Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGl'JST 1999 B 3 KNATTSPYRNA Icon Photopress Ungur stuðningsmaður Panathinaikos fær eiginhandaráritun Helga á knöttinn á fyrstu æfingu Helga með gríska liðinu sl. laugardag. ingum. Það er eflaust ágætt að koma inn sem óþekktur íslendingur. Þá eru væntingar ekki eins miklar og ef liðið væri að kaupa þekktan leikmann. Það verður að sjálfsögðu viss pressa á mann. Ég er tilbúinn í slaginn og ákveðinn í að standa mig - ef ég fæ tækifæri á Ródos ætla ég mér að skora. Til þess var ég keypt- ur til liðsins," sagði Helgi í viðtalinu í Færeyjum og hann stóð við það; skoraði tvö mörk. Þess má geta að Helgi var mikið í fjölmiðlum í Grikklandi eftir að hann var keyptur, einnig eftir að hann kom til landsins sl. föstudags- kvöld - einnig eftir að hann skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með Panathinaikos á Ródos. „Ég vona að ég tvíeflist við þessa athygli,“ sagði Helgi, sem var aðeins 19 ára þegar hann fór til Þýskalands til að leika með Stuttgart. Þar gekk honum mjög vel til að byrja með, náði mjög fljótt föstu sæti í liðinu. Þá fótbrotnaði hann og átti eftir það í erfíðleikum með að ná sæti sínu aftur. Frá Stuttgart fór hann til Tennis Borussia Berlín, þar sem honum gekk vel þar til einn þjálfarinn vildi gera Helga að varn- armanni. „Þá þakkaði ég fyrir mig og hélt til íslands í byrjun árs 1997. Um leið og María ól Þóru kom til- boð frá Stabæk, sem ég tók fegins hendi. Það var mikið gæfuspor fyrir okkur að Stabæk skyldi gefa mér aftur tækifæri. Ég verð liðinu alltaf þakklátur fyrir það,“ sagði Helgi. Það verður eflaust erfítt fyrir Helga að aðlaga sig nýjum staðhátt- um. Kemur þessi lífsglaði og hlátur- mildi maður til með að halda áfram að grínast í Aþenu? „Ég mun ör- ugglega hlæja eins mikið þar og ég hef gert á Islandi, í Þýskalandi og Noregi. Það verður örugglega ein- kennilegt fyrir mig að koma inn í grískuna - mál sem ég veit að ég næ ekki strax tökum á. Það tekur sinn tíma. Margir kunna ekkert í ensku, þannig að ég veit að þetta getur orðið vandræðalegt. Ég veit til dæmis að þjálfarinn talar enga ensku, þannig að það verður gaman að sjá hvemig ég kem til með að ráða fram úr því hvað ég á að gera inni á vellinum. Það eru útlendingar í liðinu sem ég mun geta rætt við, eins og norski landsliðsmaðurinn Erik Mykland. Ég kvíði engu,“ sagði Helgi. Við sleppum Helga ekki nema að fá svar við einni spumingu - er hann besti miðherji íslands? Besti og ekki besti. Það er alltaf erfitt að segja til um það. Þó ég sé ekki sá sterkasti í loftinu þá hef ég alltaf átt auðvelt með að skora mörk. Ut á það gengur leikurinn. Innst inni trúi ég því að ég sé sá besti. Maður verður að hafa trú á sjálfum sér. Annars hef ég ekki verið að velta þessu fyrir mér, hvort ég sé bestur eða næstbestur. Hvort ég sé besti miðherji sem Island á læt ég aðra dæma um - aftur á móti lít ég svo á að það að ég er genginn til liðs við stórlið Panathinaikos sé mesti heið- ur sem íslenskum knattspyrnu- manni hefur hlotnast síðustu ár. Það er viðurkenning á því sem ég hef verið að gera, að ég sé á réttri leið. Það hvetur mig að halda áfram á sömu braut. Ef ég næ að standa mig í Grikklandi verð ég algjör hetja, en ef liðinu fer að ganga illa þá verða það útlendingamir sem fá fyrst að fínna fyrir því. Hjá Pan- athinaikos, sem er með bestu æf- ingaaðstöðu í heimi, leik ég fyrir framan áttatíu þúsund manns í hverjum heimaleik. Ég er staðráð- inn í að standa mig áfram fyrir hönd fjölskyldunnar og íslands,“ sagði Helgi. Ríkharður skoraði í Noregi Heppnin var ekki með Tryggva Guðmundssyni, sem átti þrjú skot sem höfnuðu á tréverkinu RÍKHARÐUR Daðason skoraði fyrsta mark leiksins þegar lið hans Viking lék úti á móti Válerenga í 20. umferð norsku knattspyrn- unnar á sunnudag. Það dugði ekki til því andstæðingarnir sigr- uðu 4:2. Ríkharður gerði markið á 34. mínútu með löngu skoti neðst í hægra hornið. Hann fékk þokkalega dóma fyrir leik sinn í dagblaðinu Aftenposten. Mamadou Diallo, senegalski sókn- armaðurinn sem reynt var að fá til liðs við Akranes fyrr í sumar, skor- ■■■ aði eitt marka Váler- Gylfi enga. Fyrir síðustu um- Hafsteinsson fcrð var hann lánaður frá Lillestrom. Váler- enga er nu með 18 stig í 12. og þriðja neðsta sæti deildarinn- ar en Viking er í 9. sæti með 27 stig og er næsta lið fyrir ofan þau fimm sem berjast um að bjarga sér frá falli. Þrátt fyrir að Heiðari Helgusyni tækist að koma boltanum í netið á 22 ára afmælisdag sinn í heimaleik á móti Skeid hafði það mark ekkert að segja í 2:1 sigri liðsins því markið var dæmt af. Hann kom þó við sögu þegar Lilleström skoraði fyrsta mark leiksins rétt eftir hálfleik. Þá skallaði hann boltann út á nýliðann Sveinung Fjeldstad sem skoraði af stuttu færi. Heiðar og Rúnar Krist- insson fegnu báðir þokkalega dóma fyrir leik sinn í Aftenposten. Þrátt fyrir úrslitin, 2:1, hafði Lilleström nokkra yfirburði í leiknum enda er Skeid nú í næstneðsta sæti deildar- innar en Lilleström jafnt Molde í öðru til þriðja sæti eftir að liðið tap- aði 1:3 gegn Brann. Tryggvi með þrjú skot í tréverkið Tromsö gerði 1:1 jafntefli við Moss á heimavelli sínum. Tryggvi Guðmundsson fékk góða dóma fyrir leik sinn þrátt fyrir að honum tækist ekki að gera mark að þessu sinni - átti þrjú skot sem höfnuðu á tréverk- inu á marki Moss. „Það var hreintó- trúlegt að við næðum ekki að fagna sigri. Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ sagði Tryggvi. Mark liðsins gerði Rune Lange og komst þar með upp að hlið Heiðars Helgusonar, Sigurd Rushfeldt og Andreas Lund í harðri keppni um markakóngstitilinn. Þeir hafa allir gert 15 mörk. Helgi Sigurðsson kem- ur næstur með 14 mörk en á að lík- indum eftir að færast eitthvað neðar á listanum því hann hefur verið seld- ur til Grikklands. Stabæk gengur illa Stabæk, sem Helgi lék með, hefur gengið illa undanfarið. Salan á Helga og Jesper Jansson, öðrum lykimanni liðsins, og það að þriðji lykilmaður- inn, Peter Belsvik, hefur verið meiddur þangað til í þessum leik, hefur haft áhrif þar á. Þrátt fyrir endurkomu hans náðu leikmenn Sta- bæk ekki að rétta úr kútnum og töp- uðu 4:0 fyrir Bodö/Glimt. Pétur Mar- teinsson lék ekki með Stabæk. Liðið var lengi í toppbaráttunni en er nú í 5. sæti með 31 stig. Norsk blöð segja að liðið mun koma til með að sakna Helga mikið. Steinar Adolfsson hlaut fremur slaka dóma í Aftenposten fyrir frammistöðu sína með Kongsvinger þegar liðið landaði mjög mikilvægum sigri á Odd Grenland, 1:0. Þrátt fyrir sigurinn er Kongsvinger enn í neðsta sæti deildarinnar en er nú með 16 stig, aðeins stigi á eftir Skeid og tveimur á eftir Válerenga. Valur Gíslason var í byrjunarliði Strömsgodset þegar liðið tapaði 3:1 heima fyrir Rosenborg. Árni Gautur Arason stóð þá annan leikinn í röð í markinu hjá Rosenborg. Árni fékk þokkalega dóma fyrir leik sinn en Valur heldur slakari. Rosenborg er nú langefst á toppi deildarinnar með 47 stig og leikur næsta sunnudag við Molde. ISAFJORÐUR: Bílasala Jóels ísafjarðar- flugvelli Sími 456 4712 SAUÐÁRKRÓKUR: Bifreiða- verkstæðið Áki Sæmundargötu 16 Sími 453 1541 AKUREYRI: Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5a Sími 461 2960 EGILSSTAÐIR: Vélaverkstæðið Víkingur Lyngási Sími 471 1244 REYÐARFJORÐUR: HOFN: Lykill Bílverk Búðareyri 25 Víkurbraut 4 Simi 474 1199 Sími 478 1990 SELFOSS: Betri bílasalan Hrismýri 2 Sími 482 3100 KEFLAVÍK: AKRANES: Bílasala Björn Lárusson Reykjaness Esjubraut 45 Hafnargötu 88 Sími: 431 1650 Sími 421 6560 REYKJAVIK: Bílahúsið Sævar- höfða 2 Sími 525 8000 BORGARNES: Bilasala Vesturlands Borgarbraut Sími: 437 1577 á notuðum bílum Vegna ótrúlegrar sölu á nýjum bílum frá Ingvari Helgasyni og Bílheimum seljum við fjölda notaðra bíla í öllum verðflokkum með um land allt alvöru afslætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.