Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ENDURREISA BER STOFN ÞIN GVALL AURRIÐ AN S LöGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktun af þingmönnunum Óssuri Skarphéðinssyni, Guðna Ágústssyni og Ama M. Mathiesen um að endurreisa stofna Þing- - vallaurriðans. Þingsályktunin felur í sér að efla og vemda hinn sérís- lenska ísaldarstofn Þingvallaurrið- ans. Loksins hafa augu manna opnast fyrir því að Þingvallaurriðinn er í útrýmingarhættu verði ekkert að gert til að byggja stofninn upp og þar með eitt af séreinkennum Þingvallasvæðisins. Þingvallavatn verður aldrei samt fyrr en búið er að endurreisa því sem næst í fyrri stofnstærð þennan séríslenska urriðastofn, sem synti fyrrum jafnvel í torfum með strandlengju Þingvallavatns og þar inn á milU feiknstórir og silfur- bjartir urriðar. Ekki er lengur þráttað um þá staðreynd að í Þingvallavatni var mikið magn af stórarriða og jafn- framt talið fulivíst að urriðastofn- inn hafi haldið uppi vissu jafnvægi á murtustofni vatnsins. Sérstæð hegðun murtunnar er talin hafa markast af þessari miklu urriðagengd, það er með torfu- myndun, til að verjast þessum öfl- uga og útsjónarsama miðherja vatnsins, sem sótti stærstan hluta fæðu sinnar í murtustofninn. Ekki er til staðar óyggjandi svar við hrani á murtustofni Þingvalla- vatns árið 1986, þrátt fyrir að bent hafi verið á að hugsanlega hafi stofninn verið orðinn of stór og fæðu því skort. Jafhframt hefur verið bent á ýmsa aðra þætti sem gætu hafa raskað aðalfæðustofni murtunnar og jafnvel öðra lífríki vatnsins. Öll breyting í vötnum getur haft alvar- legar afleiðingar á lífríki vatna og oft þarf ekki mikið til eftir því sem vísindamenn segja. Alkunnugt er með hinar miklu yfirborðssveiflur í Þingvallavatni nú til síðustu ára sem og breytt framrennsli. Jafnframt koma ýms- ir aðrir þættir þar einnig til greina eins og fyrr er getið. Þegar Steingrímsstöð var byggð var sá skilningur og þekking, sem nú er almenn, ekki til staðar, það er varðandi ýmsa þætti er varða lífríki og náttúravemd. Staðkunnugir menn, til dæmis hinir miklu fræði- og veiðimenn í Kaldárhöfða og fleiri bændur við vatnið, bentu á, þegar verið var að undirbúa byggingu Steingríms- stöðvar og stíflugarðinn við Efra- Sog, að slík fi-amkvæmd hefði í för með sér eyðileggingu á aðalhrygn- ingarstöð Þingvallaurriðans. Þessir framsýnu bændur fengu ekki áheym sem skyldi og því fór þessi sérstæði veiðistaður við Efra- Sog sem og hrygningarstöð undir steinsteypu og annað jarðrask, sem framkvæmdunum fylgdi. Það færðist því mikill dapurleiki yfir þá félaga sem þá vissu að aðal- hrygningarslóð stórurriðans var þar með eyðilögð og jafnframt dag- ar Þingvallaurriðans, sem hélt sig við Efra-Sog og víðar, yrði ekkert að gert til að spoma við þessari miklu röskun. Framkvæmdaaðilar viriguninnar hafa sjálfsagt ályktað ■ sem svo að Þingvallavatn væri stórt og því næg svæði fyrir urriðann sem og aðrar hrygningarstöðvar til staðar í vatninu og því þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessari fram- kvæmd. Að vísu er mér kunnugt um nokkra aðra staði í Þingvallavatni, þar sem urriði hrygndi fyrrum og þá einna helst á grunnsævi. Þingvallasvæðið verður aldrei samt, segir Omar G. Jónsson, fyrr en búið er að endur- reisa hinn séríslenska stórurriðastofn, sem vatnið geymdi. Við miklar yfirborðssveiflur í vatninu til margra ára fóra þessar hrygningarstöðvar því sem næst á þurrt ár eftir ár og þar með sú von að þar héldust við staðbundnir ur- riðastofnar. Hefðu þessar yfirborðssveiflur ekki verið í vatninu má ætla að staðbundnu stofnamir hefðu haldið velli, a.m.k. þeir stofn- ar sem ekki áttu líf sitt undir afkomu í ánum umhverfis vatnið. Með tilkomu stórs stofns minks á Þingvalla- svæðinu hafa hrygn- ingarstöðvar í ánum einnig brostið, þar sem minkurinn hefur drep- ið og étið upp að mestu þá seiðastofna. Samhliða nefndum yfirborðssveiflum í vatninu fóra bleikju- stofnar vatnsins ört þverrandi. Því er augljóst að þetta mikla hran á fiskstofnum Þingvallavatns hefur einnig haft mikil áhrif á afkomu bænda við vatnið samhliða hrani á mörkuðum t.d. varðandi murtu, sem búið var að afla með miklum tilkostn- aði til margra ára. Hvað er þá tö ráða tö að endurvekja hinn séríslenska stórarriða- stofn sem og annað jafnvægi á lífríki Þing- vaöavatns? Ég tel að fyrir það fyrsta þurfi að spoma við því með öllum ráðum að miklar yfirborðssveiflur eigi sér stað í vatninu, nú þegar lífríki vatnsins virðist vera að ná sér aftur á strik, sem ég tel vera vegna þess að á síðustu áram hefur yf- irborði vatnsins verið haldið mun stöðugra en áður var. Því ber ég veralegan ugg til þess þegar farið verður að keyra Sogsvirkjanir aft- AXEL Jónsson, einn þekktasti urriðaveiðimaðurinn við Þingvallavatn. TVEIR 14 og 16 punda Þingvallaurriðar sem Axel veiddi síðla hausts á djúpmiðum. Ómar G. Jónsson ur með fullum afköstum eftir gagn- gerar endurbætur á sl. tveimur ár- um. Það má vera að þessar áhyggjur mínar séu ástæðulausar, að ný tækni og meiri kunnátta komi í veg fyrir að miklar yfirborðssveiflur geti átt sér stað í Þingvallavatni og Soginu á komandi áram. Jafnframt þarf að hafa sérstakar gætur á öllu framrennsli í vatnið, sem þangað á greiða leið gegnum gljúpt hraun og jarðveg sem um- lykur það að stóram hluta. Eins og fyrr er getið er hin minnsta breyting sögð geta haft skaðleg áhrif og jafnvel eyðilagt líf- ríki vatna, þótt stór séu. Eigi að vernda Þingvallasvæðið fyrir frek- ari röskun en orðið er þarf jafn- framt að hafa gætur á stóraukinni umferð um það, sem og varðandi framkvæmdir og að svæðið verði betur búið undir þá umferð, sem það er talið þola í reynd. Svæði sem þetta er takmörkunum háð, eigi það að haldast í núverandi mynd eða í betra ástandi. Þingvaöasvæðið verði búið undir að sem flestir geti notið þess án aukins átroðnings, t.d. með því að lagt verði bundið sötlag á veginn umhverfis vatnið með útsýnisstæð- um, þar sem yfirsýn er góð. Skoðun mín er sú að endurvekja megi á löngum tíma staðbundna stofna Þingvaöaurriðans með stöðugra yfirborði í vatninu. Jafnframt þarf að vemda með öllum ráðum þær hrygningarstöðv- ar sem til staðar era á grannsævi, svo framarlega sem riðmöl og aðr- ar aðstæður hafa ekki raskast við ísa- og öldurót, þegar hvað lægst var í vatninu. Hugsanlega má gera breytingar á stíflunni við Efra-Sog og hleypa vatni um gljúfrið og lagfæra botn- inn fyrir ofan stífluna með tilliti til hrygningarsvæðis og endurvekja þannig hluta af hinni fomu aðal- hrygningarstöð Þingvaöaurriðans. Að mörgu þarf að gæta í þessu sambandi, t.d. varðandi botnlokur á stíflunni o.fl. Jafnframt þarf að vemda urriða- stofninn í fyrstu fyrir of mikilö ásókn, komist stofninn aftur á skrið. Leggja þarf áherslu á að veiða árvíst mink á svæðinu, sem er mjög skæður að éta upp seiði í ánum og er jafnframt mikill skað- valdur öllu fiiglaöfi við Þingvalla- vatn og reyndar á Þingvallasvæð- inu öllu. Gæta þarf að öllu framrennsö í vatnið og bæta úr þar sem þess er þörf. Kanna þarf hvort hægt sé að koma upp ötlum klakstöðvum við vatnið og koma þannig staðbundn- um urriðastofnum af stað og laga þá að sínu heimasvæði og hrygn- ingarslóð. Vísi að klaki var komið á legg um 1990 og fyrr, en þrátt fyrir mis- jafnar skoðanir manna varðandi þann þátt vora þau seiði sem sleppt var í vatnið vorið 1992 ein- göngu úr Þingvadaurriða og til- raunin gerð undir ströngu eftiröti fískifræðinga. Hvort sú aðferð sem þá var við- höfð hentar eða er æskdeg skal ég ekki dæma um, en ég tel þó heppi- legra að farið verði út í klak og eldi á urriðaseiðum úr Þingvaöaurriða, og það verði gert við vatnið og með mikidi aðgæslu. Það virðist ekki þurfa miklar framkvæmdir tö varðandi klak og eldi urriðaseiða, eftir að hafa lesið og heyrt um aðferð og góðan ár- angur Þingvallaklerks varðandi það fyrr á öldum. Yfirmenn Lands- virkjunar gáfu góð orð á fundi sem ég sat fyrir nokkram áram að stuðla að endurreisn Þingvallaur- riðans og vænti ég þess að sá vilji sé enn tö staðar. Þras og þrætur um þann skaða sem orðinn er þarf að leggja til hliðar. Heldur skal viðurkenna staðreyndir og úr að bæta eftir því sem hægt er, því til mikils er að vinna. Eins og ég hef áður getið hafa bændur við Þingvadavatn orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.