Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ HM í SEVILLA ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 B 7 í fríi í Sevilla Tveir NOKKRA athygli hefur vakið að ekki hefur verið uppselt í sæti á íþróttaleikvanginum í Sevilla á kvöldin þegar keppt er til úrslita á heimsmeistara- mótinu í frjálsíþróttum. Þegar úrslitin í 100 metra hlaupi karla og kvenna fóru fram á sunnudagskvöldið voru ekki þríðju nema rúmlega 40.000 áhorf- endur, en völlurinn tekur 60.0000 manns í sæti. Ekki er hægt að kenna miðaverðinu um sem er ósköp skaplegt að flestra áliti. Telja flestir að skýringin kunni að vera að af um 700.000 íbúum borgarinnar má reikna með að tveir þriðju hlutar þeirra séu í sumarleyfí við suðurströnd Spánar á þess- um tíma árs, enda hitinn nær óbærilegur í borginni, t.d. var 44 stiga hiti sl. sunnudag. Rétt er að taka fram að ekki er keppt um miðjan daginn þegar hitinn er mestur með þeirri undantekningu að tugþrautar- menn verða að reyna sig í nokkrum greinum á þessum tíma. Þykir það meira að segja sæta furðu hjá Spánveijum sjálfum að Alþjóða frjálsí- þróttasambandið hafi sam- þykkt að mótið færi fram á þessum tíma árs í borginni. íslendingur á meðal sjálf- boðaliða EINN fslendingur, Elín Heið- arsdóttir, er á meðal þijú þúsund sjálfboðaliða sem vinna við ýmis verk á heims- meistaramótinu í Sevilla. Elín hefur verið búsett í Sevilla frá því sl. haust en hún er í fjögurra ára námi í ferða- mannafræðum. Elín starfar við að koma upplýsingum af mótinu á hina ýmsu staði og fær starf sitt metið til eininga í náminu við skólann. Tveir nýir bætast í hópinn ALLS hafa fimmtán keppend- ur reynt sig fyrir Islands hönd á heimsmeistaramótun- um í fijálsíþróttum siðan fyrsta mótið var haldið í Helsinki 1983. Þar af eru 8 karlar og 7 konur, en hlutur kvenna réttist verulega á þessu móti þegar Vala Flosa- dóttir og Þórey Edda EIís- dóttir bættust í hóp kepp- enda. Vésteinn Hafsteinsson ís- landsmethafií kringlukasti hefur oftast íslendinga tekið þátt í heimsmeistaramóti, alls fimm sinnum. Vésteinn tók þátt 1983, 1987, 1991, 1993, 1995, þ.e.a.s. í fimm fyrstu mótunum, Sigurður Einars- son, spjótkastari, Guðrún Arnardóttir, grindahlaupari, og Þórdís Gisladóttir, há- stökkvari, hafa verið með fjórum sinnum. Guðrún hefur því möguleika á að jafna met Vésteins taki hún þátt í HM í Edmonton í Kanada eftir tvö ár. Flestir voru íslensku kepp- endurnir árið 1991, sjö, en fæstir á mótinu í Aþenu 1997, aðeins tveir. Nú eru íslensku keppendurnir fjórir. Fá stig unnist ALLIR keppendur sem hafna í einu af átta efstu sætunum í hverri grein vinna inn stig fyrir þjóðir sínar. Islendingar hafa hingað til aðeins einu sinni komist á blað í stiga- keppninni. Það gerðist á HM í Tókýó 1991 þegar Sigurður Einarsson hafnaði í 6. sæti í spjótkasti, kastaði 83,46 metra. Einar Vilhjálmsson var nærri því að vinna stig á sama móti, en hann varð ní- undi í spjótkasti, kastaði 77,38. CJ Hunter fagnar óvæntum sigri í kúluvarpi. Reuters Úrslit kúluvarps karla réðust í síðustu umferð Tími CJ er runninn upp ÉG vissi að ég hefði alla burði til þess að vinna og því lagði ég mig allan fram í síðasta kastinu og það nægði,“ sagði CJ Hunt- er frá Bandaríkjunum eftir að hann hafði tryggt sér sigur í kúluvarpi karla, hann varpaði 21,79, 38 sentímetrum lengra en hann hafði áður gert best á ferli sínum. Oliver Sven Buder, Þýskalandi, sem hafði haft forystuna frá því í fyrstu umferð varð að gera sér silfrið að góðu með 21,42 metra og þriðji varð Evrópumeistarinn Alexander Bagach, Úkraínu, varpaði 21,26 metra. Þetta var fyrsti sigur C J Hunter á stói-móti, en undanfarin ár hefur hann verið í fremstu röð kúluvarpara en staðið Ivar Benedikts- í skugga landa sinna, son skrifar Johns Godina og áður frá Sevilla Randy Barnes, heimsmethafa. Á síð- asta stórmóti var Hunter í þriðja sæti og og oft hefur annað og þriðja sætið verið hans hlutskipti. Hann hefur einkum verið þekktur fyrir að vera kærasti og nú síðasta árið eiginmaður Marion Jones, fljótustu konu heims. „Ég vona að þessi sigur verði til þess að CJ fái almenna viðurkenningu sem kúlu- varpari," sagði Jones þegar Hunt- er hafði tekið við verðlaunum sín- um. „Því miður hefur mér þótt hann mjög vanmetinn kúluvarpari af almenningi og fjölmiðlum, en ég trúi því að hans tími sé nú runninn upp og hann verði þekktur fyrir annað en að vera maðurinn minn,“ sagði Jones ennfremur. Sven Buder náði að varpa 21,42 í fjórðu umferð og þá hafði Hunter ekki náð sér verulega á strik og lengst náð 20,65 og varð þriðji. I fimmtu umferð varpaði hann 21,09 en Buder gerði ógilt og einnig Bagach sem lengst hafði kastað 21 metra í annarri umferð. I lokaum- ferðinni var Bagach þriðji síðastur í kaströðinni og komst upp í annað sætið með 21,26. Hunter var næst- ur og lagði sig allan fram, tók sinn hefðbundna snúning og varpaði feikilangt, 21,79, hann var orðinn fyrstur. Síðastur varpaði Buder, en tókst ekki að svara og kastið mæld- ist 20,47. Hunter fagnaði ógurlega sem skiljanlegt er og fyrstur til þess að óska honum til hamingju var Buder. „Framan af keppninni var ég of spenntur, ætlaði mér um of. En þegar á leið slakaði ég betur á og náði þá því besta framhjá mér,“ sagði Hunter á blaðamannafundi eftir keppnina. „í síðasta kastinu var það allt eða ekkert, ég hafði engu að tapa.“ Fyrrverandi heimsmeistari, John Godina, varð aðeins í 7. sæti með 20,35 en hann hefur ekki gengið heill til skógar í sumar. „Þetta var frábær keppni og mér leið vel úti á vellinum, svo vel að mér er hjartanlega sama þótt ég hafl séð eftir gullinu í síðustu um- ferðinni," sagði Sven Buder eftir keppnina. „Eg er hæstánægður með silfrið." Bronsverðlaunahafinn, Bagach, var ekki eins glaðbeittur enda ekki þekktur fyrir að vera hvers manns hugljúfi. Hann kvartaði yfir of miklum hita, en 32 stiga lofthiti og 45 gráða raki var þar sem kúlu- varpararnir reyndu með sér. „Vissulega fékk ég verðlaun, en tæknin var slæm og brons er það sama og tap fyrir mig.“ taémR FOLK ■ ILYA Markov frá Rússlandi vann fyrstu gullverðlaun heimsmeistara- mótsins er hann kom fyrstur karla í mark í 20 km göngu. Hann er einnig Evrópumeistari í greininni. ■ SUZAN Zsabó setti ungverskt met er hún stökk yfir 4,40 metra og hafnaði í fjórða sæti stangarstökk- skeppni kvenna. Gamla metið átti hún sjálf, 4,36 metrar. Zsabó á best 4,51 metra í stangarstökki innadyra. ■ DANIELA Bartova, frá Tékk- landi, stökk einnig 4,40 metra sem er það hæsta sem hún hefur stokkið utandyra í tvö ár. Bartova var meidd í fyrra og náði sér ekki á strik á EM í Búdapcst, þar sem hún náði ekki inn í úrslitin. Árangurinn nú nægði Bartovu til þess að hafna í sjötta sæti ásamt landa sínum, Pavla Ha- mácková. Sú bætti sinn fyrri árang- ur um 5 sentimertra. ■ HEIKE Drechsler, einn sigursæl- asti frjálsíþróttamaður síðari tíma, mætti ekki til leiks í undankeppni langstökksins, en margir söknuðu hennar, en hún er Evrópumeistari í greininni og sú eina sem vann Marion Jones í langstökki á síðasta ári. Ástæðan fyrir því að Drechsler mætti ekki til leiks voru meiðsli í kálfa sem hún varð fyrir á móti í síð- ustu viku. Þau eru ekki alvarleg, að sögn landa Drechsler, Þjóðverja úr hópi blaðamanna, er Morgunblaðið hitti á HM í Sevilla. ■ GHADA Shousa frá Sýriandi setti landsmet í kúluvarpi karla, er hann varpaði 15,76 metra í forkeppni kúluvarps karla. Árangurinn nægði Shousa ekki til þess að komast í úr- slit. ■ DENISE Lewis, silfurverðlauna- hafi í sjöþraut kvenna frá Bretlandi, varð fyrir því að löglegt stökk henn- ar í síðustu umferð langstökksins var dæmt ógilt, þrátt fyrir að það væri gilt. Litlu mátti muna að vísu að stökkið væri ógilt, en á sjónvarps- myndum mátti sjá að það var hárfínt gilt. Dómari stökksins sat við sinn keip, en samþykkti að lokum efth- mikil mótmæli Lewis að mæla stökk- ið. Var það gert og reyndist það vera 6,64 metrar. Var dómurinn kærður fyrir dómstóli mótsins sem sam- þykkti að stökkið skyldi dæmt gilt. Munaði þessi dómur miklu fyrir Lewis þar sem næstlengsta stökk hennar var 6,20 og alls fékk hún rúmlega 100 stigum meira fyrh’ 6,64 en 6,20 metra. ■ IONELA Tirlea, Evrópumeistari í 400 metra grindahlaupi kvenna og sú kona sem á annan besta árangur árs- ins í greininni, 53,25 sekúndur, ákvað mjög óvænt að keppa í 400 metra hlaupi, en sleppa grindahlaup- inu. Tirlea, sem er frá Rúmeniu, keppti í 400 metra hlaupi á dögun- um, fékk tímann 49,88 sekúndur og ákvað því að skipta um grein. Tirlea er fjölhæfur hlaupari og varð m.a. heimsmeistari innanhúss í 200 metra hlaupi í Japan sl. vetur. ■ MONICA Niederstatter frá Ítalíu setti landsmet í 400 metra grinda- hlaupi í undanrásunum á sunnudag. Hljóp á 55,10 sekúndum og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Gamla metið átti hún en það var 55,71. ■ EUNICE Barber frá Frakklandi sigraði örugglega í sjöþraut kvenna, fékk 6.861 stig, 120 stigum meira en Bretinn Denise Lewis er hreppti annað sætið með 6.724 stig. Heims- meistarinn í greininni í Aþenu fyrir tveimur árum, Sabine Braun frá Þýskalandi, varð að gera sér fjórða sætið að góðu, hún önglaði saman 6.497 stigum. Þriðja sætið kom í hlut heimsmeistarans frá því í Gautaborg 1995, Chada Shouaa, Sýrlandi. ■ BARBER hafði örugga forystu frá fyrstu grein til hinnar síðustu auk þess sem hún bætti sinn persónulega árangur verulega, eða um 375 stig. ■ LEWIS fékk hins vegar silfur- verðlaun á öðru heimsmeistaramót- inu í röð, en fyrirfram var reiknað með sigri hennar í þrautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.