Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 .>----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓNSSON y X Guðmundur Sig- I urður Jónsson fæddist í Ytrihúsum í Dýrafirði 10. ndvem- ber 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. maí si'ðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjdnin Pá- lína Þdrlaug Jdhann- esddttir, f. 1888, d. 1955, og Jdn Matthí- asson, f. 1862, d. 1953. Alsystir Guð- _ mundar er Guðrún Marta, f. 1927, gift Sigurþdri Júníus- syni. Þau Guðmundur og Marta dlust upp hjá mdðursystkinum sínum, þeim Jens og Kristinu í Ytri-húsum í Dýrafirði. Hálf- systkini Guðmundar frá fyrra hjdnabandi Jdns Matthíassonar voru 14 og eru öll látin. Mdðir þeirra var Matthildur Sigmunds- ddttir frá Alviðru í Dýrafirði, d. 1918. Eiginkona Guðmundar var Jd- hanna Rdsa Stefánsddttir, f. 1933, d. 1967. Foreldrar hennar voru Ólafía Þdrðarddttir og Stef- án Hannesson. Börn Guðmundar » og Rdsu eru: 1) Guðmundur Ágúst, f. 1950, kvæntur Guðrúnu Steinsddttur. Börn þeirra eru: Jd- hanna Rdsa, f. 1975; Rúnar, f. 1977; Kristín f. 1981. 2) Stefán, f. 1952, kvæntur Siggerði Ólöfu Sigurðarddttur. Börn þeirra eru: Guðmundur, f. 1991, Rdsa, f. 1993. Frá fyrra hjdnabandi á Stefán tvö börn, þau eru: Björk, f. 1980, og Hlynur, f. 1981. 3) Pál- Elskulegur faðir minn hefur nú Jcvatt okkur. Skyndilegt fráfall þitt kom sem þruma úr heiðskíru lofti, þér leið svo vel, nýfluttur í góða íbúð á draumastaðnum, heilsan lofaði bara nokkuð góðu eftir nýfenginn úrskurð og gott ef gamli minn hafði ekki bara yngst um einhver ár, nú skyldi dansa meira, auka við sundið og lengja göngutúrana, en það var hans yndi að dansa og á dansgólfinu varstu þegar kallið kom, trúlega í aðeins of hröðum skottís, en ég held að þú hefðir ekki getað valið betri stað í kveðjustundina þína en þenn- an, með vinum þínum í Félagi eldri borgara í sunnudagsdanstímunum sem voru þitt uppáhald. En þrátt fyrir skyndilegt fráfall þitt er ég þakklát fyrir að þú fékkst að fara ■"svona í gleði og gáska en ekki eftir langvinn og erfið veikindi. Góðar minningar hrannast upp og ljúft er að hafa átt þig að, góða skapið þitt og örlítið kæruleysi hrifu mann ætíð með í kætina frá daglegu amstri. Þú varst á leiðinni til okkar og við hlökkuðum til að fá þig í heimsókn því það var notalegt og skemmtilegt að vera í návist þinni. Við áttum eftir að bralla ýmislegt skemmtilegt saman en það verður að bíða síns tíma. Söknuðurinn er mikill að fá ekki að hafa þig með okkur lengur, en svona er lífið, við stjórnum ekki öllu, kannski engu. Elsku pabbi, þakkir fyrir allt það góða sem þú varst mér og mínum í gegnum tilveruna okkar saman. Guð fylgi þér. Þín dóttir Pálína. Elskulegur afi minn Guðmundur S. Jónsson er látinn, aðeins 69 ára, horfinn af sjónarsviði mannlífsins. Ég segi aðeins 69 ára, því svo ungur var hann bæði á líkama og sál að við sem yngri erum máttum hafa okkur alla við til að standast honum snún- ->inginn. Sjálfur hafði hann orð á því hve vel honum liði síðasta ævidag ína Jdna, f. 1955, gift Ómari Einarssyni. Sonur hennar er Sig- urþdr Þdrarinsson, f. 1971, Sonur hans er Ragnar Logi, f. 1997. Sambýliskona Sigur- þdrs er Guðrún Hansddttir. 4) Krist- inn Jens, f. 1961. Kona hans er Hjör- dís Stefánsdöttir. Dætur þeirra eru: Marta Miijam, f. 1987, og Hrafnhild- ur, f. 1992. Kjörfor- eldrar Kristins Jens eru Marta, systir Guðmundar, og Sigurþtír Júníusson. Árið 1968 hdf Guðmundur sambúð með Grétu Molander og eignuðust þau tvo syni: 5) Hall- ddr Rdsi, f. 1969, sambýliskona hans er Hdlmfríður Marindsddtt- ir og eiga þau eina ddttur, Helgu Dís, f. 1997. Eina ddttur átti Hall- dör fyrir, Tinnu að nafni. 6) Haf- steinn, f. 1970, ökvæntur. Guðmundur lauk prdfi frá Sjö- mannaskölanum 1953 og stund- aði sjdmennsku á bátum og tog- urum ýmist sem háseti eða stýri- maður. Um tíma var hann hjá Landhelgisgæslunni. Skipstjdri var hann hjá Reykhtílaskipum hf. í fjölda ára og sigldi meðal ann- ars milli íslands og Evröpu, en fdr í land 1990 af heilsufars- ástæðum. Útför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 11. mai', og hefst athöfnin klukkan 15. sinn og lyndist hann ekki vera deg- inum eldri en 55 ára en hjartað sló ekki í takt við hugann og því fór sem fór. Það er óhætt að segja að lífsgleði og ánægja hafi einkennt líf afa. Hvert sem hann fór var hann hrók- ur alls fagnaðar. Hann var skemmtilegur, góður, ljúfur og ynd- islegur í alla staði og ætíð þótti mér gott að vera í návist hans afa míns. Þessa ljúfu návist mun elskulegur sonur minn fara á mis við. Þess í stað mun ég reyna eftir fremsta megni að deila minningunni með honum. Ég verð því sjálfur að kenna honum að hafa munninn fyrir neðan nefið og að það muni koma dagur eftir þennan dag líkt og afi kenndi mér jafnan áhyggjulaus með sínu stríðnislega glotti. Þótt erfitt sé að kveðja þig, elsku afi minn, og illsættanlegt þessa stundina, er það huggun harmi gegn að þú kvaddir þennan heim með bros á vör líkt og þér var ein- um lagið. Verð ég því að takast á við framtíðina eins og þú gerðir sjálfur af bjartsýni og opnum hug. Þín verður sárt saknað en minn- ingin um þig mun lifa í huga og hjarta okkar allra. Sú minning er björt og fögur, glaðleg og lifandi eins og þú varst ætíð sjálfur. Hafðu þökk fyrir allt, elsku afi minn. Sigurþdr Marteinn. Elsku afi. Það er svo skrítið hversu fljótt dauðann getur borið að án allra viðvarana. Þú varst svo full- ur af orku síðast er ég sá þig, það var einmitt á afmælisdaginn minn. Þú komst sællegur inn með dans- hattinn á höfði og steigst nokkur dansspor við mig eftir að hafa feng- ið þér kökubita með kaffinu. Ekki átti ég von á að það væri síðasti dansinn okkar saman en svo er víst að dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Þó að mér finnist ofsalega erfitt að kveðja þig, get ég glaðst yfir því hversu sáttur og hamingjusamur þú Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect éru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar tii blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfáng þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ^lög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. varst orðinn í lífinu, lífsgleðin, krafturinn og ánægjan geislaði frá þér, þú dansaðir þig inn í eilífðina og nú vona ég að góður Guð verndi þig á himnum. Þú munt alltaf eiga hlut í hjarta mínu og ég mun ávallt sakna þín, elsku afi minn. Ég sendi þér þúsund knús og kossa upp í himininn. Þín Jdhanna Rdsa. Þegar kær vinur yfirgefur „Hótel Jörð“, fer ekki hjá því að við, sem eftir dveljum, finnum fyrir vissum tómleika innra með okkur, ekki síst ef sá sem kvaddi hefur verið þeim eiginleika gæddur að veita birtu og yl inn í huga samferðamannana, en þannig var því einmitt farið með mág minn, Guðmund Sigurð Jóns- son sem yfirgaf „hótelið" snögglega að kvöldi 3. maí sl. Lífshlaup Guðmundar hefur ekki alltaf verið eftir rauðum dregli, en honum skrikaði aldrei fótur þó gat- an væri ekki alltaf greiðfær. Hann komst alltaf í mark. Hann ólst upp í einni fegurstu sveit þessa lands, Dýrafirðinum, í skjóli ástríkra fóst- urforeldra ásamt systur sinni Guð- rúnu Mörtu og naut þeirrar sönnu gleði sem fagurt mannlíf veitir. Vinahópurinn í sveitinni var sam- stilltur og glaðvær og hefur haldið vináttunni við fram á þennan dag. Guðmundur var vinmargur mað- ur vegna mannkosta sinna og fólk laðaðist að honum hvar sem hann fór og sóttist eftir félagsskap hans enda var hann einstaklega skemmtilegur maður, orðheppinn og frásagnargleðin með eindæmum. Það var alltaf gleði og glaðværð í kringum hann og þannig held ég að hans verði minnst fyrst og fremst af samferðafólkinu. Guðmundur var tryggur vinur vina sinna og ég hygg að hann hafi aldrei brugðist vinum sínum í einu eða neinu og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann nema einstöku pólitíkus sem bar á góma þegar við vorum að leysa þjóðmálin yfir kaffibolla við eldhúsborðið, en það risti nú ekki djúpt. Guðmundur stundaði sund hin síðari ár og heyrt hef ég að óþarft hafi verið að hita upp heitu pottana þegar hann var í þeim, svo heitar gátu umræðumar verið. Þótt Guðmundur væri jafnan létt- leikinn uppmálaður, er ekki þar með sagt að hann hafi ekki fundið til á erfiðum stundum. Það var sagt að Jón faðir hans hafi getað grátið með öðru auganu en hlegið með hinu. Ég hygg að Guðmundur hafi erft eitthvað af genunum sem því stjóma. Nú er hans sárt saknað af vinum og vandamönnum. Það er sem dreg- ið hafi verið fyrir sólu, en minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okk- ar sem vorum svo lánsöm að eiga hann að vini. Ég votta ástvinum Guðmundar mína dýpstu samúð. Sigurþdr Júníusson. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ (Ur Spámanninum). Bestu kveðjur. Hallddr Rdsi og Hafsteinn. Elsku afi, nú kveð ég þig með söknuði og þakklæti í huga fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær góðu minningar gleym- ast aldrei. Þú unnir sjónum alla tíð enda varð sjómennskan þitt ævistarf. Svo þegar þinni starfsævi var lokið, hættir þú ekki að lifa lífinu, því þú fórst í sund daglega og lærðir að dansa og það var þitt líf og yndi og þú talaðir mikið um dansinn. Þú stóðst alltaf élin af þér og það meg- um við öll taka okkur til fyrirmynd- ar að gefast aldrei upp. Gummi afi, það er ekki hægt að lýsa því hvað ég sakna þín mikið og það verður skrítið að heyra ekki í þér né sjá þig framar. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Björk Stefánsdöttir. Hann Mundi i Ytrihúsum er horf- inn úr þessum heimi. Hann var þá við þá iðju er honum þótti lang- skemmtilegust síðustu árin - að dansa. Við Mundi, það var gælunafn hans í æsku, vorum næstum jafnaldrar og ekki voru nema um 200 m á milli heimila okkar, Ytrihúsa og Hlíðar í landi Núps í Dýrafirði, stutt frá Hér- aðsskólanum, en þar ólst Mundi upp hjá móðursystkinum sínum Jens og Kristínu ásamt systurinni Mörtu. Við vorum ávallt hinir mestu mát- ar og vorum saman að leik þegar því varð við komið. Á túninu mitt á milli bæjanna var stór steinn að okkur fannst þá og þar áttum við oft stefnumót, einkum á kvöldin. Þar voru lögð á ráðin um prakkarastrik kvöldsins, öll saklaus, og þar slóg- umst við um það hvor nyti meiri hylli ákveðinnar stúlku í nágrenn- inu. Mundi hafði alltaf betur í slags- málum. Þar voru líka rædd aðkallandi spursmál líðandi stundar eins og hvort amma hans hefði fengið vængi og væri engill á himnum eftir að hún dó. Við urðum sammála um að svo hlyti að vera. Ytrihús voru ekki stórbýli og ég held að stundum hafi verið þröngt í búi. Þarna var ég hálfgerður heima- gangur og alltaf var Stína að bjóða mér eitthvað að borða. Þetta var ekki af því hún héldi að ég væri sí- fellt svangur vegna þess hvað ég var rindilslegur, heldur var þetta gert af rausnarskap og gjafmildi konu, sem átti ekki mikið veraldlegt að gefa. Ég mun aldrei gleyma þeirri ánægju, er geislaði úr augum Stínu og andlitinu öllu er hún horfði á mig neyta góðgerða sinna með góðri lyst. Og seydda rúgbrauðið hennar með heimastrokkaða smjör- inu átti engan sinn líka. Hjá þessum höfðingjum, frænda og Stínu eins og hann kallaði þau, fékk Mundi sitt veganesti, sem entist honum vel. Þegar við svo fluttum að heiman skildi leiðir um tíma en lágu alltaf saman aftur, bæði í frítíma og við vinnu. Ég var t.d. stýrimaður hjá honum eitt sumarfrí á humarveið- um á Reykjaröstinni, bát sem hann átti um tíma. Hann var oft stýri- maður hjá mér á varðskipunum og hann var stýrimaður hjá mér á ítal- skri snekkju, sem við sigldum til Sukkertoppen á Grænlandi í ágúst 1959. Svo leysti ég hann af einn túr á Helgeynni og fór annan með hon- um sem stýrimaður. Þegar Mundi var á togurunum fékk hann gælu- og viðurnefnið Gvendur Dýri til aðgreiningar frá öðrum Gvendum. Það fylgdi honum síðan og fór honum bara nokkuð vel. Hann var með glaðlyndari mönnum og orðheppinn með af- brigðum. Það var oft glatt á hjalla í heita pottinum og busllauginni á Nesinu, en þar áttum við fast stefnumót á morgnana síðustu árin. En það sem eftir var dagsins og fram á kvöld var hann oftast við dansnám eða sýningar hjá Sigvalda á vegum Fél. eldri borgara. Mundi sagði mér að hann hefði átt erfitt með að halda takti í dansi á yngri árum. Hann taldi að áhrifin af því að halda utan um konu hefðu truflað skilaboðin frá höfði til fóta. Þessar truflanir hurfu á síðustu árum. Mundi minn. Við söknum þín öll sem kynntumst þér. Við Dúra von- um að þú finnir Rósu þína innan um dansandi englameyjar og að trufl- animar taki sig ekki upp aftur. Bömum, tengdabörnum og barnabörnum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Einnig Mörtu systur Munda og manni hennar Sig- urþóri Júníussyni, en þar átti hann ávallt öruggt athvarf. Þröstur Sigtryggsson. Það var svolítið sérstök tilfinning sem flæddi í gegnum mig sl. fimmtudag þegar Þröstur æskuvin- ur Guðmundar S. Jónssonar skip- stjóra færði mér andlátsfregn hans. Þakklæti og virðing. Það er það sem eftir situr. Og minningin. Minning um staðfastan, glaðværan og hlýjan kjarkmann. Það var mér, þá 15 eða 16 ára gömlum varðskipsháseta, sérstakur happdrættisvinningur þegar Guð- mundur réð sig sem stýrimann á varðskipið Ægi (gamla Ægi). Ég hafði um allnokkurt skeið trassað að taka mark á foreldrahúsamenn- ingunni og eftir bestu getu smokrað mér hjá því sem nú til dags er kall- að uppeldi. Guðmundur kom af fiskiskipum og jámhörðum togurum, þar sem hann kunni fullkomlega til verka. Hann tók strax til við að kenna okk- ur vírasplæsningar, hnúta og jafn- vel seglasaum auk annarra al- mennra verka. Hann vissi betur en flestir að við bjarganir, togaratökur og almennar hetjudáðir yfirleitt urðu amboðin að halda. Og ekki síð- ur mannskapurinn. Sama einurðin var upp á teningnum þegar skip var við land og fyrir kom að stúlka stæði á kajanum að „skoða skipið". Þá vildi verða heldur lítið úr ung- lingunum, hetjunum sem þorðu ekki að líta upp þá stundina. Sjarmörinn Guðmundur hafði leiðbeiningarnar í lagi fyrir ungmennin þá sem endranær. Alltaf kom Gummi fram við okkur sem jafningja þótt við værum ekki eldri en þetta. Þannig ræktaði hann með okkur sjálfsvirðingu, metnað og sjálfsálit, sem mörgum þótti ærið fyrir og kölluðu mannalæti. Guð- mundur hafði gaman af öllu saman og herti okkur með viðurkenningar- orðum, glaðværð og uppörvun. Það kallaði fram í manni góða strákinn að finna hve fjölskyldan var Gumma mikils virði. Við þekkt- um orðið börnin hans með nafni og hvað hafði á daga þeirra drifið með- an hann var fjarvistum. Og eigin- konuna, sem hann missti svo skömmu síðar frá ungum börnum. Guðmundur var fljótur að hugsa og fljótur að framkvæma. Bæði í starfi og leik. Honum gat hitnað í hamsi í ákafa dagsins, en þá fyrst var honum alvarlega að mæta þegar hann sá hallað á minnimáttar, í orði eða athöfnum, og skipti þá ekki máli hversu langt uppeftir handleggnum gylltu borðamir náðu. Svoleiðis mál afgreiddi hann snöggt og snöfur- mannlega. „Amen heilagur,“ sagði hann svo. Og þar með var það mál útrætt. Síðar á lífsleiðinni lágu leiðir saman aftur um tíma þegar við vor- um með flutningaskipið Helgey í förum milli landa, en þar var Gummi skipstjóri og ég landformaður. Hann var þá löngu giftur aftur og með stóra fjölskyldu. Sama umhyggjan og ábyrgðin á öllu og öllum. Sama var upp á teningnum löngu síðar þegar kastast hafði illilega í kekki milli okkar og samskiptin voru engin um alllanga hríð. Þegar öldur hafði lægt, og báðir hægt á sér, var sterklega faðmast og eitt snöggt „amen heilagur“ opnaði okk- ur nýja tíma. Síðustu árin hittumst við af og til, og hann Ijómaði þegar hann sagði mér frá vínarkruss og valsi og ræl við rúmt miðaldra eðalfrúr í Vestur- bæ og á Seltjarnamesi. Sama ein- urðin og ákafinn. Og rómantíkin í tangóinu maður. Ekki spurning. Réttur maður á réttum stað. Og sundið var hans morgunelexír. Alltaf fékk maður a.m.k. eina sögu af samsundköppum hans, sem voru gamlir skipsfélagar okkar og æsku- vinir hans. I pottunum þeim var al- deilis ekki töluð vitleysan. Brottför Gumma kom víst ekki á óvart. Hjarta- og æðadeildin hafði verið með mótmæli og gert ræki- lega vart við sig. Það kallaði hann æfingu fyrir það sem koma skyldi. Ég er þess fullviss að Guðmundur S. Jónsson endurfæðist mjög fljót- lega. Honum lá alltaf á. Og svo vantar veröldina sárlega mannfólk af hans tæi. Börnum Gumma og afkomendum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Kærar þakkir, Gummi, fyrir sam- fylgd og leiðsögn. Ólafur Vignir Sigurðsson loftskeytamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.