Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 15.06.1999, Síða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Mercury Rev til íslands Meira að segja mamma er hrifín Bandaríska sveitin Mercury Rev hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu. Hljómveit- in fer ótroðnar slóðir og hrærir saman HLJÓMSVEITIN Mercury Rev, sem kemur hingað til lands í júní. /'víjV [ÍEBUMJ góðar viðtökur í Evrópu og víðar. Við semjum tónlist sem okkur er eðlileg en reynum hvorki að skil- greina hana niður í kjölinn né hugsa of mikið um sköpunina. Ef maður verður of meðvitaður um hvað fólk vill og hvað geti orðið vinsælt er hætta á að það komi niður á gæðum plötunnar og hún verði ekki eins tær.“ Telur þú að tónlist ykkar höfði til afmarkaðs hlustenda- hóps? „Hlustendahópur okkar er blandaður og er alltaf að stækka. Tónlistin okkar virð- ist höfða til breiðs aldurshóps því á tónleikum sér maður fólk frá 17 ára og yfir fertugt og það líkar okkur vel. Meira að segja mamma mín er hrif- in af okkur.“ Nú hafíð þið í Mercury Rev mjög ólíkan tónlistarbakgrunn, háir það ykkur þegar þið semjið tónlistina? „Það getur stundum komið upp ósamstaða en oftast auðgar það tónlistarsköpunina hversu ólík við erum. Það þarf alls ekki að vera galli að hafa ólíkan bakgrunn og í rauninni finnst mér við vera enn betri hljómsveit fyrir vikið.“ Breyttist tónlist ykkar eftir að söngvarinn og Iagasmiðurinn Da- vid Baker hætti í hljómsveitinni árið 1994? „Hann hætti eftir útkomu Boces, sem er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar og það má heyra mun á henni og þriðju breiðskífunni, See You on the Other Side. Jonathan Donahue samdi mest af efninu á þriðju plöt- unni og hann hefur mjög sérstak- an stíl sem er ólíkur þeim sem Da- ve Baker hefur. Breytingin varð sú að tónlistin varð melódískari á þriðju plötunni." Er nýjasta breiðskífan ykkar, Deserter’s Song, ólík hinum fyrri? „Já, þar höfum við náð vissri framþróun, platan er melódískari og við náðum að skapa stemmn- ingu á henni sem kemur mjög vel út.“ Á titill plötunnar, Deserter’s Song, eða „lög liðhlaupans“ eitt- hvað skylt við fráhvarf Dave Ba- ker? „Nei, það er svo langt síðan hann hætti, en titillinn vísar til annarra erfiðleika innan hljóm- sveitarinnar. Jonathan og Sean töluðust á tímabili ekki við og um tíma var ekki útséð með hvort önnur plata yrði gerð eftir aðra breiðskífuna. Titillinn á því við um tónlistarmenn sem yf- irgefa hver annan, lið- hlaupa frá tónlistinni." Kemur ykkur í hljóm- sveitinni illa saman? „Erjurnar heyra fortíð- inni til, um þessar mundir gengur vel að spila og allir eru ánægðir. Fólk sýnir tón- listinni okkar mikinn áhuga og auðvitað er það góð til- finning." Nú búa flestir hljómsveit- armeðlimir í Cathill-fjöllunum utan við New York, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Ekki önnur en sú að margir meðlimir hljómsveitarinnar eru fæddir og uppaldir í þess- um bæ og kunna vel við sig í litlu og rólegu samfélagi lausir við ys og þys borgarlífsins. Þarna þekkist fólk vel og um- hverfið er ótrúlega fallegt og fjöll- in tignarleg." Verður tónlistin kannski fyrir áhrifum af þessu umhveríi? „Já, ég er handviss um að svo sé. Það er þægilegt að búa til tón- list í rólegu umhverfi og geta ein- beitt sér að því sem maður er að gera. Sum laga okkar tengjast umhverfinu beint, t.d. lagið Opus 40 á Deserters’s Song, sem fjallar um stað sem er rétt hjá húsinu hans Jonathans.“ Nú er dagskráin ykkar mjög þétt í sumar og lítið um frí frá tón- leikahaldi, hvernig leggst törnin í ykkur? „Mjög vel. Við erum búin að vera á tónlistarferðalagi síðan í septem- ber í Ameríku, Englandi og Japan en ég hlakka sérstaklega til sum- arsins því þá spilum við á ýmsum tónlistarhátíðum, s.s Glastonbury, Werchter, Hróarskeldu og fjölda annarra. Þá fáum við tækifæri til að hlusta á þær hljómsveitir sem okkur hefur lengi langað til að heyra í. Eg býst við að þetta verði mjög skemmtilegt sumar.“ Það skulum við vona, hugsar blaðamaður með sér. „Sumarið er tíminn,“ segir í vinsælu lagi og í það minnsta er ljóst að tími ís- lenskra aðdáenda sveitarinnar Mercury Rev er kominn. ýmsum tónlistarafbrígðum með áhuga- verðri útkomu. Eyrún Baldursdóttir hafði samband við sveitina sem spilar á afmælisútitónleikum FM957. MERCURY Rev spilar á afmælisútitónleikum FM957 á þaki Faxaskála 22. júní ásamt erlendu sveitunum Garbage, Republica og E-17. Þeg- ar blaðamaður sló á þráðinn var það trommarinn Jeff Mercel sat fyrir svörum en aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru Jonathan Donahue, Sean „Grasshopper" Mackiowiak, Suzanne Thorpe, Da- ve Fridmann og Jimy Chambers. Hvernig myndir þú skilgreina þá tónlist sem þið í Mercury Rev spilið? „Mér finnst svolítið erfitt að svara því, en það mætti segja að við spiluðum rokk undir áhrifum .leldri og yngri tónlistarmanna, s.s Neil Young, George Gershwin og Frank Sinatra. Áhrifavaldar á tónlist okkar eru nær óteljandi. Sumt fólk kallar okkur sýrða og ef það skortir lýsingarorð segir það okkur spila „undarlega“ tónlist." I umsögn um ykkur rakst ég á orðin „tímalaus tilfinningasemi", hvernig fínnst þér það lýsa ykkar tónlist? „Mér finnst það eiga vel við enda reynum við að kappkosta að semja tónlist sem er óháð tíma og tískubylgjum. Þegar fólk er í vafa um frá hvaða tímabili tónlistin okkar er, teljum við að okkur hafi tekist veí til.“ Leggið þið áherslu á að semja tónlist sem er líkíeg til vinsælda eða ræður eitthvað annað ferð- inni? „Vinsældir eru alls ekki aðalat- riði en vissulega höfum við fengið 16" rrir*,. 3 «->lí*c|í|«;tí‘rjui-»duiT> orj r*Ht ,if r*fti>f<i>andi: ?l kok, t ?" hvitlnuksbr.m . r*c.<i \2" márqaritá Í5WT){1R 0®®® £5QK)uS 0g©@. LfiDGJi)3ByQ3CO£JDQLAj0 9 C OPff> mah 00°®0 í^e°[kDa 0 0 LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.