Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 51 líknandi og gjafmild. Þú gerðir aldrei kröfur til annarra né tróðst öðrum um tær. Pá var þér ógjamt um að mæla fólki illt á bak. Já mamma mín. Nú man ég það, að þú vilt ekki neina ræðu. Eg hlýt því að láta staðar numið. Eg kveð þig hrærður, mamma mín. Eg kveð þig líka þakklátur fyrir allt. Ég hef alltaf notið þín að góðu og mun gera. Ég veit, að hversu marga syndapoka sem ég kann að burðast með, þegar ég kem fyrir dómarann, þá mun ég njóta þess að þú varst móðir mín. Líklegast e'r þó, að þú verðir þá þar komin til þess að kippa ein- hverjum þessara syndapoka á þitt eigið bak ef þú mátt og getur, þú sem alltaf varst skjól og skjöldur. Vertu svo Guði geymd, mamma mín. Þinn, Helgi. í dag er til moldar borin elsku- leg vinkona okkar, Ingibjörg Helgadóttir, eða Imba eins og hún var oftast kölluð. Við áttum því láni að fagna að eiga Imbu og Kristján sem ná- granna um alllangt skeið þar sem þau bjuggu í sama húsi og við í Mýrarholti 14 í Ólafsvík. Imba og mamma voru ákaflega góðar vinkonur og voru þær tíðir gestir hjá hvor annarri og sam- skipti þeirra sérstaklega góð. Það var oft gaman að fylgjast með þeim. „Morsið“ þeirra var ein- stakt. Annaðhvort bankaði mamma í gólfið eða Imba bankaði í loftið með kústskafti. Þessar at- hafnir táknuðu að nú væri næði fyrir þær að hittast og eiga saman góða stund yfir kaffibolla. Því var oft setið í eldhúsinu heima hjá okkur og spjallað. Imba var ekki fyrir það að trana sér fram en samt átti hún athygli okkar óskipta. Imba var afar myndarleg kona, hávaxin með mikið og fallegt hár. Fléttan hennar var svo falleg. Það var auðvelt að þykja vænt um Imbu eins góð og gefandi og hún var. Hún var barngóð og gaf oft ungviðinu gott í munninn og marga sokkana prjónaði hún sem ófáir nutu góðs af. Hún var létt í lund, hjálpsöm, vel gefin og jákvæð. Hversu lítið sem gert var fyrir hana þá var hún afar þakklát og svaraði ætíð „Guð laun“. Einkenni Imbu var rólyndi hugans og æðru- leysi. Það var oft glatt á hjalla í Mýr- arholtinu þegar framkvæmd voru ýmis sameiginleg verkefni með Imbu svo sem við sláturgerð þar sem keppirnir fylltu á annað hundraðið. Þá var Imba sérlega í essinu sínu og virkilega gaman að vera nálægt henni. Oft var dansað og lagið tekið þar sem hún söng og kunni manna mest af fallegum söng- og ljóðatextum. Arin liðu og við uxum úr grasi og hleyptum heimdraganum. Nú voru samvistimar í formi heimsókna en Imba hélt áfram að vera hluti af okkar tilveru. Enn liðu árin og halla tók undan fæti hjá Imbu og þá dvaldi hún á dvalarheimilinu í Borgarnesi en þangað sagðist hún alltaf ætla að fara og enda ævikvöldið, á heima- slóðum. Heimsóknir okkar til hennar á dvalarheimilið hefðu mátt vera tíðari en svona er það í hvers- dagslegu amstri að það sem máli skiptir á það til að gleymast. En þegar við hittum hana þar eða ann- ars staðar bar hún sig vel og sagði alltaf að sér liði vel. Imba gerði engar kröfur og undi glöð við sitt. Þetta er að mörgu leyti góður eig- inleiki sem margir mættu hafa meira af. Það er okkur heiður að hafa átt Imbu að sem samferðakonu og góðan vin. Minningin um góða konu lifír. Við vottum öllum aðstandendum Imbu okkar dýpstu samúð. Systkinin frá Mýrarholti 14, Ólafsvík. GISLI EINARSSON + Gísli Einarsson fæddist í Kjarn- holtum í Biskups- tungum 2. septem- ber 1932. Hann lést á heimili sínu í Kjarnholtum 30. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skálholtskirkju 5. júní. Kveðja frá Samtök- um sunnlenskra sveitarfélaga Fallinn er frá Gísli Einarsson, fyrrverandi oddviti Biskupstungna- hrepps. Gísli var atkvæðamikill sveitarstjórnarmaður um áratuga- skeið og gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum á þeim vettvangi, bæði fyrir sveitunga sína og Sunnlend- inga alla. Hann var m.a. formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um skeið og gegndi ávallt mikil- vægu hlutverki þar sem sunnlenskir sveitarstjórnamenn komu saman. Þar nýttust ákaflega vel eðliskostir hans og lífsreynsla. Allur málflutn- ingur hans einkenndist af skynsam- legri yfirvegun og hógværð en jafn- framt ákveðni. Fyrir öll þessi störf og langa sam- ferð þakka sunnlenskir sveitar- stjórnamenn Glsla Einarssyni, um leið og þeir votta eftirlifandi eigin- konu hans og fjölskyldu dýpstu samúð. Þorvarður Hjaltason. Enn ganga vörðumar yfír heidina þótt leiðin sé fáforul og ekki margir sem telja sig þurfa leiðsagnar þangað sem fórinni er heitið Þær þokast upp úr dalbotninum feb sig meðfram gilskorningum stika svo fram klifið og stefna rakleitt inn í þokubakkann Þær kæra sig koUóttar þótt úr þeim hrypji steinn og steinn því erindið er brýnt: að varða leið Það er ekki þeirra að ákveða hverjir fylgja þeim en þeir sem vilja leiðsögn eiga að vita hvar þær er að finna (Njörður P. Njarðvík) Þetta Ijóð kemur mér fyrst í hug er ég hugsa um vin minn Gísla Ein- arsson sem nú er fallinn frá langt um aldur fram. Ég kynntist Gísla fyrst er ég starfaði með honum og fleiri góðum mönn- um í undirbúnings- nefnd fyrir stofnun Héraðsnefndar Ames- inga á mínum fyrstu árum í sveitarstjórn. Hvemig hann tók mér þar og studdi sem klettur og leiðbeindi mér sem vörður eftir að ég varð oddviti sömu nefndar fæ ég seint þakkað. Ég ætla ekki að rekja feril Gísla, það munu aðrir mér færari gera, en ég vil fá að þakka honum af alhug fyrir að hafa verið sá maður sem ég fékk að kynnast og starfa með í tíu ár. Mig hafði dreymt um að geta notið lengur samvista við Gísla. Hann átti eftir að sýna mér sveitina sína betur, því fátt var eins skemmtilegt og ferðast og skemmta sér með Gísla. Innilegar samúðarkveðjur okkar Bárðar til eiginkonu, bama og ann- arra aðstandenda svo og til allra sveitunga Gísla á þessari sorgar- stund. Sigríður Jensdóttir. Það var einhver ólýsanlegur lífs- kraftur, sambland af góðmennsku, lífsgleði og kímni, ásamt ómældri virðingu fyrir öllu sem lifir, sem gerðu þennan mann einstakan. Hann gat með róandi nærvem undið ofan af yfirspenntum borgar- búa, eða með iðandi lífsgleði í söng og sögum fært menn upp í hæstu hæðir gleðinnar. Hann var gæfumaður í lífi og starfi, naut trausts og virðingar, og ráðagóður þeim sem til hans leit- uðu. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að verða sumarbústaðar- eigendur í túnfætinum hjá þeim hjónum Gísla og Ingibjörgu og höf- um notið vináttu þeirra og fjölskyld- unnar. Fráfall hans fyrir aldur fram er okkur, sem öðmm sem hann þekktu, mikill harmur. Nú er komið að kveðjustund, þeg- ar vorsins sonur er lagður til hinstu hvfldar. Minningin um hinn ljúfa dreng Gísla Einarsson mun lifa. Við vottum Ingibjörgu, börnum og öðrum aðstandendum samúð. Guð gefi þeim styrk í þeirra miklu sorg. Valdimar Harðarson, Guðný Linda Magnúsdóttir. ÞOREY BJORK INGVADÓTTIR + Þórey Björk Ingvadóttir fæddist á Akureyri 27. október 1966. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar 16. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 21. maí. Okkur langar til að minnast vinkonu okkar, hennar Þóreyjar Bjark- ar, með örfáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, en það er líka huggun að vita að nú ertu hjá Guði og þér líð- ur vel og ert laus frá þeim þrautum sem þú þurftir að líða síðustu árin. Við George minnumst allra ánægjustundanna sem við áttum saman hér úti þegar þú varst hjá okkur í fríum þínum, og á hátíðum þá var mikil gleði hjá vinunum, eða allir tónleikarnir sem við fórum sam- an á, við minnumst glaðværðarinnar sem fylgdi þér inn á okkar heimili. Oft vorum við bara tvær og lásum bækur sem við fengum að heiman eða bara spjöll- uðum saman um lífið og tilveruna, en alltaf ríkti gleði í návist þinni. Elsku vinkona, við vitum að þú ert þar sem ljósið skfri skærast og þér líður vel. Við munum alltaf minnast þín og þökkum þér samfylgdina kæra vinkona. Far þú í friði friður Guð þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Foreldrum, ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Nanna Ragna og George Michael Vollman, N.Y. Jón Viktor sigrar á Skákþingi Hafnarfj ar ðar SKAK Skákfclag Hafnar- f jarðar SKÁKÞING HAFNARFJARÐAR 1999 4.-6. júní 1999 JÓN Viktor Gunnarsson sigr- aði á Skákþingi Hafnarfjarðar 1999. Mótið var minningarmót um Freystein Þorbergsson og var þáttur í Bikar- keppninni í skák. Sigurbjöm Bjöms- son varð í öðm sæti og hreppti jafnframt titilinn Skákmeistari Hafnarfjarðar. Sig- urbjöm hefur nú unnið þennan titil fjögur ár í röð. Sig- urður Páll Stein- dórsson varð í þriðja sæti með 5 vinninga. Úrslit urðu annars þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 2. Sigurbjöm Björnsson ðVá v. 3. Sigurður Páll Steindórsson 5 v. 4.-6. Stefán Kristjánsson 4V4 v. Þorvarður Fannar Ólafsson 4‘/2 v. Ólafur ísberg Hannes- son 414 v. 7.-10. Vigfús Óðinn Vigfússon 4 v. Torfi Leósson 4 v. Hjörtur Þór Daðason 4 v. Ólafur Kjartansson 4 v. 11.-16. Ingibjörg Edda Birgisd., Helgi Egilsson, Knútur Birg- ir Otterstedt, Sævar Bjama- son, Haraldur Magnússon, Birgir Þór Magnússon 3 v. o.s.frv. Margar bráðskemmtilegar skákir vom tefldar á mótinu, þar sem fórnað var á báða bóga, eins og lesendur skákþáttarins munu fá að sjá á næstunni. Mótið var haldið í félagsheim- ili Skákfélags Hafnarfjarðar. Þátttakendur vom 19 og leita þarf mörg ár aftur í tímann til að finna viðlíka þátttöku á Skák- þingi Hafnarfjarðar. Ekki er að efa að það hefur haft úrslitaá- hrif að mótið var þáttur í Bikar- keppninni í skák, sem hófst með Meistaramóti Hellis í febrúar. Næsta mót í Bikarkeppninni er Boðsmót Taflfélags Reykjavík- ur sem hefst á miðvikudaginn. Viðurkenningar til ungra skákmanna hjá Helli Nýlega veitti Taflfélagið Hell- ir ungum skákmönnum viður- kenningar fyrir þátttöku í ung- lingastarfi félagsins í vetur. Veittar vom viðurkenningar fyrir þrjú atriði: Mætingu á æf- ingar, árangur á æfingum og mestar framfarir sl. vetur. Viðurkenningu fyrir bestan árangur fengu þeir Eiríkur Garðar Einarsson (59 stig), Gústaf Smári Bjömsson (43 stig) og Atli Freyr Kristjánsson (14 stig). Viðurkenningu fyrir besta mætingu á unglingaæfingar fengu: Eiríkur Garðar Einars- son (29 mætingar), Hafliði Haf- liðason (27 mætingar), Anna Lilja Gísladóttir (26 mætingar), Atli Freyr Kristjánsson, Hall- dór Hallsson og Oddur Sigur- jónsson (25 mætingar). Mestar framfarir í vetur sýndu þau Anna Lilja Gísladótt- ir, Benedikt Öm Bjamason, Halldór Heiðar Hallsson, Hjört- ur Ingvi Jóhannsson og Vil- hjálmur Atlason. Gert verður hlé á unglingaæf- ingum Hellis í sumar, en þær hefjast aftur í september. Boðsmót TR 1999 Boðsmót Taflfélags Reykja- víkur, sem er hluti af Bikar- keppninni í skák, hefst miðvikudag- inn 9. júní kl. 19:30. Tefldar verða sjö umferðir eftir Mon- rad-kerfi með um- hugsunartímanum lVz klst. á 30 leiki og síðan Vz klst. til að ljúka skákinni. Umferðir verða á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum og hefjast ávallt kl. 19:30. Mótinu lýkur miðvikudaginn 23. júní. Góð verðlaun em í boði. Mótið gefur stig í Bikar- keppninni í skák sem taflfélög á höfuðborgarsvæðinu standa að. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri, en 1.400 kr. fyr- ir 15 ára og yngri. Hægt er að skrá sig í mótið í síma 568 2990 eða með tölvupósti: tr@sim- net.is Hraðskákkeppni taflfélaga Taflfélagið Hellir stendur nú í fimmta skipti fyrir Hraðskák- keppni taflfélaga á Suðvestur- landi. Sem fyrr taka 8 lið þátt í keppninni. Hafa sömu félög verið með frá byrjun, enda er keppnin mjög vinsæl meðal fé- laganna. Yfirdómari keppninnar er Ólafur S. Asgrímsson, alþjóð- legur skákdómari. Hann sér jafnframt um að draga liðin saman fyrir hverja umferð. Nú er búið að draga saman í átta liða úrslit og er röðun sem hér segir (fyrra liðið á heima- velli): Tf. Garðabæjar - Tf. Reykjanesbæjar TR - Taflfélag Kópavogs Hellir - Skákfélag Selfoss og nágr. Sf. Hafnarfjarðar - Taflfélag Akraness Atta liða úrslitum lýkur fyrir 15. júní. Frá því að keppnin var haldin í fyrsta skipti hafa TR og Taflfélagið Hellir skipst á um að sigra í keppninni: 1995. Taflfélag Reykjavíkur 1996. Taflfélagið Hellir 1997. Taflfélag Reykjavíkur 1998. Taflfélagið Hellir Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjón- armanna skákþáttar Morgun- blaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 9.6. Boðsmót TR 16.6. Guðmundar Amlaugss.-mótið 25.6. Hellir. Jónsmessumót (kl. 22) Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson Jón Viktor Gunnarsson Enski boltinn á Netinu ^mbl.is ALLTAf= EITTHV'AÐ NYTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.