Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1959, Page 21
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafi verið með sperrum, því ekki sáust nein merki eftir innstafi né eftir stoð, sem mæniás hefði hvílt á. Vestasta sperran virðist hafa verið um 50 sm frá gafli, og má það teljast eðlilegt, en alls hafa sperrurnar líklega verið 5. Ekki sáust merki þess, að stofan hafi verið þiljuð að innan, en hafi þilin aðeins náð niður að pöll- um, er þess ekki að vænta. IV. Frá bæjardyrum lágu göng í framhaldi af þeim inn í lítið ferhyrnt hús, 2x2 m að stærð í gólfhæð. Vesturveggur ganganna var beint framhald af vesturvegg bæjardyra. Stoðarhola var við vegg- inn þar sem göngin byrja, og er trúlegt að þar hafi verið hurð, enda fundust tvö brot af fjöl með gati á og látúnslaufi um gatið í uppmokstri úr göngum og bæjardyrum; ef til vill eru brotin úr hurðinni. Göngin eru 80—90 sm víð og 2,3 m löng. Gólfið er hellulagt, og á efstu hellunni mátti sjá merki eftir þröskuld. Gólfinu hallaði rnjög til suðurs, og er efsta hellan 40 sm hærri en sú neðsta. Göngin lágu inn í suðausturhorn hússins, og í suðvesturhorni sást að verið hafði timburgólf og holt undir, en frammi fyrir dyrum hafði verið grafið of djúpt áður en gólfs- ins var leitað, en eflaust hefur gólfið náð þvert íyfir húsið að sunnan. Upp við norðurvegg sáust ekki nein merki gólfs á 90 sm bili. Þetta gólf var að vísu aðeins lag af dökku hismi með óveru- legum tréleifum í, en yfir og undir var vikur, sem virtist foorinn með vatni. Gólfið er um 10 sm hærra en efsta hella í göngum, eða í hæð við þröskuld. Þró er undir gólfi, meira en 50 sm djúp, en í botni er leðja með miklum beinaleifum, einkum úr stórgripum. Úr þessari þró liggur lokræsi undir göng, bæjardyr og 5 m fram fyrir bæjarvegginn, samtals 14,6 m langt. Ræsið er hlaðið úr grjóti að því er virðist, með steinum og smámöl í botni, nálægt 20 sm vítt og 25 sm djúpt. Grein úr því nær inn í stofugöng, en ekki alla leið inn í stofu, en þar voru göngin hrunin saman og sást ekki endi lokræsisins þar. Ræsið liggur fram úr hlaðbrúninni, sem að mestu hefur verið úr torfi, en nokkrir steinar hafa þó verið í henni, en hún er nú 40 sm hærri en vilpan fyrir framan. Yfir hellunum og hlaðinu fyrir framan stéttina hefur verið einhver gras- rót. Framan við ræsisendann var að því er virtist vilpa, en ekki raunveruleg for, og mátti sjá að áfram hafði runnið suður úr henni. í botni vilpunnar bar mest á smárri möl og sandi. í norðvesturhorni IV er einskonar vindauga, sem liggur út í gegn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.