Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 47 BREF TIL BLAÐSINS Bandaríkin vilja hengja bakara fyrir smið Ástþór Magnússon Frá Ástþóri Magnússyni: UPPLÝSINGAFULLTRÚI banda- ríska sendiráðsins skrifaði stríðs- áróðursgrein í Morgunblaðið 17. febrúar sl., þar sem hann reynir að réttlæta glæpaverk ríkisstjórnar sinnar með ein- hliða og villandi áróðri. Hann spyr hver eigi að axla ábyrgðina og biður um leiðbeiningar um hvað beri að gera varðandi gereyðingar- vopn Iraka. Svarið er mjög einfalt. Bandaríkjamönnum voru gefnar þessar leiðbeiningar fyrir rúmum fimmtíu árum. Við höfum vitað það í áratugi hvað beri að gera varðandi gereyðing- arvopn. Sú eina raunhæfa leið til þess að losa mannkynið undan ógn slíkra vopna kom fram í stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna um sameiginlegt varnarkerfi þjóðríkj- anna. Hinsvegar voru það Banda- ríkjamenn sem hindruðu fram- gang um þetta rétt eins og þeir hafa nú, eitt fárra ríkja, neitað að skrifa undir bann við jarðsprengj- um. Bandaríkjamenn héldu því leyndu þar til stofnsáttmálinn var undirritaður að þeir væru að þróa kjarnorkuvopn. Þegar hundruð þúsunda höfðu verið myrt með Hiroshima og Nakasaki sprengj- unum, eftir að vitað var að Japanir voru að gefast upp og engin þörf á þessum hryðjuverkum, lýsti Truman forseti Bandaríkjanna því yfir að þetta væri „mesta afrek sögunnar“. Til að skilja þessa yfir- lýsingu þarf að átta sig á því að hinn raunverulegi tilgangur var ekki að binda enda á stríðið heldur að koma ótvíræðum yfirburðum Bandaríkjanna á kortið, gefa ný- lenduþjóðunum viðvörun og setja Rússa, Breta og Frakka á sinn stall sem annars flokks heims- veldi. A sama hátt efndu Bandaríkja- menn til Persaflóastríðsins eftir að hafa í meira en tuttugu ár stundað það að etja aröbum saman til stríðs hver við annan og selja þeim vopn á víxl. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að nokkur fylking gæti myndast sem ógnaði olíuhagsmun- um Breta og Bandaríkjanna á svæðinu. Það voru Bandaríkja- menn sem ýttu Saddam út í stríðið við íran eftir að þjóðin þar í landi gerði uppreisn gegn arðráni bandarískra fyrirtækja á auðlind- um landsins. Bandaríkin lögðu Saddam til vopn fyrir milljarða dollara á meðan á stríðinu stóð, þar á meðal tól og tæki til framleiðslu efna- og sýklavopna. Þegar írak var að verða of sterkt á svellinu og Bandaríkin sáu fram á minnkandi áhrif sín á svæðinu, gáfu þeir Saddam „grænt ljós“ á innrásina í Kúveit, m.a. með fundi sendiherra þeirra í Bagdad með Saddam nokkrum dögum fyrir innrásina og eftir að mikið herlið var komið að landamærum Kúveit. Arið áður höfðu Bandarfidn gert innrás í Panama og þar brotið nákvæmlega sömu alþjóðlegu lög og Saddam gerði. Bandarískir hermenn eru taldir hafa myrt allt að 4000 manns í Panama og dysjað í fjöldagröfum. Þetta eru sögulegar staðreyndir sem blasa við hverjum þeim sem kynnir sér þessi mál, m.a. með lestri ævisögu Colin Powell sem á þessum tíma var einn helsti sam- starfsmaður Bush Bandaríkjafor- seta. Daginn eftir innrásina í Kúveit hófst mikill darraðardans þegar forseti Bandaríkjanna hóf undir- búning eigin hemaðaraðgerða gegn Irak. Með ýmsum mútum og hótunum gegn öðrum ríkjum tókst að ná „samstöðu" um aðgerðir. Eg skora á fólk að kynna sér 140 millj- arða dollara fyrirgreiðslu til Kína frá Alþjóðabankanum, 7 milljarða dollara til Rússlands, afskriftir lána Saír og Egyptalands, breytta afstöðu um yfirráð Sýrlands yfir Líbanon, vopnasölu upp á 12 millj- arða dollara tfi Saudi Arabíu, aftur- köllun fyrirgreiðslu til Jemen sem greiddi atkvæði gegn árásinni og greiðslu 187 milljóna dollara til Sa- meinuðu þjóðanna daginn eftir að málið var afgreitt í öryggisráðinu. Amfriður Guðmundsdóttir Konurnar í biblíunni II Um er að ræða sjálfstætt framhald af nám- skeiði um konur í biblíunni sem haldið var síð- asta vetur. Fjallað verður um um konur sem hafa verið lítið áberandi í kristinni hefð og hugað að hlutverki þeirra fyrr og nú. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prestur. Mánudagur 9. - 30. mars kl. 20 - 22. Innritun Qg uppivsingar f sfma 562 1500 Leikmannaskóli kirkjunnar Bandarískir hermenn notuðu ólögleg efnavopn í Kóreu og Ví- etnam. Bandaríska leyniþjónustan hafði notað sýklavopn gegn hús- dýrum með þeim afleiðingum að 500.000 svín drápust á Kúbu árið 1971. Þetta var gert í þeim tilgangi að grafa undan efnahag þjóðarinn- ar. Álíka tilfelli kom upp í írak nú í janúar af völdum stökkbreyttrar flugu sem hvergi hefur fundist nema allt í einu í írak, en fluga þessi er sögð af tegund sem upp- runnin er í Mexíkó. Ég vil ítreka það sem ég hef áð- ur sagt við Bandaríkjamenn, lesið skýrslumar sem alþjóðanefndir hafa gert hvað varðar öryggi mannkyns, þ.á m. skýrslu Palme nefndarinnar. Þar er skýrt varað við áframhaldandi hemaðarstefnu eins og Bandaríkin stunda, og það fullyrt að verði ekki öllum gereyð- ingarvopnum komið undir alþjóð- lega stjórn verður mannkyn í út- rýmingarhættu. Byrjið þið Amer- íkanar, hættið þið vopnasölu og leggið ykkar vopn í sameiginlegan sjóð undir stjórn Sameinuðu þjóð- anna. Þá fyrst eigið þið kröfu á aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Éf þið, hið vestræna stór- veldi, ætlið áfram að fótum troða alþjóðleg lög og mannréttindi, þá hljótið þið að axla ábyrgðina á þeim hryðjuverkum og manndráp- um sem verða afleiðing þess að lög- mál villta vestursins fái aukið gildi í heiminum. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. KYOU _______________________________$ KY0LIG og öðmm hvítlauksafurðum? Hvítlaukurinn sem notaður er í KYOLIC hvítlauksafurðina er lífrænt ræktaður. Að ræktun lokinni fer hann í gegnum 20 mánaða háþróað framleiðsluferli sem kallast kaldþroskun. I þessu ferli umbreytast ertandi efnasambönd hvítlauksins í mild lyktarlaus efni án þess þó að eiginleikar hráefnisins skeröist. Útkoman er einstök stöðluð hvítlauksafurð. KYOLIC á að baki vísindarannsóknir í yfir 25 ár. Ef þú gerir þær kröfur til lyfja að þau séu vel rannsökuð og geri gagn, þvl ekki aö gera sömu kröfur til fæðubótarefna? Það gerum við. http://www.kyolic.com öheil eilsuhúsiö mælir meö KYOLIC Dreifing: Logaland ehf. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum VIÐ OPNUM EFTIR 4DAGA Laugardaginn 28. febrúar opnum við stórmarkað með raftæki, sem ó engan sinn líka hér ó landi. i:lko ISLAND • NOREGUR • SVIÞJOÐ • DANM0RK STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.