Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fámennið kom mest á óvart Hye Joung Park frá S-Kóreu er skiptinemi á Blönduósi og hefur tekið þátt í starfí leikfélagsins, sungið í kirkjukórnum og að- stoðað kennara í myndmennt Blönduósi - Hye Joung Park heitir hún, er tuttugu og eins árs og kemur frá Seúl í Suð- ur-Kóreu. Á fslandi gengur hún undir nafninu Helga svo hún þurfi ekki að vera „þessi þarna með skrítna nafnið frá S- Kóreu“. Helga hefur dvalið á íslandi frá því í ágúst á sl. ári en fluttist norður á Blönduós í byrjun september en fer suður til Reykja- víkur í byijun mars. Hún er hér á vegum Alþjóða ungmenna- samskipta (AUS) og mun dvelja hér á Iandi fram í ágúst og ljúka þar með ársdvöl á landinu bláa. Hún er hrifin af landi og þjóð en ýmislegt hefur á daga hennar drifið og margt komið henni spánskt fyrir sjónir það hálfa ár sem hún hefur dvalið með Hún- vetningum. Fósturforeldrar Helgu eru hjónin Ásta Guðlaugs- dóttir og Jón Ingi Einarsson á Blönduósi og þar sem flest íslensk börn eru kennd við föður sinn þá segist Helga að sjálfsögðu vera Jónsdóttir Helga sagði að fámennið hefði komið sér mest á óvart þegar hún kom til landsins og skyldi engan undra þar sem hún kemur frá þjóð sem er 167 sinnum stærri en byggir aðeins minna land en ís- land . Enda fannst henni það afar athyglisvert þegar hún ók með si'num fslenska fósturföður Jóni Inga Einarssyni norður yfir Holtavörðuheiði á leið sinni til Blönduóss að engin byggð skyldi vera á heiðinni. Taldi hún fyrst að einstaklingar hefðu keypt landið og hygðust selja það þegar eftir- spurn eftir byggingarlóðum færi vaxandi. Henni líkar mjög vel við þá til- finningu að allir þekki alla, „því með því að þekkja alla í sínu umhverfi þarf maður ekkert að óttast." Helga Jóns- dóttir var ekki búin að vera meira en tvo daga á Blönduósi þeg- ar hún var farin að vinna á leikskólanum. En í sláturtíð á haustin vantar alltaf fólk og Helga sem er dýralæknisnemi fór fljótlega að vinna í sláturhúsinu. Setti salatið saman við skyrið Hún var ákveðin í því að aðlagast og vera fullgildur þátttakandi í sam- félaginu og borðaði að sjálfsögðu í mötuneytinu með öðrum starfs- mönnum sláturhússins. Skyr var á borðum fyrsta daginn og þar sem Helga er grænmetisæta lét hún kjötréttinn eiga sig en setti salat- ið út í skyrið og borðaði með bestu lyst en stór augu samstarfs- manna hvfldu á skyrdisknum. Helga hefur frá fyrstu stundu verið ákveðin í því að aðlagast og taka þátt í samfélaginu. Til að mynda hefur hún stundað nám í tónlistarskólanum og lært á klar- inett. Hún fór að syngja með kirkjukór Blönduóskirkju og starfaði ennfremur með leikfélagi Blönduóss og tók þátt í uppfærslu leikfélagsins á Dýrunum í Hálsa- skógi. Allt þetta starf hefur skilað því að hún getur gert sig mjög vel skiljanlega á íslensku. Það eru þó nokkur orð sem vefjast fyrir henni í framburði eins og til dæm- is orðin Erla, hrædd og Skarphéð- inn og hefur skólastjóri tónlistar- skólans á Blönduósi, Skarphéðinn H. Einarsson, orðið að umbera það að Helga kalli hann „Skorp- i'on“ eða sporðdreka. Helga hafði sérstaklega orð á því í tengslum við starf sitt í kirkjukómum að sér fyndist HYE Joung Park eða Helga eins og hún er kölluð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HELGA lék í uppfærslu leikfélags Blönduóss á Dýrunum í Hálsaskógi. HELGA lék á klarinett á jólatónleikum tónlistarskólans ásamt Skarphéðni H. Einarssyni. Grímur Gíslason vera sérstaklega skemmtilegur maður. Fyrir ókunnuga er Grímur Gíslason sá hinn sami sem talar frá Blönduósi í gegnum ríkisútvarpið. Lærði að prjóna og steikja kleinur Þó svo prjónar skipi ríkan sess í þjóðlífi S-Kóreu þá læra þarlend börn ekki að nýta þá til hannyrða. Þessu hlutverki prjónanna fékk Helga að kynnast á Blönduósi og hefur hún nú lært að prjóna peys- ur og sokka. í heimalandi Helgu er heldur ekki algengt að fólk baki til heimilis og þá iðju hefur Helga lært og er hún afar stolt yf- ir því að hafa lært að steikja kleinur sem henni þykir góðar. Það er fleira en fámennið sem hefur komið Helgu á óvart og nefnir hún sérstaklega hversu unglingar á Islandi em miklu frjálsari til allra athafna en jafn- aldrar þeirra í Kóreu. „Hér á landi mega krakkar vera lengi úti á kvöldin en heima er það ekki liðið og tekið mjög strangt á því ef útivistarreglur era brotnar. Helga segir að kóreönsk börn beri ótakmarkaða virðingu fyrir fullorðnum en hér á Islandi tala börn við fullorðna nánast sem jafningja og finnst henni það eðli- legt og af liinu góða. Þó finnst henni að íslensk börn mættu vera svolítið agaðri heldur en þau em. Aðstoðar í myndmennt Helga sem er snjall teiknari hefur starfað að undanförnu sem aðstoðarmaður myndmennta- kennara gmnnskólans á Blöndu- ósi og hefur því kynnst mennta- kerfinu svolítið. „Heima í S-Kóreu em 50 nemendur í bekk og þar ríkir agi,“ segir Helga og segist handviss um að íslenskir bekkjasiðir myndu ekki ganga upp í sínu heimalandi. Helga hin kóreanska vildi koma því á fram- færi að sér fyndist bærinn falleg- ur, „loftið væri svo hreint, hafíð svo hreint, útsýnið og víðáttan svo mikil." Fósturforeldrar Helgu á Blönduósi, þau Ásta og Jón Ingi eiga son sem heitir Bessi og gistir hann S-Kóreu til jafn langs tíma og Helga gistir Island. Þau sögðu hana afar þægilega í umgengni og það væri gaman að hafa hana. „Hún hefur verið sinni þjóð til mikils sóma og við höfum lært mikið hvert af öðm. Við höfúm lært að virða hvert annars siði og venjur,“ sagði Jón Ingi Einarsson að lokum. Morgunblaðið/Sig. Fannar. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR standa nú yfir hjá sýslumannsembættinu í Árnessýslu. Framkvæmdir við Sýslu- skrifstofu Arnessýslu Selfossi - Framkvæmdir standa nú yfir á vegum Sýsluskrifstofu Ames- sýslu. Fyrirhugað er að byggja nýja tengibyggingu á milli núverandi hús- næðis skrifstofunnar og nýs húsnæð- is Lögreglunnar í Ámessýslu. Tengi- byggingin er 248 m2 og er áætlað að verkinu Ijúki 1. júlí næstkomandi. Að nýframkvæmdum loknum taka við gagngerar breytingar á gamla húsnæðinu og segir Andrés Valdimarsson sýslumaður að þess- ar breytingar séu af hinu góða fyr- ir skrifstofuna, þar sem ástand nú- verandi bygginga sé ekki fullnægj- andi. Heilsugæslan á Húsavík og sjúkrahús ein stofnun Morgunblaðið/Silli SIGURÐUR V. Guðjónsson, Dagbjörg Þyri Þorvarðardóttir og Friðfínnur Hermannsson. Húsavík - Um síðustu áramót voru Sjúkrahús Þingeyinga og Heilsu- gæslan á Húsavík sameinuð í eina stofnun og undir eina stjóm Heil- brigðisstofnunarinnar á Húsavík samkvæmt lögum frá 1990 og 1996. Með þessum breytingum urðu breytingar á stjómskipulagi og nú er einn yfirlæknir í stað þriggja áð- ur og einn hjúkmnarforstjóri í stað tveggja áður. Yfirlæknir er nú Sig- urður V. Guðjónsson og hjúkrunar- forstjóri er Dagbjörg Þyri Þor- varðardóttir. Eins og áður er fram- kvæmdastjórinn Friðfinnur Her- mannsson og sama stjórn er á hinni nýju stofnun og var yfir sjúkrahúsi og heilsugæslu. Markmið með þessum breyting- um er að einfalda stjórnun stofnan- anna og ná með því hagræðingu og betri þjónustu með því að tengja betur saman starfsemina. Það hef- ur m.a. verið gert á þann veg að hjúkrunarfræðingur á kvöldvakt á 3. hæð sjúkrahússins sér um heimahjúkrun úti í bæ og einn sjúkraliði starfandi við sjúkrahúsið sinnir nú afleysingum í heima- hjúkmn. í framtíðinni er gert ráð fyrir meiri tengingu heimaþjón- ustu og þjónustu inni á sjúkrahús- inu en heimaþjónustan hefur farið vaxandi á síðustu ámm. Að sögn Friðfinns Hermanns- sonar er stofnunin enn í mótun og verið er að vinna að skipuriti og frekari þróun og hagræðingu þjón- ustunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.