Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA I DAG „Heilög geymið Islands vé“ s I hugvekju þessa sunnudags segir sr. Heimir Steinsson m.a.: Reiturinn er minningarmark um stofnun Lýðveldis- ins. Vel fer á að gefa mannvirkinu nafn í samræmi við upphaf sitt og nefna það „Lýðveldisreitinn“. FYRIR réttri öld, vorið 1898, hafði Benedikt Sveinsson, faðir Einars skálds, forgöngu um það, að boðað var til Þingvalla- fundar. Arið áður hafði Alþingi samþykkt að leggja 2.500 krónur til byggingar funda- og gistihúss á Þingvöllum gegn því að jafnhá upphæð kæmi annars staðar að. Hið síðamefnda tókst fyrir for- göngu góðra manna, og var húsið reist á Köstulum fyrir austan Öx- ará og vígt 20. ágúst 1898. Var þetta upphaf nýs tíma á Þingvöll- um, og hefst með svofelldum hætti 20. aldar saga þessa „helgi- staðar allra Islendinga", sem síð- ar var nefndur að lögum. Einar Benediktsson orti ljóð í tilefni af vígslu Þingvallaskálans eða „Valhallar", eins og húsið var nefnt á vígsludegi. Þar er þetta að finna: Rís hátt og Jýs oss, blysið bjarta, skín, blíða von, í hveiju Jyarta, sldn, aftanroái um aldarkvöld, sldn, árdagsbjarmi af nýrri öld. „Til fánans“ Átta árum eftir þennan viðburð hefst barátta fyrir íslenzkum fána af fullum þrótti. Af því tilefni yrkir Einar Benediktsson enn, þessu sinni ljóð, sem þegar í stað nam land við hjartarætur Islend- inga, vTil fánans“, eða „Rís þú, unga Island merld“. Sigfús Ein- arsson tónskáld samdi lag við ljóðið, og var það frumflutt í Bárubúð í Reykjavík 18. nóvem- ber 1906. „Varð söngflokkurinn að margendurtaka lagið“, eins og segir í blaðafregn frá þessum tíma. Fánasöngurinn nýi geymir m.a. eftirfarandi erindi: Gætum hólmans. Vofi valur víðskyggn yfir storð og hlé. Enginn §örður, enginn dalur augum hauksins gleymdur sé. Vakið, vakið, hnind og halur heilög geymið íslands vé. Eg hef valið niðurlag þessa er- indis að yfirskrift sunnudagshug- vekju í dag. Hundrað árum eftir upphaf nýrrar þingvallasögu hæfir vel að taka sér umrædd orð í munn. „Heilög íslands vé“ teygja sig um land allt og Islands haf, storð og hlé. En þau eiga sér með einstæðum hætti heimkjmni að Þingvöllum við Öxará. „Mín klukka, klukkan þín, kallar oss heim til sín“ orti Halldór Laxness á lýðveldisdaginn 1944. Þingvellir eru heimahagar hvers einstaka íslendings og helgidómur allra manna í þessu landi. Hér er „Is- lands vé“ að finna um aðra staði fram. Þessa gætir í viðmóti ís- lenzkra gesta á Þingvöllum, ungra og aldinna. Bömin, sem þyrpast hingað vor og haust læra af kennurum sínum að bera virð- ingu fyrir þjóðarhelgidóminum. Verulegur hluti landsmanna á sér einkaendurminningar frá Þing- völlum, auk hinna miklu, sameig- inlegu minninga, sem fjórar stór- hátíðir á öldinni vekja í brjóstum Qölda fólks. Nær ellefu alda saga staðarins er snar þáttur í sjálfs- mynd alþjóðar. Lýðveldisreiturinn Austur af Þingvallakirkju var árið 1940 hlaðinn upp hringlaga reitur, og liggja gangstígar um hann í kross. Þama var Einar skáld Benediktsson jarðsettur sama ár og legsteinn lagður á leiði hans síðar. Árið 1946 vom jarðneskar leifar Jónasar Hall- grímssonar fluttar frá Kaup- mannahöfn í þennan reit. Hefur staðið við svo búið síðan, eða í lið- lega hálfa öld. Skáldin tvö, Jónas og Einar, standa að tímanum tö á báðar hendur sjálfstæðisbaráttu Islend- inga, annar við upphaf hennar, hinn nær lokum. Báðir vora með ljóðum sínum stórvirkir þátttak- endur í þessari baráttu. Jafn- framt hafa þeir mikla sérstöðu í hópi íslenzkra ljóðskálda á síðari öldum, og var annar nefndur „listaskáldið góða“, en hinn „skáldkonungur íslands". Þingvellir eiga sér ekki einung- is nær ellefu alda sögu sem hinn fomi höfuðstaður Islendinga. Þeir búa einnig að einstæðri tutt- ugustu aldar sögu. Þar ber lýð- veldisstofnunina hæst. Nátengd henni var bygging grafreitsins að baki Þingvallakirkju. Reiturinn sá er hluti af sögu lýðveldisstofn- unarinnar. Þetta þótti mönnum við hæfi um þær mundir, að finna höfuðskáldum sjálfstæðisbarátt- unnar legstað í hjarta Þingvalla. Reiturinn er þannig minningar- mark um stofnun Lýðveldisins. Nú nær lokum þeirrar aldar, sem lýðveldið ól, fer vel á því að gefa mannvirkinu nafn í samræmi við upphaf sitt og nefna það „Lýð- veldisreitinn". í fimm tugi ára hefur ekki ver- ið hróflað við Lýðveldisreitnum. Ekki er ástæða til að ætla svo munu verða um fyrirsjáanlega framtíð. Þar munu því eftir öllu að dæma hvíla á komandi öld of- angreind tvö höfuðskáld sjálf- stæðisbaráttunnar og aðrir ekki. Fyrir margra hluta sakir fer einkar vel á þessu. Af lýðveldisreitnum er fyrir- taks útsýni yfir Alþingisstaðinn foma. Verið því velkomin á Lýð- veldisreitinn, góðir þingvallagest- ir. Kristnitökuafmælið Fjórar stórhátíðir hafa íslend- ingar sem fyrr greinir haldið á Þingvöllum á 20. öld. Nú er hin fimmta í vændum í aldarlok og á morgni nýrrar aldar. Vér munum minnast þúsund ára afmælis kristnitökunnar um mánaðamót júní og júlí árið 2000. Það er stórfenglegt, að 20. ald- ar sögu Þingvalla ljúki með minn- ingarhátíð um kristnitökuna. Kristnitakan var tvímælalaust einn mestur viðburður í sögu staðarins að fomu og nýju. Með kristnitökunni urðu Þingvellir „heilög Islands vé“ sem e.t.v. aldrei endranær. Á þúsund ára afmæli kristnitökunnar munu landsmenn safnast saman og taka hlut með hinum fomhelgu véum í nafni Drottins vors og frelsara Jesú Krists, strengja þess heit að lúta Kristi í dagrenningu nýs ár- þúsunds. SKÁK VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Spurningakeppni framhaldsskólanna SÚ VAR tíð að skemmtun var að setjast niður við sjónvarpstækið og horfa á Spumingakeppni fram- haldsskólanna. Nú hefur stjórnendum keppninnai' tekist að eyðileggja þá skemmtun fyrir mér og að því er ég veit fleirum. Vill- m- í keppninni í ár voru með hreinum ólíkindum, í hverri keppninni á fætur annarri. Keppendur skól- anna vissu ítrekað betur en stjómendur keppninnar. Villur keppninnar í ár væm sjálfsagt efni í heila bók. Eins og allir vita munaði ekki nema tveimur orðum, Gunnsteinn Ólafs- son, að MH færi með sigur af hólmi. Dómara keppn- innar skorti skilning á því hvað var rétt og hvað var rangt í svömm keppenda. Söguskilningur hans er með ólíkindum. Hann spurði í úrslitaviðureign- inni um þrjár stofnanir á Alþingi til forna og vildi fá í svar: lögrétta, lögsögu- maðurinn og dómstólarnir (fjórðungsdómur og fímmtardómur). Eins og hann ætti hins vegar að vita var fjórðungsdómur og fimmtardómur ekki sama stofnunin, frekar en Hæstiréttur og Héraðs- dómur væri sama stofnun- in í dag. Svarið er vitlaust miðað við spurninguna. I 8-liða úrslitum, í keppni SFU-Hvanneyri hélt hann því fram að fyrsti lögsögu- maður Islendinga hefði verið Hrafn Ketilsson en sögubækur nútímans skýra skilmerkilega frá því að fyrsti lögsögumað- urinn hét Úlfljótur enda vora fyrstu lög okkar ís- lendinga skírð eftir honum Úlfljótslög. Á Egilsstöðum í 4-liða úrslitum var fyrsta verkfallið á íslandi allt í Um Þjóðbrautina einu orðið hjá hafnfirskum fiskverkakonum 1912. Þetta er rangt. Fyrsta lög- lega boðaða verkfallið á Is- landi var eins og keppend- ur bentu á, hjá hafnar- verkamönnum í Reykjavík 1913. Hafi dómari keppn- innar hins vegar verið að spyrja um fyrsta skiptið sem menn lögðu niður vinnu á íslandi var það 874 er þrælar Hjörleifs sner- ust gegn honum og hættu störfum. Vinnubrögð við Gettu betur 1998 vom mjög óvönduð, dómari keppn- innar var augljóslega ekki starfi sínu vaxinn. Það ranglæti sem kom fram í úrslitaviðureigninni ber að leiðrétta. Eg æski þess að Sjónvarpið sjái sóma sinn í því að fórna ekki endan- lega starfsheiðri sínum. Gunnar Hallgrímsson, rafvirki. Dýrahald llmsjón Margeir Pétursson HVÍTURleikur ogvinnur UNDANRÁSIR næstu heimsmeistarakeppni era hafnar. Á svæðamóti sem nú stendur yfir í Dresden i Þýskalandi kom þessi staða upp í skák Emils Sutovsky (2.595), ísrael, sem hafði hvítt og átti leik, og Dragoljubs Jacimovic (2.480), Makedón- íu. 19. Rf6+ - gxf6 (19. - BxfB 20. exf6 - gxf6 21. Dh6 - f5 22. Rg5 var einnig vonlaust) 20. Dg4+ - Kh8 21. exf6 - Hg8 22. Dh4 og svartur gafst upp. Keppt er um sjö sæti í næstu heimsmeistarakeppni FIDE, sem stefnt er að því að halda í Las Vegas í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. 34 keppendur tefla 11 umferðir eftir svissnesku kerfi. Staðan að loknum 6 umferðum: 1.-2. Ivan Sokolov, Bosníu og Smirin, fsrael AVz v. 3.-7. Dautov, Wahls og Júsupov, Þýska- landi og Dizdar og Zelcic, Króatíu 4 v., í hópi næstu manna með þijá og hálfan vinning era þeir Viktor Kortsnoj og Psakhis, ísrael. Voratskákmót Hellis hefst mánudagskvöldið 11. maí kl. 20 og verður fram haldið viku seinna. Umhugsunar- tími er 25 mínútur á skák. Tefldar verða 7 umferðir, 4 umferðir fyrra kvöldið og 3 umferðir það síðara. Teflt í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1 í Mjódd (Hjá Brids- sambandinu). Pennavinir PÓLSKUR frímerkjasafn- ari, sem skrifar á ensku, ósk- ar eftir að skrifast á við ís- lenskan safnara með skipti á íslenskum og pólskum frí- merkjum: Stanislaw Pabian, 58-304 Walbrzych, ul. M. Reja 14 m 2, Polska. VELVAKANDA barst eftirfarandi: „Kæra Bylgjufólk! Við erum útvarpshlustendur í Hafnarfirði og hlustum mjög mikið á Bylgjuna. Þjóðbrautin er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur og við missum helst aldrei af henni. Það er samt eitt sem fer mjög í taugamar á mörg- um og það er hvað karl- mennimir grípa oft frammí fyrir Guðrúnu og leyfa henni ekki að tala. Þeir eru mjög góðir út- varpsmenn en ná þó ekki með tæmar þar sem hún er með hælana. Hún hef- ur ótrúlega góða kímni- gáfu án þess að vera nokkum tímann særandi eða gróf. Strákar mínir, leyfið nú Guðrúnu að njóta sín og þá erað þið komin með einn besta útvarps- þátt sem hefur verið í langan tíma. Kveðja frá Bylgjuaðdá- endum í Hafnarfirði." Kt: 111159-4919. Tapað/fundið Fatnaður tekinn í misgripum á Tunglinu FYRIR u.þ.b. mánuði var fatnaður, rauð kápa, her- mannajakki og tvær peys- ur, tekinn í misgripum á veitingastaðnum Tunglinu. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 3351. Köttur í óskilum SVARTA kisan á myndinni hefur sennilega villst að heiman fyrir a.m.k. tveim- ur mánuðum. Getur verið læða eða geltur fress. Kis- an er með hvítar loppur, hvítan kraga undir hálsin- um og áberandi hvít hár í andlitinu. Það má sjá far eftir ól á háranum kringum hálsinn. Upplýsingar í síma 567 1176 í Birtingakvísl. Bók örlaganna ÁRVÖK hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að bókinni „Bók ör- laganna", Töfrahringir greifans af Cagliostro. Bókin er spádómsbók, gef- in út 1952 af Ingólfsprenti. Þeir sem gætu hjálpað henni era beðnir að hafa samband við hana í síma 462 5399 eða 462 5970. Víkverji skrifar... VIKAN framundan, 10. til 16. maí, geymir sitt hvað í sagna- sjóði eins og aðrar vikur. Fyrst er frá því að segja að 10. dag maímán- aðar árið 1940, fyrir 58 áram, var ísland hemumið. Bresk flotadeild, sem í vora tvö beitiskip og fimm tundurspillar, sigldi inn á Reykjavíkurhöfn. Her var settur á land og dreifði sér um miðbæinn, braut upp landsímastöð- ina og tók þýzka ræðismanninn höndum. í hönd fór sá kapítuli ís- landssögu, sem stundum er kallaður „ástandsárin". Mikill ,;stríðsgróði“ hlóðst upp í höndum Islendinga, en fljóttekinn fengur skjótt burt gengur. Árið 1947 var hann uppurinn, en þá komu Faxaflóasíldin og Marshall- hjálpin! xxx ELLEFTA dag maímánaðar árið 1955 fékk Kópavogur, helzti vaxtarbroddur höfuðborgarsvæðis- ins í dag, kaupstaðarréttindi. Kópa- vogur hefur vaxið svo hratt á líðandi kjörtímabili að Reykjavík hefur „misst glæpinn“, ef svo má að orði komast, sem sterkasta aðdráttaraflið á landsbyggðarfólk. Reyndar hefur Kópavogur einnig tekið sinn toll úr öðram byggðum höfuðborgarsvæðis- ins, Reykjavík ekki undanskilin. 11. maí er og fæðingardagur eins mesta fagurkera íslenzkrar högg- myndalistar, Einars Jónssonar (f. 1874, d. 1954). XXX TVEIR forsetar íslenzka lýðveld- isins fæddust þessa daga: Ás- geir Ásgeirsson 13. maí 1894 (d. 1972) og Ólafur Ragnar Grímsson 14. maí 1943. ^ Landhelgi íslands var færð út 4 mílur, sem var fyrsta skrefið að 200 mflna útfærslunni, 15. maí 1952. All- ar útfærslur landhelginnar vora byggðar á landgrannslögunum frá 1948, sem sett voru í tíð rfldsstjóm- ar Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Þennan dag fæddist og góðskáld- ið Grímur Thomsen árið 1820 (d. 1896), sem enn skipar veglegan sess meðal þeirra er ljóðlist unna. xxx Ssveitastjómarkosningar era í hlaðvarpa. Frambjóðendur fara mikinn. Kjósendumir, sem ráða pólitískum örlögum á kjördegi, halda þó flestir ró sinni. Óróinn er einkum í fjölmiðlum, sem gera sér mat eða eigum við heldur að segja söluvöra úr fyrirbærinu. Skoðanakannanir era helzta sölu- vara fjölmiðla á kosningamarkaðin- um. Hringt er út og suður og spurt hvem eða hvað viðmælandinn myndi kjósa, ef kosið yrði í dag eða á morgun. (Var nokkur að tala um leynilegar kosningar? Eða nafn- tengdar upplýsingar?) Svörin era síðan matreidd samkvæmt þar til gerðum uppskriftum og seld þeim sem svöraðu - sem og öðram. Stundum era þessar skoðana- kannanir faglega unnar, stundum ekki, en oftast forvitnilegai-. Það breytir því á hinn bóginn ekki að eina skoðanakönnunin, sem skiptir máli, er sú sem talin er upp úr kjör- kössunum að kveldi kosningadags. xxx STEFNA er nafn á skoðanahópi yzt til vinstri í Alþýðubandalagi eða íslenzkum stjómmálum, ef Vík- verji skilur málið rétt; hópi, sem ekki vill deila einni pólitískri sæng með Alþýðuflokki og svokölluðu fé- lagshyggjufólki. Ögmundur Jónas- son BSRB-foringi fer fyrir þessum hópi, sem mun andvígur því að ís- lenzk stjómmál þróist tfl tveggja flokka kerfis. Víkverji gerir því ekki skóna að R-lista-reynslan í Reykjavík komi hér við sögu. Hann horfir á hinn bóginn til þess að allar götur síðan Kommúnistaflokkur íslands klauf sig út úr Alþýðuflokknum árið 1930, eða langleiðina í 70 ár, hafa vinstri- menn skrifað og talað sleitulaust um sameiningu - en samt sem áður haldið áfram að klofna í æ fleiri hópa. Stefnuhópurinn bendir enn til þess að þeim var ekki skapað nema skUja!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.