Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 30
36 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS úr dölunum. Það var trú margra að þær hefðu ætlað að refta yfir Fannardal og gera sér bústað úr honum, hefði eigi fauskurinn komið sem þá rak í Norðfirði þar sem síðan er kölluð Krossfjara. Það var trékross og útskorin á hann Kristsmynd. Var hann lengi síðan geymd- ur í Fannardal svo að tröll skyldi eigi geta spyrnt saman fjöllunum eða sest þar að“. Hér kemur fátt nýtt fram nema hvað fauskur er kominn í staðinn fyrir fisk, eins og áður hefur verið gert að umtalsefni. Skal því ekki fjölyrt um frásögn þessa, enda talar hún sínu máli. Síðar í sagna- safni Sigfúsar er frásögn eða öllu heldur ritgerð sem nefnist Vernd- armerki og siöir (Kaþólskir og lúterskir helgisiöir). Eru þar nefnd nokkur dæmi um trú á krossa, svo sem krossinn í Kaldaðarnesi, kross- inn í Njarðvíkurskriðum, nafnið Róðukot í Hörgárdal og kross er lengi stóð í öxlum nærri Sleðbrjót í Jökulsárhlíð þar sem drengur hafði farist, að menn héldu af völdum álfa. Þá er drepið á bænahald og áheit er tíðkast hafa í sambandi við krossa. Að því búnu víkur Sigfús að Fannardalskrossinum svofelldum orðum: „Stundum rak trékrossa og líkneskjur af sjó og voru þau þá hirt og geymd sem verndargripir á heimilum. Þannig er það með Fannar- dalskrossinn í Norðfirði er rak fyrir löngu þar sem síðan er kennd við harm Krossfjara. Var hann álitinn sendur af forsjóninni fyrir bænarstað síra Jóns í Vallanesi í þeim tilgangi að varna því að tröll spyrntu saman Fannardalnum og til að flæma þau brott, sem og varð (Sbr. IV. b., bls. 259). Þessi kross var því geymdur til skamms tíma í Fannardal, heitið á hann og gefnar gjafir. Bænahöld voru höfð við hann framanaf. Líklega hefur þessi kross upphaflega verið verndar- merki á kaþólsku skipi.“60 Hamingjan má vita hvað Sigfús á við með orðunum „fyrir bænar- stað síra Jóns í Vallanesi“. Vitað er um fjóra presta með Jónsnafni í Vallanesi, einn ókunnan að föðurnafni og því nær algeru myrkri fornaldar hulinn, Jón Markússon á fyrri hluta 16. aldar, annars lítt kunnan, og svo tvo Jóna Stefánssyni, annan uppi á 18. öld og hinn á síðari hluta 18. aldar og fyrstu áratugum 19. aldar. Enginn þessara presta hefur fengið sérs.takt orð fyrir að vera bænheitur. Má mikið vera ef Jón sá í Vallanesi, sem tröllkonan kvað hafa verið gefið selið (sbr. Þjóð-sögur og -sagnir IV, bls. 258, og 59. neðanmálsgrein hér að framan), hefur ekki þrátt fyrir allt vakað fyrir Sigfúsi er hann ritaði 60 Sigfús Sigfússon: Þjóð-sögur og -sagnir VII, Reykjavík 1945. Kaflinn í heild er á bls. 46—49, en frásögnin um Fannardalskrossinn á bls. 47.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.