Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HM í SEVILLA Guðrún Arnardóttir varð nítjánda í undanrásum í 400 m grindahlaupi og komst ekki áfram Methafinn er mættur Vonbrigði að vera ekki betri en þetta „AUÐVITAÐ eru þetta rosaleg vonbrigði, alltaf snýst þetta jú um að komast sem lengst á þessum stórmótum, eins og heims- meistaramótum og Ólympíuleikum," sagði Guðrún Arnardóttir eftir að í Ijós kom að hún var úr leik í 400 metra grindahlaupi eftir undanrásirnar, komst ekki í milliriðil. Guðrún hafnaði í 19. sæti í undanrásunum á tímanum 55,45 sekúndur sem er þriðji besti tími hennar á árinu. íslandsmet Guðrúnar frá því á síðasta ári er 54,59 sekúndur. Keppt var í fjórum sjö manna riðlum og varð Guðrún í fimmta sæti í þriðja riðli. Alls komust sextán keppendur í undanúrslit sem fram fóru í gærkvöldi. Fyrirfram mátti reikna með að Guðrún yrði að hlaupa betur en hún hefur gert síðustu mánuði til ■HHHHI þess að komast í úr- ivar slit. Besti tími hennar Benediktsson á árinu, 55,31 sek- sto'ferfrá únda, var 17. besti tími keppendanna 28. Ljóst var á fyrstu 200 metrum hlaupsins að Guðrún átti í erfiðleik- um. Viðbragðið var slæmt, það . lakasta í keppninni. Eins virtist hún ekki fara yfír grindumar af þeirri mýkt sem kostur er. Allt kom þetta niður á hraðanum. Síð- ari 200 metrar hlaupsins voru betri og endaspretturinn var ágætur eft- ir að hafa komið illa yfir síðustu grind. Góður endasprettur dugði þó skammt. Heimsmeistarinn Nezha Bidouane, Marokkó, kom fyrst í mark í riðli Guðrúnar á 54,64, Debbie Ann Parris, Jamaíka, varð önnur á 55,35 og Sined Dudgeon, Bretlandi, þriðja á 55,38. Þess má geta að Guðrún varð sext- ánda inn í undanúrslit á síðasta heimsmeistaramóti, fékk þá tím- ann 55,76. "* „Þrátt fyrir vonbrigðin með nið- urstöðuna er ég nokkuð sátt við hlaupið. Mér fannst ég leggja mig fram, en því miður er ljóst að meiðslin sem hafa fylgt mér síðan í byrjun júní setja verulegt mark á hraða minn og tækni og því kemst ég alls ekki hraðar en raun ber vitni um, „ sagði Guðrún er hún hafði kastað mæðinni. ,Aðalvon- brigðin eru að vera ekki betri en þetta. Eg geri meiri kröfur til sjálfrar mín en þetta og ég veit að aðrir gera það einnig. En svona er staðan í dag, því miður gat ég ekki gert betur eins og staðan er. Það þýðir hins vegar ekki að leggjast í vonleysi þrátt fyrir þessa slöku niðurstöðu. Nú er bara að fá sig góða af meiðslunum og fara að leggja niður fyrir sig næstu þrett- án mánuði með hápunkti í lokin, sjálfa Ólympíuleikana. Ég er ekki búin að vera, ég á eftir að sanna heilmikið og mér skal takast að sýna það á næsta ári að ég get ver- ið miklu betri en að þessu sinni,“ sagði Guðrún og var ákveðin. „Það besta á eftir að koma.“ Guðrún byrjaði að keppa snemma í vor og náði mjög góðum j. árangri, m.a. 55,31 sekúndu á móti í Edwardsville í Bandríkjunum 22. maí. Á þessum tíma var hún að hlaupa nokkuð hraðar en á sama tíma undanfarin ár. Því lofaði ár- angurinn góðu og Guðrún sagðist hafa litið bjartsýn fram á veginn, þar til hásinareymsli gerðu vart við sig. „Sárindi neðst í annarri hásin- Heimsmethafinn í tugþraut, Tékk- inn Tomás Dvorák, er mættur til leiks í Sevilla og ætlar sér að verja heimsmeistaratign sína sem hann hlaut í Aþenu fyrir tveimur árum og standa þannig virkilega undir nafni sem heimsmethafi. Tugþrautar- keppni heimsmeistaramótsins hefst klukkan átta árdegis í dag að íslensk- inni hafa verið að gera mér lífið leitt undanfarin ár, en yfirleitt hafa þau horfið þegar líður fram á sumar. Nú var þetta þrálátara en áður, en ég hélt áfram að æfa, en beitti fætinum öðrusísi en áður. Það olli slæmri tognun í festingum við setbeinið og þrátt fyrir að brugðist væri strax við því hef ég lítið skánað og hef mikil sárindi í þessu. Fyrir vikið hef ég ekki get- að æft sem skyldi og því er hrað- inn ekki nægur og mýktin er slök sem gerir að verkum að ég fer ekki eins auðveldlega yfir grind- urnar og kostur er, þar með tapa ég dýrmætum tíma,“ sagði Guð- rún aðspurð um meiðslin. „I fyrra var það bara hásinin sem var að plaga mig og ég gat alltaf æft og keppt þótt sárt væri, en nú er ég bara enn verri. Ég er betri íþróttamaður en ég sýndi að þessu sinni, að minnsta kosti tel ég það og vonandi tekst mér að sýna það er fram líða stundir. Ég er ekki af baki dottin. Ég nýt góðrar aðstoðar frá íþróttahreyfingunni og fleirum og meðan svo er vil ég leggja mig alla fram og reyna þannig að endur- gjalda þeim á einhvern hátt, einn daginn tekst það vonandi. Þessir aðilar eiga það skilið því þeir hafa gert mér kleift að einbeita mér að því sem ég hef mestan áhuga á að gera. Að því leyti er ég mjög heppin.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Guðrún og Vésteinn Hafsteinsson fylgjast með úrslitum og stöðu Guðúnar á sjónvarpsskjá. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Guðrún Arnardóttir á ferðinni á hlaupabrautinni í Sevilla. um tíma. Jón Arnar Magnússon ís- landsmethafi er einnig tilbúinn í slag- inn, að eigin sögn. Eftir erfitt ár er að sögn kominn tími til þess að ná ár- angri. Æfingar hafa gengið vel og hann kveðst bjartsýnn á góðan ár- angur og ekki skemmi fyrir að glíma m.a. við nýbakaðan heimsmethafa. Alls eru 25 keppendur í tugþraut- inni að þessu sinni. Auk Dvoráks og Jóns Árnars má nefna Tékkann Roman Sebrle, Þjóðverjann Frank Bussemann, silfurverðlaunahafa á síðustu Ólympíuleikum og brons- verðlaunahafa á HM í Aþenu, Erki Nool, Eistlandi, Chris Huffins og Tom Pappas frá Bandaríkjunum, Lev Lobodin Rússlandi, Sebastin Levicq, Frakkandi og Spánverjann Javier Benet svo einhverjir séu nefndir. Auk Jóns eru fjórir Norður- landabúar í þrautinni, Svíinn Henrik Dagard, Finninn Aki Heikkinen og Norðmennirnir Benjamin Jensen og Trond Höiby. Rétt er fyrir áhuga- menn um tugþraut að leggja nafn Heikkinens á minnið því þar fer afar efnilegur 19 ára tugþrautarmaður sem hefur þegar náð best 7.859 stig- um í þraut á þessu ári. Eins og vant er hefst þrautin á 100 metra hlaupi og er Jón á annarri braut í fyrsta riðli ásamt Bussem- ann, Dan Steel, Bandaríkjunum, Nool, Dagard, Huffins og Dvorák. Síðan rekur hver greinin aðra, lang- stökk, kúluvarp, hástökk og loks 400 metra hlaup áður en dagur verður að kveldi kominn. • Rækilega verður fylgst með keppninni frá upphafi til enda á mbl.is. Hópur íslend- inga fylgir Jóni Amari ÚTLIT er fyrir að á milli 60 og manna hópur íslendinga styðji við bakið á Jóni Arnari Magmissyni á meðan tug- þrautarkeppnin fer fram í dag og á morgun. Jón dvaldi í ijögurra daga sumarleyfi í Portúgal ásamt fjölskyldu sinni áður en hann kom til Sevilla á mánudagsmorgun- inn. Þar vaknaði áhugi ís- lenskra sóldýrkenda sem voru á ströndinni með Jóni að styðja við bakið á honum og þegar síðast fréttist var verið að vinna í að útvega hópnum rútu til fararinnar en rúmlega tveggja tíma akstur er til Sevilla frá sól- arströndinni umræddu í Portúgal. Meiðsli hjá tugþrautarmönnum Tveir af fremstu tugþraut- armönnum heims geta ekki tekið þátt í heimsmeistara- mótinu í Sevilla vegna meiðsia, en það sama amar að þeim báðum. Þeir sem um er að ræða eru Norðurlanda- methafinn Edurard Hamalainen frá Finnlandi og Pólverjinn Sebastian Chmara, heims- og Evrópu- meistari í sjöþraut innanhúss. Chmara sleit hásin á vor- dögum og hefur ekki náð sér enn enda tekur það langan tíma að jafna sig eftir slit og aðgerð á þeim. Hamalainen var slæmur í hásinunum. Hann vann sigur á HM 1997 og á EM í fyrrasumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.