Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 18

Morgunblaðið - 08.06.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Líklegt að Parket og gólf kaupi Aldin „Sáttur við töluna“ Akureyri. Morgunblaðið. ALLAR líkur eru á því að fyrirtæk- ið Parket og gólf hf. í Reykjavík, ásamt tveimur sænskum aðilum, kaupi viðarvinnslufyrirtækið Aldin hf. á Húsavík sem lýst var gjald- þrota á dögunum. Kaupin eru ekki frágengin, en Olafur Birgir Ámason, skiptastjóri þrotabúsins, sagðist í gær vonast til að endanlega yrði gengið frá málinu um miðja þessa viku. Ólafur Birgir vildi ekki gefa upp líklegt söluverð fyrirtækisins, en sagði þó: „Eg er mjög sáttur við töluna sem nefnd hefur verið - og hún er umtalsvert hærri en það sem áður hefur verið birt.“ í fréttum Stöðvar 2 mun á dögunum hafa verið nefnd talan 22,5 milljónir króna sem líklegt söluverð, „en talan er ekki minna en helmingi hærri en það“, sagði Ólafur Birgir. ---------------------- Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Burnham HANDSAL hf. hefur tilkynnt Verð- bréfaþingi að nafni félagsins hafi Bumham verið breytt Intemational á íslandi hf. Guð- mundur Pálma- son, héraðsdóms- lögmaður og rekstrarhag- fræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri hjá Bum- ham Intemational frá 1. júní sl. Guðmundur er 31 árs að aldri. Hann hefur starfað sem lögmaður um nokkurra ára skeið, auk þess sem hann hefur setið í stjómum hlutafélaga hér á landi og í Banda- ríkjunum. Maki Guðmundar er Sig- rún Gísladóttir, BSc. í viðskipta- fræði, og eiga þau tvö böm. Hjálmar Kjartansson og Sigrún Eysteinsdóttir munu starfa áfram sem framkvæmdastjórar hjá Bum- ham Intemational. Nýtt á íslandi Verksmiðja hollenska stálframleiðandans, Hoogovens. Stærsta málm- fyrirtæki Evr- ópu myndað FORSVARSMENN breska fyrir- tækisins British Steel PLC og hol- lenska fyrirtækisins Koninklijke Hoogovens NV tilkynntu í gær áform um samruna fyrirtækjanna. Til verður stærsta málmfram- leiðslufyrirtæki í Evrópu og þriðja stærsta fyrirtæki heims af því tagi. Er samruninn metinn á 4 milljarða punda eða 480 milljarða króna. Hoogovens var eitt fyrirtækjanna þriggja í Atlantsálshópnum svo- nefnda sem áformuðu að byggja 240 þúsund tonna álver á Keilisnesi, en áformunum var skotið á frest 1991 vegna óhagstæðrar verðþróunar á áli. Breska fyrirtækið, sem hefur nærri tvöfalt meiri veltu en Hoogovens, mun eiga 62% hlut í nýja fyrirtækinu en velta þess er áætluð 14,5 milljarðar evra, um 11 hundruð milljarðar króna. Hluthaf- ar British Steel fá einnig 35 pensa greiðslu á hlut þegar samningum um samrunann lýkur. Samkeppnisyfirvöld í löndunum tveimur og hluthafar verða að sam- þykkja samrunann, en ef allt geng- ur eftir fá hluthafar beggja fyrir- tækjanna hlutabréf í nýja fyrirtæk- EuroBusiness glæsilegt fagtímarit um viðskiptalíf Skrifað sérstaklega fyrir Evrópumarkað. Efnismikið, líflegt og spennandi. Hlaðið fréttum, fróðleik ög upplýsingum. Fyrir alla sem vilja fylgjast með í viðskiptaheiminum. Ritstjórnarskrifstofur í London, Brussel, Frankfurt, París og Mílanó. Kemur út mánaðarlega inu, sem fengið hefur bráðabirgða- nafnið BSKH. Hagnaður British Steel nam 364,5 milljónum dollara eða tæpum 27 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, sem lauk 28. mars, og lækkaði um 27% frá fyrra ári. Fyrirtækin tvö segjast búast við að samruninn leiði til lægri stjóm- unarkostnaðar, hagkvæmari inn- kaupa og flutninga og að sá spam- aður muni nema um 300 milljónum evra á ári eftir þrjú ár, rúmum 23 milljörðum króna. íslenskir aðilar kaupa hlut í búl- görsku lyfjafyrirtæki 700 milljóna króna hlutur FJARFESTINGAFELAGIÐ Icon- sjóðurinn ehf., sem er í eigu lyfja- fyrirtækisins Pharmaco og Amber International Ltd., keypti þann 1. júní ásamt Morgan Grenfell & Co. og Deutsche Bank meirihluta hluta- fjár í lyfjafyrirtækinu Balkanp- harma í Búlgaríu. Hlutur Iconsjóðs- ins er um 700 milljónir króna eða um það bil helmingur. I fréttatil- kynningu segir að sjóðurinn sé leið- andi fjárfestir í félaginu og með meirihluta í stjórn þess og stjómar- formannssæti. Pharmaco hf. og Amber International Ltd. stofnuðu fjár- festingafélagið Iconsjóðinn ehf. með 375 milljóna króna hlutafé. Eignar- hlutur Amber Int. er 52% en Pharmaco hf. 48%. Tilgangur fé- lagsins er að fjárfesta hérlendis og erlendis, sem og ráðgjafa- og lána- starfsemi. Stjórn Iconsjóðsins ehf. skipa Sindri Sindrason formaður, Björ- gólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor Björgólfsson forsvarsmaður eigenda Amber Int. og Kristinn R. Gunnarsson. Framkvæmdastjóri er Björgólfur Guðmundsson. Balkanpharma er lyfjadreifing- arfyrirtæki í Búlgaríu sem fram- leiðir hráefni til lyfjagerðar, flest- ar tegundir lyfja og ýmsar skyldar vömr. Fyrirtækið hefur keypt þrjár af stærstu lyfjaverksmiðjum í Búlgaríu sem verið er að einka- væða. Helmingur framleiðslu Balkanpharma er seldur á erlenda markaði og hefur útflutningurinn náð til 32 landa, meðal annars til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna. Að sögn Sindra Sindrasonar framkvæmdastjóra Pharmaco era helstu markaðir íyrirtækisins þó í Austur-Evrópu en Búlgaría hefur um langt skeið verið eitt af helstu lyfjaframleiðslulöndum Austur- Evrópu. Áætluð velta í ár 8 milljarðar Balkanpharma rekur einnig nokkur dótturfyrirtæki, meðal ann- ars í Rússlandi og Úkraínu. Hjá fýr- irtækinu starfa um 6.000 manns og hefur verið hagnaður af rekstrinum undanfarin ár. Velta í ár er áætluð yfir 8.000 milljónir króna og reiknað er með 30% aukningu á næsta ári. Sindri segir að hér sé um að ræða fyrirtæki sem er í hröðum vexti vegna batnandi aðstæðna í búlgarska efnahagslífinu. Möguleik- amir séu miklir á þessu svæði og því megi búast við því að fjárfest- ingin skili góðri ávöxtun á tiltölu- lega skömmum tíma. Starfsemi Balkanpharma mun verða kynnt frekar í júlímánuði næstkomandi. Nýtt félsig um rekstur rækjuvinnslu á Kópaskeri FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur, Öxarfjarðarhreppur og ýmsir aðilar á Kópaskeri hafa ákveðið að setja á stofn nýtt hlutafélag um rekstur rækjuvinnslu á Kópaskeri og hefur viljayfirlýsing þess efnis verið und- irrituð. Að sögn Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra FH, liggur ekki endanlega fyrir hverjir muni eiga hið nýja félag en verið er að kanna það. „Þetta lítur þannig út í dag að það er stefnt að því að hlutafé verði 65 milljónir í félaginu og höfum við þegar fengið til liðs við okkur aðila sem era tilbúnir að koma með 45 milijónir af því. Stefnt er að því að eiginfjárstaða nýja hlutafélgasins verði sterk eða um 30%,“ segir Ein- ar. Rekstur rækjuverksmiðju Fisk- iðjusamlags Húsavíkur á Kópaskeri hefur ekki gengið sem skyldi að und- anfómu og er markmiðið með stofn- un nýs félags um starfsemina að fyr- irbyggja að leggja verði vinnsluna niður. „Það var meiningin hjá okkur að stöðva vinnslu tímabundið í vor vegna erfiðleika í rekstrinum en í kjölfar samkomulagsins nú hefur verið ákveðið að halda starfseminni gangandi þar til niðurstaða fæst. Við stefnum að því að búið verði að ganga frá fjármögnun fyrirtækisins fyrir lok júlí, þannig að nýtt félag geti tekið við starfseminni í síðasta lagi í haust, á nýju kvótaári.“ í samtali við Steindór Sigurðsson, sveitarstjóra á Kópaskeri, kom fram að ásamt FH og Óxarfjarðarhreppi stæðu útgerðarmenn og sjómenn á Kópaskeri að baki hinu nýja félagi. „Ég reikna með að á miðvikudaginn verði málið tekið fyrir í sveitarstjóm en hreppurinn mun að líkindum eiga um 20% hlut ef af verður. Við vonum að með þessu móti megi tryggja að rækjuvinnsla haldi áfram hér á staðnum en það yrði mjög alvarlegt ef starfsemin legðist niður því að hún hefur verið stór þáttur í atvinnu- lífi hér á staðnum," sagði Steindór. 1969-1999 30 ára reynsla Hleðslugler Speglar GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasondur 2 • SSO Hella ® 487 5888 • Fax 487 5907 1969-1999 30 ára reynsla mmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmm Hljóð- einangrunar- gler GLERVERKSMIÐJAN Samverk Eyjasandur 2 • 850 Hella n 487 5888 • Fax 487 5907 Dilbert á Netinu mbUs -ALLTAf= eiTTHVAO NÝ~TT~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.