Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 14
20 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sonar á Eskifirði.33 Þetta kemur allvel heim við manntöl. í aðal- manntali 1880 er Sveinn heimilisfastur á Nesi, sagður trésmiður og beykir, er í manntalinu talinn á viðaukaskýrslu B, sagður dveljast um stundarsakir á Eskifirði, enda er hann á aðalskrá á Eskifirði, í „Kaupmannshúsi" hjá Jóni Skúla Magnússyni og titlaður beykir. I sóknarmannatali Skorrastaðarprestakalls teknu á útmánuðum 1883 er Sveinn á Nesekru, titlaður beykir og bóndi, á Nesi 1. janúar 1884, kallaður „tunnari", sem hlýtur að vera beykir þó að það sé harla óvenjulegt orð, en 1. janúar 1885 er hann nefndur „borgari". Hann var einnig oft nefndur Sveinn borgari manna á meðal.34 Borgara- nafninu heldur hann í sóknarmannatölum til 1. janúar 1893, en í árslok 1893 er hann kallaður kaupmaður og því stöðunafni heldur hann til ársloka 1898 þegar hann er síðast nefndur í sóknarmanna- tali á Nesi.35 Um þær mundir sem Sveinn Sigfússon kaupir Fannardalskrossinn stendur hagur hans á Norðfirði með miklum blóma, enda er hann þá í broddi lífsins, fertugur að aldri. Á Nesi hafði þá þegar myndast nokkur vísir að þorpi, þar sem íbúar lifðu einkum á útgerð árabáta, því að enn var þá rúmur áratugur eftir fram á daga vélbátaútgerðar. Fólksfjöldi í sóknarmannatali á því svæði, sem nú telst til Neskaup- staðar, var þá 174. Að sumrinu hefur vafalaust dvalist þar miklu 38 Óprentaðar endurminningar Sigurlínusar Stefánssonar föðurbróður míns (í minni vörslu). Jón Skúli Magnússon (1843—1907) var sonur séra Magn- úsar Jónssonar á Grenjaðarstað og því bróðursonur Kristrúnar Jónsdóttur, konu séra Hallgríms Jónssonar á Hólmum. Jón Skúli var lengst af búsettur í Kaupmannahöfn (sjá frekar Hver er maSurinn, Reykjavík 1944, I, bls. 387— 388, og Ársrit hins íslenzka fræðafélags, fimmta ár, Khöfn 1920, bls. 124—- 125). Dr. Stefán Einarsson segir svo í Árbók Ferðafélags íslands 1957 (Aust- firðir norðan Gerpis), bls. 25: „Árið 1882 kom fyrsta verslunin í fjörðinn með Sveini Sigfússyni er áður hafði verið þar umboðsmaður kaupmanns á Eskifirði". 34 Endurminningar Sigurlínusar Stefánssonar. 35 1 skiptaskjölum bæjarfógetans í Reykjavík (bögglinum XXX, nr. 38) eru m. a. eftirtalin einkaskjöl Sveins: sveinsbréf í beykisiðn, gefið út í Kaup- mannahöfn 9. janúar 1879; borgarabréf á Nesi í Norðfirði, útgefið af sýslumanninum í Suður-Múlasýslu 6. desember 1895 (í þessu bréfi er talað um „sveitarverslara Svein Sigfússon“); borgarabréf í Hafnarfirði, útgefið af skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 29. apríl 1902; borgarabréf í Reykjavík, gefið út af bæjarfógetanum í Reykjavík 5. maí 1903. Vafalaust hefur Sveinn fengið sérstakt leyfi til að versla á Nesi áður en þar var löggiltur verslunarstaður þó að ég hafi ekki fundið bréf um það.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.