Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1912, Side 89

Skírnir - 01.12.1912, Side 89
Ritfregnir. 377 bindi enn um skíringabindið, og kann jeg þó að fullu að meta hina miklu kosti þess. Mímargir eru þeir staðir í síðara bindinu, sem útgefandinn hefur skírt betur enn firirrennarar hans, og víða hefur hann leið- rjett texta kvæðanna mjög heppilega. Hann stiðst vitanlega við alt það, sem áður hefur verið ritað til skíringar skáldakvæðunum, sjer- staklega við rit hinna miklu snillinga, Sveinbjarnar Egilssonar og Konráðs Gíslasonar, og kemst auðvitað mjög víða feti lengra enn þeir, nær rjettri skíringu kvæðanna. Samt nigg jeg, að hann sjálfur muni játa, að enn sje mörg gátan óráðin á þessu svæði vís- indanna. Fræðimenn komandi alda eiga hjer enn mikið verk firir höndum. Enn eitt er víst: Ef vísindamenn síðari tíma komast feti lengra enn Finnur Jónsson í þessu efni, þá er það af því, að þeir standa á hinum breiðu og sterku herðum hans og biggja á þeim grundvelli, sem hann hefur lagt í þessu riti. Þeir staðir eru þó nokkrir, sem jeg higg að megi skíra öðruvísi eða betur enn skírt er í bókinni. Enn jeg þori ekki að þessu sinni að leiða les- endur Skírnis inn í völundarhús vísnaskíringanna, og fer því ekki út í þá 8álma. Skíringar útgefandans eru mjög stuttar, að eins fólgnar í því, að orðaröðin er færð til vanalegs máls og vísurnar þíddar á dönsku, enn ekki farið út í einstök atriði. Oftast nær nægir þetta þó firir hvern skinbæran lesanda til að sína, hvern skilning útgefandinn leggur í orðin, enda mun hanu bæta úr því, sem á vantar, í nírri orðabók ifir skáldamálið, sem haun hefur í smíðum. Þau 2 bindi, sem út eru komin ná að eins til aldamótanna 1200, enn verkið á að ná ifir öll skáldakvæði til loka 14. aldar. Ritið er sannkölluð þjóðargersemi firir okkur íslendinga, sem eigum langflest af þessum kvæðnm, hreinasti fjársjóður firir hvern þann, sem vill fræðast um líf, siðu og hugsunarhátt feðra vorra. Arna Magnússonar-nefndin hefur kostað útgáfutia af vöxtum erfðafjár. sem Konráð Gíslason ánafnaði meðal annars til útgáfu skáldakvæða. Betur gat hún ekki varið fjenu. Andi Kouráðs Gísla- sonar hvílir ifir þessari bók. Að endingu kaun jeg útgefandanum hinar bestu þakkir í nafni allra, sem unna íslenskum fræðum, firir hans góða og mikla starf. Jeg samfagna honum út af því, sem búið er, og bíð með óþreiju eftir framhaldinu. Reikjavfk 15. sept. 1912. Björn M. Olsen.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.