Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1905, Page 19

Skírnir - 01.12.1905, Page 19
Trú og saimanir. 307 stundis, svo að það varð jaí'n-mikið og áður. Og inni í stofunni, þar sem fólkið var, frammi fyrir því öllu, leyst- ist hún sundur, eins og vaxbrúða við glaðan eld. Fyrst þurkaðist andlitsfallið út. Augun sukku inn i augnatóft- irnar, nefið hvarf, ennið virtist hníga aftur á bak inn í höfuðið. Þá hurfu útlimirnir og líkaminn hrundi eins og varða. Höfuðið eitt sást því næst eftir á gólfdúknum. Að lokum sást ekki annað en nokkuð af hvítum slæðum, unz þær hurfu líka, eins og þeirn hefði verið kipt burt ofan frá. Prófessor Crookes mældi Katie oft; hún var ekki jafn-há öll kvöldin, en ávalt mikið hærri en Florence Cook. Hann taldi æðaslögin og hjartaslögin og hlustaði lungun í þeim báðum. Þeim var mjög misjafnt farið um þetta alt. Og hann tók fjölda af ljósmyndum af Katie. A sumum þeirra sést Florence Cook hjá henni. Þetta er ofurlítið ágrip af því, er bar fyrir William CrooKes, heimilsfólk hans og gesti árin 1873—74. Þessi fyrirbrigði á himili hans eru ekki einstæð. Vitni er borið um mörg sams konar fyrirbrigði, áður en Florence Cook kom til Crookes. Og mikið á að hafa gerst af þeim síðan. Þau gerast mörg víðsvegar urn heiminn á hverju ári. Nú síðast smnarið 1905 hafa verið mikil brögð að þeim, bæði i Norðurálfu og Vesturheimi, eftir frásögn sjónarvotta, sem hefir fundist hliðum himnaríkis vera lokið upp fyrir sér svo rækilega, að þeim verði aldrei lokað framar. Og þessi holdtekju-fyrirbrigði í heild sinni eru ekki heldur einstæð. Þau standa í sambandi við ógrynnin öll af öðrum fyrir- brigðum, sem eru með öðru móti, en benda jafn-skýrt út yfir gröf og dauða. Margar tilraunir hafa verið gerðar til skýringar á þessum fyrirbrigðum í því skyni að hnekkja sönnunargildi þeirra. Sumir hafa gizkað á, að þessi 15 ára skólastúlka, sem Crookes tók heim í liús sitt, hafi leikið allan þennan leik. Öðrum þykir það ekki sem sennilegast, þar sem fólkið sá þær báðar í einu og ljósmynd náðist af þeim báðum á sörnu plötunni. Sumir halda að Katie King hafi verið einhver vinstúlka Florence Cook, sem svona hafi 20*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.