Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 17

Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 17 Fjárfestingarverkefnið Yenture Iceland ‘98 Níu fyrirtæki hafa staðfest þátttöku NÍU fyrirtæki á sviði upplýsinga- tækni hafa staðfest þátttöku í fjár- festingarverkefninu Venture Iceland ‘98, þar sem þau munu kynna starf- semi sína fyrir erlendum áhættufjár- festum. Fyrirtækin hafa öll þróað vöru sem talin er að eigi möguleika á erlendum mörkuðum og eru byrjuð að selja lausnir sínar erlendis, þó í mismiklum mæli sé. Verkefnið er samstarfsverkefni Nýsköpunarsjóðs og Útflutningsráðs íslands, með aðild Fjárfestingarskrif- stofu íslands og er verkefnisstjóm skipuð sameiginlega af þessum aðil- um. Verkefnið skiptist í þrennt, þ.e. gerð viðskiptaáætlunar, fjárfestingar- þing í Reykjavík í september og ijár- festingarþing í Vín á vegum Evrópu- sambandsins í lok nóvember. Að sögn Guðnýjar Káradóttur verður verkefnið með svipuðu sniði og í fyrra en þá tóku sex fyrirtæki þátt í hhðstæðu verkefni og þótti ár- angur af því góður. Haldin verða fimm dagslöng námskeið eða vinnufundir á tímabilinu febrúar til júní. Þar verður fjallað um atriði sem snerta gerð viðskiptaáætlunar, mótun markaðsstefnu fyrirtækisins, útfærslu hennar, dreifileiðir erlendis og hvemig eigi að byggja upp verð- mætt fyrirtæki. Fjallað verður um áhættufjármagn, eðli þess og kosti, hverju áhættufjárfestar eru að sækj- ast eftir og hvað þeir spyrja um og skoða þegar þeir meta fjárfestingar- kosti. Fyrir utan vinnufundina, fær hvert fyrirtæki ráðgjöf um mótun viðskiptamódels og stefnu sinnar. Stefnt er að því að fyrirtækin geri viðskiptaáætlun sem sýnir hvernig þau ætla að vaxa og sækja á erlenda markaði, ná arðsemi o.s.frv. í ágúst verður þráðurinn tekinn upp aftur og undirbúin kynning á viðskiptaá- ætlununum á fjárfestingarþingi sem verður haldið 3.-5. sept. Til þingsins verður boðið erlendum sem og inn- lendum áhættufjárfestum sem era að fjárfesta í upplýsingatækni og skyldum greinum. Þegar era farnar að berast fyrirspurnir erlendis frá um þingið. Áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum fer greini- lega vaxandi 2-3 fyrirtæki á fjárfest- ingarþing ESB Erlendir ráðgjafar og áhættufjár- festar munu halda fyrirlestra á vinnufundum og veita ráðgjöf. Einnig munu innlendir aðilar miðla af reynslu sinni af gerð samninga við erlenda fjárfesta og samstarf við þá. Stefnt er að því að 2-3 fyrirtækj- anna kynni sig á fjárfestingarþingi á vegum Evrópusambandsins sem haldið verður í nóvember. Þingið er vettvangur þar sem evrópskir áhættufjárfestar munu kynna sér evrópsk fyrirtæki í upplýsingaiðnaði. Keppinautum boðið að kaupa Tel-Save? New Hope, Pennsylvamu. Reuters. TEL-SAVE, símafélag sem býður ódýr símtöl og tíu milljónir notenda America Online skipta við, mun ákveða innan skamms hvort fyrir- tækið verður selt. Eignarhaldsfélagið Tel-Save Holdings hefur leitað ráða hjá fjár- festingarbankanum Salomon Smith Barney vegna hugsanlegrar sölu á fyrirtækinu. Dan Borislow forstjóri sagði Reuters að ef samningar næðust ekki um toppverð fyrir marzlok myndi fyrirtækið halda áfram að starfa sjálfstætt. Helzta skýringin á áhuga á söl- unni er góður árangur sem náðst hefur af samvinnu þess og America Online. A hverjum degi bætast við allt að 13.000 viðskiptavinir, sem panta símtöl fyrir 9 sent á mínútuna hjá Tel-Save vegna auglýsinga AOL. Ógna risunum Borislow segir að Tel-Save hafi greinilega náð viðskiptum af 3-4 risum á sviði langlínusamtala - AT&T Corp, MCI Communications, Sprint Corp og WorldCom Inc. Nú fá þeir tækifæri til að ná aftur þess- um viðskiptum, sagði hann. Borislow hefur oft sagt að Tel-St- ar þurfi að stækka, annað hvort af eigin rammleik eða með samvinnu eða samrana, til að fyrirtækið geti orðið samkeppnishæft. Tel-Save gekk til samstarfs við AOL í desember. Fyrr í þessum mánuði gerði fyrirtækið svipað samkomulag við CompuServe, sem AOL keypti nýlega. Telenor og Telia slíta viðræðum Þriðji hver Svíi notar farsíma Stokkhólmi. Reuters. SVÍAR era helztu notendur farsíma í heiminum og á þriðjungur þeirra farsíma samkvæmt athugun Mobile Telephone Branch (MTB). Sænskum farsímaeigendum hafði fjölgað í 36% í ársbyrjun 1998 og áttu 3,2 milljónir Svía af 8,8 milljón- um farsíma. Fyrir ári áttu 2,5 milijónir Svía farsíma. MTB spáir því að sænskum farsímaeigendum muni fjölga um 500.000 á næstu tólf mánuðum. Flestir nota GSM síma og skipta við félögin Telia, Comviq og Europolitan. Telia er stærst og í eigu ríkisins, með 1,2 milljónir GSM áskrifenda. Comviq kemur næst með 800.000 áskrifendur og Europolitan er með 400.000. ----------------- BA leitar til- boða í 100 flugvélar London. Reuter. BRITISH Airways hefur boðið Boeing Co og Airbus Industrie að bjóða í smíði 100 flugvéla að verð- mæti allt að tvær miHjarðar punda til að endumýja Evrópuflugflota BA. Flugfélagið skorar á á hina tvo framleiðendur að benda á nýjar leið- ir til að fjármagna kaupin svo að BA geti dregið úr fjármagnsskuldbind- ingum sínum. Frá Jan Gunnar Furuly f Ósló. SAMGÖNGURÁÐHERRA Nor- egs, Odd Einar Dörum, hefur bundið enda á viðræður um sam- runa Telenor í Noregi og Telia í Svíþjóð vegna ágreinings um hverjir eigi að stjóma nýju símafé- lagi. Ekkert verður því úr fyrir- huguðum samruna. Stjómir Telenor og Telia hörm- uðu báðar að ekki hefði tekizt að ná samkomulagi um samruna símafé- laganna. Svíar skella skuldinni á Norðmenn. Að sögn stjómarformanns Telia, Bengt Westerberg, náðist ekki samkomulag vegna þess að Norð- menn skortir reynslu af haftalaus- um símamarkaði. „Norðmenn höfðu ekki eins mikinn áhuga á algerri sameiningu félag- anna og Svíar,“ sagði Westerberg í samtali við sænsku fréttastofuna TT. Döram sagði að Norðmenn hefðu ekki fengið nægilega trygg- ingu fyrir þvi að hagsmuna Norð- manna yrði gætt í nýju fyrirtæki. Áherzla hefði verið lögð á kröfu um jafnmarga fulltrúa frá hvora félagi í stjóm sameinaðs fyrirtækis. Stjóm Telenor taldi að samein- ing yrði að hvíla á þeirri forsendu að nýja fyrirtækið gæti sýnt að það væri trúverðugt norskt-sænskt fyrirtæki, byggt á jafnrétti og jafn- vægi. Því telur félagið eðlilegt að viðræðum hafi verið slitið. Velta Telia er helmingi meiri en Telenor og Telia hefur 15.000 fleiri starfsmenn. Munur á afkomu félaganna hefur þó minnkað sam- kvæmt tölum frá 1996. Telia hefur ekki gengið eins langt og Telenor í því efni að endurskipuleggja starf- semina og draga úr kostnaði. „Staðreyndirnar sýna að Svíar era haldnir gamaldags hugmynd- um um að þeir séu stóri bróðir,“ sagði heimildarmaður Aftenpost- en. Barnaskoutsala Moonboots frá 790,990,1790 Smáskór { bldu húsi viÖ Fdkafen Sími 568 3919 20x20 AfmæHshapparætti SL Þann 20. hvers mánaðar hljóta 20 heppnir viðskíptavinir veglegan vinning í afmælishappdrætti Samvinnuferóa-Landsýnar. Vinningshafarnir 20. febrúar eru: Bknr. 136798 Brynja Guðmundsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir ffrnm til Benidorm Bknr. 135063 Haukur Jóhannesson og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir flmm til Mallorca Bknr. 137129 Guðrún Jakobsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir fjóra til Hollands Bknr. 133316 Anna Friðriksdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir fvo til Alicante Bknr. 138763 Elfa Guðbrandsdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fyrir tvo til Mallorca Bknr. 134968 Guðný Sverrisdóttir og fjölskylda - 20% afsláttur fýrir tvo til Kaupmannahafnar Til þess að vera meö í næsta útdrættí þarft þú að staðfesta bókunína þína fyrir 20. mars nk., en þá verður dregiö í annarrí umferð afmælishappdrættisins. át SL í Evrópu Einnig verða á afmælisárinu dregnir út 50 flugfarseðlar til áfangastaða að eigin vali, austan hafs eða vestan. Fyrsti vinningshafinn var dreginn út í síðustu viku, en enn eru 48 ferðir eftir í pottinum og um að gera að bóka og fullgreiða ferðina sem fyrst! Vinningshafi nr. i er Bknr. 140961 Guðlaug Björnsdóttir - Ferð fyrir tvo til einhvers áfangastaðar Fiugleiða í Evrópu eöa Ameriku Nánari upplýsingar í síma 569 1010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.