Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 12
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skuldlaus eign búsins kr. 1932,14.2 7 Virðist það vera dágóð afkoma miðað við sinn tíma. Til viðmiðunar má geta þess að hálf jörðin Fannardalur er í skiptagerðinni metin á kr. 650,00. Skuldlaustbú eftir Helgu Marteinsdóttur var hins vegar kr. 936,26, og má það heita jafnt og hún tók við úr búi eftir mann sinn (kr. 966,07).28 Eftir fráfall Helgu Marteinsdóttur var haldið uppboð í Fannardal og fór það fram 1. maí 1895.29 Var þá seldur bæði lifandi peningur og dauðir munir, samtals 270 „númer“, allt eign dánarbúsins, og að auki 13 númer (af einhverjum ástæðum skrifað nr. 4—16) annarra eign. Nam andvirði hins selda alls kr. 2018,25. Nr. 232 er krossmark, slegið Sveini Sigfússyni á Nesi fyrir 34 krónur. Er þar vissulega kominn „krossinn í Fannardal" sem nú er í eigu Guðmundar Sigfús- sonar, sonarsonar Sveins Sigfússonar, en Guðmundur er umboðs- maður og franskur konsúll í Neskaupstað. 1 uppvexti mínum heyrði ég oft að séra Jón Guðmundsson á Nesi hefði boðið í krossinn á móti Sveini Sigfússyni.30 Ekki er allskos.tar auðvelt nútímamanni að gera sér fulla grein fyrir hvers virði 34 krónur voru árið 1895. Til viðmiðunar skal þess getið að á uppboðinu í Fannardal seldist grá hryssa á 155 krónur, skjóttur hestur á 101 krónu, kvígukálfur (aldur ekki tilgreindur) á 32 krónur, kýr á 126 krónur, gemlingar til jafnaðar á um það bil 12 krónur hver, sauðir á 15—18 krónur hver, hjólbörur á 5 krónur. Andvirði krossins á uppboðinu 1895 hefur því verið jafnvirði tveggja 27 Skiptabók Suður-Múlasýslu (í Þjskjs., sýsluskjöl S.-Múl. VIII, 13) 1874— 1888, bl. 167—170. 28 Sama skiptagerð og skiptabók S.-Múlasýslu (Þjsks., sýsluskjöl S.-Múl. VIII, 14) 1888—1901, bl. 129—130. 29 Uppskrifta- og uppboðsbók fyrir Norðf jarðarhrepp 1893—1899, bl. 24—28. Bókin kom í Þjskjs. í september 1970. 30 Ekki man ég gjörla heimildarmann minn fyrir þessu atriði. Vel má það hafa verið faðir minn, Vilhjálmur Stefánsson (f. 28. apríl 1877, d. 12. apríl 1953), en fremur ætla ég að það hafi verið einhver eftirtalinna manna sem voru tíðir gestir í Hátúni, bernskuheimili mínu: Guðmundur Stefánsson í Laufási, sem áður er til vitnað, Sigurlínus Stefánsson, föðurbróðir minn (f. í Seldal 10. nóv. 1872, d. í Skuggahlíð 18. júní 1954) eða Þorbergur Guð- mundsson á Tröllanesi (sonur Guðmundar Magnússonar og Helgu Marteins- dóttur í Fannardal. Þorbergur var fæddur í Fannardal 30. apríl 1879, en dó í Neskaupstað 6. júlí 1958). — Víst er um það að uppboðsgerðin ber það með sér að séra Jón var á uppboðinu og honum voru slegnir þar nokkrir munir. Þeir Sveinn Sigfússon og séra Jón mægðust síðar því að sonur Sveins, Sigfús kaupmaður, gekk að eiga Ólöfu Guðmundsdóttur, systur séra Jóns, 14. október 1906.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.