1997. 6) Þorbjörg, _ f. 17. mars 1961 í Ólafsvík, kennari í Reykjavík. Maður hennar er Gunnar Jón Sigur- jónsson, endurskoð- andi. Barn þeirra er Auður, f. 24. ágúst 1994. Barn hennar er Ragna, f. 23. jan. 1983. 7) Sigríður, f. 1. febr. 1962 í Ólafsvík, kennari á Akranesi. Maður hennar er Steingrímur Benediktsson, heilbrigðisfulltrúi. Barn þeirra er Ólafía Laufey, f. 14. júm' 1997. H. Skúli Ragnar, f. 5. mars 1964 í Ólafsvík, tónlistar- maður og tónlistarkennari í Reykjavík. Sambýlismaður hans er Stephen Gaughan, málara- meistari. Ragna varð stúdent frá MA 1952, síðar lengst húsfreyja á Akranesi. Ragna verður jarðsett frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. skapgerð Rögnu í fyrstu og aðstoð- aði hana og fjölskyldu hennar síðar í lífsbaráttunni eins og hún framast gat. Eg er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Rögnu Svavars- dóttur. Eg vil votta öllum aðstand- endum hennar og vinum mína dýpstu samúð, sérstaklega yngstu barnabörnunum sem lítið eða ekkert fengu að kynnast ömmu sinni. Steingrímur Benediktsson. Rögnu minni kynntist ég fyrir nærri 20 árum. Eg leitaði til hennar þegar ég þurfti að koma börnunum mínum fyrir yfir daginn. Eftir það skipaði hún heiðurssess hjá þeim og varð góð vinkona mín. Þetta sama átti við um margar fjölskyldur sem leituðu til Rögnu í sömu erindagjörð- um og ég. Hún varð ekki bara mikil- væg í lífi barnanna heldur einnig góður félagi mæðranna. Það var merkileg reynsla fyrir unga móður að koma inn á heimili Rögnu á Stillholtinu. Einstæð móðir var hún með fimm af átta bömum sínum ennþá heima en samt hafði hún orku til sýna öðrum börnum mikla umhyggju og blíðu og veita þeim uppörvun. Tengsl Rögnu við þá sem stóðu henni næst vom ákaflega náin. Hún var Estu notalegur ná- granni, móður sinni frábær dóttir og börnum sínum og barnabörnum allt. Öllum gat hún sinnt. Um leið og hún hjálpaði Þorbjörgu dóttur sinni með þýskan stíl gaf hún þreyttum mæðr- um kaffi og teiknaði með smáfólkinu eða púkunum eins og Bergljót dóttir hennar kallaði börnin sem nutu um- önnunar Rögnu. Og öll bámm við jafnmikla virðingu fyrir henni. Ekki það að hún væri óþreytandi frekar en aðrir. Eðlilega var hún oft ör- þreytt. í eldhúskróknum á Stillholtinu var ekki verið að bulla neina vitleysu. Þó Ragna eyddi mestum tíma innan veggja heimilisins var ekki þar með sagt að hún fylgdist ekki með því sem var að gerast í heimsmálum, bókmenntum, já og fótboltanum svo dæmi séu nefnd. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og þeim var erfitt að hagga. Gat mín orðið þung og þrjóskuleg á svipinn ef henni fannst viðstaddir röfla. En yf- irleitt var það dillandi og hás hlátur Rögnu sem hljómaði við eldhúsborð- ið á meðan borðaðar voru kleinur eða poppkom og skipti þá ekki máli hvort klukkan var tíu að morgni eða tólf að kvöldi. Við vomm harmi slegin í haust er leið er í ljós kom að Ragna ætti trú- lega ekki langt eftir. Síðastliðna mánuði hafa dætur hennar og synir lagt sig af alúð fram við að létta henni þrautagönguna. Sjálf hefur hún sýnt æðmleysi þó auðvitað hafi komið vondir dagar. Þegar ég bjó erlendis hvatti Ragna mig í bréfum sínum til að flytja heim. Sagði hún _ að bærinn væri svo tómur án mín. Eg held hún hafi meint þetta eins og yfirleitt allt sem hún sagði. Bærinn okkar verður ólýsanlega tómur án hennar Rögnu. Um leið og ég þakka henni góða vin- áttu í gegnum árin sendi ég innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem mest hafa misst. Ingunn Anna Jónasdóttir. I dag þegar ég kveð elsku Rögnu mína hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hennar og tryggð alla tíð. Þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast þessari einstöku konu og eiga hana að hér á Skaga. Hún var perla, ein af þessum fágætu sem maður finnur í lífinu. Alltaf var gott að hitta hana og ætíð kom ég ríkari af hennar fundi. Hún var góðum gáfum gædd og vel að sér á fjölmörgum sviðum, enda víðlesin. Heimili hennar var sann- kallað menningarheimili. Þar voru heimsmálin reifuð og ekki komið að tómum kofunum í þeim efnum frekar en öðrum. Hún unni bókmenntum og var sérlega vel að sér í tónlist og mikill tónlistarunnandi. Sjálf spilaði hún á píanó, þótt það væri á fárra vitorði. Þegar næði gafst settist hún við píanóið og spilaði svo undurvel sónötur og lögin hans „Fúsa“, sem hún hélt svo mikið uppá, og margt fleira fallegt. Það var oft gestkvæmt hjá Rögnu og fjörugar umræður í eldhúsinu. Þá var hún hrókur alls fagnaðar, svo glettin og skemmtileg. Hún var hreinskilin og sagði skoðun sína á hverju máli. Ragna átti stóran vina- hóp og vinir barna hennar urðu líka hennar vinir og bundu tryggð við hana. Það var gaman að koma við á Stillholtinu og hitta Rögnu og yndis- lega barnahópinn hennar og barna- bömin. Það er vandfundið annað eins samband móður og barna eins og þar. Hún var þeim í rauninni mik- ið meira en móðir - hún var þeim allt og helgaði þeim líf sitt. Hún var líka kjölfestan í lífi þeirra og allra besti vinur. Þetta fallega samband við mömmuna var þeim dýrmætt og það veganesti sem hún gaf þeim mun veita þeim styrk til þess að vinna nú úr sorginni saman. Fleiri börn áttu skjó) hjá Rögnu en hennar eigin. I gegnum árin eru „pössunarbörnin" orðin mörg. Þór- hildur dóttir mín er ein af þeim. Hún var hjá henni fimm vetur og mikið leið henni vel þar. Allt var best hjá Rögnu, bestu kökur í „drekkutíma", besta dótið, besta baðið. Allt var eins og það átti að vera, nema eitt - eng- inn kall. Þessu hafði hún áhyggjur af og leitaði svo mikið að manni eða réttara sagt „pabba“ handa henni Rögnu. Einu sinni þegar ungur mað- ur kom til okkar í heimsókn spurði hún hann hvort hann ætti konu. Þeg- ar hann sagði svo ekki vera var hún fljót að segja honum að hún vissi um afar góða konu handa honum, hún héti Ragna Svavars. og ætti átta böm. Oft hlógum við að þessu. Bamamálið hennar Þórhildar not- uðum við Ragna stundum okkar í milli. Það minnti okkur svo vel á þennan dýrmæta tíma og við gátum skemmt okkur við að tala svona sam- an. Þá kallaði hún mig „Sjonnu“ og átti einkarétt á því. Það kallaði hún mig líka þegar við fórom smá rúnt út fyrir bæinn og nutum fegurðar nátt- úrunnar. Þau skipti voru yndisleg en allt of fá. Þau geymi ég í minning- unni. Þakklátari manneskju hef ég ekki boðið far, en hógværð hennar leyfði ekki að oft væri verið að stjana við hana. Nú er hún farin í lengri ferð sem erfið veikindi síðasta misserið leiddu hana í. Eftir situr tómarúm sem erfitt mun að fylla í. Þú fórst yfir móðuna miklu en minning þín vakir - um mannleg örlög er spurt. En er ekki skrýtið að aðrir sem lifa hafa ýmsir farið lengra burt. (Hólmfríður Gunnarsdóttir) Með þessum kveðjuorðum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka þessari einstöku konu samfylgdina. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Rögnu Svavars- dóttur. Jóhanna Karlsdóttir. Laugardaginn 14. febrúar síðast- liðinn andaðist tengdamóðir mín, Ragna Svavarsdóttir. Það var fyrir 20 árum að fundum okkar bar fyrst saman, er ég kom á heimili hennar með dóttur hennar Laufeyju. Hún tók mér strax vel og frá henni streymdi þessi mannlega hlýja, sem mér fannst einkenna hana. Hennar hlutverk í lífinu var fyrst og fremst að ala önn fyrir bömum sínum og tókst það þannig að betur verður ekki gert. Barnabömum sín- um var hún einstök og kærleiksrík amma. Hún var heilsteypt og sönn manneskja sem gaf manni mikið. Er ég nú lít yfir farinn veg hrann- ast upp minningarnar. Minningar um yndislega konu, sem ávallt var til staðar er á þurfti að halda. Eg minn- ist kvöldanna í veiðikofa vestur í Dölum er við sátum við kertaljós og létum okkur líða vel. Eg minnist allra sunnudagsmorgnanna á Still- holtinu sem ég átti með henni. Þar ræddum við lífið og tilverona. Hún var gædd einstökum mannlegum skilningi, hafði mikið innsæi, og kunni þá list öðrom fremur að hlusta. Eg gat talað um mínar leynd- ustu tilfinningar, spurt spurninga og ávallt fengið réttu svörin. I minningunni ero jólin mér ofar- lega í huga, þau voro hennar tími. Þá kom vel í Ijós þessi sterki þráður sem tengdi fjölskylduna saman. Hún var tengd börnum sínum sterkum böndum og þau henni. Missir þeirra er mikill. Hún var þeim ekki bara móðir, hún var einnig þeirra besti vinur. Barnabörnin sjá á eftir ömmu sem elskaði þau og gaf þeim svo mik- ið, fylgdist vel með öllu, leiðbeindi og gaf góð ráð, enda leituðu þau mikið til hennar. Elsku Ragna! Nú á kveðjustund þakka ég þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína. Sérstak- lega þakka ég þér fyi’ii- það sem þú varst börnum mínum. Við syrgjum yndislega konu sem gaf okkur mikið. Farðu í Guðs friði, elskuleg. Eg kveð þig með virðingu og þökk. Þinn tengdasonur, Pétur Óðinsson. Það var mikil sorg á mínu heimili í sumar þegar við fengum að vita að Ragna-amma væri veikari en við héldum og nú hefur sjúkdómurinn yfirbugað þessa yndislegu konu. Eg var svo lánsöm að fá að þekkja Rögnu og eiga hana fyrir vin. Eg kynntist henni á unglingsárum mín- um í gegnum Bergljótu vinkonu mína, dóttur hennar. Heimili Rögnu stóð öllum opið og það var gott að koma við á Stillholtinu. Ragna veitti öllum athygli og gat rætt við alla um allt milli himins og jarðar. Það var sama hvort umræðuefnið var um heimsmál, bókmenntir, tónlist eða bara vandamál líðandi stundar, þú komst aldrei að tómum kofunum hjá henni. Hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu var ekkert sjálfsagðara en að hún bætt- ist í hóp þeirra sem voru velkomnir á Stillholtið. Ragna passaði seinna tvo yngstu syni mína á fyrstu æviárum þeirra, auk þess sem hún fylgdist alltaf vel með þeim eldri. Hjá henni og fjölskyldu hennar fengu þeir þá umönnun og hlýju sem þeir búa að alla tíð. Þeir kölluðu hana alltaf Rögnu ömmu og elskuðu hana sem slíka. Ragna var rík, þó ekki af verald- legum auði heldur af mannkostum og mannkærleika. Hún var yndisleg móðir, amma og tengdamóðir og var mikill þátttakandi í lífi barna sinna og fjölskyldna þeirra. Aldrei leið henni betur en með barnabörnin í fanginu. Þau eiga nú öll um sárt að binda og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Ég bið þess að Guð gefi þeim kraft og styrk á erfiðum stundum. Ragna mín, ég á engin orð sem geta þakkað þér allt það sem þú hef- ur gefið mér og mínum. I mínum augum varst þú sú manneskja sem aldrei bugaðist og stóðst eins og klettur í lífsins ólgusjó. Hinstu kveðjur og þakkir flyt ég þér frá Gulla, Amari Bjarka, Garð- ari og Rúnari. Ég kveð þig heitu hjarta. - Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, - sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir ogvekurblóminsín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson, 1938) Halldóra Garðarsddttir. Hvað er móður betra að bera úr býtum, þegar hljómar kallið, heldur en barna ást, sem aldrei • á hefur minnsti skuggi fallið. (Hulda) Mikil sómakona er fallin frá. Ragna Svavarsdóttir er látin. Hún fæddist á Akureyri og voru foreldrar hennar Svavar Jóhannsson og f.k.h. Ragna Stefánsdóttir. Svavar Jó- hannsson var fæddur í Syðri-Haga í Arskógshreppi. Hann var lengi bif- reiðarstjóri á BSO á Akureyri, en gerðist svo bifreiðaeftirlitsmaður og var síðast forstöðumaður Bifreiða- eftirlits ríkisins á Akureyri. Svavar var sonur Jóhanns Sigurvins Jó- hannssonar, bónda í Syðri-Haga, sem fórst með hákarlaskipinu Kjær- stine sumaiuð 1910, og k.h. Láro Rannveigar Gissurardóttur. Jóhann Sigurvin var af eyfirsku hagleik- skyni. Faðir hans, Jóhann Einars- son, byggði m.a. Lögmannshlíðar- kii-kju við Akureyri sem enn ste..d- ur, og móðir hans, Arnþrúður Jens- dóttir, var af hinni kunnu Buchsætt. Lára Rannveig var einnig af eyfirsku bergi. Foreldrar hennar voru Gissur Gissurarson, bóndi og bátasmiður í Ytri-Skjaldarvík og k.h. María Jónsdóttir frá Efri-Dálksstöð- um. Ragna Stefánsdóttir var fædd í Spónsgerði í Arnarneshreppi 8. sept. 1906, dóttir Stefáns Marssonar, bónda, kennara, orgelleikara í Möðruvallakirkju og vegaverkstjóra í Spónsgerði o.v., síðar verkamanns á Akureyri, og k.h. Jónínu Önnu Jónsdóttur, saumakonu frá Spóns- gerði, og voru þau bæði af eyfirskum uppruna. Svavar og Ragna gengu í hjónaband 27. júlí 1929 og stofnuðu heimili á Akureyri. Sambúð þein-a var stutt, því 26. febr. 1932 lést Ragna. Þau eignuðust tvö börn. Son- ur þeirra, Sverrir, fæddist 23. ágúst 1929 á Akureyri. Hann var lengi verkamaður í Vestmannaeyjum og lést 6. maí 1971, ókvæntur og barn- laus. Dóttirin Ragna, fæddist 5. des- ember 1931 á Akureyri. Svavar kvæntist aftur 9. júní 1934 Björgu Benediktsdóttur, f. 31. jan. 1913 á Hæli í Torfulækjarhreppi, d. 28. febr. 1968. Þau eignuðust eina dótt- ur, Elsu Láru, f. 10. maí 1934 á Akureyri, handavinnukennara og húsfreyju á Akureyri, sem gift er Hannesi Steingrímssyni. Fyrir hjónaband átti Svavar með Áslaugu Agústu Magnúsdóttur, f. 3. júlí 1904 á Ytri-Bakka í Arnarnes- hreppi, d. 19. ágúst 1985, soninn Hrein, f. 20. maí 1929 á Syðra- Kambhóli í Ai-narneshreppi, d. 1997, skipstjóra í Vestmannaeyjum. Fyrri kona hans var Sigríður Anna Karls- dóttir og seinni kona Ellý Björg Þórðardóttir. Þegar Ragna var tæp- lega þriggja mánaða gömul missti hún móður sína. Var henni þá komið í fóstur til Laufeyjar Benediktsdótt- ur. Laufey fæddist 23. júní 1898 í Svartárkoti í Bárðardal og lést á Akranesi 7. janúar 1990. Hún bjó lengi á Brekkugötu 10 á Akureyri og rak þvottahús í kjallaranum og kenndi um skeið ræstingu og þvott í Húsmæðraskóla Akureyrar. Hjá henni bjó lengi faðir hennar, Bene- dikt Benediktsson, fyrrverandi land- póstur og verkamaður á Akureyri, en hann lést á tíræðisaldri árið 1962. Konu sína, Ingibjörgu Sigfúsdóttur, RAGNA SVA VARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.