Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 17
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL 23 þess t. d. að önnur hönd Kristslíkneskisins var eitthvað laus í axlar- liðnum en hin alveg fallin frá og bundin við líkneskið með spotta. Skömmu eftir að Guðmundur tók við búsforráðum í Sigfúsarhúsi (um 1936) fékk hann Eirík Elísson trésmið til að lagfæra róðukrossinn, hreinsa hann, festa hendurnar á líkneskið og lakkbera hann.42 Var krossinum síðan komið fyrir á veglegum stað fyrir miðjum vegg í borðstofu í Sigfúsarhúsi þar sem hann var þangað til þau hjónin, Sigríður Jónsdóttir og Guðmundur, fluttust í nýtt hús að Þiljuvöll- um 6 í Neskaupstað, í október 1968. Er þar virðulega um hann búið. Hefur það jafnan verið siður á heimili þeirra hjóna að skreyta hann með grenigreinum og öðru jólaskrauti um hver jól. Lýsing Fannardalskrossins. Fyrir um það bil 15—20 árum skoðaði ég Fannardalskrossinn í Sigfúsarhúsi og fékk góðfúslegt leyfi Guðmundar til að fá Björn Björnsson kaupmann, hinn kunna ljósmyndara, áður á Bakka í Nes- kaupstað, nú í Reykjavík, til að gera fyrir mig og Þjóðminjasafnið mynd þá af krossinum sem fylgir þessari ritgerð. Sumarið 1970 skoðaði ég krossinn svo aftur á heimili þeirra Sigríðar og Guðmundar, mældi hann og gerði drög að eftirfarandi lýsingu á honum: Viður í krossinum og Kristslíkneskinu virðist mér vera valin fura eða lerki. 1 frásögnum, sem standa síðar í þessari ritgerð, kemur að vísu fram önnur skoðun á efniviðnum. Hæð langtrés krossins sjálfs er 56 sm en breidd þvertrésins 41% sm. Róðan eða Kristslíkneskið sjálft er 44% sm á hæð en faðmlengd þess 41 sm. Vinstri armur43 stendur lítið eitt út af krosstrénu (hægra megin). Langfjöl krossins er 10 sm að breidd nema efst þar sem hún breikkar mjög ört upp í 11% sm. Þverfjöl krossins er 11% sm á breidd á endunum en tæpir 10 sm um miðjuna. Til allra enda krossins er gat í miðju, nema að neðan þar sem gatið er mikið til vinstri handar. Neðan á langfjölinni miðri er boglaga skora sem gæti 42 Þorvaldur Eiríkur Elísson fæddist á Skorrastað 29. október 1876, sonur hjónanna Elísar Eiríkssonar og Lilju Sigurðardóttur, dáinn í Neskaupstað 27. maí 1962. Eiríkur var faðir Önnu, konu Bjarna Þórðarsonar fyrrverandi bæjarstjóra sem skrifað hefur um krossinn og vitnað verður til síðar. 43 Þegar talað er um hægri og vinstri á Iíristslíkneskinu hér í ritgerðinni, er miðað við líkneskið eins og maður væri (skjaldmerkjaleg táknun), en hægri og vinstri á krossinum sjálfum er miðað við hann eins og hann eða mynd af honum horfir við manni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.