Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 7

Skírnir - 01.04.1907, Page 7
Tómas Sæmundsson. 103 fourð á íslendingum og öðrum þjóðum, því enginn efi er á, að hann hefði orðið lærdómsríkur og nærri sanni. Eg skal þá drepa á hin önnur rit lómasar Sæmunds- sonar. Fyrsta rit hans er um mentunarástand Islendinga og tum skólamálið. Það er á dönsku og heitir: »Island fra den intellectuelle Side betragtet«, Khöfn 1832. Hann rit- ar það undir eins og hann hefir lokið embættisprófi, og sýnir það að hann hefir gefið sér tíma til að hugsa um fieira en nám sitt eitt, þó hann stundaði það vel. Baldvin Einarsson hafði skömmu áður ritað um skóla- málið, og lagt ritgjörðir sínar um það fyrir þá menn með- al Dana, sem helzt var von að eitthvað mundu styðja það (sjá Tímarit Bókmentafélagsins, 25. árg. bls. 149—■ 154), en ekki hafði það borið neinn sýnilegan árangur. Tómas Sæmundsson tekur nú í sama streng. Hann segir að þeir sem hugsað hafi um hag Islands, reynt að gera sér grein fyrir orsökunum til hnignunar hans og lagt í’áð- in á hvernig hann yrði bættur, þeir hafi löngum beint at- hyglinni að atvinnuvegum landsins, en leitt að mestu hjá sér lýðmentun, skóla og vísindi. »En á þvi ætti þó að byrja, því að áður en mennirnir efna til framkvæmda, gera þeir sér grein fyrir tilgangi þeirra og hvernig hon- um verði auðveldast náð. Undirbúningsþekkingin er því grundvöllur framkvæmdanna, og eftir því hve mikil eða lítil hún er, fer það hve viturlegar framkvæmdirnar verða. Þetta er fólgið í hlutarins eðli, en reynslan sýnir og hið sama«. Og hann bendir á sögu landsins til sönnunar því að hnignun þess sé ekki svo mjög harðri veðráttu þess -eða ófrjósemi að kenna, heldur vankunnáttu landsmanna ■og skammsýni, og á því skeri hafi strandað tilraunir stjórnarinnar til að bæta atvinnuvegina. Það er einkennilegt hve glögt Baldvin Einarsson og 'Tómas Sæmundsson, þessir tveir fyrstu frumherjar ís- lenzkrar menningar á siðustu öld, hafa séð það og sýnt, að allar viðreisnartilraunir þjóðarinnar verða að grund- vallast á aukinni mentun allra landsmanna, og ætti senn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.