Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 08.06.1999, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hestamótin í algleymingi Unga fólkið atkvæðamikið ✓ I mörg horn er að líta hjá hestamönnum þessa dagana. Vertíð hestamótanna stendur sem hæst um þessar mundir og um helgina og í síðustu viku voru haldin mót hjá Geysi í Rangárvallasýslu þar sem um var að ræða 50 ára afmælismót, Sörli með gæðingamót sitt í Hafnarfirði og Hörður í Mosfellsbæ hélt mót á Varmár- bökkum. Auk þess voru héraðssýningar í Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞEIM var víða útdeilt verðlaunum til hestamanna um helgina og hér hafa keppendur í A-flokki gæðinga hjá Herði fengið sín laun eftir spennandi keppni, sigurvegarinn Askur og Guðmar Þór lengst til vinstri. Skagafírði og á Suðurlandi. Valdimar Kristinsson stiklar hér á stóru í þessari fjölbreyttu mótaflóru. í TILEFNI afmælis Geysis var gerður dagamunur í mótahaldi fé- lagsins. Lífleg kvöldvaka í lok móts á laugardag og ræktunarbú sýndu afrakstur af starfinu síð- ustu árin. Þá voru á kappreiðum mótsins vígðir nýir rásbásar sem eru í eigu Rangárbakka s.f. sem eiga og reka mótssvæðið á Gadd- staðaflötum. Keppt var í flokkum áhuga- og atvinnumanna og stóð efstur í A- flokki atvinnumanna Kjarkur frá Asmúla sem Erlingur Erlingsson sýndi, en í B-flokki sigraði Hasar frá Búð sem Hallgrímur Birkisson sýndi, en báðum þessum hestum verður teflt fram í úrtöku fyrir HM sem haldin verður um miðjan mán- uðinn. Athygli vakti á mótum hjá bæði Sörla og Herði hversu atkvæða- miklir ungu knapamir voru. Hjá Sörla var Dam'el Ingi Smárason með sigurhestinn í B-flokld, Síak frá Þúfum. Var Daníel valinn knapi mótsins en glæsilegasti gæðingur- inn var valinn nýja stjaman Þytur frá Kálfhóli sem sló vel í gegn á móti Fáks á dögunum. Elsa Magn- úsdóttir sýndi Þyt að þessu sinni en hún gerði sér lítið fyrir og keypti klárinn eftir mótið hjá Fáki. Þá verðlauna Sörlamenn hæst dæmdu hryssu gæðingakeppninn- ar með Toppsbikamum og hlaut hann að þessu sinni Fluga frá Breiðabólstað sem einnig er í eigu Elsu. Harðarmenn skiptu félagsmóti sínu þannig að yngri flokkamir verða um næstu helgi. Þetta gerði það að verkum að unga fólkið fékk gott tækifæri til að spreyta sig í keppni við hina eldri og vora þar atkvæðamiklir Sigurður S. Pálsson á Hugi frá Mosfellsbæ, en þeir sigraðu í B-flokki áhugamanna, og Kristján Magnússon kom Hrafnari frá Hindisvík í þriðja sætið og báð- ir vora þeir í úrslitum í A-flokki áhugamanna. Guðmar Þór Pétursson kom heldur ekki bónleiður til búðar en hann reið Nökkva frá Tunguhálsi II til sigurs í B-flokki og Aski frá Keldudal í A-flokki. I A-flokki áhugamanna sigraði Þula frá Bark- arstöðum sem Þorvaldur J. Krist- insson sýndi. Eins og sjá má á úrslitum hér í hestaþættinum náðust góðir tímar í kappreiðum hjá Sörla og Geysi en vekringarnir eitthvað þyngri á sér á Varmárbökkum. Börkur frá Akranesi, sem Alexander Hrafn- kelsson sat, skeiðaði 150 metrana á 14,35 sekúndum og Freymóður frá Efstadal var í miklum ham hjá Loga Laxdal og rann 250 metrana á 21,63 sekúndum og er þetta gott veganesti íyrir Loga í úrtökuna síðar í mánuðinum. Báðir þessir tímar náðust hjá Sörla. AÐEINS ein hryssa, Gjöf frá Sauðárkróki, var sýnd í fjögurra vetra flokki á Vindheimamelum og hlaut hún þokkalega einkunn, Guðmund- ur Sveinsson, sem heldur í hryssuna, sýndi hana í dómi. Skráningu í úrtökuna lokið Margir kallaðir en fáir útvaldir SKRÁNINGU er lokið fyrir úrtök- una fyrir heimsmeistaramótið þar sem fimm af sjö liðsmönnum verða valdir. Mikil spenna hefur ríkt um það hveijir munu taka þátt og á hvaða hestum. Alls skráði 31 knapi sig til leiks með 41 hest og era þar að sjálfsögðu flestir af fremstu knöpum landsins um þessar mundir. Það vekur kannski mesta athygli að Albert Jónsson er nú skráður til leiks en hann var í íslenska liðinu sem keppti á Evrópumeistaramót- inu í Austurríki 1975 og hefur ekki reynt að komast í EM/HM lið síðan. A þesu móti varð hann öllum á óvart, og sjálfum sér mest, meistari í hlýðniæfingum B eins og það hét þá. Ekki hyggur Albert á frama í þeirri grein að þessu sinni því hann er skráður með tvo hesta, Prins frá Úlfljótsvatni í tölt og fjórgang og Krapa frá Akureyri í fimmgang, tölt og gæðingaskeið. Og nú er að sjá hvort þessi snjalli knapi muni eiga gott „come back“ í íslenska liðið. Af öðram knöpum má nefna að gömlu jaxlamir Sigurbjörn Bárðar- son og Reynir Aðalsteinsson verða með í leiknum. Sigurbjörn með Djákna frá Litla-Dunhaga í tölti, fjórgangi og fimi og Byl frá Skáney í fimmgangi, tölti, 250 metra skeiði og gæðingaskeiði. Reynir verður með Dropa frá Refsstöðum í fímm- gangi, tölti og gæðingaskeiði. Þórð- ur Þorgeirsson, sem nú er í keppn- isbanni, mætir með Hnoss frá Ytra- Dalsgerði í 250 metrana og Kjark frá Asmúla í skeiðið, fimmgang og slaktaumatölt. Þórður er heppinn því keppnisbanni hans lýkur daginn áður en keppnin hefst. Þá er annar „gamall“ landsliðs- maður, Tómas Ragnarsson, að reyna fyrir sér eftir 16 ára hlé. Er hann skráður með Hlyn frá For- sæti í tölt og fjórgang og Hyllingu frá Korpúlfsstöðum í fimmgang, slaktaumatölt og skeiðgreinarnar. Þá verður Asgeir Svan með yfir- burðafjórgangarann Farsæl frá Amarhóli eins og alltaf hefur staðið til, að hans sögn. Aðrir keppendur era Alexander Hrafnkelsson með Prins frá Hvít- árbakka, Atli Guðmundsson með Soldán frá Ketilsstöðum og Mökk frá Búlandi, Auðunn Kristjánsson með Baldur frá Bakka. Baldvin Ari Guðlaugsson mætir með Geysi frá Dalsmynni og Tuma frá Skjaldar- vík, Daníel Jónsson með Eril frá Kópavogi, Einar Ö. Magnússon með Glampa frá Kjarri, Elías Þór- hallsson með Vála frá Nýjabæ, Guðmar Þór Pétursson með Nökkva frá Tunguhálsi og Ask frá Keldudal. Guðmundur Einarsson verður með Ótta frá Miðhjáleigu, Gunnar Arnarsson með Breka frá Efri-Brú, Hallgrímur Birkisson með Hasar frá Búð, Helgi Leifur Sigmarsson með Fleyg frá Hörgs- hóli og Garp frá Hofsstöðum, Hug- rún Jóhannsdóttir með Blæ frá Sigluvík, Logi Laxdal með Frey- móð frá Efstadal, Olil Amble með Kjark frá Horni, Páll Bragi Hólmarsson með Isak frá Eyjólfs- stöðum, Sigrún Brynjarsdóttir með Þrist frá Syðra-Fjalli, Sigfús Brynjar Sigfússon með Garp frá Vestra-Geldingaholti, Sigurður Sigurðarson með Prins frá Hörgs- hóli, Sigurður Matthíassson með Glað frá Sigríðarstöðum og Dem- ant frá Bólstað, Sveinn Ragnars- son með Reyk frá Hoftúni, Sölvi Sigurðarson með Gand frá Fjalli, Vignir Jónasson með Klakk frá Búlandi, Vignir Siggeirsson með Ofsa frá Viðborðsseli, Þórður Þor- bergsson með Börk frá Gamla- Garði. Ekki er að efa að keppnin, sem stendur yfir í fjóra daga, verður æsispennandi. Frammistaða kepp- enda áður skiptir litlu eða engu máli. Það er dagsform hests og reynsla knapanna sem vegur þyngst á metunum og á vel við mál- tækið sem segir að margir séu kall- aðir en fáir útvaldir. Úrtakan hefst með knapafundi 15. júní en keppnin hefst daginn eftir. Hlé verður gert föstudaginn sextánda en keppni lýkur sunnudaginn 20. júní. ÚRSLIT Hestamót Sörla í Hafnarfirði A-flokkur gæðinga 1. Víma frá Neðri-Vindheimum, eig.: Jón V. Hinriksson, kn.: Adolf Snæ- bjömsson, 8,38 2. Þytur frá Kálfhóli, eig.: Elsa Magn- úsdóttir og Pjetur N. Pjetursson, kn.: Elsa Magnúsdóttir, 8,30 3. Bylgja frá Svignaskarði, eig.: Sig- urður Adolfsson, kn. í fork.: Auðunn Kristjánsson, kn. í úrsl.: Logi Laxdal, 8,29 4. Mímir frá Sandhól, eig.: Þorvaldur Kolbeinsson og Margrét Vilhjálms- dóttir, kn.: Þorvaldur Kolbeinsson, 8.27 5. Sorti frá Kjörseyri, eig. og kn.: Snorri Dal, 8,20 B-flokkur gæðinga 1. Seiður frá Sigmundarstöðum, eig. og kn.: Daníel I. Smárason, 8,63 2. Síak frá Þúfum, eig.: Þórður K. Kri- stjánsson og Elma Cates, kn.: Adolf Snæbjörnsson, 8,58 3. Freyja frá Neskaupstað, eig.: Elsa og Pjetur, kn.: Logi Laxdal, 8,39 4. Stjami frá Efstadal, eig.: Páll H. Guðmundsson, kn.: Atli Guðmunds- son, 8,38 5. Fluga frá Breiðabólstað, eig.: Elsa og Pjetur, kn.í fork.: Logi Laxdal, kn. í úrsl.: Sigríður Pjetursdóttir, 8,26 Ungmenni 1. Valur frá Litla-Bergi, eig. og kn.: Hinrik Þ.Sigurðsson, 8,43 2. Tyson frá Búlandi, eig.: Smári Ad- olfsson, kn.: Daníel I. Smárason, 8,14 3. Kóngur, eig.: Kristín Ó. Þórðardótt- ir og Þórður K. Kristjánsson, 8,08 Unglingar 1. Háfeti frá Undirfelli, eig.: Jón V. Hinriksson, kn.: Kristín M. Jónsdótt- ir, 8,42 2. Gnýr frá Langholti, eig. og kn.: Perla D. Þórðardóttir, 8,28 3. Blossi frá Árgerði, eig. og kn.: Mar- grét Guðrúnardóttir, 8,26 4. Dröfn frá Staðarhúsum, eig.: Þor- steinn Eyjólfsson, kn.: Eyjólfur Þor- steinsson, 8,25 5. Hljómur frá Gunnarsholti, eig. og kn.: Ingibjörg Sævarsdóttir, 7,91 Börn 1. Arvakur frá Sandhól, eig.: Margrét Vilhjálmsdóttir og Þorvaldur Kol- beinsson, kn.: Rósa B. Þorvaldsdóttir, 8.28 2. Fengur frá Skammbeinsstöðum, eig.: Sandra L. Þórðardóttir og Þórð- ur K. Kristjánsson, kn.: Sandra L. Þórðardóttir, 8,18 3. Rúbín frá Ögmundarstöðum, eig. Theódór Ómarsson og fj., kn.: Ómar Á. Theódórsson, 8,12 Pollar 1. Freyr frá Sandhól, eig. Margrét og Þorvaldur, kn.: Birkir R. Þorvaldsson 2. Júpiter frá Litla-Garði, eig.: og kn.: Jón B. Smárason 3. Kúlu-Brúnn, kn.: Skúli Þór Unghross 1. Elding frá Hóli, eig.: Haraldur Þor- geirsson, kn.: Jón P. Sveinsson 2. Fjöður frá Hólavatni, eig.: Elsa og Pjetur, kn.: Elsa Magnúsdóttir 3. Rák frá Þverá, eig.: Smári Adolfs- son, kn.: Daníel I. Smárason 4. Venus frá Hafnarfirði, eig.: Elsa og Pjetur, kn.: Sigríður Pjetursdóttir 5. Jafar frá Hrólfsstöðum, eig.: Sig- urður Ævarsson, kn.: Hinrik þ. Sig- urðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.