Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hvalíi arðar göngin: JÁ, já góði, þúsundkall fyrir að fara 5 km löng göng kallið þið okur, en það heyrist hvorki hósti né stuna í ykkur að borga 860 kr. fyrir nýju pilluna til að fara 20 sentímetra göngin. Forstjóri Olíufélagsins um olíuverð til fískiskipa Skipin standa ekki und- ir rekstri bensínstöðva GEIR Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, mótmælir því að útgerðin standi undir rekstri bensínstöðva. Bensínstöðvum sé eins og öðrum þáttum í rekstri fyrirtækisins gert að standa sjálfstætt undir sér en í frétt Morgunblaðsins á föstudag er haft eftir Rristjáni Ragnarssyni, formanni LÍÚ, að ekki sé að undra hátt olíuverð til fiskiskipa ef þau standi undir rekstri olíustöðva. „Olíufélagið er rekið eins og önn- ur fyrirtæki, sem eru með marg- þættan rekstur, að hverjum þætti er gert að standa sjálfstætt undir sér,“ sagði Geir. „Þannig rekum við bensínstöðvarnar. Þær verða að standa undir sér á eigin forsendum, sem rekstrareining, og ég mótmæli því að nokkuð sé látið standa undir bensínstöðvum af öðrum þáttum viðskipta." Sagði hann að Olíufélagið hefði ekki byggt bensínstöð síðan árið 1994 en nú væri verið að reisa stöð í Ártúnsbrekku. „Það er verið að byggja hana samkvæmt nútíma við- skiptaháttum, en hin bensínstöðin var komin á þriðja tug ára í aldri,“ sagði hann. „Endingartími bensín- stöðva er metinn um 15-20 ár en þá eru þær úreltar í umhverfinu. Við erum því ekki að fella niður bensín- stöð sem ekki hefur skilað sínu, þvert á móti.“ Sammála Kristjáni Geir sagðist sammála Kristjáni um að sérkennilegt sé að ekki sé hægt að ná betra olíuverði þegar keypt er í heildsölu fyrir allt landið miðað við það verð sem einstök skip greiða í erlendum höfnum. „Hvar skýringa er að leita er erfitt að segja,“ sagði hann. „Ég gæti látið mér detta í hug að hluti hennar sé að verið er að bera saman verð selj- enda sem einnig eru framleiðendur, en það erum við ekki. Vera má að það sé viðunandi fyrir olíufélög eins og Statoil og Shell, sem framleiða olíu frá upphafi til enda í Noregi og selja á Norðurlöndum og í Færeyj- um, að fá einungis þá framlegð sem kemur út úr framleiðslustigi og leggja þá ekkert á á smásölustigi. Það er ekki fyrir okkur.“ Undrandi Einar Benediktsson, forstjóri Olís, sagðist undrandi á viðbrögðum formanns LÍU á málefnalegum skýringum og að hann teldi ómál- efnanleg viðbrögð formannsins hon- um ekki samboðin og því tilgangs- laust að rökræða málið frekar. Kanada- gæs við Hvanneyri KANADAGÆS hefur að undan- förnu haldið sig rétt norðan Hvanneyrar ásamt hópi bles- gæsa. Blesgæsir eru umferðar- fuglar frá Grænlandi og koma hér við vor og haust. Kanadagæsin hefur slegist í för með þeim. Kanadagæsir eru útbreiddar um Norður-Amer- íku, en talið er að fuglinn á Hvanneyri sé frá vesturhluta Grænlands. Kanadagæsir eru auðþekktar á svörtum hálsi og svörtu höfði með hvítum kverkabletti sem teygir sig upp að vöngum. Morgunblaðið/GÞH Frekari tak- markanir reykinga 53% AÐSPURÐRA í könnun Gallups eru fylgjandi því að tak- marka frekar hvar fólk má reykja með lögum eða reglum en tæplega 38% eru því andvíg. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallups í apríl. Það eru þeir sem ekki reykja sem í meira mæli vilja takmarka frekar hvar fólk má reykja, eða rúmlega 64% á móti tæplega 27% þeirra sem reykja. Tæplega 73% eru samþykk því að þeir sem ekki reykja eigi auðveldara með að fá vinnu en rúmlega 27% eru því ósamþykk. Rösklega 76% þeirra sem ekki reykja telja að auðveldara sé að fá vinnu ef viðkomandi reykir ekki en rösklega 65% þeirra sem reykja eru sama sinnis. Jafnrétti kynjanna í kirkjunni Konurnar þurfa að fá tækifæri Yrsa Þórðardóttir MÁLÞING um jafnrétti kynj- anna í kirkjunni verður haldið í Neskirkju á morgun, mánudaginn 11. maí. Sr. Yrsa Þórðardóttir, sem starfar hjá fræðslu- og þjónustudeild kirkj- unnar, hefur séð um und- irbúning málþingsins. „Kirkjuráð fól Fræðslu- og þjónustu- deild kirkjunnar að halda þetta málþing fyrir prestastefnu en hún verður haldin í júnílok. Olafur Skúlason biskup skipaði á sínum tíma nefnd til að móta jafn- réttisáætlun kirkjunnar. I henni eiga sæti sr. Sol- veig Lára Guðmunds- dóttir, sr. Auður Eir Vilhjálms- dóttir, sr. Kristinn Á. Friðfinns- son, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir mannfræðingur og Þórhallur Olafsson hjá kirkju- málaráðuneytinu. Þessi nefnd samdi drög að jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar sem lögð voru fyrir kirkjuþing síðastliðið haust og verða nú kynnt á mál- þinginu." - Hvað kemur fram í þessum drögum? „Þar er farið í guðfræðileg rök fyrir jafnrétti og settar fram tillögur um breytt málfar, jöfn laun og aðstöðu, aðild að nefndum, ráðum og yfirstjórn kirkjunnar. Við erum hluti af Lútherska heimssambandinu og Alkirkju- ráðinu og erum búin að skuld- binda okkur til að virða reglur þeirra. Þar er kveðið á um að í nefndum og ráðum kirkjunnar skuli hlutfall kynja aldrei fara niður fyrir 60-40% hlutfall og fram tU þessa hefur íslenska þjóðkirkjan ekki farið eftir þessu. Markmið jafnréttisáætl- unarinnar er m.a. að gera þjóð- kirkjuna að fyrirmynd í samfé- laginu." - Hvernig verður málþinginu á morgun háttað? „Málþingið er haldið fyrir prestastefnuna og því gefst gott tækifæri til að hittast og ræða þessi mál fyrir hana. Við hvetj- um sem flesta til að koma og þá sérstaklega presta, djákna og aðra starfsmenn kirkjunnar til að ræða þessi jafnréttisdrög. Málþingið er öllum opið en við höfum sérstaklega boðið nokkrum félagasamtökum að taka þátt í þessari innræðu. Inn- ritun fer fram á biskupsstofu. Við vonumst til að geta rætt um jafnrétti meðal kirkjunnar þjóna, jafnrétti í safnaðarstarfi, í boðun kirkjunnar og líknar- þjónustu og komist að haldbær- um niðurstöðum." Yrsa segir tímabært að líta um öxl, greina stöðuna og leggja til leiðir til að hrinda æskilegum úrlausnum í framkvæmd. „Við munum auðvitað leggja áherslu á umræðu um þessi drög að jafnréttisá- ætlun kirkjunnar en inn í fléttum við myndrænt helgi- hald með söngvum og bænum.“ - Hvemig er kynjaskiptingin innan kirkjunnar núna? „Þegar horft er til sóknar- nefnda og kirkjugesta eða svo- kallaðra leikmanna kirkjunnar þá eru konumar oft í miklum ►Yrsa Þórðardóttir er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún nam hótelrekstur í Frakklandi að ioknu stúdentsprófi frá MR og lauk kandidatsprófi í guðfræði frá Háskóla ísland árið 1987. Hún var vígð prestur að Hálsi í Fnjóskadal sama ár en árið 1989 hóf hún störf hjá Evrópu- ráðinu í Strassborg og starfaði þar að mannréttindafræðslu með frjálsum félagasamtökum. Frá árinu 1995 hefur hún starfað sem fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar á Austurlandi. Eiginmaður hennar er sr. Carlos Ari Ferrer sóknarprest- ur í Kolfreyjustaðarprestakalli og þau eiga þijú böm. meirihluta. Þegar um vígða ein- staklinga er að ræða og valda- stöður þá eru það mest allt karlmenn.“ Til marks um þetta neftiir Yrsa sem dæmi að á höf- uðborgarsvæðinu sé einungis einn sóknarprestur kona, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. .Ástæðan er ekki sú að konur hafi ekki boðið sig fram til starfa eða að þær séu fáar. Það eru fleiri konur í guðfræðideild en karlmenn. Konumar eiga erfiðara með að fá stöður.“ - Hvað er til ráða? „Kirkjan er í auknum mæli að fá stjómina í sínar hendur. Nú er því kjörið tækifæri fyrir kirkjuna að móta sína jafnrétt- isstefnu og framfylgja henni á framsækinn hátt og sýna þannig í verki kristinn mann- skilning. Orð hafa mikið áróð- ursgildi, mig sárvantar hvatn- ingu kirkjunnar í predikun, hirðisbréfum, fræðslu og bæn- um til að koma á jafnrétti í reynd. Þögn kirkjunnar er mér óbærileg. Með vinnu okkar leggjum við fram okkar skerf til sköpunar með Guði. Við verðum því að leyfa fólki að blómstra og kon- umar þurfa að komast að. Ef engin breyting verður á þessu verða engar stórvægilegar framfarir í jafnréttisátt í kirkj- unni.“ Yrsa segir það gott framtak hjá Kirkjuráði að ákveða að halda þetta þing fyrir presta- stefnu svo þátttak- endur þar fái tóm til að tala saman og velta þessu málefni íyrir sér. - Jafnréttismál verða tekin fyrir á næstu prestastefnu? „Það má fastlega gera ráð fyrir því. Kvennaáratug Al- kirkjuráðsins lýkur í haust. Við erum rétt að byrja." Mikilvægt að ræða drög að jafnréttisáætlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.