Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.06.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Velkomin ■ * * Hringdu í áskriftardeildina áður en þú ferð í fríið og láttu okkur vita hvenær þú kemur aftur. Við söfnum saman blöðunum sem koma út á meðan og sendum þér þegar þú kemur aftur heim. Byggjum í V atnsmýrinni AÐ FLYTJA flug- völKnn úr Vatnsmýr- inni og byggja þar miðborgarbyggð í staðinn er eitt stærsta framfaraspor sem Reykjavíkurborg get- ur stigið. Brotthvarf flugvallarins úr Vatns- mýrinni mun brjóta af miðbæ Reykjavíkur þá hlekki sem hindrað hafa miðbæinn í að stækka og dafna. Það að ekki er hægt að byggja háhýsi við eða í miðbæ Reykjavíkur hefur gert það að verk- um að miðbærinn hef- ur litla stækkunarmöguleika og miðbær án stækkunarmöguleika er miðbær sem staðnar og hnignar. Fyrirhugaður flutningur Lands- símans úr Kvosinni er nýjasta dæmi þessarar hnignunar. Stækkum miðbæinn út í Vatnsmýrina AUnokkur umræða hefur verið um hvar hægt er að koma fyrir flugvelli ef hann yrði fluttur úr Vatnsmýrinni, um gerð hans o.s.frv. Flugvöllurinn og staðsetn- ing hans er hins vegar ekki aðal- málið í þessu dæmi. Flugvelli má víða finna stað þannig að hann verði áfram í nánum tengslum við miðbæinn, t.d. í Skerjaflrði eða við Engey. Aðalmálið er að losa miðbæ Reykjavíkur undan þessum rúm- lega hálfrar aldar gömlu kvöðum og styrkja hann með nýrri byggð í Vatnsmýrinni. Það er lykilatriði fyrir atvinnuþróunina á höfuðborg- arsvæðinu og reyndar á landinu öllu að til verði stór, nýtískuleg og glæsileg miðborg á næstu áratug- um. Erlendis er litið á það sem for- réttindi að fá að starfa og búa í mið- borgum enda fasteignaverð í sam- ræmi við það. I miðborgunum vilja allir vera, þar eru kaffihúsin, veit- ingahúsin, verslanimar, menningar- starfsemin og mannlífíð. í Reykja- vík ætti þetta einnig að vera þannig. Vissulega er miðbær Reykjavíkur glæsilegur á góðum degi og verður það án efa um ókomin ár. Miðborgir eru þó og verða alltaf fýrst og fremst vinnustaðir og það er ekki síst í þessum miðborgarkjömum sem peningarnir verða til í dag. Ef við ætlum að vera þátttakendur í Randalín eKf. v/ Kaupvang /00 Egilsstöðum sími 471 2433 Handunnar gesta- og minningabækur fyrir: ✓ Ferminguna ✓ Brúðkaupið ✓ Merka ófanga ✓ Erfidrykkjuna Leitið upplýsinga um sölustaði VEIAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 þessari þróum verðum við að bjóða upp á eitt- hvað sambærilegt við það sem er að finna í miðborgum Evrópu og Bandaríkjanna. Við eigum alla möguleika á því, við þurfum einfald- lega að gefa miðbæ Reykjavíkur tækifæri til að stækka og vaxa. Miðbærinn á að stækka út í Vatnsmýrina og það ætti að leyfa að einhver hluti verði tek- inn undir háhýsi sem rúma myndu stærstu fyrirtæki landsins. Þannig getum við skap- að einstaka aðstöðu á besta stað. Glæsileg nýtísku miðborgarbyggð Flestir íslendingar hafa staðið niðri á Lækjartorgi með erlenda gesti sér við hlið, baðað út hendinni og sagt: „this is IT“ og við blasir Bakarabrekkan og gömlu timbur- húsin sem danskurinn byggði hér á síðustu öld. Sú aðstaða sem há- tæknifyrirtækinu Islenskri erfða- greiningu hf. bauðst í höfuðborg landsins er við hliðina á dekkjaverk- stæði uppi á Höfða þar sem það tek- ur 10 mínútur að labba út í næstu sjoppu. Eg hygg að það komi fá ef nokkur erlend hátæknifyrirtæki hingað til lands á næstu áratugum Reykjavíkurflugvöllur Flutningur flugvallar- ins og stækkun mið- bæjar Reykjavíkur og Tjarnarinnar út 1 Vatnsmýrina, segir Friðrik Hansen Guðmundsson, er stórmál. ef við höfum ekkert upp á að bjóða annað en þetta. Vandamál verður einnig að halda í þau íslensku há- tæknifyrirtæki sem hér hafa sprott- ið upp. Endurbygging flugvallarins frá grunni er nokkurra ára gömul ákvörðun sem eðlilegt er að endur- skoða í ljósi nýrra hugmynda. Flu- gráð hefur nú lagt til að 50% af umferðinni um völlinn verði flutt burtu, þ.e. hluti æfínga- og kennsluflugsins. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur einnig krafist þess að umsvifín á vellinum verði stórminnkuð. Er ekki rétt að stíga skrefið til fulls og flytja starfsem- ina í heild sinni úr Vatnsmýrinni? Er ekki einnig rétt að fresta fyrir- huguðum milljarðaframkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll en fara þess í stað út í viðgerð á malbiki vallarins fyrir 200 til 250 milljónir sem duga myndu árum saman. Þá vinnst tími til að skoða betur þessi mál og um leið er komið á móts há- værar kröfur um samdrátt í ríkis- útgjöldum vegna ofþenslu. Flutningur flugvallarins og stækkun miðbæjar Reykjavíkur og Tjarnarinnar út í Vatnsmýrina ásamt þéttri íbúðabyggð er stórmál sem við hljótum að ætlast til að tek- inn verði tími í að skoða. Við eigum að gefa fleirum kost á því að búa og starfa í miðbæ Reykjavíkur og njóta þeirra gæða sem fylgja því að vera í miðbænum. Flugvöllurinn getur verið næstum hvar sem er en við getum bara byggt miðborg á einum stað. Friðrik Hansen Guðmundsson Vefsíða: www.oba.is Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.