Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 31

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 31 LISTIR TÍMARIT Bókmenntir og 1 i sti r TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 61. árgangur, 2000, 3. hefti. Mál og menning, Reykjavík. 128 bls. Tveggja heima sýn Forsíðumynd Tímarits Máls og menningar að þessu sinni heitir Goðsöguleg friðsæld og er eftir William Heinesen. ÞRIÐJA hefti Tímarits Máls og menning- ar á þessu ári er að stórum hluta helgað fær- eyska rithöfundinum William Heinesen, en hann hefði orðið hundrað ára á þessu ári. „Eilíft líf ‘ er fyrirsögn fyrstu greinar heftis- ins, en það er viðtal sem blaðamaðurinn Else Lidegaard tók við Heinesen í tilefni af átt- ræðisafmæli hans árið 1980.1 viðtalinu ræða þau saman um hugmyndh- hans um skáld- skapinn og hlutverk hans, tilgang jarðvistar- innar og viskuna. Þetta eru hin „stóru mál“ í andlegum skilningi og athyglisvert að kynn- ast viðhorfum þess mikla vitrings og mann- vinar sem Heinesen var. Sjálfur segist hann kunna best við aulabárðana og minnu- sú til- hneiging hans um margt á Giinter Grass, sem hér var gestur á bókmenntahátíð fyrir skömmu, en hann sagðist vera í flokki með þeim sem tapa. I vel skrifaðri grein sinni „Stórskáld og smáþjóð eigast við“ fjallar Þorgeir Þorgeir- son rithöfundur um kynni sín af skáldinu í Færeyjum. Honum tekst að lýsa manninum William Heinesen þannig að hann stendur lesandanum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og staðfestir jafnframt þær hugmyndir um list hans og það sem Þorgeir kallar „ljóðrænt raunsæi“ er afmælisviðtalið gaf til kynna. Grein Þorgeirs er fléttuð skáldskap Heine- sen og spinnur hann textann út frá mynd- hverfingu Heinesens sjálfs um segl skáld- skaparins sem kom svífandi utan af hafi þegar fæðingu hans bar að höndum og var uppsprettan að þeirri „tveggja heima sýn“ sem svo mjög einkenndi verk hans. Óhætt er að segja að fengur er að svo skemmtilegi-i nærmynd af stórum höfundi sem af lítillæti í garð lands síns hafnaði Nóbelsverðlaununum af því hann skrifaði á dönsku, eins og fram kemur í grein Þorgeirs. Nærlestur Soffíu Auðar Birgisdóttur und- ir fyrirsögninni „Stormnótt, fæðing og dauði“ er greining á fæðingarmyndmáli í smásögunni „Stormnótt", með vísun í aðra sögu eftir hann, „Jómfrúrfæð- inguna“. Greiningin er athyglis- verð og varpar m.a. ágætu ýósi á siðferðislegan hugmyndaheim þess smáa samfélags sem var svo iðulega yrkisefni Heinesen. Uppruni og ævistarf „Maðurinn í töfrahringnum" eftir Oddvöru Johansen er einn- ig innlegg í umræðuna um Heinesen, en hún gerir grein fyrir dönskum þáttum í uppruna skáldsins og rejmir að ráða í ástæður þess að Heinesen skrif- aði á dönsku. Færeyingar kunnu honum lengst, af litlar þakkir fyrir ritstörf hans og vísuðu þá iðulega til þess að hann skrifaði á útlensku, þó líklegra megi telj- ast að hann hafi með skáldskap sínum um færeyska menningu höggvið of nærri sjálfsímynd þeirra. Grein Oddvarar er ef til vill ekki síst athyglisverð fyrir þá sök að hún markast nokkuð af tilraun og vilja Færeyinga til að taka Heinesen í sátt og skapa honum þann heiðurssess sem honum ber í færeyskri menningu. Sú skáldlega „tveggja heima sýn“, sem Þorgeir Þorgeirson gekk út frá í grein sinni, er ítrekuð í þessari þar sem Heinesen stendur á landamærum tveggja menningarheima, tveggja arfleifða og tveggja tungumála. „Við eigum William" er fyrirsögn greinar Malan Marnersdóttur þar sem hún gerir óljósa stöðu Heinesens í bókmenntasögunni að umræðuefni sínu. Sjónarmið hennar markast af fyrirsögninni, en samanburður hennar og rannsókn leiðir þó ýmislegt mark- vert í ljós um viðhorf danskrar bókmennta- hefðar til þess sem hún álítur jaðarmenn- ingu. Stuttur texti Gyrðis Elíassonar, „Að öllu samanlögðu“, er haganlega samansett hug- leiðing um stefnumót æsku og elli í skemmti- garði í Færeyjum. Ungur stærðfræðingur hittir þar hinn aldna Heinesen fyrir tilviljun og nálgast hann af sjálfstrausti þess sem tel- ur sig geta reiknað út heiminn. Hann mis- reiknar sig þó á Heinesen og uppgötvar ekki fyrr en um seinan helgi þess augnabliks sem hann upplifði. Pólitískt ofbeldi eða skáldarígur ítarleg grein Árna Bergmann um sambúð bókmennta og stjórnmála hér á Islandi er tímabær úttekt á sannleiksgildi hugmynda um stríðandi fylkingar vinstri og hægri manna í íslenskum bókmenntaheimi og væri athyglisvert að heyra frá fleirum um þetta tímabil íslenskrar bókmenntasögu. Hann kynnir nýtt sjónarhorn á þær pólitísku svipt- ingar sem hér urðu á árunum 1930 og fram- yfir 1960 og nýtir sér þá sögulegu fjarlægð sem endalok kalda stríðsins hafa skapað í til- raun til hlutlausara mats. Árni bendir á að ef til vill hafi sviptingar þessara ára ekki einungis átt sér pólitískar rætur heldur jafnframt verið farvegur dæm- igerðs „skáldarígs“ sem ávallt hafi brotist fram í gegnum aldirnar, á fleiri stöðum en fslandi. Þær stóru fullyrðingar sem Árni nefnir sem dæmi í grein sinni virðast þó sum- ar hverjar vega þyngra en svo að hægt sé að skýra þær sem einfalt hagsmunapot, en grein hans er greinileg tilraun til að brjóta niður ,járntjöld“ bókmenntaheimsins og er það vel. Borgarhugleiðing Péturs Gunnarssonar, sem hann flutti fyrst á ráðstefnunni „Líf í borg“ í Háskóla íslands, rekur ekki einungis það tilviljanakennda hugarfar sem virðist alltaf hafa legið að baki þróun Reykjavíkur- borgar, heldur vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um þá þróun sem nú á sér stað í borginni. Ekki er örgrannt um að lesandan- um finnist sú líflega minningaborg fimmta áratugarins, sem Pétur dregur glögga mynd af, mun áhugaverðari en sú Reykjavík sem lenti í „Dreifingunni miklu“ og rann stefnu- laust út eins og amerískur smábær. Töfraformúla í menningarlegu samhengi Grein Onnu Heiðu Pálsdóttur er þarft framlag í umræðu um barnabókmenntir, sem iðulega er ekki sinnt sem skyldi. Anna Heiða reynir að greina þær ástæður sem liggja að baki vinsældum bókanna um Harry Potter og tekst ágætlega að setja viðfangsefni sitt í menningarlegt samhengi er varpar nokkru ljósi á „töfraformúlu" höfundarins, Joanne Rowling, og sigurför bókanna. í TMM er að þessu sinni einnig að finna ljóð eftir William Heinesen, Christian Matr- as, Þorgeir Þorgeirson og John Haines, ,Ád- repu“ Ulfars Þormóðssonai- og ritdóma um fimm bækur. I heild hefur tekist að skapa ág- ætan umræðugrundvöll fyrir menningarum- ræðu af fjölbreyttu tagi í heftinu, enda víða komið við í áhugaverðu sögulegu samhengi. Fríða Björk Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Spessi sýnir ljósmyndir sínar í New York. „Bensínu í Brooklyn New York. Morgunblaðið. LJÓSMYNDIR Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar, af bensínstöðvum víða um ísland hanga nú uppi í sýn- ingarsalnum Roebling Hall í Brooklyn. Sýningin sem opnuð var sl. föstudag hefur fengið jákvæð viðbrögð og þegar hafa nokkur verkanna verið seld. Myndirnar á sýningunni eru 13 talsins og fyrir miðju gólfi salarins standa tveir lúnir bensintankar sem listamaðurinn varð sér úti um í nágrenninu. Spessi sýndi fyrst verkin undir yfirskriftinni „Bens- ín“ á Kjarvalsstöðum fyrir ári. Þá var gefin út bók með Ijósmyndunum sem m.a. hefur verið fengist í bókabúð nýlistasafnsins New Museum á Manhattan. Segir Spessi upphaf kynna sinna af aðstandendum Roebling Hall megi rekja til þess að bókin með verk- unum hafi komist í hendur þeirra. Buðu þeir Spessa þátttöku í samsýningu sem haldin var í marsmánuði og í framhaldinu til einkasýningarinnar nú, hans fyrstu í Bandaríkjunum. Þá megi fastlega gera ráð fyrir að framhald verið á og sýningar hans í Roebl- ing Hall fleiri. Spessi vinnur nú að ljósmyndaseríu sem hann nefnir Natura Morte, eða kyrralíf, sem hann segir í eins konar framhaldi af myndum sem hann vann fyrir 2 árum og gaf út sein röð jólakorta. Ein þeirra mynda hefur verið keypt af bandarískum listaverkasafnara, eiganda Chrystler-byggingarinn- ar á Manhattan. fyá.Q&€mfithÍldí Engjateigi 5, sími 581 2141

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.