Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 95

Skírnir - 01.01.1907, Page 95
Erlend tiðindi. 95 J a n. 1. 3. 8. 10. 11. 14. 16. 25. 28. F e b r. 7. 8. 12. 19. 20. 21. frú Jósefína Butler, frægust fyrir baráttu sína gegn ósæmdaránauð kvenna, 78 ára; og Bourdett-Coutts barónessa, hinn mesti manuvinur, 92 ára. 1907. John D. Rockefeller hinn auðgi gefur Chicago- háskóla 3 milj. dollara. Hann gaf áiið 1906 alls 42 milj. dollara til mentastofnana. Sporvagnaökumenn gera verkfall í Khöfn, sem stóð til 7. jan. Launitz hershöfðingi, lögreglustjóri í Pétursborg, skot- inn til bana. Yegandi fyrirfór sér samstundis. Deyr Persakonungur, Muzaffer-ed-Din, 54 ára. Við ríki tekur sonur hans Muhamed Ali Mirza. Myrtur í Pétursborg Paulow hershöfðingi, hermanna- dómstjóri. Patkow, lögregludeildarhersir í Lodz á Póllandi, skot- inn til bana á strætum úti. Danir og Þjóðverjar gera sáttmála um réttindi danskra kjörþegna á Suður-Jótlandi. Herþjónusta lögð á vígða menn á Frakklandi. Landskjálfti eyðir borgina Kingston í Jamaica-ey í Vest- urheimseyjum. Hún hrundi á 36 sekúndum. Um 600 lík fundust í rústunum, og viðlíka mörgum banaði eldur. Meira en 100 manns farast í fellibyl í Filippseyjum. Ríkisþingskosningar á Þýzkalandi. Stjórnarliðum fjölgar heldur. Jafnaðarmönnum fækkar nær um helming. Kolanámusprenging í Rínarlöndum Prússa; þar farast 158 manns. Andast Goschen lávarður, allfrægur stjórnskörungur enskur. Landshöfðingi í Pensa í Rússlandi veginn með marg- hleypum, er í voru eitraðar kúlur. Játvarður konungur setur þing (parlam.) í Lundúnum. Vihjálmur keisari setur ríkisþingið nykosna 1 Berlin. Fulltrúadeild franska þingsins tjáir stjórninni traust sitt á kirkjumálastefnu hennar með 384 atkv. gegn 33. Búar í Transvaal ganga á þing, hið fyrsta frá því er Bretar brutu þá undir sig. Botha hershöfðingi verður- yfirráðgjafi. Andast Boström, fyrrum yfirráðgjafi Svíakonungs.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.