Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR mikilvægt á unglingsárunum og að finna að fullorðnir hlusti og hafi áhuga á því sem unglingarnir hafa að segja eða eru að gera og nákvæm- lega þannig var Mundi. Mér er enn minnisstætt þegar ég 17-18 ára vai- barnapía í Þýskalandi, alein, með heimþrá og fannst ég aldrei fá nóg af bréfum að heiman, þegar ég fékk einn daginn bréf frá Munda. Og þar var ekki verið að segja frá dægurþrasinu heima, held- ur var talað um heima og geima, og mér lagðar lífsreglur og gefin heilla- ráð, eins og hann gerði venjulega þegar við hittumst, gott ef hann hafði ekki eftir þýskt ljóð, sem hann lagði út af. Tveimur til þremur árum seinna, þegar ég var farin að vinna, þá hittumst við einu sinni sem oftar á Hlemmi, bæði á leið í strætó. Mundi faðmaði mig í bak og fyrir og kyssti mig á báðar kinnar, sem var heldur ekki óvanalegt þegar við hitt- umst. Hann sagði mér að honum fyndist svo gaman að hitta mig þarna og fá faðmlag og koss, því hann væri alveg viss um að allir gömlu skarfarnir sem sæju til hans héldu að hann væri á stefnumóti við unga og fallega konu og öfunduðu hann út af lífinu. Við höfðum bæði gaman af þessu og röltum síðan nið- ur Laugaveginn, þai' sem hann sagði mér sögur um húsin við Laugaveg- inn. I lífinu kynnist maður mörgum og misjöfnum mönnum, ef maður er heppinn hefur einhver þeirra áhrif á líf manns til hins betra og verður manni fyrirmynd. Hjá mér er það Mundi. Hvíl í friði, kæri vinur. Ingibjörg Óskarsdóttir. Ögmundur Guðmundsson, einn af mínum bestu vinum frá unglingsár- um, er látinn eftir löng og ströng veikindi. Mig langar til að setja á blað nokkrar minningar og þakkar- orð. Minningarnar hrannast upp þegar litið er til baka eftir áralöng kynni. Ailar eru þær á einn veg, góðar. Upphafið á samverunni var í sunddeild Armanns, en þá starfaði ég í landi. Þó að ég færi til sjós þá rofnuðu tengslin aldrei. Ögmundur taldi það ekki eftir sér að heim- sækja móður mína á sunnudögum, sem þá var orðin ekkja með fimm unga syni. Síðar gerðist ég hafn- sögumaður og Ögmundur fór að starfa í tollinum. Það var ekki kom- ið að tómum kofunum þegar þurfti að biðja Ögmund aðstoðar vegna bókhaldsstarfa. Það var alveg sjálf- sagt. Ekki brást handlagnin þegar að smíðum kom. Við hjónin borðum enn við borðið sem Ögmundur smíð- aði og gaf okkur í brúðargjöf. Það hefur dugað í fimmtíu ár og sér varla á því. Ögmundi var margt til lista lagt. Mér er það minnisstætt að hann gekk alltaf með lítinn tommustokk í vasanum. Það var yndislegt að fá Ögmund og Dóru, hans góðu konu, í heimsókn í sumarbústað okkar hjóna. Ögmundur var sérstaklega skemmtilegur og sagði frá á alveg einstakan hátt. Þessi tvö nöfn, Ög- mundur og Dóra, voru alltaf nefnd í sömu andránni hjá okkur hjónum. Samrýndari hjón höfum við ekki þekkt. Ég held að þras eða þrætur hafi ekki þekkst í þeirra sambandi. Það var blátt áfram mannbætandi að umgangast þau. Við hjónin þökkum allar góðar samverustundir gegnum árin, sem eru okkur alveg ógleymanlegar. Við vottum börnum og öðrum skyldmennum dýpstu samúð okkar við andlát Ögmundar. Með virðingu Legsteinar í Lundi r v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Slómabúðin öarðskom V/ PossvogskirUiugm'ð Sími: 554 0500 og þökk fyrir allt gott sem við nutum í samverunni við ykkur í gegnum ár- in. Jóhann og Margrét. Ögmundur Guðmundsson er látinn tæplega 82 ára að aldri. Mig langar að kveðja hann með nokkrum orðum og minnast einnig eiginkonu hans, Halldóru Pálmarsdóttur, en hún lést árið 1992. Ég varð heimagangur hjá þessum heiðurshjónum vegna vináttu minnar við Sverri, yngsta son þeirra, en við kynntumst í Gagnfræðadeild Aust- urbæjarskólans í lok sjöunda áratug- arins. Systkinahópur Sverris var stór, Pálmai', Anna Mai-grét, Ágúst, Jó- hann og Lárus. Dóra og Ögmundur bjuggu fjölskyldunni síðast heimili í Lálandi í Reykjavík. Þar var oft margt um manninn, því að eldri systkinin og fjölskyldur þeirra vora þar gjarnan með annan fótinn. Þar komu bræðurnir og þrifu og bónuðu bílana, Dóra gætti barna- barna og ræktaði skrautjurtir í gróð- urhúsi í garðinum á meðan Ögmund- ur dundaði í bílskúrnum í brúna vinnusloppnum. I þessu umhverfi fór vel um okkur Sverri. Við tókum virkan þátt í bíla- bóni, fórum á rúntinn, í bíó og spiluð- um fótbolta milli þess, sem við reyndum gelgjulegir að fóta okkur í heimi hinna fullorðnu og gagnvart veikara kyninu. Þar var Ögmundur með stríðnisglampa í augum tilbúinn að aðstoða okkur, gjarnan með tví- ræðri vísu. Inn á milli skutumst við inn í eldhús til Dóru og fengum okk- ur skúffuköku og ískalt mjólkurglas. Þetta voru góðar stundir. Dóra og Ógmundur gáfu hógvær- an tón með nærveru sinni, sem staf- aði af trausti og samheldni, er hafði jákvæð áhrif á allt í kringum þau. Þau höfðu vakandi auga með velferð systkinanna og sístækkandi hóps barnabarna. En þau báru einnig um- hyggju fyrir vinahópnum, sem vals- aði út og inn eins og heima hjá sér, líkt og umgangurinn væri ekki næg- ur fyrir. Dóra hafði alltaf tíma til að sinna allra þörfum og Ögmundur var til taks með glettið bros og spaugs- yrði á vörum. Ég vil nota það tækifæri, sem hér gefst, til að þakka Dóru og Ögmundi fyrir umhyggju og hlýju í minn garð. Hvort tveggja hefur reynst mér gott veganesti. Blessuð sé minning sómahjónanna Dóru og Ögmundar. Grímur Sæmundsen. Kveðja frá samstarfsmönnum hjá Ríkisendurskoðun Á morgun verður til moldar bor- inn Ögmundur Guðmundsson. Við, sem með honum unnum á starfsár- um hans hjá Ríkisendurskoðun, kveðjum hann með einlægri þökk fyrir samskiptin á þeim árum. Ög- mundur var hæfur í sínum störfum og ötull við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem við var fengist á hverjum tíma. Hann var léttur í lund og hafði gjarnan gaman- mál á hraðbergi, þegar við átti, og naut sín vel í okkar hóp, hvort sem var í starfi eða leik. Bömum hans og öðrum nánum að- standendum sendum við samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Fallinn er frá kær félagi og vinur, Ögmundur Guðmundsson. Ögmund- ur hóf ungur að æfa sund hjá Ár- manni og síðan sundknattleik, en þar lék hann stöðu markvarðar, hátt á annan áratuginn. Við, sem þessa kveðju sendum, kynntumst Ögmundi nokkrum árum áður en hann hætti keppni. Það var okkur mikil gæfa að kynnast þessum öðlingi, alltaf sama ljúfa skapið og heilræðin sem hann gaf okkur í sundknattleikskeppni voru ómetanleg. Ögmundur var ekki bara snjall markvörður heldur líka fullur áhuga á sundíþróttinni svo og framgangi Sunddeildar Ármanns. Hann vai' ávallt reiðubúinn að taka að sér störf fyrir Sunddeildina er til hans var leitað, t.d. var hann tvisvar fararstjóri sundfólks til Austur- Þýskalands. Nú þegar kveðjustundin er runnin upp koma svo margar minningar upp í hugann um samveruna við Ög- mund. Þær munum við geyma með okkur. En með þessari litlu minning- argrein viljum við votta Ögmundi virðingu okkar og þakklæti fyrir samfylgdina. Við sendum börnum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ögmundar Guðmundssonar. Gamlir sundknattleiksfélagar. Afi Ögmundur hefur endanlega kvatt okkur. Hann tók sinn tíma í það. Undanfarin ár kvaddi hann okk- ur smátt og smátt um leið og Alzheimersjúkdómurinn breiddi hulu yfir áður skarpan heilann og hnyttin tilsvör sem maður átti áður von á frá honum heyrðu sögunni til. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, sr. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrv. sóknarprestur á Útskálum, Garðastræti 8, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir um Krabbameinsfélagsins njóta þess. Steinvör Kristófersdóttir, Elísabet M. Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Barði Guðmundsson, tengdasynir og barnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar AUÐAR ÞORBJARNARDÓTTUR, Skúlabraut 14, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deild A-5 og gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Guðrún Steingrímsdóttir, Benedikt Steingrímsson, Guðmann Steingrímsson, Þorbjörn Steingrímsson og fjölskyldur. að láta Heimahlynningu SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 41^ Það var ekki hægt að hugsa sér betri afa en afa Ögmund. Hann tók jafnan virkan þátt í lífi okkar og sýndi alltaf áhuga á því sem við vor- um að gera á mismunandi aldurs- skeiðum. Þegar við elstu barnabörn- in vorum krakkar í heimsókn hjá afa Ögmundi og ömmu Dóru, bæði á Háaleitisbrautinni og seinna í Lá- landinu, heilsaði afi gjarnan með orðunum „Komdu til afa sæta, ég ætla að gefa þér skegg.“ Þá hófst eltingaleikur því við krakkarnir viss- um að skeggið stakk og hann hafði unun af því að stríða okkur. Hann hjálpaði okkur líka við að stríða for- eldrum okkar og hvatti okkur vel. Þá lánaði hann okkur hina undarleg- ustu hluti úr safni stríðnistóla sem hann hafði sankað að sér i utan- landsreisum. Þegar ég sem er elsta bamabarnið komst á unglingsár tóku samskipti mín við afa Ógmund nýja og alvar- legri stefnu. Þá kom í ljós að áhuga- mál mín sem hálffullorðinnar mann- eskju voru afar lík hans áhugamál- um. Við ræddum þjóðfélagsmál og pólitík sundur og saman og vorum auðvitað alveg ósammála um flest á þvi sviði. Hann bar þó alltaf tilhlýði- lega virðingu fyrir skoðunum mínum þótt margar væra þær frasakenndar og byggðar á kenningum úr bókum fremur en reynslu af lífinu og póli- tíkinni. Hann hafði hreinlega unun af því að æfa mig í samræðulist og rök- fræði og ég hafði auðvitað gott af æf- ingunni. Áhugi okkar beggja á tungumál- um var stöðug uppspretta í samræð- um okkar. Fyrst og fremst var ís- lenskan honum hugleikin en hann hafði einnig lagt stund á erlend tungumál og hvatti mig unga til að tileinka mér eins mikla þekkingu á mínu eigin tungumáli og erlendum eins og ég gæti. Strax sem unglingur fór ég að ferðast í þeim tilgangi að læra önn- ur tungumál og hef síðan dvalið langdvölum erlendis. Á þessum fyrstu árum mínum erlendis var afi Ögmundur einn af staðföstustu pennavinum mínum. Bréfin frá hon- um voru skemmtilega skrifaðar lýs- ingar á því sem hann og amma höfðu haft fyrir stafni sem og hvatn- ingarorð í minn garð um að standa mig vel og njóta þess að fá að kynn-v- ast menningu og tungumálum ann- arra þjóða. Alltaf fylgdi líka eitt- hvað hrós og man ég að hann talaði oft um hversu stíllinn á bréfunum mínum væri góður. Ég var ekki viss á þeim tíma hvort þetta þýddi að honum þætti innihaldið kannski ekki svo spennandi, en ég gerði mér grein fyrir því seinna að stíllinn og vald mitt á móðurmálinu var það sem honum fannst mest um vert að minnast á. Afa tókst líka að ganga í augum á bamabamabarni sínu, syni mínum sem er alinn upp í frönskumælandi umhverfi. Það var ekki bara að hann gæti slegið um sig á frönsku heldur fylgdu gjai'nan málfræðilegar út- skýringar með tilvitnunum í latínu eða grísku. Grími mínum fannst stórmerkilegt að langafi hans gæti spjallað við hann á frönsku þegar aðrir fjölskyldumeðlimir stóðu á gati og skildu ekki bofs. Það er því kannski vel við hæfi að síðustu samskipti mín og Gríms son- ar míns við afa Ögmund voru meitl- uð í eina setningu á frönsku. Þetta var eftir að afi hætti að þekkja okk- ur með nafni en hafði þó gefið til kynna með því að lyfta hendinni þegar við gengum inn í setustofuna á Hrafnistu að við værum hans fólk.* Sjúkdómurinn hafði þá að miklu leyti tekið af honum völdin á tungu- málinu en þó komu frá honum stöku samhengislausar setningar. í þetta sinn sýndi hann lítil sem engin við- brögð við nærveru okkar en fylgdist vel með okkur. Okkur datt þá í hug að biðja Grím að ávarpa hann á frönsku. Hann gekk til langafa síns, tók í hendina á honum og sagði „Bonjour afi“. Það kom gamalkunn- ur glampi í augun á afa og hann svaraði að bragði „Bonjour, mon garcon!" -r Bryndís Pálmarsdóttir. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar, JÓNASAR HARALDSSONAR rafvirkja, Ljósheímum 22. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 7A á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Systkinin. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, HAFLIÐA HALLDÓRSSONAR fyrrverandi forstjóra Gamla Bíós hf., Kvisthaga 2, Reykjavík. Sveinbjörn Hafliðason, Anna Huld Lárusdóttir Ólöf Klemenzdóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Hrafnhildur Inga Halldórsdóttir, Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Sveinbjarnardóttir og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU ÞÓRUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Hólum, Helgafellssveit, Heiðarvegi 23, Keflavík. Helgi Már Kristjánsson, Guðbrandur Kristjánsson, Halldóra Kristinsdóttir, Jónína Sigurjónsdóttir, Guðbjartur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.