Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 5
MORGÚNBLÁÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 % *5 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/RAX Hollenski leikmaðurinn hjá Fram, Marcel Oerlemans, er hér í baráttu við fvar Ingimarsson og Zoran Miljkovic. Framarinn Ásmundur Arn- arsson í baksýn. Fýrírhafharlítid týá Eyjamönnum „VIÐ fengum góð færi í leiknum en vorum oft lánlausir uppi við markið og ég tel að við hefðum átt að geta skorað fleiri mörk. Við duttum aðeins niður í síðari hálfleik en í heild tel ég að liðið hafi sýnt ágætan leik á móti sterkum Frömurum," sagði Ingi Sig- urðsson, leikmaður ÍBV, eftir 2:0 sigur á Fram í Laugardal á sunnudagskvöld. Ingi sagði að álagið í sumar hefði verið mikið og liðið margoft þurft að leika fleiri en einn leik á viku. „En ■■■■■■ þessi vika sem var að Gísli líða var fremur óvana- Þorsteinsson leg enda enginn leikur skrifar sem fyrir. Við nýtt- um því þessa daga fyr- ir leikinn gegn Fram til þess að safna kröftum enda fannst mér mannskapurinn sprækari heldur en hann hefur verið oft á tíðum. Menn voru frjóir í sóknarleik og einbeittir þegar þeir áttu að verjast," sagði Ingi. Hægt er að taka undir orð Inga um frjóan sóknarleik Eyjamanna, að minnsta kosti á fyrstu mínútunum því þeir voru búnir að skora strax á 2. mínútu leiksins. Vörn Fram steinsvaf á verðinum er knötturinn fór fyrir markið þar sem ívar Ingi- marsson var óvaldaður og skoraði. Ekki hægt að segja að mikið hafi borið á frjóum sóknarieik það sem eftir lifði leiks. Bæði lið fengu að vísu ágæt færi en sigur Eyjamanna var aldrei í verulegri hættu. Fram hefur gengið illa í síðustu leikjum og hafði fyrir leikinn gegn Eyjamönnum fengið aðeins eitt stig úr síðustu fjór- um í deildinni. Ekki tókst liðinu að gera bragarbót á og reka af sér slyðruorðið á sjáifan Framdaginn. Sóknarleikur liðsins olli miklum von- brigðum gegn IBV, en Marcel Oer- lemans og Ásmundur Arnarsson áttu aldrei möguleika gegn varnarmönn- um Eyjamanna. Lífsmark kviknaði í sóknarleiknum er Höskuldur Þór- hallsson kom inn á á 58. mínútu, en þrátt fyrir ágæta spretti náði hann ekki að koma sínu liði á blað. Hilmar Björnsson lék ekki með Fram vegna meiðsla og kom Valdimar Sigurðsson inn í liðið í hans stað. Ekki reyndust það góð skipti því Valdimar komst aldrei í takt við leikinn og áttu Eyja- menn í litlum vandræðum með sókn- araðgerðir Fram á hægri kanti er hans naut við. Fyrir tímabilið voru miklar vonir bundnar við Safamýrarliðið og stofn- un hlutafélags um rekstur liðsins og aðkeyptir leikmenn áttu að koma því skör hærra í deildinni en það hefur náð um árabil. En þær vonir eru KA tók á móti KVA um helgina og vann stórsigur á gestunum 6:1. Þetta var mjög mikilvægur sig- ■■■■■■ ur fyrir KA því liðið Reynir B. berst nú fyrir lífi sínu Eiríksson { deildinni en það ger- skrífar ir Kva einnig. Með sigrinum skaust KA upp fyrir KVA á stigatöflunni og er nú með 16 stig og er í næstneðsta sæti, en KVA vermir botnsæti deildarinnar með 14 stig. Það má búast við mikilli baráttu í síðustu brostnar þvl þegar fjórar umferðir eru eftir af móti er Fram í 6. sæti deildarinnar og ekki má mikið út af bera í næstu leikjum til þess að liðið lendi ekki í fallbaráttu í síðustu leikj- unum. Liðið á eftir að mæta Val og Víking, sem eru í neðstu sætum deildarinnar, í tveimur síðustu um- ferðunum og það verður nauðsyn- lega að vinna sigur í þeim leikjum til þess að tryggja veru sína í deildinni. Eyjamenn léku af skynsemi á Laugardalsvelli og hafði undirritaður á tilfinningunni að sigur liðsins hefði verið íyrirhafnarlítill. Liðið tók aldrei óþarfa áhættu enda engin ástæða til eftir að það skoraði mark á 2. mínútu. í síðari hálfleik er Framarar voru famir að gerast ágengir upp við mark Eyjamanna, settu þeir.í annan gír og skoruðu mark, sem ívar Bjarklind gerði á 62. mínútu, er tryggði sigur þeirra endanlega. Eyjamenn eru sem stendur í öðru sæti deildarinnar og fylgja fast á hæla KR-inga. Liðin, sem umferðunum á milli liða til þess að forðast fall, en ennþá geta nokkur lið hlotið það hlutskipti að falla í 2. deild. KA-menn mættu mjög ákveðnir til leiks og voru mun sterkari aðil- inn frá upphafi. Þeir áttu ágætar sóknir sem ekki báru ávöxt fyrr en á 20. mínútu er Atli Þórarinsson skoraði fyrsta markið með skalla af stuttu færi. Fimm mínútum síðar var svo Guðmundur Steinarsson á ferðinni og gerði annað mai-k KA hafa yfirburðastöðu á toppi deildar- innar, eigast við næsta sunnudag, en Ingi Sigurðsson Eyjamaðm-, segir að sitt lið verði jafhframt að vinna aðra leiki sem eftír eru til þess að eiga möguleika á að verja Islandsmeistara- titilinn. ,Athyglin hefur að vísu beinst mildð að KR-ingum, en það er eitthvað sem við skiptum okkur ekki af. Við höfum verið í óþægilegri aðstöðu, að eiga leiki inni á önnur lið og það er ætíð erfitt. En við verðum að vera menn til þess að klára þessa leiki því hver einasti er úrslitaleikur. Það er ekki bara leikurinn gegn KR í Frosta- skjóli næsta sunnudag sem skiptir máli heldur einnig hinir sem eftír eru.“ Eyjamenn leika tvo leiki í vikunni, fyrst gegn Valsmönnum á miðviku- dag og þá gegn KR á sunnudag. En Ingi sagði að sínir menn yrðu taka því eins og hverju öðru. „Vissulega verður erfitt að leika tvo leiki í þess- ari viku en við erum orðnir vanir slíku álagi.“ með skoti af stuttu færi. Þriðja markið var svo sjálfsmark KVA sem gert var með skalla eftir fyrir- gjöf frá Dean Martin. Dean var svo aftur á ferðinni rétt fyrir lok hálf- leiksins og skoraði af öryggi úr víti. Áður en flautað var til leikhlés minnkaði Sigurjón Rúnarsson mun- inn þegar hann komst einn inn fyrir og skoraði af öryggi. Eftir fjörlegan fyrri hálfleik dofn- aði heldur yfir leiknum en KA hélt þó áfram undirtökunum, en þeir ÍÞRÚmR FOLK ■ MAGNÚS Þorsteinsson kom inn á hjá Keflavík á móti Val á sunnudaginn en Magnús er 16 ára. ■ DAÐI Dervic gat ekki leikið með félögum sínum í Val á sunnu- daginn vegna meiðsla. ■ ÓLAFUR Stígsson, leikmaður Vals, var borinn af leikvelli í leikn- um við Keflavík á sunnudaginn. Hann var meiddur á hné og hneig niður rétt fyrir leikhlé en ekki er ljóst hvort hann nær að spila næstu leiki með félögum sínum. ■ MATTHÍAS Guðmundsson kom inn á hjá Val á sunnudaginn og bar forláta plastgrímu fyrir andlitinu þar sem hann var nefbrotinn. ■ HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra var heiðursgestur á leik Fram og ÍBV á sunnudags- kvöld. ■ ÞRIR núverandi leikmenn Fram hafa leikið með ÍBV. Þeir eru: Steinar Guðgeirsson, Anton B. Markússon og Sigurvin Ólafs- son. Þá er Krstinn R. Jónsson, sem lék með Fram um árabil, að- stoðarþjálfari ÍBV. ■ HILMAR Björnsson lék ekki með Fram gegn ÍBV á sunnudag. Hann var tognaður og gat ekki leikið. Jón Sveinsson, fyrirliði Fram Úrslit- in eru slæm „ÞESSI úrslit eru slæm. Við ætluðum að vinna og feng- um tækifæri til þess en þess f stað gáfum við þeim tvö mörk,“ sagði Jón Sveinsson, fyrirliði Fram. Jón sagðist ekki hafa skýringar á reiðum höndum hvers vegna Fram hefði ekki gengið vel í síðustu leikjuin. „Við fengum fullt af færum í þessum leik og átt- um klárlega að ná þremur stigum. En það fór á annan veg. Sjálfsagt, lögðu þeir meiri áherslu á varnarleik- inn eftir að hafa skorað í upphafi leiks enda vanir að veijast vel og sækja á fáum leikmönnum. Það hefur skil- að þeim árangri síðustu tvö ár og því ættu þeir að breyta því nú - ekki síst í leik sem þeir fá óskabyrj- un.“ sköpuðu sér ekki eins mörg færi og í fyrri hálfleik. Þeii- bættu þó við tveimur mörkum sem komu á lokamínútum leiksins. Fyrra markið gerði Dean Martin með góðu skoti og það síðasta gerði svo Gísli Guð- mundsson með skoti af stuttu færi. Sigur KA var mjög auðveldur og léku þeir oft á tíðum ágæta knatt- spymu, en mótspyman af hálfu KVA var nánast engin í leiknum. Maður leiksins: Dean Martin KA. Stórsigur KA í botnbaráttu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.