Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 28

Skírnir - 01.01.1907, Side 28
28 Darwinskenning og framþróunarkenning. lætur lífsbaráttuna einmitt inna gagnstætt hlutverk af hendi. Það sem Malthus taldi hömlur á umbreytingunx mannkynsins verður eftir kenningu Darwins sjálf hreyfi- fjöður lífsþróunarinnar. Lífsbaráttunni einni er það að þakka, að smávægilegar einstaklingsbreytingar geta safn- ast í sömu stefnu kynslóð eftir kynslóð og loks leitt til tegundarbreytingar. Malthus var mótmælendaklerkur. í huga hans ríkti hugmyndin um »eðli hlutanna«, um órjúf- andi »eðlisnauðsyn«, sem forsjónin hefði fyrirfram ákveðið og vér gætum þekt, en eigi haggað. Aftur á móti trúði Darwin þegar á framþróun líftegundanna, áður en hann las bók Malthusar; hann trúði því ekki framar að teg- undirnar væru óumbreytanlegar, skapaðar af guði í eitt skifti fyrir öll eins og forsjón hans vildi vera láta; þess vegna hefir hann slcipað hinurn nýju hugmyndum, er urðu á vegi hans, undir hugmyndina urn breytingu, framþrónn, sem va-r svo rík i huga hans; þess vegna hefir hann og gjört sér í hugarlund að baráttan sjálf og dauðinn væru fjarri því að tortíma blátt áfram nokkru af því sem til er, f'jarri þvi að halda lifandi verum í t'östum skorðum,. heldur ættu sinn þátt í framþróuninni og hefðu sannan sköpunarkraft í sér fólginn. Það er hið kynlega, það er hið fjarstæða i kenningu hans. En er það aunað en fjar- stæða, og geti lífsbaráttan orðið lifandi tegundum til tortím- ingar, er hún þá ekki alveg óviðkomandi myndun nýrra tegunda? Rannsókn á kenningu Maltliusar verður því að eins til að styrkja efasemdir vorar urn Darwinskenning- una, með því að hún sýnir enn skýrar hve kynlegt það er að tengja framþróunarhugmyndina við hugmyndina um lífsbaráttuna. 2. Paley og hugmyndin um náttúruvalið. — Darwin hefir i æsku fundist mjög til um trúarvarnarrit Paley’s, þar sem hann rökstuddi tilveru guðs með því að benda á samræmið í náttúrunni og sérstaklega samræmi lifandí vera sín á milli. Þegar hann í vísindarannsóknum sín- urn hafði borið allar guðfræðilegar tilgátur fyrir borðr hefir þó endurminningin um rit Paley’s leitt hann til að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.