Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 61 -----------------------------V Tryggingafélögin tapa á bifhjólatryggingum Lögbundnar vátryggingar vegna bifhjóla 1995-99 1/n Tjón—/ t l^tU 1on Tjón umfram iðgjöld / I c. U mn 3,7 m.kr. 15,8 43,8 17,6 / 91, 3 pn ou nn — DU V—40 | 20 n 1995 1996 1997 1998 1999 | Iðgjöld standa undir þriðj- ungi tjóna VÁTRYGGINGAFÉLÖGIN greiddu á síðasta ári liðlega 136 milljónir króna í bætur vegna vél- hjólaslysa en iðgjöld ársins námu aðeins þriðjungi þeirrar fjárhæðar, eða 45 milljónum kr. Tjón, sem greidd eru af bifhjólatryggingum, færast í aukana. Samband íslenskra tryggingafé- laga hefur tekið saman upplýsing- ar um iðgjöld og tjón í lögboðnum tryggingum bifhjóla á síðustu fimm árum. Er það gert vegna gagnrýni bifhjólamanna á að gjöld- in séu óeðlilega há miðað við tjónin sem biflijólamenn hafa valdið í um- ferðinni. Fram kemur að tjónakostnaður áranna 1995 til 1999 nam samtals 316 milljónum kr. en iðgjöldin 144 milljónum kr. Greiddu trygginga- félögin því um 172 milljónir króna í tjónabætur umfram iðgjöld sem innheimt voru. I upplýsingum tryggingafélag- anna kemur fram að þrátt fyrir að árleg iðgjöld hafi rúmlega tvö- faldast á þessu tímabili hefur af- koma trygginganna versnað til muna vegna þess að tjónakostnað- urinn hefur margfaldast. Þá er vakin athygli á því að eina erlenda vátryggingafélagið sem hér er með starfsemi á sviði öku- tækjatrygginga hafni því að tryggja bifhjól. Látin er í ljósi sú skoðun að ið- gjöld bifhjólamanna lækki vart nema úr tjónum þeirra dragi, nema þeir séu að biðja um að bif- reiðaeigendur taki á sig hækkun iðgjalda til að niðurgreiða iðgjöld vegna vélhjólanna. Fyrirlestur um „landa- fræði pers- ónuleikans“ PRÓFESSOR Jiiri Allik flytur opin- beran fyrirlestur í dag, miðvikudag- inn 18. október, kl. 18 á vegum fé- lagsvísindadeildar Háskóla Islands. asta á sviði þekkingarstjórnunar í heiminum í dag, segir í fréttatilkynn- ingu. Fjórir alþjóðlegir sérfræðingar á sviði þekkingarstjómunar eru fyrir- lesarar á ráðstefnunni. Dr. Leenamaija Otala, alþjóðlegur ráð- gjafi á sviði þekkingarstjórnunar og einn af aðalfyrirlesurum á Microsoft- ráðstefnunni um þekkingarstjórnun í Bandaríkjunum síðastliðið vor, mun m.a. fjalla um hvernig hægt er að skapa fyrirtækjamenningu og starfs- heilasvörun í talskynjun Finna og Eistlendinga þar sem sýnt hefur ver- ið fram á að móðurmálið hefur áhrif á svörunina. Að undanförnu hefur hann einnig beitt sér fyrir rannsókn- um í persónuleikasálfræði í Eistlandi og samstarfi þeirra sem vinna að þýðingum á NEO-persónuleikapróf- inu í mismunandi löndum. Niður- stöður rannsókna hans hafa birst í fjölmörgum greinum í alþjóðlegum tímaritum. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og er öllum opinn. Ráðstefna um þekkingar- stjórnun RÁÐSTEFNAN Þekkingarstjórn- un. Markmið, leiðir og árangur á vegum IMG verður haldin á Hótel Sögu fimmtudaginn 19. október frá kl. 9-17. Á ráðstefnunni verður fjall- að um það nýjasta og athyglisverð- anda sem styður við nám, flæði þekk- ingar milli einstaklinga og nýsköpun. Dr. Otala hefur gefið út fjölda bóka og fræðigreina um þekkingar- stjórnun. Riitta Weiste, vinnusálfræðingur og yfirmaður starfsmannamála hjá Nokia, sem er af mörgum talið fremsta þekkingarfyrirtæki heims, flytur erindi um innleiðingu þekking- arstjórnunar hjá Nokia. Deborah Swallow, stjórnunarráð- gjafi á sviði þekkingarstjórnunar hjá mörgum fyrirtækjum, fjallar m.a. um þekkingarstjórnun í samkeppnis- umhverfi. Hún hefur hlotið opinbera viðurkenningu fyi-ir framúrskarandi fagmennsku og árangur sem ráðgjafi og er eftirsóttur fyrirlesari í Evrópu. Michael C. Feltham, sem er búinn að sérhæfa sig í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum, tekur m.a. fyrir stjórnun þekkingar í smærri fyrirtækjum. Á ráðstefnunni er eftir hádegi boð- ið upp á þrjú styttri erindi ásamt um- ræðum, sem fyrirlesarar á ráðstefn- unni munu stýra. Ertu á aldrinum 15-18 ára? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Meira sjálfstraust? Erum að taka á móti umsóknum: • Um ársdvöl í Argentínu, Japan og Paragvæ og hálfsárs dvöl í Bandaríkjunum og Brasilíu með brottför í janúar—mars 2001. • Til fjölmargra landa með brottför júní—september 2001. AFS á fsiandi Ingólfsstræti 3 | 2. hæð | simi 552 5450 | www.afs.is Samfylkingin Kjördæmis- ráð í SV-kjör- dæmi stofnað STOFNFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvestur- kjördæmi verður haldinn fimmtu- daginn 19. október kl. 20 í Stjörnu- heimilinu við Ásgarð í Garðabæ. Þar mun undirbúningsnefnd kynna tillögu að lögum um kjör- dæmisráð og hún borin fram til at- kvæða. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, ávarpar fundinn og Margrét Sigurðardótt- ir, söngkona úr Garðabæ, syngur nokkur lög. Stofnfundurinn er opinn öllu Samfylkingarfólki í kjördæminu. Að honum loknum er gert ráð fyrir að aðildarfélög kjósi fulltrúa í ráðið og það komi saman til síns fyrsta fundar að hálfum mánuði liðnum, þar sem kosning í stjórn og flokks- stjórn fer fram. í Suðvesturkjördæmi eru Mos- fellsbær, Kjósarhreppur, Seltjarn- arnes, Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörður og Bessastaða- hreppur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.