Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 43 . vel. Margar góðar stundir áttum við í morgunkaffíklúbbnum okkar, síðar var stofnaður saumaklúbbur sem enn er starfandi en Sigrún er sú þriðja sem kveður úr þessum klúbbi gamalla starfsfélaga. Aður eru horfnar úr hópnum, Klara Helga- dóttir og Kristín Jónsdóttir. Við sem eftir erum, Guðríður, Ásdís, Guðrún, Sigríður og Ragnheiður, minnumst þeirra allra með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Þá var einnig stofnaður þorra- blótsklúbbur meðal eldri starfsfé- laga og maka þeirra. Hafa nú fjórir horfið með stuttu millibili, nú síðast elskulegur vinur, Ai-naldur Valdi- marsson, og Sigrún sem nú er kvödd. Eg minnist margra ljúfra stunda á heimili þeirra Sigrúnar og Guð- mundar, 60 ára afmælis, 70 ára af- mælis ásamt fjölda annarra glæsi- legra heimboða þar sem Sigrún naut sín vel sem húsmóðir og var hrókur alls fagnaðar. Eg minnist heimsóknar okkar Klöiu í sumarbústaðinn þeirra Sig- rúnar og Guðmundar í Hlíð þar sem svo vel var tekið á móti okkur og við leystar út með gjöfum. Ég minnist síðustu heimsóknar minnar til Sigiúnar sem þá lá fársjúk á Landakoti. Ég finn ennþá hlýja handtakið hennar. Hugur hennar var hjá Guðmundi. Umhyggja hennar fyrir manni sínum og fjölskyldu var henni efst í huga, ekki hún sjálf. Þannig var Sigrún, dugleg, óeigin- gjörn og umfram allt, góð kona. Sigrún var ákaflega dugleg og sjálfstæð. Kom það sér vel því hún var sjómannskona og þurfti að bera fulla ábyi'gð á heimilinu. Þegar ég kynntist henni voru synirnir enn í námi og bar hún hag þeirra mjög fyrir brjósti. Þegar um hægðist og Guðmundur var hættur á sjónum nýttu þau hverja stund til þess að ferðast. Þau ferðuðust víða erlendis, stundum oft á ári, og var gaman að heyra skemmtilegar ferðasögur þeirra hjóna. Sigrún var fróð um flesta hluti og hafði sínar eigin skoðanir sem hún var ófeimin að halda fram ef því var að skipta. Hún var kát og félags- lynd og naut sín vel í góðra vina hópi. Sigrún stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík sem þá þótti góður skóli fyrir stúlkur. Hún saknaði þess þó að hafa ekki notið meiri menntunar en hún fékk, enda var hún vel gefin, góður námsmað- ur og óhrædd við að takast á við ný verkefni. Ég kveð Sigrúnu með þökk fyrir að hafa átt að vini þessa góðu og gjöfulu konu. Ég þakka henni um- hyggjuna sem hún ætíð bar fyrir mér og fjölskyldu minni svo og allar þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Elskulegum eiginmanni hennar, Guðmundi, sonum þeirra og fjöl- skyldu allri votta ég samúð mína. Blessuð sé minning Sigiúnar Sig- urðardóttur. Ragnheiður. • Fleiri minningurgreinar um Sigrúnu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. + Ástkær faðir minn, afi og langafi, OTTÓ W. MAGNÚSSON frá Seyðisfirði, áður til heimiiis á Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánu- daginn 6. september. Anna Fríða W. Ottósdóttir, Ottó Winther Snorrason, Ellen Hrefna Haraldsdóttir, Valdís Vilhjálmsdóttir, Ingvar Vilhjálmsson, Helga María Garðarsdóttir og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VICTOR J. GESTSSON læknir, Hringbraut 50, áður Skaftahlíð 30, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 27. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Nína Victorsdóttir, Ragnar Friðriksson, Svala Victorsdóttir, Peter Ellenberger, Helmout Karl Kreidler, Einar Victor Karlsson Kreidler, Sólveig Erla Ragnarsdóttir, Hlynur ívar Ragnarsson, íris Ellenberger og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HULDA INGIBJÖRG PÁLSDÓTTIR, sem andaðist mánudaginn 30. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Borgar Garðarsson, Ann Sandelin, Garðar Garðarsson, Caroll Garðarsson, Guðbjörg Hlíf Pálsdóttir, Haukur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur og bróðir, HAFSTEINN JÓNSSON, sem lést þriðjudaginn 31. ágúst, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 8. september kl. 13.30. Elín Jóna Hafsteinsdóttir, Sóley Hafsteinsdóttir, Elín Sólmundardóttir, Jón Bárðarson, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Birna Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, VILHJÁLMUR HENDRIKSSON, Núpalind 8, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Krossinum, Hlíðarsmára 5—7 á morgun, miðvikudaginn 8. september, kl. 13.30. Ingibjörg Ólafsdóttir, Guðmunda G. Vilhjálmsdóttir, Jón Tryggvi Þórsson, fsak Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Ingibjörg Birta Jónsdóttir, Bryndís Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Karl Guðnason, Vilhjálmur Hendrik Karlsson, Karen Dögg Karlsdóttir, Tinna Björt Karlsdóttir, Jóhann Friðrik Karlsson og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR LÁRA MARÍANUSDÓTTIR, Njörvasundi 34, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 5. september síðastliðinn. Jón Árnason, Sigurður Halldórsson, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Rafn Rafnsson, Anna Birna Rafnsdóttir, Selma Sigurðardóttir. + Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SÓLVEIG SNÆBJÖRNSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, iést á heimili sínu mánudaginn 6. september. Grétar Ólafsson, Ásdís Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ómar Ólafsson, Halldór Ólafsson, Katrín Ólafsdóttir, Helga Jónsdóttir, Sigrún Oddsteinsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Ragnheiður Þengilsdóttir, Stefán Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LIS RUTH SIGURJÓNSSON, Háteigsvegi 26, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 3. september. Pia Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Elfn Geira Óladóttir, Egill Ásmundsson og barnabörn. + Sonur minn, BRYNJAR SVAN SIGFÚSSON, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 10. september kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Guðrún Sigurðardóttir. Elín Jónatansdóttir, Aðalbjörg Silja Ólafsdóttir, Áslaug, Rósa, Birna og fjölskyldur, Aðalbjörg Ólafsdóttir og Jenni R. Ólason. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA SIGMUNDSDÓTTIR, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 4. september sl. Erling Jónsson, Sólrún Magnúsdóttir, Edda Jónsdóttir, Gísli Kjartansson og barnabörn. + Ástkær maður minn, faðir, bróðir og sonur okkar, ÓLAFURJENNASON, Borgarnesi, lést laugardaginn 4. september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.