Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1912, Page 44

Skírnir - 01.12.1912, Page 44
332 Trúin á moldviðrið. bans eru þunglamaleg og óljós, sem hann að vísu biður afsökunar á, en þó jafnframt er ögn hreykinn af og telur sér til gildis gagnvart alþýðlegum heimspekingum upp- fræð8lu-aldarinnar, það hefir orðið til þess, að eftirmönn- um hans hefir algerlega tekist að koma þvi orði á, að heimspekin væri eins konar dulvísindi, fárra manna færi, ef til vill eins. Að segja um heimspekirit, að það væri »ljóst«, var um eitt skeið svo fjarri því að vera lofsyrði, að það var næstum því sama sem að segja að það væri þunt og grunt, og voru Hegel og hans fylgifiskar óþreyt- andi í því að klína þeim lýsingarorðum á alt það sem ekki var markað skólahugtökum þeirra. En þessi beygur við það að vera »ljós«, þessi borginmenska gagnvart »heil- brigðri skynsemi«, þetta mont af moldviðri sjálfs sín, hefir náð langt út yfir hóp hugrænu heimspekinganna og þann tíma sem þeir sátu að völdum. Mér er það enn í fersku minni, að fyrir mörgum árurn sagði maður einn, sem var heimspekingur »að mentun« en ekki »af guðs náð«, drýgindalega við mig: »já, við heimspekingar get- um auðvitað hvenær sem við viljum komist svo langt í einum tveimur setningum, að enginn geti fylgt okkur*. Það voru eftirköst frá Hegels tímum, þegar meistarinn hafði ekkert á móti því, að hver þöngulhaus, sem tamið hafði sér mállýzku hans, teldi sig til hinna útvöldu and- ans skörunga, er gefið væri að tala mál guðanna og skoða alla leyndardóma veruleikans og jafnvel djúp guðdómsins sjálfs. Ef ekki þyrfti annað en vöntun á »heilbrigðri skynsemi« til þess að vera heimspekingur, þá væri Þýzka- land auðugast allra landa að heimspekingum. A Englandi og Frakklandi hefir heimspekin sneitt hjá slíkUm villigötum. Það kemur af því, að hún hefir þar alt af haldið velli i opinberu lifi og almennum bók- mentum, en á Þýzkalandi er hún, eins og önnur vísindi og vísindaiðkanir, bundin við háskólana. Því fylgir til- hneiging til að mynda skóla, og hún er það fremur öllu öðru, sem undirbýr jarðveginn fyrir þetta illgresi. Að vísu hefir þetta samband vísindanna við háskólana í öll-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.