Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 KNATTSPYRNA MORGÚNBLAÐÍÐ Helgi Sigurðsson tók Grikkland með miklu áhlaupi - skoraði tvö mörk á Ródos Var hræddur þegar þúsund manns geystust inn á völlinn „Eg var hræddur eftir að ég hafði skorað annað mark mitt á Ródos. Hátt í þúsund stuðningsmanna geystust þá inn á völlinn til að fagna mér,“ sagði Helgi Sigurðsson, landsliðsmiðherji, sem kom, sá og sigraði er hann lék sinn fyrsta leik með Pan- athinaikos. Sigmundur Ó. Steinarsson ræddi við hann í Færeyjum í sl. viku og sló á þráðinn til hans í Grikklandi, þar sem hann er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum gríska liðsins. Icon Photopress Norski landsliðsmaðurinn Erik Mykland, sem hefur veitt Helga Sigurðssyní mikinn stuðning, fagnar honum eftir að Helgi var búinn að skora annað mark sitt á Ródos. Félagaskipti Helga frá Stabæk til Panathinaikos voru lyginni lík- ust, þar sem hann skrifaði undir samning við liðið aðeins 36 klukku- stundum eftir að hann heyrði fyrst af áhuga þess. Þegar Helgi kom til Aþenu á föstudagskvöldið tóku þús- undir stuðningsmanna liðsins á móti honum á flugvellinum - hrópuðu „Sigurðsson, Sigurðsson...“ Helgi æfði með Panathinaikos á laugar- daginn, en hélt síðan með liðinu tii Ródos á sunnudaginn, þar sem það lék bikarleik. „Liðinu hafði gengið illa að skora og vissi ég að ég myndi fá tækifæri tii að spreyta mig á Ró- dos. Eg kom inná þegar tuttugu og fímm mínútur voru til leiksloka í stöðunni 1:0. Eg hafði ekki verið inná nema í tvær mínútur er ég fiskaði vítaspymu. Eg var ákveðinn að taka spyrnuna sjálfur, sem ég og gerði og skoraði, 2:0. Við bættum síðan við þriðja markinu og það fjórða skoraði ég sjálfur með góðu skoti fyrir utan vítateig. Það var eins og flóðgátt opnaðist - hátt í þúsund stuðningsmenn Panathinai- kos geystust inn á völlinn til að fagna mér. Ég er að sjálfsögðu ánægður með óskabyrjun mína - hef þegar sannað mig og unnið traust hjá samherjum mínum,“ sagði Helgi í Aþenu á sunnudags- kvöldið. Félagaskipti Helga gengu mjög fljótt fyrir sig og vöktu bæði athygli í Grikklandi og Noregi. „Mér var sagt frá áhuga Panathinaikos þriðjudagskvöldið tíunda ágúst. Þá hringdi umboðsmaður minn í mig og segir mér að það sé komið tilboð frá Grikklandi. Ég varð strax mjög spenntur þegar ég heyrði tíðindin - og þá þegar ég vissi að ég færi tO Aþenu strax morguninn eftir. For- ráðamenn Panathinaikos voru að leita að markaskorara áður en lokað var á félagaskipti í sambandi við Meistaradeild Evrópu nokkrum dögum síðar. Við komum til Aþenu seint á miðvikudagskvöld og geng- um þá beint á fund forráðamanna liðsins. Allar viðræður gengu mjög hratt fyrir sér, það var búið að ganga frá samningi við Stabæk og ég gekk frá mínum samningi á fimmtudagsmorguninn. Þá voru ekki liðnar nema 36 klukkustundir frá því að ég heyrði af áhuga gríska liðsins,“ sagði Helgi. Það vakti mikla athygli í Noregi að Helgi væri seldur frá Stabæk á miðju keppnistímabili. „Ég reiknaði sjálfur ekki með því að fara svo snöggt frá Stabæk. Ég ætlaði mér að gera stóra hluti með liðinu og var búinn að setja stefnuna á að reyna að verða fyrsti útlendingurinn til að verða markakóngur í Noregi. En þegar tilboð eins og frá Panathinai- kos kom upp, var ekki hægt að segja nei. Ég er mjög sáttur við gang mála - að ég sé kominn til Grikklands," sagði Helgi, sem skrif- aði undir þriggja ára samning, en síðan hefur gríska liðið forkaupsrétt næstu tvö árin eftir að samningur- inn rennur út. Hvernig tók eiginkona Helga, María Valdimarsdóttir, þessum óvæntu félagaskiptum - að nú væri verið að halda til Grikklands með tveggja ára dóttur, Þóru? „Hún tók þessu strax mjög vel, var mjög spennt eins og ég. Það er spennandi fyrir okkur að fara í allt aðra menningu en við erum vön. Ég var í stöðugu sambandi við Maríu á meðan ég var í Grikklandi, þannig að hún vissi alltaf nákvæmlega hvað væri að gerast. Ég er mjög ánægð- ur að fjölskyldan tekur þátt í þessu og María stendur við bakið á mér.“ Helgi sagði að þetta óvænta æv- intýri hefði komið mörgum á óvart. „Það var lengi búið að ræða um hvaða leikmenn væru á förum frá Stabæk, nafn mitt kom aldrei upp í þeim umræðum. Síðan gerðist það að Panathinaikos vildi fá mig og þá var eins gott að félagaskiptin gengu hratt fyrir sér, þannig að ég varð aldrei órólegur. Stabæk er kannski ekki ánægt með að missa mig sem leikmann, en liðið er eflaust ánægt með peningana sem það fékk fyrir mig. Liðið hefur aldrei selt leik- mann fyrir eins háa upphæð - þrettán milljónir norskar krónur, eða um 128 millj. ísl. krónur. Forráðamenn Stabæk vissu að þeir urðu að selja einn leikmann í ár, ef ekki tvo til þess að láta enda ná saman. Eftir að liðið fékk þennan pening fyrir mig þarf það ekki að selja annan leikmann. Þjálfari minn var aftur á móti hundfúll, nánast brjálaður, þegar ég var seldur. Hann var óhress með að fá ekki að vita um að ég væri á förum fyrr en allt var um garð gengið. Hann vildi ekki missa mig.“ íslendingar ekki vinsælir í norskum fjölmiðlum Helgi sagði að stundum hafi verið erfltt að vera leikmaður í Noregi. „Norsku blöðin hafa skrifað ýmis- legt, þar sem Norðmenn eru þannig að þeir vilja helst hafa norska leik- menn í liðum sínum - ekki íslend- inga né aðra útlendinga. Þess vegna var erfitt fyrir norska fjölmiðla að fjalla um okkur Islendingana, sem flestir hafa verið að gera mjög góða hluti. Það hefur farið nokkuð í taug- arnar á þeim - að við séum að stela senunni frá norsku leikmönnunum. Ég og Heiðar Helguson erum tveir af markahæstu leikmönnum deild- arinnar. Þrátt fyrir það er ekki skrifað of mikið um okkur. TU dæm- is ef ég skoraði eitt mark í leik og hinn norski miðherjinn eitt, tóku fjölmiðlamir frekar markið fyrir sem Norðmaðurinn skoraði. Ég sýndi það á keppnistímabUinu í fyrra og nú að ég hef átt skilið sæti í liðinu - hef skorað mörk jafnt og þétt. Þótt ég hafi skorað fjórtán mörk í átján leikjum fyrir Stabæk á keppnistímabilinu hef ég ekki verið að fá neitt stórkostlega dóma. Sú staða hefur komið upp að fjölmiðlar hafa notað þá leiki sem ég hef ekki skorað í til að rakka mig niður. En þegar ég var seldur á dögunum var skrifað mjög vel um mig.“ Fékk frábærar móttökur hjá Stabæk Helgi sagði að mótttökurnar hafl verið frábærar hjá stuðningsmönn- um Stabæk eftir að hann kom heim frá Grikklandi tU að sjá liðið leika gegn Kongsvingen. „Áhorfendur, samherjar of starfsmenn Stabæk tóku mér vel, sem sýndi mér að þeir hafa kunnað að meta það sem ég hef verið að gera hjá liðinu í tvö ár - þá féllu mörg tár. Ég var leystur út með gjöfum í hálfleik og eftir leik- inn fór ég á stað sem stuðnings- mennimir koma saman á. Þar var mér fagnað með lófaklappi og boðið að bragða á kökum sem búið var að baka í tUefni dagsins. Þá var ég leystur út með enn fleiri gjöfum. Þetta var frábær dagur. Ég neita því ekki að það var erfitt að fara frá Stabæk þar sem þau tvö ár sem ég hef verið hjá liðinu eru þau bestu síðan ég hóf að leika knattspyrnu. Liðið er frábært og einnig er stór- kostlegt fólk sem er í kringum liðið. Ég hef lært mjög mikið á þeim tveimur árum sem ég var í Stabæk. Ég kem til með að sakna áranna, en líflð heldur áfram. Ég hef nú fengið tækifæri til að leika fyrir eitt af stærri liðum Evrópu.“ Helgi sagði að hann hefði ekki sett sig mikið inn í gríska knatt- spymu - „ég þekkti þó stóra liðin þrjú; Panathinaikos, Olympiaikos og AEK. Hjá Panathinaikos era átta útlendingar, sem koma frá Is- landi, Noregi, Króatíu, Þýskalandi og Póllandi. Mér er ætlað að koma inn fyrir Pólverjann Krzyszlof Warzycha, sem hefur leikið í fjöl- mörg ár og skorað þetta um 250 mörk í 300 leikjum. Hann er ekkert unglamb lengur, þannig að mér er ætlað að fylla hans skarð.“ Fer til Grikklands til að skora mörk Helgi sagði að hann hefði verið kynntur fyrir fréttamönnum í Aþenu áður en hann hélt á ný til Noregs. „Allar stærstu sjónvarps- stöðvar Grikklands og blaðamenn frá öllum stóra blöðunum komu á fundinn, sem forseti Panathinaikos hélt. Þegar forsetinn kynnti það að búið væri að kaupa leikmann frá Is- landi brá fréttamönnum í brún - þeir áttu von á að stæma nafn en Sigurðsson frá íslandi yrði kynnt fyrir þeim. En eftir að þeir fengu að heyra að ég hefði skorað tvö mörk í bikarúrslitaleik gegn Rosenborg og tryggt Stabæk bikarinn, vora þeir strax jákvæðir. Þeir þekktu Rosen- borg, sem er stórt nafn í knatt- spymunni í Evrópu. Ég vona að ég standi undir vænt-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.