Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 19 Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is Komið verður við á Islensk fyrirtæki sameinast í söluherferð um Evrópu 60 stöðum í níu lönd- um á sjö mánuðum BÁTASMIÐJAN Trefjar ehf. í Hafn- arfirði hefur ásamt nokkrum íslensk- um útflutningsfyrirtækjum undirbúið markaðsspkn á valin markaðssvæði í Evrópu. Akveðið er að bátur af gerð- inni Cleopatra Fisherman 33 sigli um Evrópu með viðkomu á rúmlega sex- tíu stöðum í níu löndum í ferð sem tekur sjö mánuði. Cleopatra Fisherman 33-báturinn er af sömu gerð og þeir bátar, sem fyrirtækið hefur selt með góðum ár- angri í Suður-Ameríku. Hápunktur ferðarinnar verður þátttaka á heims- sýningunni EXPO ‘98 í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Bátur- inn mun verða hlaðinn vélbúnaði og tækjum frá íslenskum fyrirtækjum og verður þannig eins konar „fijót- andi sýningarbás". Auk sýningarinn- ar í Lissabon er einnig ætlunin að taka þátt í sjávarútvegssýningunni NORFISH ‘98 í Þrándheimi í Noregi. Þau fyrirtæki, sem standa að þessu verkeíhi, eru, auk Trefja, sem fram- leiða bátinn, Útflutningsráð Islands, DNG-sjóvélar, sem leggja til hand- færarúllur og línukerfi, Vélar og tæki hf., sem leggja til vélina í bátinn, Skiparadíó hf., sem leggur til sigl- inga- og skipstjómartæki, Borgarplast hf., sem leggur til fiski- kör og Björgunametið Markús, sem leggur til björgunamet. Auk þess styrkja Olís, Texaco og Eimskipafé- lag Islands ferðina, sem fengið hefur yfirskriftina „Tangarsókn íslenskra fyrirtækja á Evrópumarkað ... sjó- leiðina". Verður á heimssýningunni EXPO ‘98 í Lissabon Bátur ásamt búnaði var kynntur i Hafnarfjarðarhöfn í gær, en á mið- vikudag leggur hann af stað með Eimskip áleiðis til Rotterdam þaðan sem söluferðin hefst formlega 7. mars nk. með móttöku fyrir fulltrúa frá Evrópuráðinu. Báturinn mun í upp- hafi sigla um Mið-Evrópu frá Hollandi til Frakkiands og halda svo áfram til Spánar og Portúgal, þar sem hann mun verða 22. maí, þegar EXPO ‘98 hefst. Báturinn mun verða í Portúgal á meðan á heimssýning- unni stendur, eða þangað til 1. júlí. Eftir heimssýninguna mun báturinn halda til Norður-Evrópu og verða heimsótt svæði í Danmörku, Noregi og á Bretlandseyjum. í hverju landi verður tengiliður, sem skipuleggur sérstaka kynningu á bátnum og þeim vörum, sem honum fylgja. Lagt er fyrir tengiliðina að þeir virki sitt umhverfi með því að auglýsa komu bátsins, skipulagningu á kynningum og öðrum uppákomum. Með því starfi verður reynt að vekja athygli á íslandi, bátnum og þeim fyr- irtækjum, sem standa að verkefninu. Stjórnandi verkefnisins kost- aður af títflutningsráði Aðalstjórnandi og markaðsstjóri í ferðinni verður Guðmundur M. Krist- jánsson. Guðmundur er kostaður af Útflutningsráði Islands sem hefur einnig verið hópnum innan handar við skipulagningu ferðarinnar. Guð- mundur þekkir bátinn og útbúnað hans vel, en að hans sögn fór hann með Trefjabátunum sex til Argentínu í fyrra þar sem hann kenndi heima- mönnum m.a. á tæki og tól. Að sögn Auðuns Oskarssonar, framkvæmdastjóra Trefja, er gert ráð fyrir að söluherferðin kosti um 10 milljónir króna. Vonir væru bundnar við að hægt yrði að selja að minnsta kosti 20 til 30 báta, þessarar gerðar, en þeir eru 10 metrar að lengd og tíu tonna með karavæddri lest. Högni Bergþórsson, tæknilegur fram- kvæmdastjóri Trefja, sagðist telja að hér væri um eitt víðfeðmasta einstaka verkefnið, sem íslensk fyrh'tæki tækju höndum saman um. „Við renn- um í raun blint í sjóinn með sölu, en teljum okkur vera með bestu tækni til strandveiða sem völ er á í heiminum í dag.“ Upplýsingaöflun og vernd lnntuk: StaðuR Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 24 mars 1998. kl. 9-13 eða kl. 14-18. íslensk fyrirtæki á sviði hátækni eru þegar farin að huga að mikilvægi upplýsingavemdar og vandaðra aðferða við upplýsingaleit og greiningu. Þetta á við vegna aukinna möguleika samkeppnisaðila á að greina hvað þitt fyrirtæki er að "hugsa" eða hyggst framkvæma, ef hann þekkir réttu aðferðimar. Kerfið sem þarf að byggja verður að taka til greina þá staðreynd að um leið og þú aflar upplýsinga þarftu að veita upplýsingar. Hvemig nærðu sem flestu án þess að gefa frá þér eigin leyndarmál í rekstrinum? WarRoom fyrirtækið mun kynna helstu leiðir til að vemda leyndarmál þín ogafla mikilvægustu upplýsinganna af samkeppnisaðilanum og greina þær, allt á löglegan og siðaðan hátt, að sjálfsögðu. Leiðbeinandi: Steven M. Shaker Benchmarking“ Inntak: Staðun Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 21. apríl 1998. kl. 9-13 eða kl. 14-18. Þessi námstefna fjallar um samanburðarfræði ( benchmarking) og er ætluð í rekstri til að ná fram og nýta gagnlegustu upplýsingar um fyrirmyndarrekstur. Lærið helstu hugtök í samanburðarfræði og hvers vegna aðferðin reynist svo áhrifaríkt tæki á vinnustað nútímafyrirtækja og stofnana. Leiðbeinendur: Vilhjálmur Kristjánsson, stjómunarfræðingur og Dr. Guðfmna Bjamadóttir sálfræðingur hjá LEÁD Consulting í Bandaríkjunum. Vilhjálmur og Guðftnna hafa undanfarin ár staifað með íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og mikið nýtt sér aðferðir samanburðarfræðinnar (bencmarking) í þeim störfum. Skrifstofa framtíðarinnar Staðun Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 19. maí 1998. . , kl. 9-13 eða kl. 14-18. Inntak: Nú byggir allt á sjálfskipulögðum liðsheildum, eftir hverju verkefni sem ákveðið er að vinna. Þannig er unnið með tugi verkefna á hverjum tíma og flestir starfsmenn vinna að fleiri en einu verkefni á sama tíma. Sérhvert verkefni hegðar sér eins og fyrirtæki og stjóniandi þess eins og yfirstjómandi fyrirtækisins. En menn verða að standa sig- standast þær tímaáætlanir sem settar eru. Öll goggunarröð er á burt - skrifræðið er á burt. Gegn pappírsflóði í átt til hreyfanlegra, skrifborðs án skúffa og nettölva sem eiga fáar sínar líkar. Menn eru alltaf á hreyfingu, eiga vinnu- umhverfi sem hámarkar hreyfanleika, milliliðalaust umhverfi, talað mál og aðgerðir. "Þegar fólk hreyfir sig og situr með ólíkum hópum fólks lærir það um verk þeirra og virðir þau. Það er því erfitt að viðhalda óvinamynd eða skapa ríg á milli deilda sem oft er versti andstæðingur hvers fyrirtækis." Missið ekki af þessu einstæða tækifæri tíl að hlýða á Lars Kolind, Stjórnunarfélag íslands Morgunblaðið/Kristinn SÝNINGABÁTURINN frá Trefjum, sem nú er að leggja upp í langferð um Evrópu, hefúr hlotið nafnið „Vaya Con Dios“ sem er spænska og má, að sögn Guðmundar skipstjóra, þýða sem „ferð með guði“. UM BORÐ í bátnum eru frá vinstri: Matthias Jónasson, markaðsstjóri DNG-sjóvéla, Elías Bjamason, sölustjóri hjá Borgarplasti, Högni Berg- þórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri Trefja, Auðuim Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja, og Guðmundur M. Kristjánsson, skipstjóri og markaðsstjóri verkefnisins. Viðskiptatryggð StaðuR Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 3. mars 1998. Iuu(2lc kl. 9—13 eða kl. 14—18. Greining á styrkleikum og veikleikum gagnvart tryggð viðskiptavinar. Veigamestu þættimir til að skapa , jiefð“ ykkar fyrir viðskiptatryggð. Hlutverk starfsmannsins. Val á starfsfólki og umbunarleiðir. Hvers vegna er viðskiptatryggð svona mikilvæg? Hvað stýrir helst ánægju viðskiptavinarins? Hvað treystir þú þér til að ábyrgjast í þjónustu? Tækniaðferðir til að bæta þjónustuna. Undirstöðuæfingar fyrir þátttakendur og „sannleiksaugnablik“. Val á starfsfólki og umbunarleiðir. Sölustjórnun Inntnk: StaðuR Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Miðvikudagur 4. mars 1998. kl. 9-13. Fyrirtæki þurfa getu til að greina aðgerðir sem eru úr sér gengnar og kunnáttu til að leita að nýjum leiðum til að ná meiri árangri. í þessari endurskoðun er oft litið framhjá stefnu og aðferðum sölumanna. Hinsvegar er augljóst að þessi þáttur í markaðsáætlun fyrirtækisins er viðkvæmur hlekkur í framkvæmd sem miðar að því að halda velli í harðri samkeppni. Á þessari námstefnu verður fjallað um hlutverk sölumanna í markaðsáætlun og framkvæmd hennar. f CaSiibraia, Bcstetey Univaaty o BtrkUe; Sérhver þátttakandi fær viðurkenningarskjal frá U.C. Berkeley. Leiðbeinandi: Dr. Paul A. Tiffany B O G A R T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.