Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 72
Maestro Heimavörn SECURÍTAS Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RJ7STJ@MBL.ffi, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 2000 VERÐ ILAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Vatnsbúskapur mun betri en sfðustu ár Öll uppistöðulón Landsvirkjunar full ÖLL uppistöðulón Landsvirkjunar eru full og hefur vatnsbúskapur fyr- irtækisins ekki verið í jafngóðu horfi í langan tíma. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst mikil bráðnun jökla í sumar en samkvæmt mælingum Raunvís- indastofnunar Háskólans samsvarar bráðnun Vatnajökuls í sumar 20 rúmkílómetrum af vatni. Til saman- burðar má geta þess að stóra hlaupið á Skeiðarársandi 1996 var 3,6 rúm- kílómetrar. „Staðan gæti ekki verið betri. Það >■jpgu öll uppistöðulón full,“ sagði Sig- mundur Freysteinsson, verkfræð- ingur hjá Landsvirkjun, þegar hann var spurður um vatnsbúskap Landsvirkjunar. Sigmundur sagði að lónin hefðu verið að fyllast í haust og um nokkurn tíma hefði verið um 60 þúsund manns hafa ein- kenni bakflæðis TALIÐ er að um 22% íslend- inga, eða um 60 þúsund manns, séu með einkenni svokallaðs vélindabakflæðis sem lýsir sér fyrst og fremst með brjóstsviða og nábíti en sérstakt átak hefur verið sett af stað að frumkvæði F élags sérfræðinga í meltingar- sjúkdómum til að auka almenna -vitneskju um þennan kvilla. Átak þetta er fyrsta viðfangs- efni þverfaglegs verkefnis sem kallast Vitundarvakning og miðar að því að hefja skipulegar forvamir gegn sjúkdómum í meltingarvegi. Að sögn Ásgeirs Böðvarsson- ar, sérfræðings í meltingar- sjúkdómum og formanns fræðsluráðs vegna átaksverk- efnisins, er mjög algengt að þeir sem haldnir eru vélindabak- flæði fresti því lengi að leita sér lækninga, jafnvel svo áratugum skipti. Mikilvægt sé að halda einkennunum niðri. Þótt kvill- inn sé yfirleitt ekki hættulegur a^trpii langvarandi bólgur leitt til alvarlegra sjúkdóma á borð við krabbamein í vélinda. ■ Brýnt að fólk reyní/37 framhjárennsli að ræða sem þýddi að lónin hefðu ekki getað tekið við meiru. Þetta framhjárennsli væri nú hætt. Lág staða í uppistöðulónum olli því að Landsvirkjun neyddist til að skerða afgangsorku til stóriðju 1998 og 1999. Leiddi það til minni fram- leiðslu hjá álverinu í Straumsvík og Jámblendiverksmiðjunni á Grund- artanga. Auk þess dró úr raforku- sölu til fiskimjölsverksmiðja. Ekki er útlit íyrir að grípa þurfi til slíkra að- gerða á næstunni að sögn Sigmund- ar. Staðan geti þó breyst á tiltölulega skömmum tíma. Sigmundur sagði að úrkoma á há- lendinu hefði ekki verið neitt sér- staklega mikil á síðasta vetri. Hins vegar hefði bráðnun jökla verið mjög mikil í sumar og það væri megin- ástæðan fyrir góðum vatnsbúskap Landsvirkjunar. Mikil bráðnun jökla í sumar Helgi Bjömsson, jöklafræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, sagði að bráðnun Vatnajökuls í fyrra hefði verið mikil. Afkoma jökulsins hefði verið neikvæð um fjóra rúm- kílómetra en það jafngilti því að jök- ullinn hefði allur lækkað um hálfan metra. Bráðnun á norðanverðum Vatnajökli hefði ekki mælst meiri síðan mælingar hófust 1991. Hann sagði að heildarleysing jök- ulsins í sumar samsvaraði því að 20 cm lag af vatni væri yfir öllu íslandi. ■ Vatnajökull/6 Um 19 milljarðar í þremur hluta- bréfasjóðum Kaupþings í Lúxemborg Dæmi um 6% lækkun á árinu MIKLAR sveiflur á erlendum hluta- bréfamörkuðum hafa haft áhrif á gengi erlendra sjóða Kaupþings sem em í vörslu Rotschild-bankans í Lúxemborg. í þessum sjóðum era um 19 milljarðar króna. Sem dæmi má nefna að gengi bréfa í Lux Global Technology Class-sjóðnum, sem í era 4,2 milljarðar króna, hefúr lækk- að frá áramótum um 6%. Ragnar Hannes Guðmundsson sjóðsstjóri segir að þróun á alþjóð- legum hlutabréfamarkaði hafi verið fjárfestum erfið á þessu ári og sveifl- ur miklar sem rekja megi meðal ann- ars til hækkunar á olíu á heimsmark- aði, vaxtahækkana í Bandaríkjunum, veikrar stöðu evrannar og nú síðast svartsýni á þróun efnahagsmála heirnsins. Kaupþing annast eignastýringu þriggja alþjóðlegra sjóða í Lúxem- borg og eins í Reykjavík. Erlendu sjóðirnir era til dæmis samsettir úr hlutabréfum í tæknifyrirtækjum eða lyfja- og fjármálafyrirtækjum. Sjóðurinn sem Ragnar stýrir er nú kringum 4,2 milljarðar króna en mikill meirihluti fjárfesta hans er fagfjárfestar. í Lux Global Equity Class era um 12,5 milljarðar króna. I nýjasta sjóðnum, Nordic Growth Class, era 2,2 milljarðar og í íslenska sjóðnum kringum milljarður eða alls um 20 milljarðar. Ragnar segir að frá stofnun Lux Global Technology Class-sjóðsins, í nóvember 1999, hafi gengi hans hækkað um 29% en sé litið á þróun- ina á þessu ári hafi það lækkað um 6%. Gengið hafi lækkað mikið fyrsta ársfjórðunginn og sé nú kringum 130. Ragnar segir að sveiflumar séu almennar, minni þar sem áhættan er minni en það ráðist mjög af samsetn- ingu og eðli sjóðanna. Ragnar Hannes segir fjárfesta ekki þurfa að örvænta þótt sveiflur séu miklar en Ijóst sé að alltaf sé ákveðin áhætta með fjárfestingum í hlutabréfum og hlutabréfasjóðum og sveiflur geti verið miklar og snöggar eftir þróun efnahagsmála. Bflar og reiðhjól BÍLAR og önnur farartæki eru nauðsynleg í umferðiuni í Reykja- vík. Inn á milli í bfiafjöldanum má sjá vel búna hjólreiðamenn í haustveðrinu. Tvær tófur og ein rjúpa VEIÐIMAÐUR einn fékk harla óvenjulegan feng í fyrstu rjúpnaferð haustsins sem hann fór í ljósaskiptunum í gær. Eftir tæplega hálftíma göngu í Þingvallasveit skaut hann fyrstu rjúpuna, gekk rétt um hundrað metra og sá þar hvíta tófu skjótast upp úr jarð- fallinu. Lágfóta féll snarlega fyrír skoti veiðimannsins og aðeins örfáum mínútum síðar sá hann til annarrar tófu gægjast út úr miðjum kinda- hóp. Sú varð ekki langlífari en hin fyrri og fór rjúpnaskyttan heim með feng kvöldsins, tvær tófur og eina rjúpu. Öryggismiðstöðvar Islands Nú býöst korthöfum VISA heimagæsla á sórstöku tilboösverði. Einungis er greitt fyrir 10 mánuöi á ári. Bjóöum einnig þráölausan búnaö. o FRIÐINDAKLUBBURINN Síml 533 2400 Veiðibann hefur mikil áhrif á rækjuvinnslur HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur lagt til að ekki verði stund- aðar veiðar á innfjarðarrækju í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda- flóa og Oxarfirði á þessum vetri. Mjög lítið fannst af rækju á þess- um svæðum í haustrannsóknaleið- angri stofnunarinnar sem lauk nýverið og hefur fiskgengd inni á fjörðunum aukist mjög mikið. Ekki voru stundaðar neinar rækjuveiðar í Húnaflóa og Skálf- anda sl. vetur en um 500 tonn af innfjarðarrækju voru veidd í Öxar- firði og um 400 tonn í Skagafirði. Nú standa yfir rannsóknir á inn- fjarðarrækjustofnum í Isafjarðar- djúpi og í Árnarfirði. Kristján Þ. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar Geflu hf. á Kópaskeri, segir ljóst að veiðibann á innfjarðarrækju í Öxarfirði hafi veruleg áhrif á starfsemi vinnslunnar enda hafi hún að meginhluta byggst á inn- fjarðarrækju. „Það var mjög mikill samdráttur í veiðunum á síðustu vertíð þegar við unnum 500 tonn af innfjarðarrækju, borið saman við 1.500 tonn árið á undan. Við höfum unnið norska iðnaðarrækju frá því í júní og eigum hráefni fram í miðjan desember. Vinnsla á innfjarðarrækju hefst vanalega upp úr miðjum október og við munum nú skoða hvert framhaldið verður. Hins vegar er vanalega ekki mikið framboð af norsku rækjunni þegar kemur fram á haustið." Fordæmi eru fyrir því að út- hlutað sé bótum til þeirra báta sem orðið hafa fyrir niðurskurði á inn- fjarðarrækju. Kristján segir slíkar bætur ekki gagnast á Kópaskeri því þar sé engin bolfiskvinnsla. „Mér finnst það skjóta skökku við að vinnslan skuli sitja eftir með sárt ennið þegar þessar aðstæður koma upp. Hins vegar á ég von á því að vandlega verði fylgst með rækjustofninum í Öxarfirði enda ekki ósennilegt að aðstæður breyt- ist þegar sjórinn kólnar þegar líð- ur á haustið," segir Kristján. ■ Lagl til veiðibann/Bl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.