Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1905, Side 59

Skírnir - 01.12.1905, Side 59
Einar Benediktsson. 347 Eg skal enn nefna nokkur dæmi þess, hvernig skáldið sér í því sem hann lýsir ímynd annars og meira en í fljótu hragði virðist vera þar. I hinu gullfagra kvæði »Hljóðaklettar« er bergmálið aðalefnið. Endurkast hljóðsins verður að eins eitt dæmi þess, hvernig alt þráir endursvar. I náttúrunni og »í hreyflng og lífi alls lýðs« heyrist »straumniður aflsins um lá og lönd, sem leitar að endursvari«. Er nokkuð svo helsnautt í heimsims rann sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð samhljóma í böli og tiauðum? Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna stoið, eins getur eitt kærleikans almáttugt orð íshjartað kveðið frá datiðum. Dauður kletturinn kastar liljóðinu aftui', en leyndustu þrá hjartans getur hann ekki svarað. Hljómspegill hennar er himininn, hún verður að leita í hæðirnar: Himinn, gefðu mér bergmálsins svar. Heyrðu mitt orð við hinn yzta mar í ódáinssöngvanna löndum. Þegar skáldið kveður um »Dettifoss«, þá er það aflið í fossinum, sem hugur hans dvelur við, hann kveður »um leik þess mesta krafts er fold vor ól«. Hann verður gagn- tekinn af umhugsuninni um þessa ofgnótt kraftarins, sem sti eymir bundin og ónotuð út í haf og hverfur. Foss- hjartað slær, en það vantar segulæðar til þess að leiða líf um landið: Þú gætir utinið dauöans böli bót, stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins, steypt mynd þess aftur upp í lífsins mót mcð afli því frá landsins hjartarót, sem kviksett er í klettalegstað fljótsins.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.