Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.06.1999, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ 46 ára kona frá Taívan beið bana í 8. banaslysinu sem verður í Bláa Ióninu Skipulag öryggis- mála gagnrýnt FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart HARALDUR Sveinsson, stjómarformaður Árvakurs, útgáfiifélags Morgunblaðsins, tekur við umhverfisverð- launum Reykjavíkurborgar úr hendi Helga Péturssonar, varaforseta borgarstjómar og formanns heilbrigðis- og umhverfísnefndar Reykjavfkur. I forgrunni er verðlaunagripurinn, Eldurinn eftir listamanninn Huldu Hákon. Morgunblaðið hlýtur umhverfisverðlaun Reykj avíkurborgar 46 ARA gömul kona frá Taívan beið bana í slysi í Bláa lóninu á sunnu- dag. Þetta er áttunda banaslysið í lóninu frá 1984. Norskur atvinnu- kafari, sem var staddur í lóninu þegar slysið bar að höndum, hefur skrifað lögreglunni í Grindavík bréf þar sem hann fer hörðum orðum um skipulag öryggismála og björg- unaraðgerða í lóninu. Hann segist vilja leggja fram opinbera kæru gegn fyrirtækinu sem rekur Bláa lónið fyrir það hvernig skipulagi björgunarmála er háttað og segir ábyrgðarleysi að loka ekki staðnum eins og ástandið er. Að sögn Johns Hills, lögreglu- fulltrúa rannsóknadeildar lögregl- unnar í Keflavík, sem annast rann- sókn málsins, barst lögreglunni í Grindavík tilkynning um slysið klukkan 17.45 í gær. Þá voru liðnar um það bil 10 mínútur frá því kon- unnar var saknað og leit hófst. Hún fannst svo klukkan 18.10 og var þá látin í vík um það bil 20 metra frá landi þar sem dýpi er um það bil 1,60 metrar. Konan var hér með hópi ferða- manna frá Taívan og var hópurinn nýkominn ofan í lónið þegar slysið varð. Að sögn Johns Hills er ekki vitað hvað kom fyrir konuna eða hver dánarorsök hennar var. Hann vildi ekki upplýsa um nafn konunn- ar í gær. Grímur Sæmundsen, stjómarfor- maður Bláa lónsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að konan hefði verið talsvert utan öryggis- línu þegar hún fannst. Slíkar línur væru greinilegar í Bláa lóninu og baðgestir ættu að halda sig innan þeirra. Hann sagði margs konar ör- yggisviðbúnað viðhafðan og þegar einhvers væri saknað færi ákveðið ferli í gang. Grímur sagði orsök dauðsfallsins í fyrradag ekki ljósa. Morgunblaðinu barst í gær afrit af bréfí frá Robin Kirkhus, norsk- um manni sem segist starfa sem kafari og hafa verið gestur í lóninu þegar slysið varð í gær. Bréfið sendi hann lögreglunni í Grindavík á sunnudag. Lífgunartilraunir ekki reyndar Robin Kirkhus fer hörðum orð- um um skipulag öryggismála og björgunaraðgerða á staðnum. „Eg tel að björgunaraðgerðimar hafi verið ófullnægjandi í mikilvægum atriðum. Ef öðmvísi hefði verið staðið að verki hefði verið hægt að finna líkið mun fyrr sem hefði jafn- vel getað leitt til þess að lífgunartil- raunir hefðu getað borið árangur. En þegar líkið fannst reyndi björg- unarlið ekki einu sinni lífgunartil- raunir," segir í bréfinu. „Eftir þvi sem mér skildist var ekki til fullnægjandi björgunarbún- aður, ekki súrefnisgeymir, enginn almennilegur skyndihjálparbúnað- ur var til staðar, báturinn var ekki notaður, hátalarar vom ekki notað- ir, það var engum einum falin stjóm á vettvangi og það var ekk- ert gert til þess að gera gestum við- vart, koma þeim úr vatninu og láta þá taka þátt í björgunarnaðgerð- um,“ segir ennfremur. Opinber kæra vegna skipulags öryggismála „Ég vil hér með leggja fram op- inbera kæm gegn fyrirtækinu sem rekur Bláa lónið fyrir kæmleysis- legt skipulag öryggismála,“ segir Robin Kirkhus. „Með tilliti til þess hve tíminn skiptir miklu máli í til- viki eins og þessu tel ég ekki útilok- að að útkoman hefði getað orðið önnur ef viðkomandi hefði fundist fljótlega og skyndihjálp hefði verið beitt. Að þessu leyti hljóta að hafa orðið önnur dauðaslys. Slys sem, að því er ég best fæ séð, hafa ekki haft sjáanleg áhrif á skipulagningu ör- yggismála og björgunaraðgerða.“ „Eins og ástandið er nú er það í hæsta máta óábyrgt að loka ekki þessum stað,“ segir í lok bréfsins sem Robin Kirkhus segist vonast til að verði sent ferðaskrifstofunni sem á óbeinna hagsmuna að gæta og fjölskyldu hinnar látnu. Áttunda banaslysið frá 1984 Sigurður Ágústsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn lögreglunnar í Gr- indavík, sagði að það væri mat lög- reglumanna í Grindavík, sem fóm á staðinn, að fólk í Bláa lóninu hefði staðið ágætlega að björgunarað- gerðum en hann sagði að slysið væri til rannsóknar hjá rannsókna- deild lögreglunnar í Keflavík og er- indi norska kafarans væri til athug- unar um frekari meðferð hjá sýslu- manninum í Keflavík sem er lög- reglustjóri í Grindavík. Ekki náðist í gær samband við Ásgeir Eiríks- son, löglærðan fulltrúa sýslumanns, sem sinnir daglegri lögreglustjóm í umdæminu. Sigurður sagði að þetta væri átt- unda banaslysið í Bláa lóninu frá því það var tekið í notkun árið 1984. Fólk hefur beðið bana í lóninu í slysum árin 1984, 1985, 1986, 1989, 1990, 1994, 1997 og nú. Sigurður sagðist hafa heyrt að baðgestir væm nú um 170-200.000 á ári. MORGUNBLAÐIÐ hlaut um- hverfisverðlaun Reykjavíkur- borgar í ár og voru þau afhent við athöfn í Höfða sl. laugardag, á alþjóðlega umhverfisdeginum. Helgi Pétursson, varaforseti borgarstjórnar og formaður heil- brigðis- og umhverfisnefndar Reykjavíkur, afhenti verðlaunin. í ræðu sagði hann að sérstakar vinnureglur hefðu verið settar við mat á fyrirtækjum og stofn- unum sem til álita þættu koma tU að hljóta verðlaunin. Sagði Helgi að í því skyni yrðu fyrirtækin eða stofnanimar að skara fram úr á einu eða fleiri eftirtalinna sviða: umhverfis- sljórnunar, hreinnar framleiðslu- tækni, lágmörkunar úrgangs, mengunarvama, vömþróunar, framlögum til umhverfismála eða vinnuumhverfis. Mörg fyrirtæki vinna markvisst að bættu umhverfi „Nokkur fyrirtæki og stofnan- ir komu til greina og það er ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki vinna markvisst að því að bæta umgengni sína við um- hverfið og veija til þess miklum tíma og fjármunum," sagði Helgi. Hann sagði Morgunblaðið hafa uppfyllt framangreind skilyrði fyrir verðlaununum og gott bet- ur. Auk viðurkenningarskjals vora verðlaunin Iistaverkið Eld- urinn eftir Iistamanninn Huldu Hákon. Þegar Haraldur Sveinsson, sfjómarformaður Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, tók við verðlaununum og þakkaði fyrir hönd Morgunblaðsins sagði hann að af hálfu blaðsins yrði áfram haldið á þeirri braut um- hverfismála sem það hefði mark- að sér. Hét hann þvf að blaðið myndi áfram beita sér í því að bæta umhverfið og sagði að von- andi stæði það sig í þeim efnum. I fréttatilkynningu frá skrif- stofu borgarstjóra um verð- launaveitinguna, segir m.a.: „Verðlaunahafínn hefur unnið markvisst að umhverfismálum sínum undanfarin ár, bæði inn á við gagnvart ýmissi mengandi starfsemi, sem fylgir útgáfu stórs dagblaðs og gagnvart að- stöðu starfsmanna sinna, auk þess sem umhverfi og útlit Morg- unblaðshússins hefur verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið setti sér umhverfísstefnu á árinu 1996 og setti sér í henni markmið, sem ætlað var að ná með tiltekn- um tímamörkum. Þeim mark- miðum hefur að mestu verið náð og öll hafa staðist tímaáætlun. Þá hefur fyrirtækið lengi verið með ákveðna umhverfisstefnu sem miðar að því, að flokka allan úrgang og farga honum eða end- urvinna á viðeigandi hátt. Fyrir- tækið hefur tekið upp nýjungar í framleiðslutækni, sem draga veralega úr mengun og hefur búið starfsmönnum sínum fram- úrskarandi aðbúað til starfa. Fyrirtækið er með umhverfisráð starfandi, sem sett er saman af lykilmönnum við stjórnun þess. Þá hefur fyrirtækið lagt metnað í að gera starfsmenn sína með- vitaða um umhverfisstefnu sína og stuðlað að faglegri umræðu um umhverfismál í Morgunblað- inu.“ Morgunblaðið/Kristinn MILLI 15 og 20 manns vinna við nýbyggingu Ármannsfells í Austur- stræti en botnplata hússins var steypt í gær. Breytingar á reglugerð um hreindýraveiðar Stóraukinn kvóti Botnplat- an steypt BOTNPLATA í nýbyggingu við Austurstræti í Reykjavík var steypt í gær en það er Ármannsfell sem reisir þar hús á gömlu ísafoldarlóð- inni. Húsið verður fjórar hæðir auk kjallara og þakhæðar og er áætlað að það verði fullgert næsta vor. Olafur Hauksson, verkefnastjóri hjá Armannsfelli, segir fram- kvæmdir hafa gengið vel þrátt fyrir þrengsli í miðborginni, enda hafi borgaryfirvöld reynt að greiða götu þeirra. Fleiri framkvæmdir standa yfir á nálægum lóðum, svo sem lag- færing á Dómkirkjunni og Kirkju- torgi og bygging þjónustuskála fyr- ir Alþingi. Segir Ólafur verktaka því hafa getað fylgst nokkuð að og nýtt sér sameiginlega lokun gatna á svæðinu. í nýja húsinu er gert ráð fyrir veitingastað á neðstu hæð en síðan verslunum og skrifstofum og verður það leigt ýmsum aðilum. Grunnflöt- ur er 530 fermetrar og sagði Ólafur steypuframkvæmdir hafa gengið vel í gær en botnplatan er sérstak- lega þykk og styrkt þar sem hún stendur lægra en sjávarmál eins og á við um hús á þessum slóðum. í NÝRRI reglugerð um hreindýra- veiðar, sem gert er ráð fyrir að um- hverfisráðherra skrifi undir á næst- unni, verður heimildum til veiða fjölgað úr 297 í 404 leyfi sem er rúmlega 36% aukning á kvótanum. Hvert leyfi gildir fyrir eitt dýr og nær aukningin til tarfa og kúa en ekki kálfa. Að sögn Hákonar Hans- sonar, héraðsdýralæknis á Breið- dalsvík, sem jafnframt er formaður hreindýraráðs, hefur eftirspurn eftir veiðileyfum farið nokkuð vaxandi undanfarin ár. Á þessu ári verður tekið í notkun nýtt fyrirkomulag varðandi sölu veiðileyfa og hefur hreindýraráð nú í fyrsta skipti auglýst veiðileyfin til sölu. Þeir sem hafa hug á að kaupa veiðileyfi verða að senda umsókn til ráðsins fyrir 25. júní og fær hver veiðimaður aðeins eitt leyfi sem gild- ir til að fella eitt dýr. Ef eftirspum verður umfram fjölda leyfa verður dregið úr innsendum umsóknum. Ef leyfin seljast hins vegar ekki öll kemur tO greina fyrir veiðimenn að fá keypt 2 leyfi. Fram til þessa hefur starfsmaður hreindýraráðs séð um úthlutun leyfanna heima hjá sér og að sögn Hákonar Hanssonar hafa menn verið sammála um að slíkt fyr- irkomulag sé ekki æskilegt, þó að ekki hafi verið óánægja með úthlut- un veiðileyfa hingað til. Þessar breytingar hafa staðið til í nokkum tíma og verða með þessu nýja sniði í ár. Veiðitímabilið hefst 1. ágúst og stendur til 15. september en þó mun leyfilegt að veiða tarfa á einstaka stöðum frá 20. júlí. Verð á leyfum nemur allt frá 15.000 kr. fyrir kálfa upp í 90.000 kr. fyrir að skjóta tarf á dýrustu svæðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.