Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 B 9 HM I SEVILLA Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Játar sig sigraða—Vala Flosadóttir gefur þjálfara sínum, Stanislav Szyzrba, merki um að úti sé æv- intýri. Hann svarar henni - litla myndin fyrir ofan. Morgunblaðið/Kristinn Þórey Edda er tilbúin að stökkva í Sevilla. Áfangi á lengri leið „SYND væri að segja að ég væri ánægð með að fara aðeins yfír 4,15, en þar sem ég reiknaði ekki með miklu eftir bakmeiðslin sem hafa verið að hrjá mig er víst að þetta hefði getað verið verra,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir, en hún hafnaði í þrettánda sæti í stangarstökki kvenna, stökk 4,15 metra en keppendur voru 18. Þórey stökk byijunarhæðina, 4 metra, og næstu hæð, 4,15 metra, í fyrstu tilraun, en felldi síðan 4,25 og var reyndar nokkuð frá að komast yfir þá hæð. „Ég var að fara svolítið út í óvissuna þegar ég byijaði þar sem ég hef lítið keppt og vissi ekki hvað bakið myndi þola, en gjarnan hefði ég viljað fara hærra. En svona er þetta. Ég felldi byrjunarhæð á EM í fyrra og hefði alveg eins getað lent í því einnig nú þar sem ég hef aldrei áður byrjað mót á því að fara yfír fjóra metra. Þetta er hins vegar einn áfangi og von- andi verður sá næsti betri,“ sagði Þórey. Vala Flosadóttir er óánægð og segist þurfa að leggja enn harðar að sér Stökk á viljanum, án hraða og tækni „ÉG var alveg hrikalega óánægð með mig í gærkvöldi, en nú daginn eftir er ég aðeins að jafna mig og sé að það þýðir ekk- ert að gráta þetta, heldur horfa á árið í heild því á árinu hafa verið frábærir áfangar eins og silfrið á HM innanhúss og Evr- ópumeistaratitill 23 ára og yngri,“ sagði Vala Flosadóttir í morgun eftir að hún hafði lokið keppni í stangarstökki kvenna á heimsmeistaramótinu og hafnað í 12. sæti með 4,25 metra, níu sentimetrum frá eigin íslandsmeti og talsvert undir eigin væntingum og annarra. „Ég viðurkenni það hins vegar fúslega að mér leið mjög illa eftir að ég hafði lokið keppni, ég hafði ætlað mér mun meira en raun varð á,“ segir Vala. Vala var greinilega í vandræðum í upphitun, tæknin var slæm og hún virkaði þar af leiðandi ekki eins örugg og oft áður. Hún felldi byrjunar- hæðina, 4 metra, í tvígang áður en hún fór yfir í þriðju til- raun. Sama gerðist með bæði 4,15 metra og 4,25. Alltaf fór hún yfir í þriðja stökki og tæknin var slæm og segja má að hún hafi farið yfir á kraftinum einum saman. Þá virtust stangirnar eitthvað vera henni ívar Benediktsson skrífar frá Sevilla óþægar og þar af leiðandi var hún sífeht að skipta um stangir. „Ég lenti í basli strax í upphafi, áður en keppnin byrjaði, er stangirn- ar komu ekki fyrr en eftir dúk og disk og aðrir keppendur, nema ég og Þórey (Edda Elísdóttir), voru byrj- aðir að hita upp. Upphitunin gekk ekki sem skyldi, ég var óörugg, hik- andi og í vandræum með stangirnar. Þegar út í keppnina var komið héldu vandræðin áfram, sem leiddi til þess að ég þurfti að stökkva mjög oft og þreytan sagði til sín. Þá var tæknin út úr korti og segja má að ég hafi stokkið á kröftunum og erfiðað of mikið, ekki látið tæknina og stöngina vinna nógu vel fyrir mig. Þetta voru fyrst og fremst viljastökk án hraða og tækni,“ sagði Vala ennfremur. Þegar komið var upp í 4,35 metra segist Vala hafa verið orðin þreytt, hún hafi samt vonast til þess að komast yfir og því skipt yf- ir í mjög harða stöng. Fyrsta stökkið hafi verið slæmt og í tveimur þeim síðari hafi hún enga alvarlega tilraun gert til að fara yf- ir, heldur vegið sig upp á stöngina og ekki haft kraft til þess að ljúka því sem hún var byrjuð á. „Það eru svo sannarlega vonbrigði að hafa ekki stokkið hærra, að því hafði ég stefnt og lagt á mig erfiðar æfingar til þess að standa vel að vígi þegar að heimsmeistaramótinu kæmi, því ég á það inni. Mér hefur hins vegar gengið upp og ofan í sum- ar og í heild hefur sumrið verið erfitt, sumt hefur gengið upp, annað ekki. Þetta segir mér hins vegar að- eins eitt, ég verð að leggja enn harð- ar að mér við æfingar.“ Ertu kannski að heltast úr lestinni meðal þeirra bestu? „Ekki tel ég það vera eins og stað- an er í dag, en standi ég í sömu spor- um eftir ár er ekki ósennilegt að verði þá að missa af lest þeirra bestu. Það er ljóst að til þess að ná að halda í þær allra bestu verð ég að leggja enn harðar að mér en ég hef gert. í heild má segja að ég verði nú að setjast niður og hugsa alvarlega minn gang, taka sjálfa mig taki á vissum sviðum.“ Hvað áttu við með því? „í því felst einkum þrennt. Ég þarf að æfa enn meira og betur en ég hef gert, þá verð ég að létta mig aðeins og eins æfa og styrkja hugann enn frekar til þess að vera tilbúin í átökin viðjsær bestu á stærstu mótum. Á næsta ári eru Ólympíuleikar og þá verður keppt í stangarstökki kvenna í fyrsta sinn, þar ætla allir að leggja sig fram og ég mun ekkert gefa neitt efth- þar.“ Stöng- unum seink- aði VALA Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir urðu fyrir því óláni að fá ekki stangir sínar inn á keppnisvöllinn fyrr en upphitun hafði staðið yfir í 15 mínútur og aðrir keppendur voru byijaðir að stilla atrennu sína og reyna sig í stökkum. Engin skýring fékkst á hvers vegna þetta gerðist, en eftir að Vésteinn Hafsteinsson, verkefnissljóri Frjálsíþróttasambandsins og Islandsmethafi í kringlu- kasti, blandaði sér í málin og las yfir hausamótum nokk- urra starfsmanna á vellinum komu stangirnar með hraði til Þóreyjar og Völu. Áður en Vésteinn blandaði sér í málið hafði hver starfsmað- urinn vísað á annan og eng- inn viljað taka við ítrekuðum óskum um að stangirnar kæmu inn á völlinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.