Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 16
FRJÁLSÍÞRÓTTIR / HM í SEVILLA Blóð Spánverja við suðumark er heimamaður sigraði í langstökki í síðasta stökkinu Niurka Montaivo var hetja Spánverja í gærkvöld er hún varð mjög óvænt sigurvegari í langstökki kvenna. ■ FRANKA Dietzsch sigraði í * kringlukasti kvenna af nokkru ör- yggi. Hún kastaði 68,14 metra, 2,09 metrum lengra en Anastasia Keles- idou, Grikklandi sem hafnaði í öðru sæti. Þriðja sæti kom í hlut Rúmen- ans Nicoieta Grasu, en hún kastaði 65,35 metra. ■ DIETZSCH fagnaði sigri sínum gríðarlega enda gekk henni allt í mót á síðasta heimsmeistaramóti og gerði hún öll köst sín í undankeppn- inni ógild. ■ ÞAÐ þurfti að hlaupa á 54,81 sekúndu til þess að ná inní úrslitn í 400 metra grindahlaupi kvenna, en undanúrslitin fóru fram í gærkvöldi. Þess má geta að Islandsmet Guð- rúnar Arnardóttur er 54,59. Debbi Ann Parris var sú áttunda inn í úr- slit með ofangreindan tíma. Heims- meistarinn Nezha Bidouane, Marokkó, náði bestum tíma kepp- enda í gær, 53,95. ■ CHRISTOPHER Koskei frá Kenýa varð heimsmeistari í 3.000 metra hindrunarhlaupi karla eftir harða keppni við landa sinn og heimsmeistarann frá 1997, Wilson Boit Kipketer. Koskei fékk tímann 8.11,76 sem er lakasti sigurtími í greininni frá því landi hans Moses Kiptanui kom fyrstur í mark á HM «. í Tókýó 1991. Kipketer kom í mark nú á 8.12,09, rúmlega 5 sekúndum lakara en fyrir tveimur árum. ■ ALI Ezzine varð þriðji í hindrun- arhlaupinu á 8.12,73 mínútum. Heimsmethafinn Berard Barmasai varð að gera sér fimmta sætið að góðu á 8.13,51, um 17 sekúndum frá tveggja ára gömlu heimsmeti sínu. Alls voru fjórir hlauparar frá Kenýa á meðal þeirra tólf sem hlupu til úr- slita í gær. Fjórði hlauparinn var Paul Kosgei. ■ CJ Hunter, eiginmaður Marion Jones, var við hliðarlínuna þar sem langstökk kvenna fór fram í gær og var óspar að gefa konu sinni ráð, var hann meira að segja ákafari við það en þjálfari Jones sem sat við hiið kúluvarparans. ■ STEVE Smith frá Bretlandi missteig sig á hægri fæti í annarri tilraun sinni við 2,37 mera í úrslit- um hástökks karla og varð þar með að hætta keppni á versta tíma þar sem hann átti í harðri keppni við Vyacheslav Voronin, Rússlandi og Mark Boswell frá Kanada. Þeir voru einir eftir í hástökkinu að reyna við þessa hæð þegar þama var komið. ■ SMITH hefur verið meiddur á ökkla um tíma og tók áhættu með því að hefja keppni þegar komið var í 2,35, felldi einu sinni og geymdi tvær tilraunir á 2,37. Þetta her- bragð Smiths gekk ekki upp og hrundi alveg er hann meiddist. ■ VORONIN sigraði af öryggi í há- stökkinu, fór hæst 2,37 metra, Bosweel varð annar með 2,35 og Þjóðverjinn Martin Buss hafnaði í þriðja sæti með 2,32. Voronin reyndi síðan að jafha mótsmetið og rúss- neska landsmetið um 2 sentímetra en lánaðist það ekki. Fram til þess tíma hafði hann ekki fellt eina hæð. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson ÞAÐ ætlaði allt um koll að keyra á ólympíuieikvanginum í Sevilla í gærkvöld þegar heimamaðurinn Niurka Montalvo tryggði sér gullverðlaunin í langstökki kvenna í síðasta stökki sínu og næst- síðasta stökki keppninnar. Montalvo stökk 7,06 metra, 12 sentí- metrum lengra en ítalinn Fiona May, en hún hafði verið í forystu allt frá því í fyrstu umferð. May, sem varð heimsmeistari í Gautaborg fyrir fjórum árum, gerði örvæntingarfulla tilraun til þess að endurheimta efsta sætið í lokastökki keppninnar - en án árangurs. ívar Benediktsson skrífar frá Sevilla Sigurinn var Spánverjum sætur, ekki síst fyrir Montalvo því hún varð að gera sér annað sætið að góðu á HM í Gautabrog fyrir fjórum árum, á eftir May, þá sem Kúbverji. Marion Jo- nes varð að gera sér bronsið að góðu að þessu sinni, stökk lengst 6,83 metra. Heimsmeistarinn frá því í Aþenu fyrir tveimui- árum, Ludmyla Galkina, varð fjórða, einum sentímetra á eftir Jones. Óhætt er að segja að dramatíkin hafa verið mikil i keppninni þegar kom að síðustu stökkunum. Niurka hafði verið í öðru sæti frá upphafi, fyrst með 6,80 og síðar 6,88. Hún fékk gríðarlegan stuðning frá tæp- lega 38.000 löndum sínum þegar að síðasta stökkinu kom. Hún stökk og það sló þögn á áhorfendur um stund meðan beðið var niðurstöðu dómara því stökkið var alveg á mörkunum að vera gilt. Loks kom dómurinn; stökk- ið var gilt og var þar um hárréttan dóm að ræða. Skömmu síðar birtist mælingin á töflu vallarins, 7,06, spænskt met og sigur innan seiling- ar. Tæplega 38.000 áhorfendur glöddust innilega eins og Spánverj- um einum er lagið. Þeir voru líka ósparir á að púa er May stökk síðasta sinni og gengu nær því af göflunum er í Ijós kom að spænskur sigur var staðreynd. Montalvo hljóp um völlinn sveipuð spænskum fána, umkringd glaðbeittum löndum sínum sem sungu óle, óle, óle eins og þeir hæst gátu. Var hávaðinn slíkur að þulur vallarins varð að þagga niður í lönd- um sínum til þess að hægt væri að koma síðasta riðli 110 metra grinda- hlaups karla af stað. Úr urðu fjögur þjófstört og loks þegar hlaupararnir komust af stað héldu sigursöngvarnir áfram að hljóma og gera eflaust enn því Spánverjar hafa eignast nýja þjóðhetju í bókastaflegri merkingu. Með sigrinum þakkaði Montalvo Spánverjum nýfenginn ríkisborgara- rétt sinn. Montalvo fæddist á Kúbu en giftist Spánverja sl. sumar og fékk spænskan ríkisborgararétt 5. maí í vor. Fyrsta spænska metið setti hún 10. ágúst er hún stökk 7,03 metra í Snæfjöllum. Er hægt að vinna hug og hjarta þjóðar sinnar á betri hátt? Valdimar skorinn upp VALDIMAR Grímsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, mun fara undir hnífínn á fimmtudaginn. Hann verður þá skorinn upp vegna meiðsla í hné sem hafa verið að angra hann. Hann varð að hætta Ieik með Wuppertal gegn Solingen um helgina og í gær varð hann að hætta á æfíngu. Valdimar mun verða frá keppni í þrjá mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Wuppertal því að Dagur Sigurðsson er meiddur og leikur ekki fyrr en í byrjun október. Þá eru báðir markverðir liðsins meiddir. Valdimar og Dagur geta ekki leikið með ís- lenska Iandsliðinu í Evr- ópuleikjum gegn Ma- kedóníu í september. Ásgerður hugsan- legafrá ÁSGERÐUR Ingibergsdóttir, leik- maður Vals, tognaði í upphafí leiks íslands og Úkraínu ytra og þurfti að fara af velli. Búist er við að leikmaðurinn, sem hefur skorað flest mörk í efstu deild kvenna, verði ekki meira með það sem eftir lifir íslandsmóts. Hún hefur skorað 18 mörk það sem af er móti. Óvíst er hvort Ásthildur Helga- dóttir, leikmaður íslenska lands- liðsins, geti tekið þátt í landsleik íslands og Ítalíu, sem fram fer hér á landi 22. september. Ásthildur, sem leikur með háskóla í Banda- ríkjunum, hefur ekki fengið leyfi til þess að leika með landsliðinu þann dag. Fylkir gerir Norð- manni tilboð FYLKISMENN hafa gert norskum handknattleiks- manni tilboð - miðjumann- inum Kenneth Ellertsen - um að leika með liðinu í vetur. Ellertsen, sem er bróðir Kjetils Ellertsen í Haukum, hefur æft með lið- inu undanfarna daga og lék með því í æfingaleik gegn KA um helgina. KA vann 33:19. Þá unnu Fylkismenn færeyska liðið Vestmanna 30:22 um helgina. Einar Þorvarðarson, þjálfari Fylkis, sagði að Fylkismenn væru að skoða fleiri möguleika í leik- mannamálum en hann sagði að styrkja þyrfti liðið frekar fyrir komandi tíma- bil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.