Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, ÁGÚST VILHELM ODDSSON frá Akranesi, Sjávargrund 9b, Garðabæ, sem lést fimmtudaginn 30. apríl sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 12. maí kl. 13.30. Elín G. Magnúsdóttir, Friðmey Jónsdóttir, Erla E. Oddsdóttir, Ólafur Oddsson, Anna M. Elíasdóttir, Ragnar S. Magnússon, Svanhvít Magnúsdóttir, Jón Egilsson. Ragnar E. Ágústsson, Sveinn H. Jónsson, Guðlaug P. Wium, Kristján E. Halldórsson, t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUÐMUNDUR S. JÓNSSON fyrrverandi skipstjóri, Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi, sem lést sunnudaginn 3. maí, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 15.00. Ágúst Guðmundsson, Stefán Á. Guðmundsson, Pálína J. Guðmundsdóttir, Halldór R. Guðmundsson, Hafsteinn Guðmundsson, Marta Jónsdóttir, Guðrún Steinsdóttir, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Ómar Einarsson, Hólmfríður Marinósdóttir, Sigurþór Júníusson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Hólmgarði 1, er lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 23. apríl sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Einar Árnason, Ingibjörg Einarsdóttir, Sigurður L. Einarsson Anna María Einarsdóttir, Árni Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gústaf Guðmundsson, Ragnhildur Nordgulen, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÖGMUNDUR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi yfirtollvörður, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 2. maí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morg- un, mánudaginn 11. maí, kl. 13.30. Fyrir hönd barna okkar og barnabarna, Pálmar Ögmundsson, Anna Margrét Ögmundsdóttfr, Ágúst Ögmundsson, Jóhann Gunnar Ögmundsson, Lárus Ögmundsson, Sverrir Ögmundsson, Þórunn Blöndal, Ófeigur Geirmundsson, Elínborg Kristjánsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Ásbjörg Magnúsdóttir. t Ástkær bróðir okkar, MAGNÚS BJÖRNSSON, Hrafnistu Reykjavík, áður Sporðagrunni 7, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Pökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Þurfður Björnsdóttir, Jóna Björg Bjömsdóttir. + Ögmundur Jó- hann Guðmunds- son var fæddur á Blönduósi 28. maí 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- fírði 2. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur K. Ögmundsson frá Þór- arinsstöðum í Hruna- mannahreppi, bú- fræðingur og síðar málara- og gips- steypumeistari í Reykjavík, f. 29. júlí 1888, d. 20. maí 1952, og eiginkona hans Margrét Hinriksdóttur, húsfreyja og verslunareigandi, f. 6. október 1892, d. 18. mars 1963. Foreldrar Guðmundar voru Ögmundur Sveinbjörnsson, bóndi á Þórarins- stöðum, f. 22. desember 1862, d. 18. mars 1955, og kona hans Jó- hanna Guðmundsdóttir, f. 19. nóvember 1863, d. 7. október 1943. Foreldrar Margrétar voru Hinrik Magnússon, bóndi á Orra- stöðum í Torfalækjarhreppi og síðar á Tindum á Ásum í A-Hún., f. 13. apríl 1851, d. í nóv. 1929, og Solveig Eysteinsdóttir, húsfreyja, f. 14. mars 1862, d. 1. janúar 1913. Ögmundur ólst upp í for- eldrahúsum í Reykja- vík ásamt yngri bræðr- um sínum þeim Hin- riki, f. 22. mars 1918, og Geir, f. 28. júní 1921. Hinn 23. maí 1942 kvæntist Ögmundur Halldóru Pálmarsdótt- ur, f. 17. september 1920, d. 8. febrúar 1992. Foreldrar henn- ar voru hjónin Pálmar Sigurðsson, rafvirki í Reykjavík, f. 7. aprfl 1895, d. 18. mai 1978, og Anna Helgadóttir húsfreyja, f. 11. sept. 1898, d. 11. október 1969. Börn Ög- mundar og Halldóm eru 1) Pálmar Ögmundsson f. 17. júlí 1943, maki Þórunn Blöndal. Dætur þeirra eiu þijár, Bryndís, Hjördís og Hall- dóra. 2) Ánna Margrét, f. 20. júní 1944, maki Ófeigur Geirmundsson, og eiga þau fimm börn, þau Þóri, Jóhann, Hauk, Fanneyju og Önnu Dóru. 3) Ágúst, f. 23. aprfl 1943, maki Elínborg Kristjánsdóttir. Þau eiga þijú börn, þau Kristján, Trausta og Sólveigu. 4) Jóhann Gunnar, f. 2. mars 1950, maki Ingi- björg Jónsdóttir, og eiga þau tvær dætur, þær Guðrúnu og Huldu Björk. 5) Lárus, f. 11. september 1951, maki Hildigunnur Sigurðar- dóttir. Þeirra börn eru þijú, þau Lilja Karítas, Dóra María og Sig- urður Egill. 6) Sverrir, 30. októ- ber 1955, maki Ásbjörg Magnús- dóttir. Börn þeirra eru þijú, Jóna Karen, Ögmundur og Einar Val- ur. Barnabarnabörn Ögmundar og Halldóru eru m'u talsins. Ögmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937. Hann hóf störf sem toll- vörður í Reykjavík 1940. Á árinu 1944 var Ögmundur skipaður varðstjóri í vöruskoðunardeild tollgæslunnar og síðar yfirtoll- vörður og deildarstjóri þeirrar deildar. Því starfi gegndi hann allt fram til ársins 1976 er hann hóf störf í tolladeild fjármála- ráðuneytisins. Þar starfaði hann sem sérfræðingur á sviði toll- skrár allt fram til 1988. Jafnframt störfum sfnum fyrir fjármála- ráðuneytið vann hann við tollend- urskoðun hjá Rikisendurskoðun. Frá 1988 til 1990 vann hann að sérverkefnum hjá Ríkistollstjóra- embættinu. Ögmundur lagði m.a. stund á sundknattleik á yngri ár- um og tók um árabil virkan þátt í störfum sunddeildar Glímufélags- ins Ármanns. Hann var gerður að heiðursfélaga f Armanni fyrir störf í þágu félagsins. Þá tók Ög- mundur virkan þátt í starfi Odd- fellowreglunnar í Reykjavfk. Utför Ögmundar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 11. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. OGMUNDUR GUÐMUNDSSON Með þessum orðum langar okkur að kveðja elskulegan afa okkar. Nú þegar við kveðjum hann afa þá streyma fram í hugann allar yndis- legu minningarnar um þennan ljúfa og skemmtilega mann. Hann var ein- stakur persónuleiki, svo virðulegur, hlýr, góður og alveg einstaklega glettinn. Það var alltaf notalegt að koma í Lálandið til ömmu og afa og eru þær ófáar minningarnar þaðan bæði frá barnæsku sem og frá ung- lingsárum. Þar var yfirleitt margt um manninn, enda Lálandið vinsæll viðkomustaður hjá fjölskyldunni hvort sem verið var að koma frá vinnu eða úr skóla. Þegar við höfðum spjallað við ömmu í eldhúsinu og gætt okkur á brúnköku og mjólk fór- um við inn til afa þar sem hann sat við sitt virðulega skrifborð og las blaðið. Afi hafði gaman af að segja frá og þær voru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur barnabömunum. Hann hafði einnig mjög gaman af vísum, það virtist vera sama hvað bar á góma, hann hafði alltaf vísu á reiðum höndum, sem kom okkur til að hlæja. Á tímamótum sem þessum streyma margar minningar fram í hugann og sú sem kemur hvað oftast upp er sú þegar afi tók okkur í fang- ið og spurði: „Hver er sætasti afinn í heimi?“ Af þessu fékk hann viður- nefnið afi sæti hjá okkur bamaböm- unum og bar hann það nafn með sóma. Fyrir u.þ.b. fjóram árum greind- Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 »1*101*101*10 2 | 3 | 3 I 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið til kl. 10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 3 | 5 1 3 0101*101*1010 ist hann með Alzheimer og fluttist hann þá á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann hefur fengið þá að- hlynningu og hlýju sem hann þarfn- aðist. Þrátt fyrir það hefur þessi erf- iði sjúkdómur tekið mikið á og þá sérstaklega síðasta árið og er því hvfldin honum kærkomin. Það er því huggun harmi gegn að vita það að amma Dóra tekur vel á móti honum og hafa þau nú sameinast á ný á Guðs vegum. Elsku afi, við þökkum þér fyrir yndislegar samverustundir og ógleymanlegar minningar sem við munum ávallt varðveita í hjörtum okkar. Megi Guð gefa okkur öllum styrk í sorginni. Sýn mér sólarfaðir, sjónir hærri en þessar málið mitt, er síðast miklar þig og blessar. Sýn mér sætt í anda sælavinimína, blessun minna bama burtför mína krýna. (M. Joch.) Guðrún Hjaltalín Jóhannsdóttir, Ilulda Björk Jóhannsdóttir. Að morgni 2. maí lauk löngum vetri í lífi tengdafóður míns, Ög- mundar Guðmundssonar. Þótt Ög- mundur væri lengstum sólarmegin í lífinu vom síðustu árin honum erfið og líka okkur sem fylgdumst með því hvernig hann hvarf smám saman inn í þögult myrkur gleymskunnar. Mál- ið, sem áður hafði verið hans auð- sveipur þjónn, var honum löngu horfið og undir það síðasta gladdist fólkið hans við minnsta lífsmark; þétt handtak, veikt bros og óræð hljóð gátu orðið því þó nokkur ham- ingjuauki. Ogmundur var þægilegur maður í umgengni, ljúfur, glaður í bragði og gamansamur. Einn eftirminnilegasti þátturinn í fari hans var stríðnin; ekkert gerði hann eins hamingju- saman og vel heppnaður prakkara- skapur. Sérstaklega þótti honum gaman að stríða hvumpnum og auð- trúa tengdadætrum sem létu alltaf plata sig upp úr skónum og hrukku í kút af minnsta tilefni, til dæmis þeg- ar skyndilega birtust kafloðnar kóngulær eða önnur kvikindi sem hann hafði sankað að sér. Allt var þetta græskulaust af hans hálfu og þótt það fyki í mann eitt andartak þá var hann fljótur að ná því úr manni aftur. Elsta tengdadóttirin lærði auðvitað á hann með tímanum en þá tóku bara nýjar við - þær urðu fjórar á eftir mér - og þar á eftir nýjar kyn- slóðir, alltaf mátti finna einhverjar auðtrúa sálir. Nú em um 38 ár síðan ég kom með Palla inn á heimili foreldra hans, 15 ára gömul stelpurófa. Þá bjuggu Ögmundur og Dóra á efri hæðinni í Stangarholti 2 með bömin sex og Tóta og Geiri á neðri hæðinni með sín fimm. Það sem ég man best er endalaus straumur af fólki, smáu og stóm, skólatöskur og úlpur í haug í forstofunni og atgangur við matar- borðið. Núna velti ég fyrir mér af hverju mér þótti svona gott að koma í þetta fjölmenni, þar sem óþolandi yngri bræður gerðu okkur kærustuparinu lífið leitt. Sennilega hefur þar ráðið mestu alúðlegt við- mót húsráðenda og þægilegt and- rúmsloft á heimilinu, það hlutu allir að finna sem þangað komu. Þetta andrúmsloft tókst þeim hjónum að flytja með sér á Háaleitisbrautina og að lokum í Lálandið þar sem heimili þeirra stóð síðustu árin. Eftir að Dóra dó 1992, rétt fyrir 50 ára hjúskaparafmælið þeirra, fór vemlega að halla undan fæti hjá Ögmundi. Þá var enginn til að hjálpa upp á þegar minnið brást honum og vísa veginn þegar hann varð smám saman ólæs á nánasta umhverfi. Síðustu árin naut Ög- mundur ágætrar aðhlynningar á Hrafnistu í Hafnarfirði og einstakr- ar umhyggju barnanna sinna, sem viku ekki frá honum fyrr en yfir lauk. Það var gaman að sjá hvað yngsta fólkið, barnabörnin hans og bamabarnabörnin, lét sér annt um hann alveg til enda. Það segir sína sögu um manninn sjálfan; Ögmund- ur tengdafaðir minn var einn af þeim lukkunnar pamfflum sem upp- skera eins og þeir sá. Ögmundur verður jarðsunginn mánudaginn 11. maí, á lokadaginn, en áður fyrr var vertíðarhlutur sjó- manna gerður upp þann dag og að- komumenn bjuggust tfl heimferðar. Það verður stór hópur sem kveður Ögmund á hans lokadegi og ekki er hægt að segja annað en hann hafi verið heppinn með pláss og að hlutur hans hafi verið góður. Ég kveð kæran tengdafóður með þakklæti fyrir samfylgdina. Þórunn Blöndal. Nú er vinur minn, hann Mundi, dáinn. Það kom engum á óvart, en óskaplega varð ég nú samt sorg- mædd þegar mamma sagði mér frá því. Hann hafði verið veikur um nokkurra ára bil, en ég á mér mynd af Munda í huga mér eins og hann alltaf var, glaður og með einhverja létta gamansögu á vörum. Mundi var eiginmaður Dóra föð- ursystur minnar og á okkur var nærri 40 ára aldursmunur en aldrei virtist það skipta nokkru einasta máli, hann kom eins fram við alla, unga jafnt sem gamla. Fátt er eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.