Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 57

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 57^ FRÉTTIR International-danskeppnin f Brentwood Karen og Adam unnu til brons- verðlauna ATVINNUDANSPARIÐ Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve vann til bronsverðlauna í sígildum samkvæmisdönsum í nýliðaflokki atvinnumanna í Int- ernational-danskeppninni í Brentwood miðvikudaginn 11. október sl. 109 pör hófu keppni. Daginn áður kepptu þau í suður-amerískum dönsum, í sama flokki, og komust í 12 para undanúrslit af 84 pörum. Einnig kepptu þau í flokki at- vinnumanna í sigildu dönsunum á miðvikudeginum og komust þar í 48 para úrslit sem gaf þeim réttindi til þess að keppa á fimmtudeginum í Royal Albert Hall í London. í Royal Albert Hall var síðan keppt til úrslita og höfðu þá bestu danspör heims bæst í hópinn. Karen og Adam komust áfram inn I 24 para úrslit sem er betri árangur en þau náðu í Blackpool í vor. Karen og Adam tóku þátt í heimsmeistaramótinu í sigildum dönsum í Graz í Austurríki laugardaginn 6. október fyrir Islands hönd. Þar náðu þau 18. sætinu af 55 pörum sem tóku þátt. Næstu mót þeirra verða í 10 dönsum 8. og 9. desember í Evrópumeistaramótið í suður- París og Evrópumeistaramótið í amerískum dönsum 28. október 10 dönsum 16. og 17. desember í í Englandi, Heimsmeistaramótið Köln í Þýskaiandi. Ráðstefna um personuvernd í viðskiptum og stjórnsýslu ÞAÐ er óvist að vinnuaðferðir og verklag við meðhöndlun persónu- legra upplýsinga sem hér hafa tíðkast - til dæmis víðtæk notkun kennitölunnar - eigi framtíð fyrir sér. íslensk fyrirtæki og stjórn- sýsla eru orðin hluti fjölþjóðlegs umhverfis sem af sögulegum ástæðum er tortryggið gagnvart skráningu slíkra upplýsinga. Til- skipun ESB og ný íslensk löggjöf um persónuvernd og meðferð per- sónuupplýsinga gera nauðsynlegt að brugðist sé við nú þegar. Af því tilefni halda Staðlaráð Islands og Skýrslutæknifélag íslands ráð- stefnu á Hótel Loftleiðum 19. októ- ber. Meðal fyrirlesara er Nick Mans- field, aðalráðgjafi Shell Services International um öryggi upplýs- inga og rafræn viðskipti. Mansfield flytur erindi um persónuvernd og persónupplýsingar; meginkröfurn- ar í tilskipun ESB, áhrif hennar á fyrirtæki og stofnanir og alþjóða- viðskipti. Mansfíeld mun einnig ræða hugsanlegar kröfur um vott- un fyrirtækja og segja álit sitt á víðtækri notkun kennitölunnar í ís- lensku viðskiptalífi og stjórnsýslu með hliðsjón af tilskipuninni. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, og Páll Hreins- son, stjórnarformaður Persónu- verndar, flytja erindi um stefnu og hlutverk stofnunarinnar í ljósi nýrra laga og Hlynur Halldórsson héraðsdómslögmaður segir skoðun sína á þýðingu laganna fyrir starf- semi og rekstur íslenskra fyrir- tækja og stofnana. Þá fjallar Svana Helen Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Stika ehf., um notk- un væntanlegs íslensks staðals við að uppfylla kröfur um meðferð upplýsinga og fjölga sóknarfærum í viðskiptum. Ráðstefnunni lýkur með pall- borðsumræðum um hvort nýjar kröfur og ný löggjöf muni íþyngja fyrirtækjum og stofnunum eða bjóða upp á áður óþekkt tækifæri og aukið hagræði. Einnig hvort um réttarbót sé að ræða fyrir almenn- ing og hvort notkun kennitölunnar verði áfram möguleg í viðskiptum og stjórnsýslu. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra setur ráðstefnuna. Fund- arstjóri er Jóhann Gunnarsson, ritari ráðgjafarnefndar forsætis- og fjármálaráðuneyta um upplýs- inga- og tölvumál. Ráðstefnan verður fimmtudag- inn 19. október á Hótel Loftleiðum frá kl. 13-16.40. Ráðstefnugjald kr. 11. 800. Skráning með tölvupósti sky@sky.is Málþmg um þroskahjálp MÁLÞING Þroskaþjálfafélags ís- lands verður haldið 19.-20. októ- ber að Varmalandi í Borgarfirði. Yfirskrift málþingsins: Þjónusta við fólk með fötlun, stefnumótun á nýjum tímum. Þroskaþjálfafélag íslands stend- ur fyrir málþingi um framtíðarsýn og stefnumótun í þjónustu við fólk með fötlun. Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga er fyrirhugaður á næstu misserum, samkvæmt frumvarpi til laga um félagslega þjónustu sveitarfélaga sem tekið verður til umræðu á yf- irstandandi þingi. Þá hefur um- ræða um einkavæðingu á þjónustu við fólk með fötlun aukist. Á mál- þinginu verður tekið á þessum málum, auk þess sem unnið verður að gerð ályktana og mótun hug- myndafræði um búsetuþjónustu við fatlaða á nýjum tímum. Ýmsar leiðir hafa komið til tals hvað varð- ar útfærslu á þjónustu við fólk með fötlun í framtíðinni, segir í fréttatilkynningu. Á málþinginu verður leitast við að svara spurningum eins og: Hver er framtíðarsýn í þjónustu við fólk með fötlun? Hver er reynslan af yfirfærslu félagslegrar þjónustu frá ríki til sveitarfélaga? Eru þjónustusamningar í velferð- arþjónustu raunhæfur möguleiki? Er einkavæðing lausnin á vandá þjónustunnar? Meðal fyrirlesara á málþinginu eru m.a. einstaklingar sem hafa mikla reynslu af félagsþjónustu. Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkur, mun gera grein fyrir framtíðarsýn sinni á málefni fólks með fötlun, Bragi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Barnaverndarstofu, mun fjalla um þjónustusamninga og Þór Garðar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjaness, fjall- ar um einkavæðingu. Kynning í dag og á morgun Kynnum einnig ART OF SPA tvær nýjar líkamslínur, sem veita kraft frá toppi til táar eða fullkomna slökun, allt eftir þínum óskum. Við bjóðum þig velkomna í verslunina og minnum á glæsilega kaupauka. Hamraborg 6 6 6 e sími 564 2011 SNYRTIVERSLUNIN BYLGJAN 1. Verslunin hættir í Nóatúni 17 Troðfull búð af fatnaði og skóm á stórlækkuðu verði SPAR SP0RT TOPPMERKI A LAGMARKSVEROl Regngallar m/útöndun S-XXL áður kr. 14.900, nú kr. 7.900 Úlpur frá kr. 1.990 Innanhússkór 500-1.990 NÓATÚN 17 ▼ S. 511 4747 FILA pumn SPEEDO vá Jl casall oái^s jjjj^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.