Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 3

Skírnir - 01.12.1905, Page 3
Kvöld i Kóm. 291 Hugann grunar, hjartað flnnur lögin. Heilinn greinir skemmra en nemur taugin. Heimsins vjel er knúð af einu afli, einum segulvilja er kerfin bindur. Sama vald, sem veldur sólna tafli, veitir sjer i gegnum mannsins æðar. Milli lægsta djúps og hæstu hæðar heimssál ein af þáttum strengi vindur. Eins og mannleg ást tvo svipi jafnar, öllu í samheild guðdómshjartað safnar. Eins og tindrar auga af manndóms vilja, alheimsviljinn skín í geislans líki. Eins og heili manns má skynja og skilja, skrá og geyma í minning jarðarheimsins, man um eilífð heili hnattageimsins hljóm hvers sálarstrengs í lifsins riki. Söguborg, með kaldra múra minning, merkt af hruni og reisn, af tjóni og vinning, goð þín, rústir, hof og styttur liverfa, hjaðna eins og bólstrar skýjaeimsins. Þú varðst til svo eilífð mætti erfa anda þann, sem beindi þinu stáli, stýrði afli þínu í mynd og máli, meitlaði þinn svip í ásýnd heimsins. - Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel, og kasti mold og grafi, kvistist lífsins trje á dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkva marinn, myndasmíðar andans skulu standa. 19*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.