Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 40

Skírnir - 01.12.1912, Side 40
328 Veiðiför. Skipstjóri bauð að snúa upp í vindinn. Þegar skrið- urinn var af, skutu þeir út báti og reru þangað. Þar sem þústan var, fundu þeir lík sex manna. Þeir lágu allir á vinstri hlið hver við annan í þéttri röð, en andlitin sneru nálega beint upp í loftið. Þangað voru þeir félagar úr Víkunum komnir. Þeir höfðu borist um hafið á þessari fljótandi feigðar- ey og nálega strokist við landið. Hart var veðrið stund- um á ísnum, köld var hvílan þeirra og ömurleg baráttan við dauðann. Nú var vorblíðan loksins að koma til að reka burtu ísinn, leysa snjóinn af landinu og vekja til lífsins fræin í moldinni eftir vetrardvalann. Nú skein sól- in heitt úr suðri. Þunn, ljósbleik skýjaslæða lá um aust- urloftið, en í suðri og vestri var himininn heiður og blár — hlýr og hreinn og brosandi vorhiminn með sumar- vonir í fangi. En sólinni var það um megn að vekja þá, sem sváfu á íseynni köldu undan Langanesi. Þó hún skini heitt, þá fundu þeir það ekki. Þeir hvíldu í friði hver við annars hlið og mændu nú brostnum augum á heiðblámann yfir landinu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.