Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 74

Skírnir - 01.01.1907, Page 74
74 Kormakur og Steingerður. oft hefi eg hingað mínar komur lagðar«. Nú biður Steingerður Kormak stunda til föður hennar og fyrir sakir Steingerðar gaf Kormakur Þorkeli góðar gjafir. Eftir þetta eiga margir menn hlut í, og þar kom um síðir, að Kormakur bað Steingerðar og var hún honum föstnuð og ákveðin brullaupsstefna og stendur nú kyrt um hríö. Nú fara orð í milli þeirra og verða í nokkrar greinir um fjárfar, og svo veik við breytilega, að síöan þessum ráðum var ráðið fanst Kormaki fátt um. — Sagan segir, að það var fyrir þá sök, að Þórveig seiddi til að þau skyldi eigi njótast mega. — Kor- makur sækir eigi brullaupið eftir því sem ákveðið var og leið fram stundin. Þetta þykir frændum Steingerðar óvirðing, er haun bregð- ur þessum ráðahag, og leita sér ráðs. Verður það úr að Þorkell giftir dóttur sína í skyndi manni sem Bersi hét. Hann bjó vestur í Saurbæ i Dalas/slu. Bersi var auðugur maður og góður drengur, mikill fyrir sór, vígamaSur og hólmgöngu- maður. Hann var þá ekkjumaSur. Þetta var mjög gert í móti vilja Steingerðar. Engar fregnir fóru af brúðkaupinu fyr en það var gengið um garð. Steingerður sendi mann á fund Kormaks, en sendimanni var tvívegis snúið aftur. Kíður nú Bersi með Stein- gerði, en sendimaðnr fer og segir Kormalti tíðindin. Kormakur hlóð vegg og barði með hnyðju. Hann brást við skjótt, tekur hest sinn og vopn og söðulreíði. Þorgils bróðir hans spyr: »Hvað skaltu nú bróðir ?« Kormakur kvað vísu : Brátt hefir Bersi sótta — beiSir hana á reiSa Valkjósanda at vísu víus*) — heitkonu mína þás unni mér manna — mist hefik fljóðs ens tvista — þá kystak mey mjóva — mest — dag Iengi flestan. — Þorgils mælti: »Óvarleg för er þetta, því að Bersi mun kominn til heimilis áður þór finnist, en fara mun eg með þér«. Kormakur kvaSst fara skyldu og bi'ða eugis manns; stígur þegar á hest sinn pg hleypti alt það er haun fekk. Þorgils fær sór brátt manna, ’) Valkjósandi = Oðinn; Oðins vín = skáldskapur; Valkjósanda víns heiðir = skáld. Skáldið á sannarlega að láta hana riða með sér, nema hana á hrott. (Bugge).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.