Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 46
, 46 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, lést á Landspítalanum föstudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 11. júní kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar Landspítalans, deild 11 -E. Júlíana Ruth Woodword, Hjalti Árnason, Halla Heimisdóttir, Þórhallur Árnason, Sigurbjörg Árnadóttir, Guðbjartur Árnason, Kristján Árnason, Michele Árnason, Brian R. Bohrnstedt, Álfheiður Ingólfsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Bryndís Ósk Sævarsdóttir, Sigurður Á. Pétursson, Arndís V. Sævarsdóttir, Eiríkur Sigurðsson, Margrét S. Sævarsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson, Erla S. Sævarsdóttir, Jón Óskar Gíslason og barnabörn. Okkar ástkæra, LAUFEY INGADÓTTIR, Möðrufelli 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 11. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líkn- ardeild Landspítalans. Anna Fr. Jóhannesdóttir, Ingi S. Þórðarson, Jóhanna Helga Jónsdóttir, Gunnar Reynar, Anna Friðrika, Ingi Sigurður , Ragnheiður Samsonardóttir, Ragnheiður Halla Ingadóttir, Ólafur K. Skúlason, Daðey Björk Ingadóttir, Maríus Wajdenfeld, Sigurður Björn Gunnarsson. + MAGNÚS GUÐMUNDSSON kennari, Neskaupstað, er látinn. Skúli Magnússon, Erla Kristjánsdóttir, Björn Magnússon, Katrín Guðnadóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Grímur Magnússon, Eva Sybilla Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Sigrún Rúnarsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Jóhann Jónsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR SVEINBJARNARSON frá ísafirði, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 5. júní. Bergljót Böðvarsdóttir, Jón Guðlaugur Magnússon, Eiríkur Böðvarsson, Halldóra Jónsdóttir, Kristín Böðvarsdóttir, Pétur S. Sigurðsson og barnabörn. + Systir okkar og föðursystir, ANNA A. BETÚELSDÓTTIR, Kaldá, Flateyrarhreppi, lést á sjúkrahúsinu á ísafirði föstudaginn 4. júní. Jarðarförin ferfram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 12. júní kl. 14.00. Guðbjartur Betúelsson, Pálína Betúelsdóttir, Andrés B. Sigurðsson, Kristján S. Ólafsson. SNORRISVEINN FRIÐRIKSSON + Snorri Sveinn Friðriksson fæddist á Sauðár- króki 1. desember 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans 31. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Fjdla Jóns- dóttir, f. 30.4. 1897 á Brattavöllum á Ár- skógsströnd, d. 2.6. 1981, og Friðrik Júlí- usson verslunarmað- ur, f. 10.7. 1895 á Akureyri, d. 31.10. 1970. Systkini Snorra eru Jón Brands, f. 30.1. 1920, d. 1926, Halldóra Brands, f. 13.7. 1922, d. 1923, Kri- stján Júlíus rafvirki, f. 31.1. 1924, d. 23.4. 1994, María húsmóðir, f. 28.2. 1926, Jón trésmiður, f. 10.12. 1927, Kristín húsmóðir, f. 27.12. 1929, Sigríður húsmóðir, f. 18.2. 1930, Þórdís húsmóðir, f. 13.5. 1932, Haraldur kvikmyndatöku- maður, f. 1.12. 1940, og Gunnar myndlistamaður, f. 9.5.1941. Hinn 1. september 1960 kvæntist Snorri Dagnýju Björgu Gísladótt- ur, f. 18.11.1941. Foreldrar henn- ar eru Guðrún Vilhjálmsdóttir húsmóðir og Gísli H. Friðbjarn- arson prentari, látinn. Börn Góður vinnufélagi og kær vinur, Snorri Sveinn Friðriksson, er fall- inn frá fyrir aldur fram. Hann hafði starfað hjá Sjónvarpinu í þrjátíu ár er hann lést. Snorri Sveinn réðst til Sjónvarpsins sem afleysingamaður, að eigin sögn, en sat uppi með starf forstöðumanns leikmyndadeildar í áratugi og sinnti því af elju til hinstu stundar. Aður en Snorri hóf störf hjá Sjónvarpinu hafði hann numið myndlist í Svíþjóð og starfað sem útlitshönnuður á Vikunni. Hann hélt áfram að hanna útlit tímarita á borð við rit Guðspekifé- lags Islands, Ganglera, enda mikill áhugamaður um guðspekileg mál- efni. Jafnframt hélt hann myndlist- arsýningar og myndskreytti fjölda bóka, þ.á m. smásögur Laxness um Jón í Brauðhúsum og Söguna af brauðinu dýra. I Sjónvarpinu varð hann frum- kvöðull í hönnun leikmynda við leiknar sjónvarpsmyndir á borð við Lénharð fógeta, Snoira Sturluson og Gullna hliðið, þar hann sameinaði kunnáttu sína við vatnslitamálun og leikmyndahönnun með aðstoð tölvu- tækni. Þar kom vel í Ijós hve auðvelt hann átti með að aðlagast síbreyti- legri tækni og nýjum kröfum í starfi sínu. Ég veit að ég tala fyrir munn margra í Sjónvarpinu er ég segi að ég fann frá upphafi starfa minna þar að ég gæti leitað til Snorra Sveins með hvaðeina sem komið gæti upp á, ekki einungis mál tengd stai-finu heldur einnig persónuleg mál og í raun allt á milli himins og jarðar. Snorri Sveinn var þannig persónu- leiki að hann var opinn fyrir nýjum hugmyndum og því að horfa á hlut- ina frá nýjum sjónarhornum. Samt fann maður að hann stóð jafnan með báða fætur á jörðinni og hljóp ekki á eftir nýjungum. Hann hafði hins veg- ar ótrúlegt lag á að láta nýjabrumið koma til sín. A teiknistofunni var oft skrafað um heima og geima; allt frá sögu og dulspeki til dægurmála. Oft- ar en ekki kom Snorri með nýjan vinkil á umræðuna. Hann hafði óvenju djúpa og yfirgripsmikla lífs- sýn. Hann byrjaði stundum á því á morgnana að benda okkur á hve birtan væri falleg yfir Esjunni. Hann hafði lag á að draga fram hin fín- gerðari blæbrigði tilverunnar og lita gráan hversdaginn ákveðnum og persónulegum dráttum. Að lokinni slíkri morgunandakt gekk hann til starfa síns, hægum en öruggum skrefum. Það var eins og hann hefði allan þann tíma sem hann óskaði sér. Það var fjarri honum að vera með asa. Hann virtist einfaldlega yfir tímann hafinn. Ekkert virtist geta komið honum úr jafnvægi og erfið- leikum tók hann með æðruleysi. Hins vegar átti hann til galgopahátt á góðum stundum og æskufjörið var Snorra og Dagnýjar eru: 1) Orri, smiður og tamningamaður, f. 27.3. 1963, sambýlis- kona María Dóra Þórarinsdóttir bú- fræðinemi, f. 27.9. 1965; börn þeirra eru Þórarinn Þorvar, f. 21.8. 1983, og Snorri Sveinn, f. 31.3. 1991. 2) Styrmir tamninga- maður, f. 3.8. 1965, sambýliskona Sus- anne Brennemor; sonur Styrmis er Þorsteinn Ámi, f. 29.5 1984. 3) Hjörný nemi, f. 2.3. 1974, sambýlismaður Guðmundur Eyjólfsson mynda- tökumaður, f. 21.1.1971. Snorri lauk iðnskólaprófi frá Iðn- skóla Sauðárkróks 1951 og mynd- listarprófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla Islands 1958 og frá Konstfackskolan í Stokkhólmi 1961. Hann starfaði sem út- Iitsteiknari hjá Vikunni 1962-1969. Frá 1969 starfaði hann við leik- myndadeild Ríkissjónvarpsins og veitti deildinni forstöðu frá 1977. Utfór Snorra Sveins Friðriksson- ar verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. aldrei langt undan, jafnvel ekki und- ir það síðasta. Sumh’ höfðu á orði að hann væri jafnvel of ljúfur. Hann kvaðst eiga erfitt með að neita öllu unga hæfi- leikafólkinu um vinnu hjá sér. En þótt Snorri væri snillingur í að láta málin leysast af sjálfu sér gat hann samt tekið af skarið ef því var að skipta. Hann var í raun eins konar töframaður og ég held hann hafi líka litið þeim augum á starf sitt. Ef tíma- mót voru hjá einhverjum starfsfélag- anum var hann óðara búinn að töfra fram gull, reykelsi og mirru handa viðkomandi - eða a.m.k. hafði maður á tilfinningunni að hér væri nánast um slík sakramenti að ræða er Snorri kom færandi hendi. Ekkert virtist honum ómögulegt. Það var eiginleg lífsstefna hans að sjá alltaf lausn inn- an sinnar seilingar og var oft lær- dómsríkt að að sjá hvernig „reddar- inn“ kom upp í honum. Að hætti aust- rænna spekinga ræktaði hann garð- inn sinn og sá fegurðina í hinu fín- gerða og smáa sem er hafið yfir allt dægurþras. Þeirri sýn miðlaði hann til vinnufélaganna sem munu minnast hann um ókomna tíð. Fyrir hönd starfsfólks leikmyndadeildar Sjón- varpsins langar mig að þakka honum samfylgdina að leiðarlokum og votta fjölskyldu hans innilega samúð. Ólafur J. Engilbertsson. Við andlát Snoira Sveins Friðriks- sonar, myndlistarmanns og leik- myndahönnuðar, staðnæmist hugur minn við hina einstöku nærveru þessa vandaða manns. Fundum okkar Snorra Sveins bar orðið sjaldan sam- an eftii- að ég hætti störfum hjá sjón- varpinu fyrir margt löngu en þeirri stofnun helgaði hann ki-afta sína allt til dauðadags, jafnframt því að sinna sjálfstæðri listsköpun sinni. En þegar við hittumst á göngunum þar eða í dyragættum sökum einhveira erinda sem ég átti þangað uppeftir þá um- breyttist staður og stund því hvers- dagsleikinn var settur til hliðar. Svo vandaður maður var Snorri Sveinn í allri framgöngu sinni að fyrir mér varð hann fyrirmynd vandvirkninnar hvort heldur var í lífi eða starfi. Minn- ing hans íklædd þessari mynd mun lifa þótt hann deyi og sannast í því hið fomkveðna að „orðstín- deyr aldregi hveim, er sér góðan getr“. Aldrei var asinn svo mikill að ekki gæfist tími fyrir stutt spjall. Hóg- værðin stjórnaði orðavalinu og góð- látleg kímnin umvafði alla hugsun hans. Sjálf orðræðan var borin uppi af þessari lágværa, þýðu rödd og var alltaf andrík og óvenjuleg jafnvel þótt umræðuefnið sjálft gæti verið hversdaglegt, ef svo bar undir. Snorri Sveinn tilheyrði heimi and- ans. Svo sannur andans maður var hann að aldrei vottaði fyrir tilgerð eða yfirlæti í fari hans. Við eram ofurseld náð og miskunn afls, sem er meii'a en okkur er sjálfum gefið. Við köllum það almáttugan Guð. Þegar aflsmunar gætir, þá stöndum við frammi fyrir Guði. Við hljótum að þakka hverja lífsins gleðistund um leið og hún líður hjá og meðtaka með æðruleysi dánarfregnir jarðlífsins, þegar þær berast, því þær kunngjöra leyndardómsfullan hluta þeiiTai- heildar sem við hrærumst í. Ég hafði verið að ljúka við margra mánaða verk á sama tíma og Snorri Sveinn var að kveðja þennan heim, burtkall- aður í miðjum klíðum frá sínu verki. Þegar ég gekk út á gangstéttina til að láta verk mitt af hendi gekk ég fram á sameiginlegan vin okkar Snorra. Hann tók þannig til orða: „Hann Snorri Sveinn var að deyja í hádeg- inu“. Á meðan ég var að leitast við að jafna mig á þessum tíðindum kom upp í huga mér þessi hugsun: Þar kvaddi þennan heim einn vandaðasti sam- ferðamaður okkai'. Og önnur hugleið- ing fylgdi fast á eftir: Mikil er sú náð, sem fellst í því að fá að vera til í þess- ari leyndardómsfullu heild lífs og dauða og njóta nærvera góðra manna. Hugheilar samúðarkveðjur til Dagnýjar, Haraldai- og annaira vandamanna Snoira Sveins Frið- rikssonar. Erlendur Sveinsson. Einn besti vinur minn Snorri Sveinn Friðriksson hefur nú kvatt. Góður drengur, hugsuður og fjölhæf- ur listamaður er genginn langt fyrir aldur fram. Þar með er lokið sam- fylgd okkar sem varað hefur allt frá skólaárum okkar í Myndlista- og handíðaskóla Islands árin 1957-1958. Snorri Sveinn var alla tíð meðvituð félagsvera og átti meðal annars þátt í stofnun hagsmunasam- taka ungra myndlistai-nema á skóla- árum okkar. Framhaldsnám tók við og Snorri fór til myndlistamáms við Konstfackskolan í Stokkhólmi árin 1959-1961. Þar sérhæfði hann sig meðal annars í gerð veggskreytinga og umhverfisverka. Fjölhæfni hans kom strax í Ijós, að öllu vann hann af sanmi list og flest sem sneri að mynd- sköpun var á færi hans. Teikningar, myndskreytingar, vatnslitamyndir, málverk, veggskreytingar og högg- myndir Snorra tala sínu máli og sýna þá alúð og vandvirkni sem einkenndi allt sem hann tók sér fyrir hendur. Snorri var lengi félagi í fagfélagi teiknara og skilur eftir sig mörg góð verk á sviði grafískrar hönnunar. Meðal þess eru nokkur þekkt merki og síðasta verkið sem hann vann að var nýtt byggðamerki fyrir Skaga- fjörð, sína gömlu átthaga. Á árunum 1962-1969 var hann útlitsteiknari Vikunnar og hefðu útlitshönnuðh’ dagsins í dag gott af því að kynna sér þau verk. Snorri er ef til vill þekktastur fyrir verk sín fyrir leikmyndadeild Sjón- varpsins. Hann hóf þar störf 1970 og veitti deildinni forstöðu til dánardags. Leikmyndadeild Sjónvarpsins hefur ótvírætt verið ein merkasta myndlist- arstofnun landsins síðustu áratugi, fjöldi góðra leikmyndahönnuða er til vitnis um það. Mörg verk sem þar hafa verið unnin eru í slíkum gæða- flokki að þau hljóta að teljast stór þáttur í myndlistarsögu þjóðarinnar. Vinnuskilyrðin vora þó ekki alltaf þau bestu, skortur á ýmsu sem til þurfti, skilningi, peningum og búnaði. I starfi mínu sem teiknari og kennari hefur oft verið gott að leita í smiðju Snorra. Við þurftum ekki að bera saman bækur okkar lengi til að komast að niðurstöðu. Þar skipti mestu að áhugamál okkar og afstaða til lista og þjóðfélagsmála hefur alla tíð farið saman. Leiðir okkar Snorra lágu saman á fleiri sviðum en faglegum. Fjölskyld- ur okkar hafa átt saman margar gleðistundir, ekki síst dætur okkar vinkonumar þær Hjörný og Edda Sólveig, sem nánast ólust upp saman. Þær kepptu í hestaíþróttum frá unga aldri og á hestamótum vorum við öll sem ein stór fjölskylda og glöddumst oft saman yfir góðum árangri. Kæra Dagný, þú varst gæfan í lífi Snorra, studdir hann í starfi og stóðst ávallt eins og klettur við hlið hans í erfiðum veikindum fyrr og nú síðustu vikur. Við Lena og dætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.